Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 11 þá var. Þótt Jóhann sé trúverðugur Higgins, er hann ekki eftirminni- legur. Til þess hefði Jóhann þurft að vinna af mun meiri nákvæmni og þeirri smámunasemi í svipbrigð- um, raddbeitingu og líkamsbeit- ingu sem hafa hingað til gert hann að afburðaleikara í hveiju því hlut- verki sem hann hefur tekist á við. Eina óaðfínnanlega persónu- sköpunin í sýningunni er Pickering ofursti, sem Helgi Skúlason leikur. Helgi leikur sér að ákafa Picker- ings og áhuga á menntun Elísu, án þess að hann missi nokkum tímann sjónar á þeim stillta, vel menntaða manni sem Pickering er. Hann ærslast innan þeirra marka sem persónan býður upp á, hefur lipra og hlýlega sviðsframkomu sem undirstrika húmanistann sem í Pickering býr. Hann skilur mennskuna og það er ekki bara greinilegt af orðum hans, heldur öllu látbragði. Þar er hvert smáat- riði; hvert svipbrigði, hver augn- hreyfing unnin af hundrað prósent nákvæmni. Með hið viðamikla og krefjandi hlutverk Elísu Doolittle fer Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. Víst er að stúikan er ákaflega heillandi og hefur ríkulegan sviðssjarma. Sem blómasölustúlka og nemandi hjá Higgins var Steinunn Ólína létt og leikandi, sannfærandi skap- mikil, bamslega einlæg og leikur hennar mjög góður. En málið vand- aðist lítillega þegar hún útskrifað- ist sem hefðarkona. Hún varð hreinlega eins og krúttlegur krakki sem er að leika sér í fötum af mömmu sinni. Því miður dugði æskan og fegurðin henni skammt þar og ég held að í þetta hlutverk þurfi leikkonu með mun meiri þroska; leikkonu sem hefur meiri hroka og reisn til að bera — og meiri raddstyrk. Söngur Steinunn- ar Ólínu er ágætur á miðsviði radd- arinnar, en sönglega séð er hlut- verk Elísu heldur meira krefjandi en svo að hægt sé að leika sér þar. Raddsvið Steinunnar Ólínu er ekki mikið, röddin fremur veik á hærri nótunum og of hvell á þeim lægri, úthaldi í tónum er ábótavant hjá henni og öndunin er ekki nægi- lega þjálfuð. Steinunni vantar skól- un í söng og þroska á leiksviði í þetta mikla hlutverk - jafnvel þótt vinna hennar á því hafí verið lítt aðfinnanleg á þeim forsendum sem hún hefur. Pálmi Gestsson leikur Alfred P. Doolittle, föður Elísu, og nær að stela senunni í hvert sinn sem hann birtist. Ásamt drykkjufélögum sín- um, sem leiknir eru af þeim Erni Ámasyni og Sigurði Siguijónssyni, gæðir hann sýninguna miklu fjöri og eitt af bestu atriðunum fannst mér vera þegar Pálmi syngur „Ég á að gifta mig á morgun," ásamt félögum sínum og öðrum götulýð. í því atriði var kóreógrafían líka mjög vel unnin, svo vel að það var eins og sýningin vaknaði af ein- hveijum þokudvala og öðlaðist þann kraft sem mér fínnst hún eiga að hafa. Svo var það Freddy, ungi maðurinn sem verður ástfanginn af Elísu, arkar götuna hennar og bíður fyrir utan húsið hjá Higgins eftir að fá að sjá hana. Bergþór Pálsson fer með þetta hlutverk í sýningunni — og því miður fyrir restina. Á móti hans söng varð allur annar söngur í sýningunni eins og samsafn af rútuslögurum. Bergþór virtist alveg einn um að hafa tilfínningu fyrir því að hann væri í söngleik. Það er löngu orðið ljóst af frammistöðu Bergþórs hjá Islensku óperunni að hann er góð- ur leikari og hæfileikar hans á því sviði gemýttust honum í hlutverki Freddys. Auk þess hljómaði röddin, falleg og voldug og ég gat ekki varist þeirri hugsun að þessa sýn- ingu hefði átt að sétja upp með atvinnusöngvurum fremur en leik- uram sem hafa laglegar raddir. Tónlistariega séð, var söngur Freddys hápunktur þessarar sýn- ingar. Ónnur hlutverk em smá og gera ekki kröfu um mikilfenglega leik- list. Þóra Friðriksdóttir (sem frú Pearce, ráðskona Higgins) og Helga Bachmann (sem móðir hans) skiluðu textum sínum vel, en greinilega hefur lítt verið hugað að því hvaða persónuleika þær konur hafa að geyma, hópsenur vora almennt líflegar bæði hvað varðar söng og hreyfingu og voru því ágætis mótvægi við lítið eitt dauflega framvindu í atriðunum á