Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 58

Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Jóhann Bjömsson, Jóhanna H. Benedikts- dóttir - Hjónaminning Jóhann Fæddur 12. september 1897 Dáinn 1. desember 1992 Jóhanna Helga Fædd 14. april 1908 Dáin 13. maí 1989 Nú eru liðin um það bil þijú ár frá því að „Helga frænka", eins og ég nefndi hana oftast nær, hvarf yfir landamærin miklu 81 árs að aldri, en það var 13. maí 1989. Og nú er móðurbróðir minn einnig stig- inn yfir þessi sömu landamæri. Myndir minninganna sem þau skildu eftir sig lifa samt áfram í huga mínum og munu dveljast þar unz ég verð allur. Minningin er hlý og björt - hlý eins og þau voru sjálf. Ég hafði ekki hin fýrstu bemsku- ár mín haft mjög mikil eða náin kynni af þessu frændfólki mínu, en það átti eftir að breytast. Það mun hafa verið árið 1938 að ég kom fyrst í Seljateig, ásamt móðursystur minni, á leið til Reykjavíkur, þá strákur á áttunda ári. En ég átti eftir að koma þangað aftur og aftur. Árin 1940-1945 hrönnuðust óveðursský heimsstyijaldarinnar síðari yfír Evrópu. Þessi ský, eða að minnsta kosti angi af þeim, náði til íslands. Landið var hemumið af Bretum 10. maí 1940 og á ámnum 1941- 1942 var talin vera það mikil loftár- ásarhætta af völdum íjóðveija, að foreldmm og forráðamönnum bama í höfuðstaðnum, Reykjavík, var ráðlagt að senda böm sín til dvalar upp í sveit, eða þangað sem árásarhætta var talin minni. Móðir mín heitin brá skjótt við og hafði samband við bróður sinn í Selja- teigi. - Það var auðsótt mál að fá leyfí handa mér til sumardvalar í Seljateigi. Ég var þá um vorið (1941) sendur með Esjunni austur á Reyðarijörð. Mér féll strax svo vel dvölin þar að ég vildi helzt ekki snúa aftur til Reykjavíkur. Það var heldur engin furða, því betri og elskulegri hjón en þau Jóhann og Helgu þekkti ég ekki. Hún var björt yfírlitum - eins og vorið - með ljóst hár, glaðleg og kát og létt í skapi. Hann var aftur á móti dulur, átti til að vera smáglettinn, viðkvæmur og örlítið þyngri í skapi, en leyndi tilfínning- um sínum. Bæði vom þau hlý og vinföst. Hjónin vom mjög samhent og ávallt innilegt með þeim meðan bæði lifðu. Gott dæmi um fómfýsi og elsku- legheit Jóhanns frænda og Helgu frænku er að í Seljateigi dvöldust hjá þeim, eða áttu um skemmri eða lengri tíma athvarf, fleiri eða færri einstaklingar, - áður en „afaböm- in“ komu til. Þar var sem sagt, oftast nær, einkum hin síðari árin, hópur af bömum. Jóhann Bjömsson var fæddur á Sléttu í Reyðarfírði 12. dag sept- embermánaðar árið 1897. Hann var yngsta bam Björns (fæddur 30. nóvember 1849 á Stað í Aðalvík, dáinn 24. maí 1900) bókbindara og oddvita, Sléttu í Reyðarfirði, Jóns- sonar prests að Stað í Aðalvík Ey- Okkur langar til að minnast fyrr- verandi starfsfélaga okkar Ama Ömólfssonar sem lést fyrir aldur fram föstudaginn 4. desember sl. Við minnumst sérstaklega hversu skapgóður hann var og söknum þess að hann kemur ekki framar til okkar í Sparisjóðinn, kátur og reifur. Ámi starfaði um árabil í bók- haldsdeild Sparisjóðs Kópavogs og jólfssonar prests í Garpsdal Gísla- sonar. Móðir Björns Jónssonar var Sig- ríður frá Atlastöðum í Fljótavík Oddsdóttir askasmiðs og bónda að Atlastöðum Jónssonar, bónda s.st. Móðir Jóhanns, amma mín, var Anna Siggerður (fædd 22. marz 1857, dáin 9. nóvember 1925) fædd að Sléttu í Reyðarfírði Eyjólfsdóttir söðlasmiðs og bónda að Sléttu, Ólafssonar Bjamasonar. Móðir Siggerðar var Sæbjörg, kölluð hin ríka (Eyjólfur Ólafsson var hennar 2. maður), fædd að Litla-Sandfelli, Skriðdal, Jónsdóttir bónda þar Stefánssonar. Jóhann var aðeins tæplega þriggja ára þegar hann missti föður sinn, Bjöm Jónsson (sem kallaður var ísfírðingur), en hann dó úr lungnabólgu 24. maí (þ.e. á hvíta- sunnudag) árið 1900, aðeins 