Morgunblaðið - 29.12.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 29.12.1992, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Veiðileyfi í Norðurá lækka um allt að 25% Lækkanir eða óbreytt verð á nær öllum svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur Laxveiðileyfi í Norðurá lækka um allt að 25 prósent samkvæmt nýútkominni verðskrá frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. SVFR náði í haust hagstæðari leigusamningi um ána en verið hefur og nemur verðlækkunin þetta 15 til 25%. Fleiri veiðisvæði SVFR lækka á kom- andi sumri og má nefna svokallað Fjall í Langá og Ásgarðsveiðar í Sogi. í flestum tilvikum stendur þó verð í stað frá síðasta sumri og aðeins í einu tilviki er verðhækkun frá liðnu veiðitímabili, en það er í Eiliðaánum. Morgunblaðið/gg Tekist á við lax undir Laxfossi í Norðurá. Lækkunin í Norðurá er umtals- verð. Dýrasti tíminn í júlí mun nú kosta 44.600 á stöng á dag, en kostaði í fyrra 49.600 krónur. Ef tekið er dæmi úr verðskránni fyrir júní, þá kostáði dagurinn á tímabil- inu 18. til 21. júní 25.200 en mun nú kosta 20.600. Annað dæmi er 30. júní til 3. júlí, í fyrra kostaði dagurinn 34.800 en kostar nú 27.800. í ágúst er það sama upp á teningnum, 5. til 8. ásgúst kostaði t.d. í fyrra 24.900 en kostar nú 19.000 krónur og næstu dagar á eftir lækka úr 20.900 í 16.800 krón- ur. Mest er lækkunin 25% sem fyrr segir á tímabilinu 6. til 20. júlí á svæðinu „Norðurá 2“, serri er Mun- aðamessvæðið, og svo efsti hlutinn frá Beinhól og upp úr. Víðar lækkar verðið. Fjallið í Langá var dýrast síðasta sumar 21.600 á dag á tímabilinu 7. til 25. ágúst og eftir þ_að var dagurinn falur á 19.500. Á komandi sumri er hæsta verð hins vegar 18.900, frá byrjun ágúst, og næst hæsta verðið er 17.600 á dagsstöng. Eina hækkunin frá síðasta sumri er í Elliðaánum, þar hækkar hálfur stangardagur úr 7.200 r' 7.350. Hítará, þar sem útlendingar hafa aðallega veitt, er nú í verðskrá SVFR í fyrsta sinn. Þar kosta veiði- leyftn frá 10.000 krónum á dag og upp í 29.000 krónur eftir þvt hve- nær veitt er. 28% tekju- tryggingar- auki í janúar HINN 3. JANÚAR nk., þegar bæt- ur almannatrygginga vegna jan- úarmánaðar verða greiddar út, munu lífeyrisþegar með tekju- tryggingu fá uppbót, 28% tekju- tryggingarauka. Þessi uppbót er í samræmi við kjarasamninga á vinnumarkaði um greiðslu lág- launabóta. Fulla uþpbót, kr. 9.996 hjá ellilíf- eyrisþegum og kr. 10.174 hjá ör- yrkjum, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Tekju- tryggingaraukinn skerðist svo í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar hjá lífeyrisþega. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar fá enga uppbót. Á greiðsluseðli mun þessi uppbót ekki koma sérstaklega fram, heldur verður lögð við upphæð hvers þess- ara þriggja bótaflokka. í desember var greiddur 20% tekjutryggingarauki, upphæðir of- angreindra bótaflokka eru því að- eins lægri í janúar, en í desember. VEÐURHORFUR I DAG, 29. DESEMBER YFIRLIT: Yfír Þýskalandi og Norðursjó er víðáttumikil 1047 mb hæð en 985 mb lægð við strönd Grænlands vestur af Snæfellsnesi þokast NA. SPÁ: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi með éljum um vestanvert landið. Ailhvass sunnan og rigning á Suðaustur- og Austurlandi fram eftir morgni en lægir og styttir upp síðdegis. Fer líklega að létta til norðaustanlands undir hádegi. Veður fer kólnandi, fyrst vestantil á iandlnu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Allhvass sunnan- og suðaustan og snjókoma um vestanvert landið en hægari suðvestan og þurrt norðaustan- og austan- iands. Fremur vægt frost víðast hvar á landinu. HORFUR Á GAMLÁRSDAG OG NÝÁRSDAG: Suðvestan- og sunnanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. El um sunnan- og vestanvert landið en annars þurrt, Frost 1-9 stig. Nýir veðurfregnatimar: 1.30,4.30,7.30,10.4S, 12.45,16.30,19.30,22.30. Svarsfmi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 fgær> Fært er um vegi í nágrenni Reykjavíkur, austur um Hellisheiði og Þrengsli og með suðurströndinni til Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Greið- fært er fyrir Hvalfjörð og um vegi ( Borgarfirði og á Snæfelisnesi. Einnig er fært í Dali og til Reykhóla. Þá er fært á milli Brjánslækjar og Patreks- fjarðar og þaðan til Bíldudals. Faert er um Hoitavöröuheiði til Hólmavíkur og um Steingrímsfjarðarheiði tii ísafjarðar og Bolungarvíkur. Frá isafírði er fært til Súgandafjarðar og Þingeyrar. Fært er um vegi á Norðurlandi til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar. Frá Akureyri er fært austur um Víkurskarð og þaðan um Þingeyjarsýslur og með ströndinni til Vopnafjarð- ar. Hálka er sums staðar á vegum, einkum á fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og í grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veÖur Akureyr! 