Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993
nmmm
„ AleJ,neí,nei- Bentu á. Afrilou- ú
hruxttLikx*ninu -"
Nei, Sigurður minn, ég hef
ekkert á móti því að þú biðj-
ir um launahækkun. Ég
kann að taka gríni!
Stelpa? Það er allt í lagi, hún
var einmitt númer 2 á óska-
listanum mínum!
BRÉF ITL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Þörungablómi á
stærð við Bretland
Frá Jóhannesi G. Jóhannessyni:
UNDANFARIN sumur hafa frétt-
ir borist af þörungablóma sem er
skaðvaldur í eldisfiski við Noregs-
strendur. Þá fannst grútarbrák
hér norðanlands og hún barst á
ijörur á Ströndum og olli fugla-
dauða. Allt voru þetta litlir flekk-
ir sem enginn hafði teljandi
áhyggjur af og þeir gleymdust
brátt.
Á dögunum fletti ég hefti af
National Geographic og rakst á
smágrein sem hér er, í snarvend-
ingu. Myndin sýnir fyrirbrigðið
hinn 17. júní 1991.
„Þörungablómi á stærð við
Bretland
Stórfurðusýn blasti við neðan-
undir gluggum Lúfthansa-vélar-
innar, á Atlantshafínu var mjólk-
urhvítur blettur á stærð við Stóra-
Bretland. Það sem ferðalangarnir
sáu var þörungablómi undan suð-
urströnd íslands. Vísindamenn frá
Hafrannsóknastofnuninni í Plym-
outh, Englandi, voru þegar á
staðnum til rannsókna á fyrirbær-
inu, sem er árvisst á N-Atlants-
hafínu. Athuganir þeirra á þessum
þétta blóma gætu varpað nýju ljósi
á fyrirbærið og ef til vill á mögu-
leg áhrif þess á veðráttuna.
Þörungaflekkurinn var 560 mílna
(900 km) langur og 220 mílna
(350 km) breiður og samanstóð
af einfruma plöntuþörungi sem
nefnist „Emiliania Huxleyi".
Til næringar tekur hann til sín
uppleysta kolsýru úr sjónum, en
ólíkt öðrum þörungum tefur hann
fyrir því að sjórinn geti dregi til
sín kolsýru úr andrúmsloftinu.
Niðurstaðan sem kom vísinda-
mönnunum á óvart var sú að
Emiliania-blómi gæti aukið kol-
sýrumagn lofthjúpsins.
Þörungablómi hefur grasserað
á nokkrum síðustu árum og sum-
ir vísindamannanna óttast að
hann muni auka á gróðurhúsa-
áhrifín."
Nú er það okkar að láta hugann
reika og huga að því hvort óson-
þynningin sé orðin svo mikil að
útijólublá geislun hafi aukist og
þá hvort hún hafi eitthvað að
gera með hraðvöxt þörunga, svo
og hitt, hvort geislunin, ef hún
er óeðlilega mikil, drepur þörung-
ana.
Kannski er einhver allt önnur
ástæða fyrir fyrirbærinu; við get-
um ekkert gert nema að bíða eft-
ir svari og vonað hið besta.
JÓHANNES G. JÓHANNESSON,
Austurbrún 4,
Reykjavík.
Yíkveiji skrifar
Víkveiji heyrði ríkisútvarpið
flytja frétt af átökum á her-
numdu svæðunum í fréttatímum á
miðnætti aðfaranótt fimmtudags
og á fímmtudagsmorgun. Fréttin
var á þá leið að ísraelskir hermenn
hefðu skotið tvo fimmtán ára ungl-
inga til bana á Gaza-svæðinu en
þeir höfðu að sögn sjónarvotta
verið að krota slagorð á veggi.
