Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Fangaplássum fjölgað úr 117 í 139 Byggt við Litla- Hraun og fangelsi reist í Reykjavík Hegningarhús og Síðumúlafangelsi aflögð ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra hefur ákveðið á grund- velli álits framkvæmdanefndar að fangelsið á Litla-Hrauni verði stækkað og hús fyrir gæsluvarð- hald og skammtímaafplánun verði byggt í Reykjavík. Hegning- arhúsið við Skólavörðustíg, Síð- umúlafangelsið og ríkisfangelsið á Akureyri verða lögð niður. Með þessum breytingum fjölgar fan- gaplássum úr 117 í 139.1 fjárlög- um næsta árs er gert ráð fyrir 30 milljónum kr. til þessara fram- kvæmda og verður þeim varið til undirbúnings byggingarfram- kvæmda sem ráðgert er að hefjist í lok næsta árs. Fangeisismálanefnd skilaði sl. vor dómsmálaráðherra skýrslu þar sem hún lagði m.a. til verulegar breyting- ar á húsakosti og starfsemi fang- elsa, að því er segir í frétt frá ráðu- neytinu. Lagt var til að fangelsum yrði fækkað úr sex í fjögur, byggt yrði eitt nýtt fangelsi en Hegningar- húsið við Skólavörðustíg, Síðumúla- fangeslið og ríkisfangelsisdeildin í lögreglustöðinni á Akureyri yrðu tekin úr notkun, auk lakasta hluta Litla-Hrauns. í framhaldi af starfi fangelsismálanefndar var skipuð framkvæmdanefnd til að vinna að framgangi tillagnanna. Nefndin lagði m.a. mat á það hvort það myndi leiða til óhagkvæmni að stað- setja nýtt fangelsi utan Reykjavíkur og bárust nefndinni erindi frá hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps, bæjarráði Njarðvíkurbæjar, bæjar- stjórn Dalvíkurbæjar og bæjarráði BÍönduósbæjar, þar sem þessir aðilar settu fram óskir um staðsetningu fangelsisbygginga í sinni heima- byggð. Meirihluti framkvæinda- nefndarinnar taldi hagkvæmnisrök fangelsismálanefndar gild hvað varðaði staðsetningu 85 manna fangelsis á höfuðborgarsvæðinu. Almannavarnanefnd Hveragerðis á fundi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Snarpur jarðskjálftakippur í Hveragerði Skjalfmui skaut folki skelk í bringu en oHi ekki tjóni Snlfnsdi Selfossi. SNARPUR jarðskjálfti, 4,2 stig á Richter, reið yfir Hveragerði um hádegisbil á sunnudag. Slqálftinn, sem átti upptök tvo kílómetra norð- austur af Ilveragerði, fannst mjög víða, á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Dölum, í Vík og í Vestmannaeyjum, mjög greinilega á Selfossi en þó mest í Hveragerði og nágrenni. Engar skemmdir urðu af völdum skjálftans en hann skaut mörgum skelk í bringu. í kjölfar skjálftans komu fjölmargir litlir kippir og var sá stærsti 2,5 stig. Aðfaranótt mánudags mældust einnig margir smákippir. Almannavarnanefnd Hveragerðis var kölluð saman í kjölfar skjálftans. Úr Síðumúlafangelsinu. Það verður nú lagt niður. Hvergerðingar eru vanir smá- skjálftum eða hverakippum en þeir sem rætt var við voru sammála um að skjálftinn á sunnudag hefði verið óvenjulangur og einkennst af stöðugum titringi. Myndir skekktust á veggjum og eitthvað var um að munir féllu úr hillum. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef lagt af stað til dyranna," sagði Bragi Einarsson í Eden. „Þetta var dálítið mikið og ég ætlaði að hlaupa út,“ sagði Hrafnhildur Heimisdótt- ir starfsstúlka í Eden sem sagði að mikill hávaði hefði fylgt skjálft- anum. Við titringinn hrundi mikið lauf af tijánum í gróðurskálunum í Eden, svo borð og gólf voru þak- in laufi. „Þetta er sá harðasti sem ég man eftir. Það hrundi úr hillum og það hefur ekki gerst hjá mér áður. Maður hugsar auðvitað út í hvort þetta geti verið eitthvað stórt en mér fannst þetta samt vera „heimaskjálfti", sagði Sigurður Jakobsson tæknifræðingur. „Eg sat inni í stofu og ætlaði að vera róleg en skjálftinn var svo langur að ég hljóp af stað út en Sigurður sagði mér að vera róleg,“ sagði Ragnheiður Þórarinsdóttir kona Sigurðar. „Mér fínnst gert of mikið úr þessu í fréttum. Fólkið manns hélt að maður lægi hér í einhveijum rústum," sagði Brynhildur Jóns- dóttir sem búið hefur í Hveragerði í 50 ár. „Ég varð auðvitað hrædd og datt Suðurlandsskjálftinn í hug. Ég opnaði útihurðina eins og ég geri alltaf þegar skjálftar koma og fór út á stétt. Þetta var öðru- vísi en áður, það var enginn und- Á hádegi á sunnudag brast á jarð- skjálfti, að styrkleika 4,2 stig á Richter, um 2 km NA af Hveragerði. Um kvöldið komu svo tveir skjálftar um 2,5 stig að styrkleika. Á þessu svæði eru skjálftar af þessari stærðargráðu nokkuð algengir. UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Fremur rólegt hefur verið hjá lögreglunni það sem af er jólum. Á tímabili þurfti einungis að vista 14 einstaklinga í fangageymslun- um, tilkynnt var um 11 innbrot, 8 þjófnaði, 8 líkamsmeiðingar, 4 umferðarslys, 61 árekstur, 1 nauðgun og 4 voru staðnir að því að aka undir áhrifum