Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 36. tbl. 81.árg. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gyðingar styðja útlaga VINSTRISINNUÐ kona úr röðum gyðinga í Tel Aviv veifar spjaldi þar sem þess er krafist að nær 400 palestínskir útlagar, sem reknir voru til Suður-Líban- ons, fái heimfararleyfí. Skotið var á ísraelska hermenn á Gaza-svæðinu i gær og særðust tveir. Talsmenn Pal- estínumanna saka ísraelsher um að hafa sprengt í loft upp heimili 35 fjölskyldna á Gaza-svæðinu á fimmtudag í hefndarskyni fyrir árásir Hamas-samtakanna. Ætla að hundsa norska fiskinn Óstó. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttarítara Morgunblaðsins. ÞÝSKIR fiskkaupmenn hafa hót- að því að kaupa ekki fisk frá Noregi haldi Norðmenn fast við þá ákvörðun sína að hefja hval- veiðar í sumar. Þegar hafa þrír stórir innflytjend- ur á norskum laxi kunngert að þeir kæri sig ekki um að eiga viðskipti við Norðmenn verði hrefnuveiðar hafnar. Talið er að ákvörðun af því tagi sé tekin vegna mikils þrýstings samtaka umhverfísverndarmanna, svo sem Greenpeace, að sögn norskra blaða. „Við ætlum að beijast gegn hval- veiðum með því vopni sem við getum beitt, peningunum," stóð í bréfi inn- flutningsfyrirtækisins NOWS. Helmut Stöhr, forstjóri Back Fein- kost í Hamborg, hefur einnig til- kynnt norskum útflytjendum af- dráttarlaust að hann aflýsi öllum fiskkaupum í Noregi daginn sem hrefnuveiðar hefjast. í viku hverri berast þúsundir póst- korta til norsku sendiráðanna í Was- hington, London, Amsterdam og Bonn en fáir hafa gert úr því alvöru að hætta viðskiptum við Noreg eða ferðalögum til landsins. Sjá frétt á bls. 21. Apalán TVEIR spákaupmenn í dönsku kauphöllinni tóku nýlega óvenjulegri áskorun. Bundið var fyrir augun á apa og hann látinn velja verðbréf til kaups en mennirnir áttu að reyna að skila meiri hagn- aði með sínum kaupum. Það gekk ekki að sögn Politiken. Vegna ótrúlegrar hunda- heppni hafa kaup apans skilað mestum hagnaði. Hann var lát- inn velja tíu sinnum og eitt fyrirtækjanna, Aars Bank, skil- aði um 56% arði. Þótt tap væri að meðaltali á hinum kaupum apans dugði þetta honum til sigurs fyrstu vikuna. Sérfræð- ingar eru á því að næst muni þjálfun hinna keppinautanna ríða baggamuninn. Hrynur stjórn Angóla? Luanda, Cabinda. Reuter. HART var barist um borgina Huambo í Angóla í gær, en hún er næststærsta borg landsins. Sögðu talsmenn stjórnarinnar að svo virtist sem skæruliðar UN- ITA-fylkingarinnar væru í mik- illi sókn og að flest benti til að stjórnarherinn myndi þurfa að hörfa frá borginni. Stjórnarer- indrekar í Portúgal sögðu hins vegar að líkur væru á að borgin væri þegar fallin og að hernaðar- legt hrun blasti við stjórninni. Portúgalskir heimildarmenn töldu líklegt að borgirnar Luena, Cuito, Bie og Menongue myndu einnig falla á næstu dögum. Borgarastyijöld blossaði upp að nýju eftir að leiðtogi UNITA, Jonas Savimbi, vildi ekki viðurkenna ósig- ur í kosningum sem haldnar voru í september í fyrra. Friðarviðræður hafa gengið brösulega undanfarna mánuði og telja margir að UNITA vilji ná Huambo á sitt vald áður en viðræður hefjast á ný til að styrkja samningsstöðu sína. í leit að Búkarcst. Rcuter. Sígaunaleiðtoginn Iulian Radulescu tilkynnti á frétta- mannafundi í Búkarest i gær að hann væri á leið til Ind- lands til að leita uppruna