3 skýjað Reykjavík 3 rigning Bergen 3 skýjað Helsinki 1 skýjað Kaupmannahöfn +2 þokumóða Narssarssuaq 4-7 snjókoma Nuuk +8 alskýjað Osló +4 þokafgrennd Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 0 þokumóða Barcelona 10 þokumóða Berlín +6 hrímþoka Chicago 2 alskýjað Feneyjar 4 heiðskirt Frankfurt 0 léttskýjað Glasgow 1 mistur Hamborg 1 léttskýjað London S léttskýjað LosAngeles 10 þokumóða Lúxemborg +1 heiðskírt Madrid 5 alskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 13 léttskýjað Montreal +14 léttskýjað NewYork 0 rign. é sfð.klst. Orlando 13 þokumóða Parte 1 heiðskírt Madeira 17 hálfskýjað Róm 7 heiðskírt Vín +3 skýjað Washington 0 frostrigning Winnipeg +29 snjókoma Frestur Skandía Is- lands rennur út í dag Samið um endurtryggingavernd í Þýskalandi FRESTUR sá sem Sighvatur Björgvinsson tryggingaráðherra féllst á að veita tryggingafélaginu Skandia ísland hf. rennur út kl. 16 í dag, en félagið fékk frestinn framlengdan um einn sólarhring og er þá ákvörðunar að vænta um framtíðarstarfsemi félagsins. Starfsmenn Tryggingaeftirlitsins voru enn að skoða stöðu Skandia í gær og vörð- ust allra frétta af málinu. Skandia gekk frá samningi við þýska trygg- ingafélagið Miinich Reinsurance um endurtryggingavernd fyrir allar eigna- og atvinnutryggingar félagsins, sem eru um 40% af tryggingum Skandia 22. desember, að sögn Þórðar Þórðarsonar, forstöðumanns vátryggingasviðs Skandia. Ragnar Aðalsteinsson, stjómar- formaður félagsins, sagði í gær að eins og staðan væri nú væri félagið bæði gjaldfært og endurtrygginga- vemd þess væri í góðu lagi. Það hefði endurtryggingasamninga sem væru í gildi hjá Skandia í Svíþjóð, og við aðila í Þýskalandi og London. Bílatryggingar Skandia eru um helmingur trygginga félagsins og ríkir óvissa um hvort félagið geti aflað sér nægilegrar endurtrygg- ingavemdar vegna þeirra eftir ára- mót, en Skandia í Svíþjóð hefur sagt upp endurtryggingasamningi við fé- lagið. Hins vegar hafa endurtrygg- ingasamningar vegna farmflutnin- gatrygginga ekki verið í gegnum Skandia í Svíþjóð. Gísli Örn Lárus- son, forstjóri Skandia, var í Svíþjóð í gær í viðræðum við forsvarsmenn Skandia í Svíþjóð. Þórður sagði að ekki hefði orðið vart við óróleika meðal viðskiptavina Skandia og fáir haft samband við félagið vegna atburðanna, énda hefðu margir þeirra greitt iðgjöld fram í tímann og biðu því eflaust átekta. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Tryggingaeftirlitinu er enn verið að skoða gjaldþol félagsins á meðan það nýtir frest sinn til að vinna í eigin málefnum og afla við- bótarhlutafjár, en niðurstöður liggja væntanlega fyrir í dag. Ágreiningur milli félagsins og Hafbeitarstöðvarinnar Kleifa er óleystur en hefur þó ekki verið vísað til Tryggingaeftirlitsins. Lögmenn hafbeitarstöðvarinnar eru að skoða réttarstöðu stöðvarinnar í málinu. Sr. Stefán Snævarr fv. prófastur látinn SR. Stefán Snævarr, fyrrverandi prófastur, lézt á Landspftalanum á annan dag jóla. Hann var 78 ára gamall. Stefán fæddist 22. marz 1914 á Húsavík. Foreldrar hans vom Valdemar Snævarr, síðar skóla- stjóri á Neskaupstað og sálmaskáld, og kona hans Stefanía Erlendsdótt- ir. Stefán varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1940. Hann varð sóknarprestur í Vaila- prestakalli í Svarfaðardal árið 1941 og sat á Völlum til 1968 en þá flutt- ist prestssetrið til Dalvíkur. Stefán varð prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis 1967. Hann sinnti á tímabil- um aukaþjónustu í Hríseyjar-, Möðruvalla- og Ólafsfjarðarpresta- köllum. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1984 og fluttist þá á Seltjamames, þar sem hann bjó seinustu árin. Stefán kvæntist árið 1947 Jónu Magneu Gunnlaugsdóttur frá Sökku í Svarfaðardal og lifir hún Sr. Stefán Snævarr. mann sinn. Börn þeirra em Stefan- ía Rósa, kennari, Gunnlaugur Valdimar, yfirkennari við Lögreglu- skólann, og Ingibjörg Amfríður, fóstra og starfsmaður Rauða kross- ins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.