áfengis. Alls eru 471 færslur í dagbókina vegna ýmissa atviþa frá því á Þorláksmessu. Um kl. 18.00 á Þorláksmessu var komið að menni þar sem hann var að reyna að fara inn í skála í Skálafelli. Maðurinn, sem er kunnugur meðal lögreglumanna, var færður í Síðumúlafangelsi þangað sem hans hafði verið vænst. Um kl. 16.30 á aðfangadag var tilkynnt um reykskynjara í gangi í húsi í Gerðunum. Þar virtist enginn vera heima þegar að var komið og þurftu lögreglumenn að skríða inn um glugga á íbúðinni. Þá kom í Ijós að jólasteikin var farin að eldast í ofninum og hafði reykurinn af rústunum sett skynj- arann í gang. Handtaka þurfti mann um þijú- leytið aðfaranótt jóladags eftir að hafa brotið rúðu í verslun við Skólavörðustíg. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn önn- um kafinn við að klæða gínu í sýningaglugganum úr dýrindis kjól, sem hann ætlaði reyndar öðrum en sjálfum sér til nota. Aðfaranótt sunnudags þurfti að flytja mann á slysadeild úr einu vínveitingahúsi borgarinnar eftir að hafa verið skorinn með flösku í andlitið og á háls. Þar voru að verki tveir menn, en þeir voru farnir af staðnum þegar lögreglu- menn komu á vettvang. Vitað var hveijir mennirnir voru. Að mati kunnugra mátti litlu muna að illa færi því skurðurinn var við slagæð á hálsinum. Þurfti að sauma all- mörg spor í manninn, en að því búnu fékk hann að fara heim. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um að stór rúða í sýningar- glugga verslunar í Bankastræti hefði verið brotin og úr honum stolið dýrum ljósmynda- og mynd- bandstækjum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem umrædd- ur sýningagluggi er brotinn og úr honum teknir verðmætir munir. Á sunnudag vöknuðu grun- semdir hjá íbúum fjölbýlishúss í vesturbænum að ekki væri allt með felldu í einu geymsluherbergi hússins. Var fenginn fagmaður til þess að opna herbergið, en svo virtis sem hefðbundinn lykill íbú- anna gengi ekki lengur að skránni. Þegar inn var komið kom í ljós að fiktað hafði verið við tengibox Pósts og síma. í því var að sjá að tengdur hafði verið kapall við vírvirkið og var hægt að rekja hann úr boxinu yfir í herbergi þar nálægt. Þar höfðu verið að verki aðilar, kunnugir af lögreglunni, sem aðstöðu hafa haft í herberginu. Um leið og lögreglan í Reykja- vík óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og ánægjulegra áramóta með von um hamingju- ríkt og friðsamt nýtt ár vill hún hvetja þá hina sömu að gæta hófs í drykkju áfengis. Hóflega drukk- ið vín getur (það þarf ekki að gera það) glatt mannsins hjarta, en óhóflega drukkið vín getur kramið það svo um munar. Skorað er á alla að ganga nú hægt um gleðinnar dyr um áramótin. Brynhildur Jónsdóttir við úti- dyrnar á húsi sínu. anfari og þetta var ekki líkt hvera- kippunum," sagði Brynhildur. „Þetta var líkast því að stór trukkur keyrði á húsið. Stofuskáp- urinn kipptist við og stytta datt út úr honum. Þetta var dálitla stund að fjara út og satt að segja þá var ég á leiðinni út,“ sagði Ágústa Þorgilsdóttir á Núpum II. Ljóst er að margir í Hveragerði brugðust við eins og boðað er í leiðbeiningum almannavarna, ýmist með því að fara út úr húsum eða að gera eins og ein 11 ára stúlka gerði, að standa í opnum dyrum á meðan skjálftinn reið yfir. I Hveragerði var dagatal, sem björgunarsveitin gefur út, borið í hvert hús en á bakhlið þess eru prentaðar leiðbeiningar til fólks um viðbrögð við jarðskjálftum. Ekki óeðlilegur skjálfti Samkvæmt upplýsingum frá jarðeðlisfræðideild Veðurstofunnar fylgdi töluverð skjálftavirkni í kjöl- far þessa skjálfta sem náði há- marki um kvöldmatarleytið er tveir stórir skjálftar mældust á sama stað. Reyndust þeir 2,5 stig á Ric- hter en síðan fjaraði skjálftavirkn- in út. Páll Einarsson jarðeðlisfræðing- ur segir að upptök skjálftans séu á þekktu jarðskjálftasvæði og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við hann þótt skjálfti af þessari stærðargr- áðu hafi ekki orðið á svæðinu um allnokkurt skeið. „Hann vakti at- hygli af því hann átti upptök ná- lægt byggðu bóli en að jafnaði verða um 10 skjálftar af þessari stærð á landinu árlega," segir Páll. Sig. Jóns. A-Í. Ábondlngar frá LÖGREGLUNNI: Farið varlega með flugelda Lögreglan vill vekja athygli fólks á að fara varlega í meðferð flugelda og blysa um ármótin. Fullorðið fólk þarf að hafa vit fyrir börnunum og gæta þess að þeim stafi ekki hætta af blysum og flugeldum. Börnin eru stundum áköf og vilja gleyma sér við spennandi aðstæður og ganga þá lengra en æskilegt getur talist. Slysin gera ekki boð á undan sér. Lesið leiðbeiningar sem fylgja flugeldum og blysum og farið eftir þeim. En umfram allt; farið varlega. Lögreglan óskar öllum gleði, farsældar og friðar á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.