50 ára að aldri, þá bóndi að Gestsstöðum í Fáskrúðsfírði. Við lát afa míns flosnaði heimilið upp. Jóhann flutt- ist með móður sinni og bróður, Jóni Sæberg, að Seljateigi en hin eldri systkinin dreifðust á bæi í Reyðar- fírði. Þegar Siggerður kom til móður sinnar, Sæbjargar, í Seljateig var búið að byggja þar upp tiltölulega nýtt hús (húsið byggt líklega í kringum 1884) sem Sæbjörg hafði látið smíða. Mannmargt var þá í Seljateigi og líklega hefur rýmið, sem ekkjan fékk fyrir sig og þá sem henni fylgdu, ekki verið mikið, þrátt fyrir „nýbygginguna", sem á þeirra tíma mælikvarða var samt hið veg- legasta hús. Þama í Seljateig ólst svo Jóhann upp og dvaldi með móð- ur sinni, unz hann komst til fullorð- insára. Sæbjörg deyr um 1906. Eftir það býr svo Anna Siggerður, ásamt bömum sínum, í Seljateigi, en þau munu þá flest hafa verið til hennar komin. Hún deyr 9. nóvem- ber 1925 í Reykjavík. Menntunarþráin, útþráin eða ævintýraþráin blundaði í bijósti frænda míns, en kjörin voru smá og skotsilfur lítið. Því er nú einu sinni þannig farið, að stundum verð- ur heitustu þrám aldrei svalað, né heldur fá óskirnar að rætast. Jó- hann ræðst samt í það að fara á Flensborgarskóla og lýkur þaðan prófí 1914. Árin 1915-1916 er hann farkennari í Reyðarfjarðarhreppi. Hann frænda minn langaði mikið ti! þess að afla sér framhaldsmennt- unar og hafði hann hugsað sér að verða frænda sínum samferða til náms í Þýzkalandi - en peningana vantaði. Það verður samt úr að hann fer til Vesturheims til fundar við frænda sinn og föðurbróður Þorkel smið Jónsson er bjó í Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada. Þama fær svo Jóhann vinnu við skógarhögg sem skógar- höggsmaður og unir vel hag sínum. Hann rómaði mjög hversu þar hefði verið gott að vera, en samt_ gjörir hann ekki úr sér „Vestur-íslend- ing“. I Vancouver er hann við skógar- högg 2-3 ár en fer þaðan beint til Noregs þar sem hann dvelur 3 ár. sinnti hann störfum sínum af trú- mennsku og var hann ákaflega vel liðinn af starfsfólki og viðskipta- mönnum. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Áma og sendum aðstand- endum hans innilegar samúðar- kveðjur. Starfsfólk Sparisjóð Kópavogs. Jóhann er á lýðháskólanurn að Voss í Noregi 1924-1925. Árin 1925-1928 er hann farkennari í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð og 1928-1929 kennari við Barna- skólann á Búðareyri í Reyðarfírði. Árið 1929-1930 fer hann svo á lýð- háskólann í Aaskov í Danmörku. Á ámnum 1931-1937 er hann aftur orðinn farkennari í Reyðarfjarðar- hreppi. Jóhann var beinlínis, eins og sagt er, fæddur kennari. Hann hafði gott lag á bömum og það sem meira er, hann vildi vera og var félagi þeirra. Og enn þann dag í dag er verið að rekast á einstak- linga sem höfðu verið nemendur hans og eru sífellt að spyija um hann. Jóhann var einn aðalstofnenda Verkamannafélags Reyðarfjarðar og var lengi í stjóm þess og um skeið formaður félagsins. í Búnað- arfélaginu var hann og átti um ára- tugi sæti í stjóm þess. Þá átti hann sæti í sýslunefnd Suður-Múlasýslu árin 1950-1954. Einnig átti hann sæti í skólanefnd Reyðarfjarðar í 16 ár og formaður nefndarinnar var hann í 4 ár. Bóndi var Jóhann í Seljateigi frá 1926, unz hann flutt- ist út á „Eyrar“ og seinna til Reykjavíkur árið 1986. Árið 1929 var mikið happaár í ævi Jóhanns, því þá kynnist hann konuefninu sínu, Helgu Benedikts- dóttur. Það bar svo til að árið 1929 réðst ung norðlenzk stúlka, vinnukona að Sellátmm í Helgustaðahrepp við Reyðarfjörð, til Páls J. Jónssonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Á. Bjömsdóttur. Þessi unga stúlka var Jóhanna Helga Benediktsdóttir frá Ytra-Tungukoti í Svartárdal, dóttir Benedikts bónda þar Helga- sonar og konu hans, Guðrúnar Fr. Þorláksdóttur. Helga var