Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993
Evrópska vinnuverndarárið
Er húsasótt að ganga?
eftir Víði
Krisijánsson
I mars á síðastliðnu ári var hringt
í sjúkrabíla úr nýja dómhúsinu og
um 40 starfsmenn fluttir á sjúkra-
hús til rannsóknar. Meira en 700
starfsmenn voru síðan látnir yfirgefa
bygginguna. Húsnæðið sem kostaði
um þijá milljarða króna í byggingu
hefur frá því þetta gerðist verið lag-
fært fyrir um 75 milljónir króna,
aðallega til að bæta inniloftið.
Sem betur fer er þetta ekki saga
af nýja Dómhúsinu við Lækjartorg,
en þetta gerðist þó í raun og veru.
í októberhefti Indoor Air Quality
Update 1992 er ítarleg frásögn af
héraðsdómhúsi í Wheaton í Illinois
í Bandaríkjunum þar sem þetta gerð-
ist. Þótt ástandið hafi hvorki fyrr
né síðar verið eins alvarlegt og í
mars hafa starfsmenn kvartað mikið
yfir ýmsum vandamálum eins og
höfuðverk, sárindum í hálsi og aug-
um, útbrotum, stífluðu nefi og ýmsu
öðru. Margir hafa fengið fyrirmæli
frá læknum að mæta ekki í vinnu
fyrr en komist hefur verið fyrir
vandamálið.
En hvað gerðist í mars? Ekki hef-
ur fundist örugg skýring, en talið
er hugsanlegt að röng stilling á raka-
búnaði loftræstiskerfísins ásamt
notkun á natríumsúlfíði í rakabúnaði
hafí myndað „súrt regn“ í loftræsti-
skerfinu sem dreifðist yfir starfs-
menn. Varðandi önnur vandamál var
talið að röng og ófullnægjandi loft-
ræsting hefði valdið þar mestu.
Húsasótt
Húsasótt, hvað er nú það, spyija
margir. Er hún smitandi? Eru húsin
veik? Nei, með húsasótt er átt við
að fólk finni fyrir tilteknum óþæg-
indum í tilteknu húsi og þessi óþæg-
indi hverfí þegar byggingin er yfir-
gefín, að kvöldi eða um helgar eða
í versta falli aðeins þegar farið er í
lengra frí. í einstökum tilvikum verð-
ur fólk að hætta í vinnunni vegna
þessa. Mismunandi skilgreiningar
eru til á húsasótt, en flestir telja að
um húsasótt sé að ræða þegar fólk
kvartar um óþægindi í nefí, hálsi,
öndunarfærum, augum, húð, óskil-
greint ofnæmi, þreytu, ógleði og
svima meðan dvalist er í bygging-
unni, en engin viðhlítandi skýring
finnst. Stundum er um öll þessi ein-
kenni að ræða, stundum bara sum
þeirra. Sumir skilgreina húsasótt
mjög þröngt, telja að aðeins sé um
hana að ræða þegar búið sé að úti-
loka öll þekkt atriði, sem valdið get-
ið þessum einkennum.
plötum og húsgögnum. Örverur sem
geta myndast við rakaskemmdir
geta losnað út í andrúmsloftið og
þótt skemmdirnar séu inni í milli-
veggjum eða undir gólfi geta örverur
gefið frá sér mjög ertandi efni sem
geta borist í gegnum byggingarefni.
Þótt aðeins sé tekinn einn hópur
efna eins og rokgjörn lífræn efni
(Volatile Organic Compounds) geta
tegundir þeirra verið á bilinu
100-300 í innilofti þótt styrkur
hverrar tegundar sé að jafnaði mjög
lítill. Víða hafa þó reykingar valdið
mestri mengun innanhúss.
Erlendis hefur komið fram að
þessi vandamál eru frekar í nýlegum
byggingum sem hafa stórt grunnfl-
atarmál (eru „þykkar") og vélræna
loftræstingu og þá yfírleitt ekki opn-
anlega glugga. En þegar mengun í
Hávaða
-meðaltalshávaði
-hávaðatoppar
-tíðnigreining
-ómtími
Mengun
-rokgjöm lífræn efni
-örvemr og lífræn efni frá þeim
-formaldehýð
-ryk í andrúmslofti og á yfirborði
(asbest, glemll, steinull o.fl.)
