Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 mmátffl f.Brtu bctfti/i cxÉ tima N(/ja £jcUand/ái'i Afsakið. Þú misstir hansk- ann. TM Rm. U.S Pat Oft.—aU rights res«rved • 1992 Los Angeies Times Syndicate ... að vera gjafmild þegar jólin nálgast. Ást er... Ég hef verið kynntur fyrir mömmu hennar. Hef ekki hugsað mér að giftast henni. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Erum við vakandi? Frá Krístni T. Haraldssyni: FYRIR um ári gekkst heilbrigðis- ráðherra fyrir mikilli ráðstefnu und- ir heitinu VERUM VAKANDI. Á ráðstefnuna mættu allir þeir aðilar víðs vegar af landinu sem á ein- hvern hátt starfa við fíkniefnavand- ann. Þar báru saman bækur sínar helstu sérfræðingar landsins á áfengis- og vímuefnamálum og fóru yfir frumvarp til laga um áfengis- og vímuefnavandann, sem heilbrigð- isráðherra hyggst leggja fram fyrir Alþingi á þessu eða komandi ári. Komin er út heljarmikil skýrsla frá ráðstefnunni sem vert er að lesa og kynna sér. En hvar stöndum við svo? Ekkert hefur ennþá verið aðhafst í málinu. Vanþekking almennings á áhrifum og skaðlegum afleiðingum vímuefna er ótrúlega mikil. Meðal starfsstétta sem vinna „með fólk“ er hún þó talsverð. Almenningur er forvitinn um fíkniefni og hlustar með athygli þegar þau eru til umræðu. En skipu- lagðar forvamir með fræðsluefni og sjónvarpsþáttum era ekki til. Spum- ingin er: Hvemig á að ná til ungling- anna og koma þeim í skilning um að vímuefni séu skaðleg? Margir unglingar fá sína einu flkniefna- fræðslu hjá kunningjum sem era í neyslu og trúa því að hún sé skað- laus og þar af leiðandi allt í lagi að prófa. í skólum er farið að halda kapp- ræðufundi um að lögleiða beri kannabis (hass) á íslandi og þykir það orðið „töff“ að vera hlynntur innleiðingu á kannabis. Hvemig taka kennarar eða skólastjórar á málinu? Telja þeir svona umræðu líka „töff“? Hugsar enginn um þann skaða sem svona umræða getur haft í för með sér? Er ekki kominn tími til þess að skipuleggja nám- skeið um skaðsemi vímuefna fyrir kennara, skólastjóra og aðra upp- alendur? Alþingi og lög Hvernig hyggst Alþingi bregðast við vandanum? Sérstök lög svo sem umferðarlög og lög um ávana- og fíkniefni ijúfa ekki skilorð, aðeins brot á hegningarlögum. Þetta tákn- ar að maður sem er á skilorði eða hefur fengið reynslulausan úr fang- elsi rýfur ekki skilorð þótt hann selji fíkniefni. Aftur á móti er smá- þjófnaður hegningalagabrot og rýf- ur því skilorð. Það era ekki til neinar viðmiðanir um hvenær lyf eða fíkniefni fara að hafa sljóvgandi áhrif á neytendur þeirra og þeir orðnir hættulegir við stjóm ökutækja í umferðinni. Þetta mat er Iagt í hendur læknis, sem skoðar viðkomandi og gerir skýrslu um ástand hans. Þessar lækna- skýrslur era yfírleitt svo loðnar að enginn dómari treystir sér til að svipta viðkomandi ökuleyfí á grand- velli þeirra eða refsa á einn eða annan hátt. í lögum er öll neysla fíkniefna bönnuð. Liggur þá ekki beinast við að svipta ökumenn, sem era undir áhrifum fíkniefna eða annarra lyíja, ökuréttindum, eins og gert er við þá, sem era undir áhrifum áfengis? Er ekki í sumum tilfellum árang- ursríkara að dæma menn í meðferð eða aðra óhefðbundna refsingu heldur en að sekta þá og sleppa síð- an? Sekt getur verið hvetjandi fyrir fíkniefnaneytenda. Hann þarf þá að útvega meiri peninga fyrir fíkniefn- um og til að greiða sektina. Auðveld- asta leiðin fyrir hann er að búa til neytendur og selja þeim fíkniefni til að afla sér fjár. Eitur lyfj amafían á leið til Islands Á íslandi era vægari refsingar við innflutningi á eiturlyljum en í Bandaríkjunum og Evrópu. Há- marksrefsing við innflutningi á fíkniefnum er 10 ár og skiptir engu hversu mikið magn er um að ræða. Enginn hefur fengið slíkan dóm hér á landi. Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp hér á landi vegna fíkni- efna var kveðinn upp nú um daginn í hinu svokallaða „Stóra kókaín- máli“ og fékk viðkomandi sjö ára dóm. Er ekki kominn tími til að endur- skoða þessi lög? Island er land sem liggur mitt á milli framleiðslu- og markaðssvæðis fyrir kókaín og önn- ur fíkniefni. Markaðurinn í Banda- ríkjunum er mettur og stóra fíkni- efnasöluhringimir stefna nú á Evr- ópu. Að undanfömu hefur ótrúlega mikið magn af kókaíni verið gert upptækt á Spáni, Bretlandi og í Þýskalandi. Með tilliti til vægrar refsingar hér á landi er það mjög álitlegur kostur fyrir kókaínbaróna að koma upp dreifíngarstöð fyrir Evrópu á íslandi. Erum við vakandi? Fíkniefnavandinn skiptist í þijá megin þætti. Þeir era: Innflutning- ur, forvarnir og meðferð. Það er ógemingur að spoma við innflutningi á fíkniefnum á meðan markaðurinn er fyrir hendi við þær aðstæður sem við búum við í dag. Við þurfum að taka upp nýjar að- ferðir og sameina aðgerðir í barátt- unni við fíkniefnin. Það þarf að hætta skyndiáhlaupum í forvömum og leggjast síðan í dvala. Við þurfum að koma þessum málaflokkum undir einn hatt og eitt ráðuneyti. Ekki eins og það er í dag, í sex ráðuneytum, sem ekki vinna saman öðravísi en á eilífum nefndarfundum, sem skila síðan engum nefndarálitum tl yfírmanna sinna. Við þurfum að horfa til fram- tíðarinnar og heíja forvamimar strax. Kenna bömunum sem era að vaxa úr grasi að varast vímuefnin svo að þegar þau verða að ungling- um viti þau að þessi efni beri að varast. Hefur þú lesandi góður horft á bam þitt og spurt sjálfan þig: Verður bam mitt fíkniefnum að bráð? KRISTINN T. HARALDSSON bílstjóri utanríkisráðherra Hringbraut, Ánanaust og Eiðis- granda, kemur upp erfíð staða fyr- ir þá, sem aka á innri hring torgs- ins og inn á Eiðisgranda. Þeir lenda að vörmu spori í óþægi- legri sjálfheldu..." Nú kemur upp spurningin, hvort þetta „að vörmu spori“ sé þarna rétt notað; mér hefur alltaf skilist, að það ætti aðeins við, þegar maður (þú) skreppur frá og kemur innan skamms til baka, að fyrra spor ætti ekki að vera orðið kalt. Reynd- ar segir Halldór Halldórsson í bók sinni „íslenzkt orðtakasafn: „að mjög lítilli stund liðinni" og einnig; „svo fljótt, að markið eftir fótinn hefur enn ekki kólnað“. Og betur kann ég við þá skýringu. Þetta er nú allt saklaust, og ég hefði sjálfsagt ekki minnst á það, hefði ég ekki lesið í Mogganum í dag boðskap fjármálaráðherrans, með eftirfarandi, stórri fyrirsögn: „Skattbyrði á almenning til að forða atvinnuleysi". Ja, — mörgu þarf hann að sinna blessaður, svo sem og Marta hér áður fyrr! Virðingarfyllst, Haukur Eggertsson Víkverji getur vel fallizt á, að Haukur Eggertsson hafí lög að mæla. Víkverji skrifar Nú hefur orgelið mikla í Hall- grímskirkju verið tekið í notkun og voldugir hljómar þess bárast um Hallgrímskirkju í fyrra- dag, við messu um morguninn og á sérstökum vígslutónleikum síð- degis. Orgelið setur mikinn svip á kirkjuna enda er hljóðfærið fallegt. Fólk getur tæpast skilið eða skynjað þann merka menningarvið- burð, sem hér hefur orðið nema fara í kirkjuna, sjá orgelið og hlusta á þá tónlist, sem frá því berst. Þess vegna vill Víkveiji hvetja fólk til að fara í Hallgrímskirkju og kynn- ast af eigin raun þeim tímamótum, sem orðið hafa í menningarsögu þjóðarinnar með þessu hljóðfæri. xxx Nokkuð reglulegar sjónvarps- sendingar frá umræðum á Alþingi á vegum Sýnar ættu að verða forráðamönnum þingsins hvatning til að senda allar umræður á Alþingi út í hljóðvarpi. Það getur varlað kostnað mikla fjármuni mið- að við nútíma tækni og sjálfsagt að nota þá tækni til þess að auð- velda þjóðinni að fylgjast með störf- um þingsins. Hitt er svo annað mál, að sjón- varpssendingar, frá þinginu, hljóta að verða þingmönnum nokkurt að- hald um að vanda sig betur í ræðu- stól. Það virðingarleysi, sem margir þingmenn sýna Alþingi með því að standa í ræðustól og tala lengi um ekki neitt er ótrúlegt. Fólk tekur eftir þessu og hugsar sitt. Um það ættu þingmenn að hugsa. Næstu daga má búast við miklu málþófi stjórnarandstöðu- þingmanna vegna EES-málsins. Þeir ættu að leiða hugann að því, hvaða áhrif sá málflutningur á eft- ir að hafa á almenning og þá ekki sízt þeirra eigin kjósendur. Það er ekki víst, að þeir ríði feitum hesti frá þeim leik. xxx Víkveija hefur borizt eftírfar- andi bréf frá Hauki Eggerts- syni: „Heiðraði Víkveiji. Oft bendir þú okkur samborgur- um þínum á ýmislegt það, er betur má fara í máii, sem og annað; yfir- leitt er ég þér sammála, og þakka pistlana. í gær, þriðjudaginn 8. des., getur þú um akstursleið í Vestur-bænum (Reykjavík) á eftirfarandi hátt: „Þegar ekið er vestur Hringbraut og inn á hringtorg, sem tengir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.