heimili Henrys Higgins. Tónlistin var vel leikin, en áherslan var kannski heldur meiri á hraða en snerpu og mér fannst hvert og eitt hljóðfæri ekki njóta sín nógu vel, nema þá helst klari- nettan á stöku stað. Niðurstaðan var fremur eintóna spilerí, þar sem vantaði andstæður í styrk og þau blæbrigði sem hrífa mann með á vit ævintýrsins sem leikhúsið á að vera — og varð fyrir bragðið dálít- ið kabarettsleg. Hljóðsetningin var ekki í lagi, frekar en venjulega í í Þjóðleikhúsinu. Svei mér þá ég veit ekki hvers vegna ekki er hægt að iaga þessi ósköp. í hátalarakerf- inu sem á sviðinu er, verður allur söngur málmkenndur, bergmálið gerir það að verkum áð textinn rennur saman og verður illa skilj- anlegur og engin rödd nýtur sín við þessar aðstæður. Er ekki hægt að fjárfesta í betra hljóðkerfí fyrir sviðið, eða gera þá kröfu að í söng- leikjum séu raddir sem ekki þarf að magna upp? Þetta er að verða ljótur blettur á of mörgum sýning- um á stóra sviðinu. Leikstjórnin fínnst mér ekki nógu markviss; persónusköpun er að mörgu leyti ábótavant og virð- ist sem leikstjórinn hafi fremur unnið út frá týpum, þar sem áhersl- an er á einum þætti persónuleik- ans, en margþættum karakterum. Tempóið dettur líka of mikið niður í fámennum atriðum og þar held ég að leikmyndin hefði getað hjálp- að ef hún væri ekki svona berang- ursleg; leikmunir og fylltara um- hverfí hefðu gefið persónunum meiri hreyfimöguleika og trúverð- ugri aðstæður til að undirstrika þær tilfinningar sem þær era að burðast með. Þau Higgins, Picker- ing og Elísa hefðu haft eitthvað annað að gera en að setjast niður og standa upp og æða um gólf í sífellu. Hraðinn, þétt framvinda sýningarinnar og góðar hópsenur era þó kostir hennar og ráða úrslit- um um heildarmyndina. Þrátt fyrir ýmsa vankanta, er My Fair Lady bara svo vel skrifað stykki og tónlistin svo einstök að það er langt frá því að mér hafí leiðst á framsýningunni. Þótt sýn- ingin skilji lítið eftir sig, leiklistar- lega, er My Fair Lady alltaf fín kvöldskemmtun. / „Það er þannig, einmitt núna, að staða Hlutabréfasjóðs VIB er mjög sterk. Samsetning innlendra verðbréfa er traust, bæði í hlutabréfum ogskuldabréfum, og 16% eru aukþess í hlutabréfum evrópskra jyrirtækja. Avöxtun sjóðsins er nú um 9% yfir hlutabréfavísitölunni frá síðustu áramótum. “ Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB Markmið HVIB er að i íóða ávöxtun tryggjagc eigna sjóðsins og áhættudreifmgu með því að fjárfesta _ í hlutabréfum og skulda- bréfum. HVIB er góður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta sparifé sitt, auk þess að tryggja frádrátt frá tekjushatti á nœsta ári. Frá ársbyrjun 1991 hefur gengi hlutabréfa lækkað um 6,5%. Á sama tíma hefur sölugengi HVIB hækkað um 4,0%. Sjóðurinn er því vel yfir meðalávöxtun á markaðnum. Ástæða þess er árangursrík áhættudreifing sjóðsins, en HVIB fjárfestir í hlutabréfum 21 innlendra hlutafélaga nokkurn veginn í hlutfalli við stærð þeirra á markaði. Sjóðurinn Qárfestir einnig í tveimur erlendum hlutabréfasjóðum, þýskum og evrópskum. Skuldabréfaeign HVIB dreifist að sama skapi á hina ýmsu flokka skuldabréfa. Myndin sýnir saman- burð á verbi HVÍB og Hlutabréfavísitölu VÍB sem er me&alverð allra skráðra almennings- hlutafélaga. 120 110 100 90 HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF. Önnur skbr. Laust fs 12% 3% Markaös- skuldabréf 25% Innlend hlutabréf 44% EHend hlutabréf 16% EIGNIR Þús. kr. % af heild Hlutabréf 127.897 60 Flugleiðir 22.567 11 Eimskip 15.833 7 íslandsbanki 14.368 7 Grandi 9.651 5 Haraldur Böðvarsson . 9.300 4 Hampiðjan 6.676 3 Sæplast 3.360 2 Þormóður rammi 2.250 1 Önnur innl. hlutabréf 8.776 4 Evrópsk hlutabréf 21.408 10 Þýsk hlutabréf 13.708 ‘6 Skuldabréf 79.469 37 Markaðsskuldabréf 53.476 25 Önnur skuldabréf 25.993 12 Laustfé 6.607 3 Eignir samtals 213.973 100 VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 1SS Reykfavík. Sími: 68 15 30. Telefax: 6815 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.