Lýsingu
-birta
-ljómi
Loftslagsþáttum og loftræstingu
-hitastig
-rakastig
-geislahiti
-yfirborðshiti
-lofthraði og lofthreyfingar
-loftmagn
-loftgæði (C02-styrkur)
-úttekt með sporgasaðferð
Hvað veldur?
Hér er yfírleitt um að ræða hús-
næði þar sem ekki fer fram iðnaðar-
starfsemi og mengun innanhúss því
aðeins brot af því sem gerist víða
annars staðar. Vitað er að ýmsir
eðlis-, efna- og líffræðilegir þættir
geta valdið þessum einkennum, yfir-
leitt ekki einir sér en þó er það ekki
útilokað. Óþægilegur hávaði, röng
lýsing eða of hátt hitastig getur
valdið höfuðverk og þreytu. Mörg
efni sem em í lími, málningu og
lakki eru mjög ertandi. Ef ekki er
vel gengið frá einangrun eins og
glerull eða steinull geta þræðir úr
henni losnað út í andrúmsloftið og
valdið ertingu í húð, öndunarfærum
og augum. Þekkt er mengun form-
aldehýðs sem er mjög ertandi efni
og getur komið frá ýmsum spóna-
inniloftinu er mæld og jafnframt t.d.
hita- og rakastig er ástandið yfir-
leitt betra í húsnæðinu sem hefur
vélræna loftræstingu þótt það sé
ekki algilt. Því hafa komið fram
kenningar um að inniloft í húsnæði
með vélrænni loftræstingu sé of
„hreint" þannig að skynfæri líkam-
ans verði ekki fyrir nægilegri ertingu
sem sé nauðsynleg fyrir vellíðan.
Tekið skal fram að aðstæður erlend-
is geta verið allt aðrar en hér á landi,
t.d. er oft þörf á loftkælingu erlend-
is og hreinleiki innblásturslofts getur
verið mjög mismunandi eftir borg-
um.
Hvað er til ráða?
Auðvitað á að reyna að koma í
veg fyrir að þessi vandamál komi
upp. Strax við skipulagningu ætti
Hagsmunamálin
fremst í forgangsröð!
eftir Kjartan
Bendtsen
Á þessum síðustu og verstu tímum
hafa stúdentar átt í vök að veijast
gegn niðurskurðarhnífí ríkisstjórnar-
innar. Lánamálin eru í ijúkandi rúst
og jafnrétti til náms óháð efnahag
heyrir brátt sögunni til. í ljósi þessa
er í raun alveg ótrúlegt hve lítið
hefur farið fyrir baráttu SHÍ fyrir
hagsmunum stúdenta og svo virðist
sem forgangsröð mikilvægra mál-
efna hafí eitthvað brenglast í stjóm-
artíð Röskvumanna.
SHÍ í samkeppni við
deildarfélögin
Núna, þegar miklir erfiðleiakr
blasa við nemendum HÍ, kemur það
glöggt í ljós, hversu óhentugt það
er að SHÍ skuli telja það skyldu sína
að halda úti félags- og menningar-
málastarfsemi í samkeppni við deild-
arfélögin.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um þá auknu hagræðingu og
skilvirkni, sem ynnist innan SHÍ, ef
ráðið losaði sig undan þessari sjálf-
sköpuðu ábyrgð. Það gæti þá beitt
sér 100% að raunverulegum hags-
munamálum stúdenta og Iosnað und-
an því fargi sem félags- og menning-
„Núna, þegar miklir erf-
iðleikar blasa við nem-
endum HÍ, kemur það
glöggt í Ijós, hversu
óhentugt það er að SHÍ
skuli telja það skyldu sína
að halda úti félags- og
menningarmálastarfsemi
í samkeppni við deildarfé-
lögin.“
armá! eru að verða innan þess.
Þessum málaflokkum væri þá al-
farið komið í hendur deildarfélag-
anna, sem starfa í mun nánari tengsl-
um við nemendur skólans en SHÍ.
Með stofnun félags deildarfélaga
(FDHÍ) í haust myndaðist kjörin vett-
vangur yfírumsjónar með stærri
uppákomum og ætti félagið að geta
tekið þá ábyrgð af höndum SHI.
