Morgunblaðið - 29.12.1992, Side 18

Morgunblaðið - 29.12.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Traust nierki tryggir gœði! SALTKEX EINS OG ÞAÐ GERIST BEST Hæfilega stórt, mátulega stökkt, passlega salt, einstaklega gott... Með ostinum, salatinu og ídýfunni I-öa bara eitt sér... Hrossarækt í Danmörku Hreinleiki töltsins mikil- vægast í ræktuninni - segja Gerd og Anne Grethe Dahms eigendur Kvists frá Gerðum Hestar Valdimar Kristinsson „ÞAÐ VERÐA að vera góðir straumar milli stóðhests og eig- anda hans,“ segir Anne Grethe Dahms en hún og eiginmaður hennar Gerd Dahms eiga og gera út stóðhestinn Kvist frá Gerðum sem er einn eftirsóttasti stóðhest- iirinn í Danmörku um þessar mundir. A þessu ári fóru á milli 60 og 70 hryssur undir Kvist. Hestinn keyptu þau eftir lands- mótið 1986 á Heilu en þar var hann sýndur og hlaut fyrstu verð- laun. Hvað verður um fæturna á okkur Upphafið að hrossaeign Dahms- hjónanna bar að með líkum hætti og hjá mörgum öðrum í Danmörku. Þegar þau bjuggu í bænum Farum norðan við Kaupmannahöfn áttu nágrannar þeirra íslenska hesta og voru þau sífellt að hvetja þau til að prófa nú einu sinni þessa undra hesta. „Lengi vel hlógum við bara að þeim og spurðum hvað yrði um fætuma á okkur því eins og mörgum öðrum þótti okkur þeir litlir. Að endingu létum við þó til Ieiðast og fórum á bak og var ekki þá aftur snúið og höfum við síðan þetta var ekki getað á heilum okkur tekið fyr- ir hestadellu," segir Anne Grethe hlæjandi. Þremur mánuðum seinna eignast þau þijá íslenska reiðhesta. Þau höfðu þá í haga með hrossum annarra nokkra kílómetra frá heimil- inu og segir Gerd að fljótlega hafí komið upp áhugi hjá þeim að kaupa hús með haglendi í kring því draum- ur allra hestamanna er að geta horft á gæðingana sína út um eldhús- gluggann. í framhaldi af því keyptu þau sér hús í bænum Græsted á Norður-Sjálandi þar sem þau búa nú en því fylgja sjö hektarar lands. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Gerd og Anne Grethe Dahms með Kvist frá Gerðum sem nú gerir það gott í Danmörku. Hann er spengilegur að loknu morgunbaði höfðinginn á bænum Kvistur frá Gerðum. Fljótlega kom upp sú staða að þeim þótti nýtingin á landinu ekki nógu góð með þremur hrossum og þá vaknaði áhugi fyrir ræktun. „Þetta var ekki alvarlegt til að byrja með,“ segir Gerd, „við keyptum okkur nokkrar hryssur og leiddum þær undir nærtæka stóðhesta en fljótlega fórum við að reyna að velja þá hesta sem við töldum betri og hæfa okkar hryssum betur en aðrir stóðhestar sem í boði voru.“ í d_ag eiga þau hjón tvær hryssur frá íslandi; Sögu frá Vestri-Garðsauka og Sóley frá Miðfossum. Á þessu ári fengu þau fjögur folöld sem þykir all sæmilegt í Danmörku og teljast Dahms-hjónin til stórræktenda. Engir afkomendur Ófeigs í Danmörku Ræktunaráhuginn leiddi til þess að þau fóru að fylgjast með hvað • ’-dfe. Auðvitað Bahlsen þegar eitthvað stendur til! w Amerislca var að gerast í hrossarækt á íslandi og fóru þau á landsmótið 1982 á yindheimamelum. „Þar sáum við Ófeig 822 frá Flugumýri í fyrsta skipti. Við vorum þama með kunn- ingjum okkar úr Reykjavík og ég spurði sem svo „Já, þið hafið lika iórgangshesta hér á íslandi?