þjóð- ar sinnar. Hann heldur því fram að takist sígaunum að sýna fram á uppruna sinn í Indlandi eignist þeir um leið ættjörð og sögu og standi jafn- fætis öðrum þjóðum. Ferðin til Indlands héfst 24. þessa mánaðar. Ætlar Radulescu að ferðast akandi um Indland í mánuð. Segir hann að mál sí- gauna sé líkt tungu þeirri sem töluð er í Punjab á Indlandi. Spílling og glæpahópar ógna öryggi Rússlands Moskvu. The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti segir að glæpasamtök í líkingu við Mafíuna á Vesturlöndum hafi keypt sér stuðning stjórnmála- manna og embættismanna á öllum stigum stjórnsýslunnar. Hann fullyrðir að erlendur gjaldeyrir sem samsvarar um 130 milljörðum íslenskra króna hafi horfið sporlaust úr vörslu ráðuneytis utan- ríkisviðskipta og stofnana þess fyrstu níu mánuði ársins 1992. uppruna sinum Reuter Keisari sígauna IULIAN Radulescu, sem býr í tuttugu herbergja höll í borg- inni Sibiu í Transylvaníu. Gögn þau sem aflað verður í ferðinni á að leggja fyrir ind- versku stjórnina. Verður hún beðin um að viðurkenna að sí- gaunar séu afkomendur Ind- veija. „Sígaunar um allan heim munu springa af fögnuði,“ sagði Radulescu. Hann verður að eigin sögn krýndur keisari sígauna í maí næstkomandi. Samkvæmt manntali fyrir tveimur árum eru sígaunar í Rúmeníu 410.000 talsins. Radu- lescu mótmælir því og segir að sígaunar í landinu séu hálf fjórða milljón en margir hafi ekki viljað skrásetja sig af ótta við ofsóknir. „Meðan þetta gerðist var ork- unni eytt í að klófesta vasaþjófa. Ég vildi gjarnan fá að vita hvaða erlendir bankar ávaxta nú þetta fé og hveijir, jafnvel ráðherrar, hirða arðinn,“ sagði forsetinn. Hann sagði spillingu og framferði skipulagðra glæpaflokka ógna langtíma hagsmunum og öryggi Rússlands. Hreiðra um sig Að sögn Jeltsíns hafa glæpa- samtök hreiðrað um sig í hernum, bönkunum og fleiri ríkisstofnun- um. Þau væru búin að tryggja svo vel áhrif sín að ráðamenn samtak- anna hirtu ekki lengur um að reyna að leyna ítökum sínum. Hörð átök á þingi milli umbóta- sinna og afturhaldsafla hefðu oft auðveldað glæpamönnum leikinn og þeir hefðu óspart notfært sér þau vandamál sem komið hefðu upp í tengslum við umbyltinguna frá miðstýrðum áætlanabúskap yfír í markaðshagkerfi. Forsetinn lagði til að settur yrði á' laggirnar sérstakur starfshópur undir for- ystu Alexanders Rútskojs varafor- seta til að beijast gegn glæpum og jafnframt að lögreglan fengi í auknum mæli aðstoð hermanna þegar nauðsyn krefði. Mútugreiðslur Spilling hefur alltaf verið óað- skiljanlegur hluti stjórnarfars í Rússlandi, einnig á keisaratíman- um, en glæpatíðni hefur aukist hratt síðustu árin og almenningur óttast um öryggi sitt í stórborgum landsins. Heimildarmenn segja að 40% allra fjármálamanna tengist spill- ingu og 60-70% allra fyrirtækja. Komið hefur verið upp um nær 4.000 glæpaflokka; fjórðungur þeirra hafði sambönd við glæpa- menn í öðrum löndum. Yfirvöld viðurkenna að sjaldnast takist að ná höfuðpaurum flokkanna. Oft kemur til skotbardaga á veitinga- stöðum sem nýríkir glæpaforingj- ar sækja og vestrænir kaupsýslu- menn, sem ætla að fitja upp á heiðarlegum viðskiptum, gefast flestir upp. Talið er að nær allir verslunareigendur í stórborgum neyðist til að greiða spilltum emb- ættismönnum mútur. Sjá frétt á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.