þá aðeins 21 árs, fædd 14. apríl 1908. Milli þessara ungmenna varð ást við fyrstu sýn og giftu þau sig 17. maí 1930. Þessi tæp 50 ár, sem þau bjuggu í Seljateigi, vom einkar hamingjurík unz hún veiktist en þrátt fyrir veikindin kveinkaði hún sér aldrei svo ég heyrði. Árið 1986 fór Helga á Hrafnistu, en þar.dó hún 13. maí 1989, 81 árs að aldri, og vantaði aðeins 4 daga upp á 59 ára giftingarafmæli þeirra. Þeim Jóhanni og Helgu varð ekki barna auðið, en þau tóku að sér stúlku sem var kjördóttir þeirra, Guðrúnu Ásu Jóhannsdóttur hús- freyju, gift Gunnari Stefánssyni bifreiðarstjóra á Reyðarfírði og var undur kært með þeim. Til þeirra kom einnig ungur sveinn (nokkurra' mánaða) Helgi Fr. Seljan, sem ólst einnig upp hjá Jóhanni og Helgu og þau litu á sem einkason sinn og nutu af honum mikils styrks og sem reyndist þeim vel á þeirra efri árum. Helgi Fr. Seljan er giftur Jóhönnu Þóroddsdóttur og milli hennar og þeirra ríkti einlæg og traust vinátta og elska. Helga frænka mín sagði mér stundum frá því hvemig það var að alast upp í byijun þessarar aldar og hvemig kjörin vom þá. Mér er enn föst í minni lítil mynd sem hún brá upp frá því þegar hún var ung. Hún sagðist muna eftir því að einn frostaveturinn var svo kalt í bað- stofunni, að sængurfötin hennar og systkinanna sem lágu þar, héluðu, en Guðrún móðir hennar var að reyna að hlúa að þeim bömum sín- um. - Þannig var það þá. Dagurinn er 29. nóvember. Það nálgast óðum jólin, þessi mikla há- tíð ljósa og gleði. Jóhann varð 95 ára 12. september og eftir rúma 26 daga myndi hann lifa sín 95. jól, en enginn veit hvað bíður bak við næsta leiti. Mjög árla morguns 30. nóvember, áður en fyrstu geisl- ar rísandi sólar ná að ylja kalda jörðina, er hann fluttur nær dauða en lífí á Borgarspítalann. - Nóttin kemur, umferðin hljóðnar og dregur úr ysi og þysi „stórborgarinnar“ og meðan að fólkið er enn sofandi að morgni dagsins 1. desember, stígur hann yfír landamærin miklu, þau landamæri sem við öll, þú og ég, eigum eftir að stíga. Dauðinn, mað- urinn með ljáinn ógurlega, hafði kallað enn þá einu sinni - því kalli sem allir verða að hlíta. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál) Jóhann Bjömsson var yngstur sinna systkina en náði þeirra hæst- um aldri. Hin voru Margrét G. Bjömsdóttir (fædd 1895), Asta V. Björnsdóttir (fædd 1893), Jón Sæ- berg Bjömsson (fæddur 24. septem- ber 1889), útgerðarmaður á Seyðis- fírði, seinna verkstjóri í Reykjavík, Herúlfur Björnsson (fæddur 1886) og Sigríður Á. Björnsdóttir (fædd 1884) frá Sellátrum. Öll eru þau gengin hjá garði. Mikil eindrægni var ávallt með þessum systkinum, þótt úr fjarlægð væri. Guð gaf og Guð tók, en minning- ar vaka. Gamli bærinn í Seljateigi, sem um 1900 var tiltölulega nýr og reisulegur, drúpir nú þögull, gam- all og einmanalegur, í skammdegis- grímunni, en hann geymir í sér minningar, ljúfar eða ljúfsárar og svipmyndir liðinnar sögu kynslóðar sem bráðum er horfín. Birtan, eða skinið, frá hlýlegu lampaljósunum fellur ekki lengur út í gegn um gluggana og lýsir á fölvað hlaðið um leið og hún sker sundur vetrarhúmið. Það er heldur enginn sem tekur á móti gestinum gangandi með heitu súkkulaði, eða kaffi og ilmandi nýbökuðum pört- um. Nú eru ábúendurnir horfnir og einhvern daginn mun hann hverfa einnig gamli bærinn með alla sína 108 ára gömlu sögu, sögu af ís- lenzku bændafólki, gleði þess og sorgum, hamingju eða óhamingju. Þannig er allt í heimi hér hverfult. En Guð gaf og Guð tók. Og minningin um hann frænda minn og hana frænku mína lifir og blessuð sé sú minning. Björn G. Eiríksson. Nú þegar snærinn hylur heima- byggðina og jólaljósin koma fram í glugga, þá er ferðinni heitið suður til að kveðja afa hinstu kveðju. Haldið verður í Öskjuhlíðina þar sem amma, sólskinið