Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 57
um. Það þarf sterkar taugar til að
halda lífsgleði við slíkar aðstæður,
og eflaust hefði mörgum ístöðuminni
sjúklingi orðið mótlætið tamt á
tungu.
En Kata hugðist ná sér upp og
sparaði ekkert til. Hún ástundaði
heilbrigt lífemi og útivist, fór á fjöll
í öllum veðrum og árstímum og lagði
sig í líma við að vinna heilsu sína á
ný, líf sitt og framtíð. Okkur, sem
hjá henni stóðum, fannst sem bar-
átta hennar væri að bera þann
árangur sem hún átti skilið. Og nú,
þegar hún er svo snögglega horfín
úr hópnum, er sú hugsun áleitin
hversu ósanngjörn og ótímabær ör-
lög hennar urðu. En enginn má sköp-
um renna og víst er að sanngirni
er lífí og dauða óviðkomandi. Og
enginn skyldi ætla sér þá dul að
ganga að lífi og heilsu sem sjálfsögð-
um hlut, hvað sem ungum aldri líður.
Hver sá sem fellur frá, hverfur
ekki aðeins sjónum okkar heldur
einnig skilningi okkar. Hún, sem var
hluti af daglegri tilveru okkar, er
nú aðeins minningin ein. En hvert
svo sem leið hennar liggur nú, fylgja
henni hugsanir okkar, sem eftir
stöndum, og sú von að allar góðar
vættir varði þann veg,.styrki hana
og varðveiti og líkni foreldrum henn-
ar og aðstandendum í þrautum
þeirra.
Jón Bened. Guðlaugsson.
Hversu undarlegt er það að mág-
kona mín elskuleg skuli vera dáin!
Auðvitað vissi ég um veikindi hennar
en samt trúði ég því aldrei að ég
mundi missa hana. Ég sakna hennar
og þarfnast hennar í senn. I fyrra-
dag var ég búin að taka upp símtól-
ið til að hringja í hana því ég þurfti
á aðstoð hennar að halda. Kata var
alltaf svo sterk, bæði andlega og lík-
amlega. Engum þótti það undarlegt
þótt hún fengi sér byssu og færi á
gæsaveiðar. Og ef einhver þurfti að
flytja, þá var Kata aðalburðarklár-
inn. Hún var svo hæfíleikarík; hafði
fallega söngrödd og allt lék í hönd-
unum á henni. Ég geri mér svo skýra
grein fyrir því hversu stór hluti hún
var af lífi mínu, nú þegar hennar
nýtur ekki lengur við. Hver tekur
nú litla strákinn minn í klippingu?
Hver hjálpar mér í garðinum og
greiðir úr alls kyns tölvuvandræð-
um? Og hvernig á ég að skýra það
út fyrir dóttur minni að Kata
frænka, sem alltaf var henni svo
góð, er ekki hjá okkur lengur?
Ég vona að mágkonu minni elsku-
legri líði vel þar sem hún er nú. Hún
mun alltaf lifa í minningum mínum.
Góður Guð geymi hana, blessi og
varðveiti.
Raddý mágkona.
í dag kveðjum við kæran sam-
starfsmann, Katrínu Þórisdóttur,
sem lést sunnudaginn 6. desember.
Snöggt og óvænt er Katrín ekki
lengur með okkur og eftir sitjum við
með söknuð og tómleika.
Katrín hóf fyrst störf á Borgar-
spítalanum vorið 1990 er hún réðst
hingað til sumarafleysinga á launa-
deild. Fyrr um veturinn höfðum við
kynnst henni þegar hún var að viða
að sér efni í kandidatsritgerð fyrir
lokapróf í viðskiptadeild HÍ. Sam-
starfíð varð þó styttra en til stóð
því hún veiktist skyndilega af þeim
sjúkdómi sem nú hefur ráðið ferð-
inni. Af einstökum dugnaði tókst
henni að yfirstíga veikindin og afar
erfiða lækningameðferð og við fögn-
uðum því að fá hana aftur til starfa
í bókhald sumarið 1991. Um haustið
var hún ráðin í fullt starf sem við-
skiptafræðingur.
I þrítugsafmæli hennar í janúar
síðastliðnum samglöddumst við jafn-
framt yfir lokum lyfjameðferðarinn-
ar sem staðið hafði yfír í eitt og
hálft ár og trúðum því að erfíð veik-
indi væru yfirstaðjn. Það var auð-
velt að hafa þá trú, því einkenni
Katrínar voru einmitt lífsgleði og
mikil orka. Fjallgöngur á meðal ann-
ars Heklu, Þríhyrning og Baulu
sannfærðu okkur um að hún hefði
náð fullri heilsu og björt framtíðin
blasti við.