Hagsmunabaráttan sorg-
lega dauf
Það er ekkert vafamál að umrædd
breyting á starfsemi SHÍ er nauðsyn-
Iegt grundvallaratriði ef tryggja á
markvissa og öfluga hagsmunabar-
Kjartan Bendtsen
áttu fyrir kjörum stúdenta sem mér
finnst vera sorglega dauf um þessar
mundir.
Höfundur cr nemi í
bókmenntafræði ogskipar 3. sæti
á framboðlista Vöku til
Stúdentaráðs.
Víðir Kristjánsson
„En e.t.v. ætti fyrst og
fremst að skipuleggja
byggingar og aðstæður
innanhúss þannig að sér-
hver geti lagað umhverfið
að þörfum sínum, þar með
talið hitastig, ferskloft,
lýsingu o.s.frv.“
að hafa í huga staðsetningu hús-
næðis, t.d. með tilliti til umferðar
og ríkjandi vindáttar. Velja ber þau
byggingarefni sem menga sem
minnst. Alls ekki ætti að taka hús-
næði í notkun fyrr en það er fulltil-
búið, en mörg dæmi eru um það að
verið sé að ganga frá margs konar
aðstöðu löngu eftir að starfsemin
er hafin. Erlendis hefur stundum
verið gripið til þess ráðs að „baka“
húsnæðið fyrir notkun, þ.e. að hita
það mjög mikið og loftræsta það
síðan til að flýta fyrir uppgufun
óæskilegra efna. En e.t.v. ætti fyrst
og fremst að skipuleggja byggingar
og aðstæður innanhúss þannig að
sérhver geti lagað umhverfið að
þörfum sínum, þar með talið hita-
stig, ferskloft, lýsingu o.s.frv.
En hvað á að gera þegar vanda-
málin eru komin upp? Mikilvægt er
að bregðast fljótt við annars er
hætta á að sjálf umræðan um vanda-
málið geti haft áhrif á starfsfólk
þannig að erfítt geti reynst að átta
sig á því. Það er æskilegt að fá
þverfaglega aðstoða þannig að ekki
sé einblínt á einungis einn ákveðinn
þátt, t.d. loftræstikerfið. Mengunar-
mælingar og aðrar mælingar geta
verið nauðsynlegar, en þær eru yfír-
leitt mjög kostnaðarsamar og skila
stundum ekki öðrum árangri en að
útiloka ýmsa þætti án þess að finna
orsökina. Til að reyna að komast
hjá miklum kostnaði er ráðlegt að
unnið sé í áföngum þannig að þegar
einum áfanga er lokið sé lagt mat
á árangurinn og ákvörðun tekin um
hvort framhaldsaðgerða sé þörf. Þar
sem aðferðin sem notuð er við að
meta vandann og síðan úrbætur er
yfirleitt sú að leggja spurníngalista
fyrir starfsmenn eða hafa við þá
stöðluð viðtöl þá verður að hafa sál-
ræn áhrif í huga. Á norrænu vinnu-
umhverfisþingi sem haldið var hér á
landi í september síðastliðnum
greindi dr. David P. Wyon, enskur
sérfræðingur sem starfar í Svíþjóð,
frá aðferðum sem hann notaði við
úrbætur á nýlegu sjúkrahúsi í Mál-
mey í Svíþjóð þar sem upp höfðu
komið vandamál með líðan starfs-
fólks. Til að reyna að útiloka sálræn
áhrif hafði hann alltaf viðmiðunar-
hóp þegar hann kannaði hvort ein-
hveijar breytingar skiluðu árangri.
Ef hann breytti t.d. loftræstingu hjá
einum hópi lét hann annan hóp halda
að sama væri gert hjá honum og
bar síðan niðurstöðurnar saman. Ef
ástandið lagaðist eingöngu hjá þeim
hópi þar sem breytingar voru gerðar
á loftræstingunni mátti draga þær
ályktanir að um raunverulegar úr-
bætur væri að ræða. Ef ástandið
batnaði hjá báðum hópum var ekki
hægt að útiloka að um sálræn áhrif
væri að ræða. Þessi aðferð getur þó
verið mjög flókin í framkvæmd í
mörgum tilvikum.
Benda mætti á margar erlendar
heimildir um húsasótt, fyrirbyggj-
andi aðgerðir og leiðir til úrbóta.
Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið út
leiðbeiningarit sem ber heitið „Inni-
loft og líðan fólks" þar sem fjallað
er ítarlegar um þessi mál en unnt er
í grein sem þessari. í ritinu er m.a.
aðgerðalisti sem styðjast má við
þegar leitað er að orsökum húsasótt-
ar og unnið að úrbótum. Ennfremur
getur Vinnueftirlitið gert ýmsar
mælingar eins og t.d. sjá töflu
Lokaorð
Eins og áður sagði eru áhrif
ýmissa eðlis-, efna- og líffræðilegra
þátta vel þekkt og hafa verið stað-
fest með tilraunum. Mjög skiptar
skoðanir eru þó á ýmsum atriðum
og má þar nefna áhrif jónahlutfalls
í andrúmsloftinu og rafsegulsviðs á
líðan manna. Ekki hefur verið sýnt
fram á að magn neikvæðra jóna í
andrúmsloftinu hafi bein lífeðlis-
fræðileg áhrif á menn. Vitað er að
með notkun jónatækja getur dregið
úr ryki í andrúmsloftinu við það að
rykagnirnar hlaðast upp og falla út
á veggi, skrifborð eða aðra innan-
stokksmuni. Það er þó varla hægt
að mæla með þessari aðferð til að
draga úr rykmengun, heldur ætti
að komast fyrir upptök hennar. Mikl-
ar umræður og rannsóknir eru í
Svíþjóð á hvort ákveðnir einstakling-
ar geti haft ofnæmi fyrir rafsegul-
sviði en niðurstöður rannsóknanna
liggja ekki fyrir. Ekki má þó rugla
þessu saman við rannsóknir á hugs-
anlegri krabbameinshættu vegna
rafsegulsviðs.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir að hveiju er leitað og velja
aðferð og mælitæki ef nauðsyn kref-
ur í samræmi við það. Þegar mælt
er rykmagn í andrúmsloftinu segir
það að sjálfsögðu ekkert til um hvort
óþægindin stafí af formaldehýði frá
spónaplötum. Gera verður kröfu um
að það sé vel skilgreint hvað verið
er að mæla, hvc^t það eru röntgen-
geislar, jónahlutfall, styrkur rok-
gjarnra efna, formaldehýð eða ryk
og ef mæla á rafsegulsvið þá á hvaða
tíðnisviði það er, hvort það eru ör-
bylgjur, útvarpsbylgjur o.s.frv. Velja
verður síðan mælitæki eins og áður
sagði í samræmi við það. Þar skipt-
ir ekki máli hvort tækið heitir
Spectral Analyzer, Multi-gas Monit-
or eða annað, hvort það er dýrt eða
ódýrt, ef það er gert til að mæla
t.d. rafsegulsvið mælir það bylgjur
á ákveðnu tíðnisviði en ekki t.d.
óskilgreinda strauma í umhverfinu.
Það er ekki nægilegt að dýr mælir
gefi útslag eða sýni tölu á skjá ef
ekki er verið að mæla það sem hann
er gerður fyrir. Mikilvægt er að nið-
urstöður séu túlkaðar í samræmi við
þá þekkingu sem fyrir hendi er á
áhrifum þess sem verið er að mæla,
hvort sem það er mengun eða annað.
Höfundur er deildarstjóri
hollustuháttadeildar Vinnueftir-
lits ríkisins.
Málþing um stríðsglæpi
ORATOR, félag laganema,
gengst fyrir málþingi um stríðs-
glæpi þriðjudaginn 16. febrúar
nk.
Frummælendur verða Ágúst
Hjörtur Ingþórsson heimspekingur,
sem mun fjalla um efnið frá heim-
spekilegu sjónarhorni, Guðmundur
Eiríksson þjóðréttarfræðingur, sem
m.a. mun segja frá tillögum um
alþjóðlegan refsidómstól, og Eiríkur
Tómasson hrl., sem fjalla mun um
íslensk lagaákvæði um stríðsglæpi
og skyld afbrot. Fundarstjóri verður
Sigurður Líndal prófessor.
Málþingið hefst kl. 11 í Norræna
húsinu og er öllum opið meðan
húsrúm leyfir.
(Fréttatilkynning)