“, þegar feigur kemur inn á brautina og þá er horft á mig í forundran og mér sagt að ég skuli nú bara bíða róleg. Þegar honum var hleypt og tekinn niður á þetta líka fallega skeið hélt ég að ég myndi tapa mér af hrifn- ingu,“ segir Anne Grethe og bætir við að Ófeigur hafi verið stórkostleg- ur á þessu móti. Eftir þessa upplifun og hrifningu fara Gerd og Anne Grethe að kanna hvort ekki séu til einhveijir afkom- endur Ófeigs í danskri ræktun en komast að því að svo sé ekki. Fjórum árum seinna mæta þau á landsmótið á Hellu 1986 og sjá þar son Ófeigs, Kvist frá Gerðum, sem þar var sýnd- ur og verður úr að þau kaupa hann. Einn afkomandi Kvists stóðhesturinn Örn sem er í eigu Dahms-hjón- anna. Fyrstu tvö árin var eftirsókn í Kvist ekki mikil, hryssueigendur virtust tregir til að halda undir hann og komu fáar góðar hryssur til hans segir Gerd. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið út af litnum en svo virtist sem mönnum líkaði ekki bleik- álótt. Síðustu tvö eða þijú árin hefur þetta breyst því nú er mikið sótt í að halda undir hann og koma menn með, að því er ég tel margar bestu hryssurnar sem völ er á hér í Dan- mörku til hans. Afkvæmi hans hafa komið vel út enn sem komið er en þau elstu eru nú fjögurra vetra göm- ul og fer nú að reyna á hæfileika þeirra áður en langt um Iíður." Ekki kváðust þau hafa nein áform um það hversu lengi þau myndu eiga Kvist en Anne Grethe sagði þau sammála Gamlárskvöld á Hótel íslandi LwiwiMMnnni leika fyrir dansi frá kl. 24-04 Forsala aðgöngumiða hafin. Miðasala daglega frá kl. 14-18. Miðaverð kr. 2.000,- s SÍMI 687111 um að eiga bara einn stóðhest í senn. Ekki vantaði þó áhugann á því að fara til íslands og kaupa stóðhest þótt ekki væru nein áform um það á þessari stundu. „Við.erum mjög ánægð með að hafa hann hjá okk- ur, þeita er óumdeilanlega höfðing- inn á bænum og sannkölluð staðar- prýði. En varðandi kaup á nýjum stóðhesti þá getur tekið langan tíma að finna hest sem manni fellur við. Það er ekki nóg að hann hafi góða ættartölu og einkunnir. Við getum vandalítið keypt hryssu óséða frá íslandi en það gildir öðru máli með stóðhest. Mér verður að líka vel við karakterinn og ætli honum verði ekki einnig að líka við mig, það verð- ur vera sérstakt samband milli stóð- hests og eiganda hans, einskonar ást,“ segir Anne Grethe. Þegar þau eru spurð um kaupverðið á Kvisti á sínum tíma verða þau eins og vé- frétt í framan og Anne Grethe segir að um svona lagað spyiji menn ekki um í Danmörku og Gerd bætir við að þau hafí aldrei rætt kaupverðið við neinn og þar með afræður blaða- maður að skipta hið snarasta um umræðuefni og spyr hvað þeim fínn- ist um stöðu ræktunarinnar í Dan- mörku? Vantar betri hryssur „Á uppleið," svara þau einum rómi en Gerd bætir við að þar með sé ekki sagt að hún sé góð. „Okkur vantar fleiri góðar hryssur í ræktun- ina hér til að ná þessu betur upp. Stóðhestakosturinn hefur batnað verulega síðustu árin en segja má að okkur vanti meir af hryssum í sama eða svipuðum gæðaflokki og stóðhestarnir eru í. í ræktuninni er það töltið og hreinleiki þess sem er mikilvægast af öllu. Sjálf ræktum við ekki sérstaklega fjór- eða fimm- gangshesta það skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvort um er að ræða ef töltið er öruggt og gott, það er mergurinn málsins," segir Gerd og þau samsinna að til bóta væri ef vægi töltsins yrði hækkað úr tíu í tuttugu eins gert var á íslandi fyrir nokkrum árum. Þá voru þau sam- mála um að BLUP-ið væri gott kerfí sem líklegt væri til að stuðla að hraðari framförum en þó hefði þeim fundist vanta meiri fræðslu og kynn- ingu á því til að fólk gerði sér betur grein fyrir hvernig það ynni. „Það getur verið að íslendingar og þeirra ræktun sé tilbúin til að meðtaka BLUP-ið en við Danir erum ekki til- búnir enn að mínu mati,“ segir Gerd að endingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.