Með glaðværð og góðri lund ásamt
meðfæddri bjartsýni gerði hún
vinnustað okkar betri og víst er að
öllum þótti vænt um hana.
Við vissum að fjölskyldan var
Katrínu mikils virði. Ferð þeirra
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
Minning
Sigurður H. Sigur-
bjömsson frá Björgimi
mæðgna til London nú í haust sýndi
best hug hennar og þakklæti til
móður sinnar vegna stuðnings í veik-
indunum. Fjölskyldu hennar sendum
við innilegar samúðarkveðjur um
leið og við þökkum Katrínu sam-
fylgdina.
Samstarfsfólk á skrifstofu
Borgarspítalans.
í dag er til hinstu hvfldar borin
vinkona mín Katrín Þórisdóttir sem
lést 6. desember sl. eftir hetjulega
baráttu við hinn illvíga sjúkdóm
hvítblæði.
Kynni okkar Katrínar, eða Kötu
eins og ég kallaði hana, hófust í
Héraðsskólanum á Reykjum í
Hrútafirði veturinn 1978. Þar deild-
um við saman herbergi ásamt yngri
systur hennar, Höllu, og áttum við
saman margar ánægjulegar stundir
eins og títt er um unglinga í heima-
vistarskólum. Kata var harðdugleg
og iðin bæði við námið og íþróttir.
Kata hélt svo áfram námi, lauk stúd-
entsprófi og síðan fór hún í við-
skiptafræðinám við Háskóla ís-
lands.
Fyrir rúmum tveimur árum er
Kata var að ljúka viðskiptafræði-
prófí veiktist hún hastarlegar og
reyndist hún þá vera með alvarlegan
blóðsjúkdóm, hvítblæði. Tók þá við
erfíð læknismeðferð sem reyndi
mikið á Kötu og hennar nánustu
en það var aðdáunarvert hve mikinn
kjark og æðruleysi Kata sýndi i
þessum erfíðleikum.
Að meðferð lokinni náði Kata
góðum bata og vöknuðu vonir um
að sjúkdómurinn hefði látið undan.
Hún hóf störf sem viðskiptafræðing-
ur á Borgarspítalanum í Reykjavík,
stundaði útivist og ferðalög, sem
hún hafði mikið yndi af. Voru þær
ófáar ferðimar sem hún fór um
landið til þess að njóta fegurðar og
friðar. Saman fórum við í nokkrar
slíkar ferðir á liðnu ári og nutum
þess í ríkum mæli.
En fyrir þremur vikum síðan tóku
veikindi Kötu sig upp, einmitt þegar
framtíðin virtist blasa björt við
henni. Kata byijaði á ný í erfiðri
meðferð til að undirbúa mergskipti
sem voru talin gefa góða von. Hún
var bjartsýn og ákveðin í að yfir-
vinna sjúkdóminn, en því miður
tókst það ekki.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Kötu, konu sem
gafst aldrei upp, þótt á móti blési.
Þó að hættan á að sjúkdómurinn
tæki sig upp væri yfírvofandi var
það aldrei að heyra á henni né sjá
að hún óttaðist örlög sín. Þvert á
móti gat hún rætt opinskátt um
sjúkdóm sinn.
Kata átti því láni að fagna í veik-
indum sínum að eiga einstaka for-
eldra, systkini og fjölskyldur þeirra
sem önnuðust hana af umhyggju
og nærgætni. Þeim vil ég votta
mína dýpstu samúð og bið guð að
gefa þeim styrk á þessum erfíðu
tímum.
Sóley Hildur Oddsdóttir.
13. október sl. lést Sigurður
Hrólfur Sigurbjörnsson frá Björg-
um, S-Þingeyjarsýslu. Hann var
jarðsettur 20. október og hvílir við
hlið eiginkonu sinnar Aldísar
Björgvinsdóttur, sem fædd var í
Hafnarfirði 1942. Hún lést af slys-
förum í október 1989.
Sigurður átti rætur í þeirri fögru
sveit í Útkinn við Skjálfandaflóa,
og var fæddur 7. apríl 1929. Þar
stendur bærinn Björg og við hann
reisti Sigurður hús ásamt konu
sinni. Þar bjuggu þau og stunduðu
atvinnu sína útfrá á sumrum. Ann-
að heimili áttu þau á Lindarbraut
á Seltjarnamesi og áttu þar vetrar-
bústað. -
Björg eru þannig í sveit sett að
óhjákvæmilegt er fyrir þann sem
þangað kemur hvað þá býr þar að
verða fyrir áhrifum. Sigurður var
að lunderni og háttum mótaður af
því umhverfi sem hann ólst upp í.
Hann var ágætur sendiboði sveitar
sinnar, svo hagur og agaður sem
hann var.