Víkveija fannst þetta einstak-
lega óhugnanleg frétt þótt oft
hafí borist fregnir af ógeðfelldu
framferði ísraelshers á hemumdu
svæðunum, ekki síst á undanförn-
um vikum. Er hann kom í vinnuna
á fímmtudag ákvað hann að kanna
hvað Aeuters-fréttastofan hefði
sagt um málið. Reuter var með
tvær fréttir um þetta efni á mið-
vikudag, kl. 17.13 og 23.24. Nú
getur Víkveni ekki fullyrt að
fréttastofa RUV hafi notað þessi
fréttaskeyti fremur en t.d. fréttir
breska útvarpsins BBC en hann
veit að Reuter er undirstöðuheim-
ild útvarpsins eins og Morgun-
blaðsins.
xxx
yrri fréttin kl. 17.23 hefst svo:
ísraelskir hermenn skutu til
bana tvo Palestínumenn og særðu
tugi í átökum á Gaza-svæðinu
hernumda, að sögn palestínskra
heimildarmanna. Heimildarmenn-
irnir sögðu að tveir grímuklæddir
Palestínumenn, báðir fímmtán ára
gamlir, hefðu verið að krota slag-
orð kommúnistahópsins Palest-
ínska þjóðarflokksins á vegg í
Nusseirat-flóttamannabúðunum
þegar ísraelskir hermenn byijuðu
að skjóta og bönuðu þeim...Herinn
staðfesti að hermenn hefðu drepið
tvo Palestínumenn en lýstu til-
drögunum á annan veg: „Á meðan
aðgerðir öryggissveita stóðu yf-
ir...mættu sveitarmenn hópi
grímuklæddra manna í einkennis-
búningi sem báru hnífa og axir,“
að sögn embættismanns í hemum.
„Mennirnir grímuklæddu ógnuðu
yfirmanni sveitarinnar með hníf-
um og sveitin brást við með því
að skjóta þá.“
Seinni frétt Reuters kl. 23.24
er efnislega svipuð hvað þetta at-
vik varðar en einnig er vitnað í
starfsmann Sameinuðu þjóðanna
sem segir að ísraelski herinn hafi
fellt og sært fleiri Palestínumenn
á fyrstu fímm vikum þessa árs en
á sama tímabili í fyrra. Hann seg-
ir að herinn hafí tekið upp harðari
stefnu, áður hafi verið.skotið upp
í loftið og í fætur manna en nú
sé miðað á bijóst manna.
xxx
Nú er ekki hægt að ætlast til
þess að í stuttri frétt í út-
varpi séu öll atriði sem fram koma
hjá Reuíers-fréttastofunni tíund-
uð. Hins vegar fínnst Víkveija
full ástaða til að gagnrýna frétta-
flutning RÚV í þessu tilviki. Ein-
göngu er vitnað í „sjónarvotta“ í
frétt RÚV. Áhrifin á hlustandann
eru þau að um sé að ræða hlut-
lausa lýsingu atburða, jafnvel er
gefið til kynna að farið hafí verið
á vettvang (af hálfu erlendu
fréttastofunnar að sjálfsögðu) og
rætt við þá sem nærstaddir voru.
Því er sleppt að um sé að ræða
palestínska heimildarmenn og að
herinn gefi allt aðra skýringu á
atvikinu. Hefðu þessi atriði komið
fram þá hefði fréttin fengið allt
annan blæ, hún hefði orðið jafn
hlutlaus og hægt var. Þess í stað
var fréttin „matreidd“.
xxx
Vel getur verið að ísraelsher
hafí í þessu tilviki beitt ófor-
svaranlegri hörku, það á eftir að
koma í ljós. En áheyrendur ríkisút-
varpsins eiga rétt á að heyra öll
helstu sjónarmið í málinu, ekki
síst þegar um jafn eldfimar deilur
er að ræða og á milli ísraela og
Palestínumanna. Það gengur ekki
að skýringum annars aðilans sé
sleppt en yfirlýsingar hins klæddar
í búning staðreynda. Dulbúnar
fréttaskýringar af ofangreindu
tagi er fáránleg tímaskekkja, í
ætt við kaldastríðs-hugsunarhátt
sem áratugum saman brenglaði
skoðanir allt of margra á alþjóða-
málum. Burt með pólitíska „rétt-
hugsun“ í fréttaflutningi útvarps-
ins, stofnunar sem við höldum öll
uppi með sköttunum okkar, við
getum hugsað sjálf!