hans í lífinu, hvílir. Það var á fullveldisdaginn 1. desember, sem við fregnuðum að hann afí væri allur. Sá kveðju- Arni Ornólfs- son — Kveðjuorð dagur var í samræmi við öll lífsvið- horf afa og ömmu í Seljateigi, sós- íalistana, sem báru ætíð hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti og þráðu að búa í sjálfstæðu landi þar sem við gætum stutt hvert ann- að og séð til þess að enginn þyrfti að líða skort og allir byggju við jafnrétti. Við kynntumst ömmu og afa afar vel þar sem við bjuggum með þeim ásamt foreldrum okkar flest okkar uppeldisár, fyrst í Seljateigi og síð- an í Sandhólum. Amma og afí voru um margt ólíkir persónuleikar, það var kannski vegna þess sem sambúð þeirra var jafn farsæl og umhyggja þeirra hvort fyrir öðru ætíð í fyrir- rúmi, en aldrei heyrðum við þeim fara styggðaryrði á milli. Afi var fastur fyrir, ákveðinn og viljasterk- ur, ákaflega rólegur og traustur en dulur. Amma var mun opnari, hafði sérlega hlýja og létta lund, var söngvin og ágætlega hagmælt þó því væri ekki flíkað. Þegar til baka er litið eru þær margar minningamar sem verma hugann. Stundimar þegar við sát- um hjá afa og lærðum að stauta eða þegar hann settist inn hjá okk- ur á kvöldin og las fyrir okkur ís- lendingasögumar eða þjóðsögur Jóns Árnasonar eða þegar amma fór með bænimar með okkur og hversu ólöt hún var að segja okkur sögur, jafnt ævintýri sem sögur úr bernsku sinni og átthögum fyrir norðan, einnig kenndi hún okkur að spila. Þar sem jólin nálgast nú óðum em okkur sérlega minnisstæðar hátíðimar með ömmu og afa, að- fangadagskvöldin þegar allir sett- ust inn í stofu kl. 6 og hlustað var á messuna og sálmamir sungnir áður en sest var að borðum. Þau trúðu bæði á Guð sinn og lifðu sam- kvæmt því, þau unnu jörðinni, mold- inni, sveitinni og bænum sínum Seljateigi sem allt til lokadags var þeim ofarlega í huga. Eða jóladags- ins, þegar farið var í bítið að gefa fénu og síðan komið aftur heim í ijúkandi súkkulaði og flatbrauð með hangikjöti. Það vermir líka hugann er komið var inn úr kuldanum og litlar hend- ur hurfu í stórar og hlýjar hendur afa eða hversu mikilvægt ömmu fannst að við börnin byðum góða nótt með kossi og hversu óijúfanleg regla það var. Varla hófst sú skóla- önn að amma ætti ekki í fórum sín- um nýja sokka og vettlinga handa okkur. Við vorum líka ákaflega lánsöm að hafa alist upp í stórljölskyldunni þar sem kynslóðimar lifðu saman og hjálpuðust að. Það er dýrmætt að muna þá kyrrð sem sveitalífíð bauð uppá, þar sem aladdínlampinn var eina ljósið og eldavélin aðal hitagjafinn. Eftir að flutt var að heiman var ekki ósjaldan hringt eða farið til ömmu og afa til að fá ráðleggingar og uppörvun í amstri dagsins og alltaf var lundin léttari er haldið var heim aftur. Að ógleymdum öll- um þeirra indælu bréfum, síðustu bréfin skrifaði afi okkur á liðnu hausti og trúlega er þar með timi sendibréfanna liðinn. Nú þegar komið er að kveðju- stund viljum við þakka elsku ömmu og afa góða samfylgd og um leið votta foreldrum okkar samúð, þar sem þau sjá nú á bak ævivinum, þó það sé huggun harmi gegn að bæði höfðu þau unnið langan vinnu- dag og skilað góðu dagsverki, og vonum við því að þau fái nú að njóta samvista í öðrum heimi. Pabbi á eflaust eftir að finna mest fyrir því skarði sem höggvið hefur verið í fjölskylduna þar sem sérlega kært var með þeim'feðgum og varla leið sá dagur að þeir sæjust ekki, fyrir utan öll símtölin. Einnig eru Ásu dóttur þeirra og hennar fjölskyldu sendar hlýjar samúðarkveðjur. Vertu nú yfir og alit um kring með eilifri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Blessuð veri minning ömmu og afa í Seljateigi. Helga Björk, Þóroddur, Jóhann Sæberg, Magnús Hilmar, Anna Ardís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.