Minningarkorn þetta vil ég
helga þakklæti til þessa hagleiks-
manns sem hafði meðal annarra
kosta til að bera áræði og dugnað
búmannsins.
Ég tók fljótt eftir því, að Signrð-
ur átti til ættar sinnar hefð til að
smíða og hagleiks að sækja. Undr-
un vakti hvernig fátt stóð fyrir
honum í lausn flestra mála er varð-
aði byggingu og innréttingu húsa
og hverslags handverk. Þegar
hann sagði mér frá afrekum ábú-
enda jarðarinnar Bjarga í hvers
kyns málum sem snúa að bú-
rekstri, undraði mig ekki að hann
gæti allt þetta. Þeir höfðu meðal
annars smíðað sér rafstöð við bæ-
inn og frystiklefa og er þó fátt
eitt nefnt.
Sigurður var ekki maður sem
sat og beið eftir því að aðrir færðu
sér lausnir vandamálanna, heldur
tókst á við þau. Það er ómetanlegt
ungum manni að kynnast og ferð-
ast spöl í lífinu með slíkum sem
Sigurður var. Kann ég honum
bestu þakkir.
í heimsóknum að Björgum sýndi
Sigurður einnig að fleira bjó í hon-
um en smiður og hagleiksmaður.
Náttúra svæðisins í kringum og
við Björg hafði opnað augu hans
og skyn fyrir tifi náttúrunnar, vak-
ið í honum veiðimanninn drifkraft-
inn til sjálfsbjargar. Ég man hve
fagmannlega hann bar sig undir
árum við fiskiveiðar og saga bjó
við hvert sjónmál. Við borgarbúar
höfum frá fáu að segja miðað við
sveitasyni og dætur sem lifað hafa
breytingatíma. Enn var ljóslifandi
fyrir Sigurði ýmislegt sem tengdist
svo sterklega menningu íslendinga
og oft vill lifa mun lengur til sveita
en borgar. Við horfðum saman á
íslenska glímu eitt sinn og þá stóð
ekki á sögum frá heimabyggð Sig-
urðar af öflugum mönnum sem
kunnu að glíma. Skólaár Sigurðar
báíust einnig til tals og þá hvernig
rækt við líkama ekki síður og sál,
var þessum mönnum, hans kyn-
slóðar mönnum, í blóð borin.
Tímar héraðsskólanna, upp-
ganga íslensks landbúnaðar, Grett-
istak í samgöngumálum og upp-
bygging á flestum sviðum hér á
landi, var honum einnig hugleikin.
Með malarakstri átti hann sinn
þátt í vegalagningunni sem nú er
meðal þess sem sveitungar hans
mega verða hvað stoltastir af. Þar
hefur myndarlega verið að verki
staðið. Hann vann frá vori til
hausts við akstur eigin vörubifreið-
ar í sýslunni við lagningu og úr-
bætur vega. Á vetrum vann hann
við smíðar í Ofnasmiðjunni í Hafn-
arfirði.
Með Sigurði hverfur eftirminni-
legur maður sem ávallt verður þó
í huga manns annar helmingur
heimilisbændanna við Lindarbraut.
Þau Aldís voru heimsóknum vön
og áttu marga vini. Þau kunnu
flestum betur að taka á móti gest-
um. Hann átti marga vildarmenn
og skyldmenni sem oft ráku inn
nefið á bæjarröltinú og hún einnig.
57
Myndarskapur þeirra beggja skap-
aði umgjörð um heimilið sem í öllu
var til fyrirmyndar. Son sinn, Sig-
urð Frey, önnuðust þau einnig af
natni og alúð. Heimilið einkenndist
einnig af því að skorður voru á
hlutunum og regla. Glatt var yfir
þeim þær stundir sem gefyir stóðu
við og ánægjan af því að hafa fólk
og veita því geislaði af þeim hjón-
um. Oft þykja okkur oftaldir kosti
fólks og að margt megi kyrrt
liggja. Því er þó ekki syo farið með
þau Sigga og Aldísi. Áfram mætti
halda að skrifa um þeirra góðu
hliðar. Þau orð skulum við þó
geyma innra með okkur. Svo mik-
ið vitum við að meðal okkar fennir
seint yfír minninguna. Að lokum
færi ég þeim sem Sigurð og Aldísi
þekktu mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Randver Þ. Randversson.
maxon boðtæki
y»' |||.
8 númera minni
2 númer möguleg
Tónviðvörun
Hljóðlaus viðvörun
Kr. 11.900,-
Talstöðvar - boðtæki - símtæki
RAFÖGN HF., ÁRMÚLA 32, SÍMI679720
Þrjár
GOÐAR
TIL
Fast í bokaverslunum um land allt og í
Kirkjuhúsinu, Kirkjustræti, sími 21090.
Skálholtsútgáfan
Útgáfufélag þjóðkirkjunnar