Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993
9
Franskur tískufatnaður
Glæsileg sending
Frá stærð 34
TGSS
V NEt
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
Opið virka daga 9-18,
laugardag 10-14.
Börnum mínum, tengdabörnum, barnabörn-
um, öðrum œttingjum og vinum, nœr og Jjcer,
þakka ég af alhug fyrir gjafir, blóm, skeyti og
hlýjar kveðjur í tilefni 80 ára afmœlis míns
29. janúar sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Þórhildur Kristinsdóttir.
UTSALA
VEGGFOÐUR
GÓLFDÚKAR
VEGGDÚKAR, PARKET
Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup j
á útsölu Veggfóðrarans. 15-50%
afsláttur af gólfdúkum, veggfóðri,
veggdúkum og parketi.
mi*. Athugið að
Veggfóðrarinn MSLÁTTuÍt
fluttur í Faxafen 12.
VEGGFODRARINN
VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI
FAXAFENI 12 • 108 REYKJAVÍK
SÍMAR: (91) - 687171 / 687272
Jón Baldvin og Banda
Nokkrar umræður hafa orðið vegna heimsóknar Jóns Baldvins
Hannibalssonar, utanríkisráðherra, til Afríkuríkisins Malaví fyrir
skömmu en eftir þá heimsókn sagði ráðherrann m.a. í viðtali
við Morgunblaðið, að forseti Malaví hefði komið honum fyrir
sjónir, sem „vel menntaður maður, sem hann er og ákaflega
hygginn". Vegna þeirra umræðna, sem orðið hafa um þessa
ferð, er ekki úr vegi að birta hér í Staksteinum kafla úr Helgi-
spjalli, sem ritstjóri Morgunblaðsins skrifaði hér í blaðið hinn
23. júlí 1989.
Valdagráðug-
ur Afríku-
leiðtogi
f Helgispjalli hinn 23. júli
1989 sagði rnui.: „Frelsið er
brothætt leikfang. Og vand-
meðfarið. Ég nefni lítið dæmi
úr persónulegri reynslu
minni. Margt mega blaða-
menn þola; jafnvel að hafa
orðið bandingjar illmenna,
blásaklausir. Þegar ég hafði
lesið grein um ástandið í
Malawi í hinu alþjóðlega
tímariti ritstjóra, IPI-report,
varð mér (jóst að ég hafði
verið notaður af valdagráð-
ugum Afríkuleiðtoga, dr.
Hastings Banda, og útsend-
urum hans.
í gestabók ... stendur
nafnið Kanyama Chiume við
26. febrúar 1960. Þessi mað-
ur var e.k. erindreki dr.
Banda sem þá var í brezku
fangelsi í Njassalandi, eins
og þessi skiki af Afríku hét
þá. Ég hafði boðið honum
heim því ég hafði áhuga á
þvi að rétta þessu fólki hjálp-
arhönd í frelsisbaráttu þess.
Þeir áttu í útistöðum við
Breta sem þá skirrðust ekki
við að fleygja andstæðingum
sínum í svartholið. Ég hafði
átt samtal við Chiume sem
birtist í Morgunblaðinu föstu-
daginn 19. febrúar undir fyr-
irsögniimi: Njasslendingar
senda nefnd til fslands, biðja
íslending taka upp mál dr.
Banda í Strassborg. Þar seg-
ir ma. að Qögurra manna
sendinefnd hafi komið til
Reykjavíkur að ræða við
áhrifamenn um málcfni Njas-
salands og jafnframt „að
bera fram óskir um, að fs-
lendingar beiti sér fyrir þvi,
að máli dr. Banda, leiðtoga
Njassalandsmanna, verði
skotið fyrir mannréttinda-
nefnd Evrópuráðsins í
Strassborg, en hann situr nú
í fangelsi suður í Afríku." f
þessari sendinefnd voru auk
Chiume þrír Bretar sem
lögðu sjálfstæðisbaráttu
Njasslendinga lið. Fjórmenn-
ingarnir voru ánægðir með
fslandsferðina og töldu sig
hafa fengið vilyrði fyrir
stuðningi. Framhald er á for-
siðu-samtalinu á 19. síðu
Morgunblaðsins þennan dag,
en á 2. síðu er rammagrein
um Njassaland með korti og
mynd af dr. Banda. Á kortinu
má sjá að Njassaland liggur
á milh Zansir, Tanzaníu og
Mósambík. Malaví-vatn ligg-
ur á norðurlandamærunum.
ÖII er umsögnin um dr.
Banda og Njassaland á einn
veg: full hlýju í garð þeirra
Njasslendinga.
f IPI-greininni segir að i
Njassalandi, sem nú heitir
Malawi, ríki hin mesta kúgun
og haldi dr. Banda öUu i járn-
greipum, enda einræðissegg-
ur og ógnvaldur. Þar eru
menn handteknir fyrirvara-
laust og grimmdin og mis-
kunnarleysið verra en á vcld-
isdögum Breta og var þó
varla á það bætandi. AUt
hneppt í fjötra, fólkið
ófijálst, málfrelsi afnumið,
prentfrelsi þurrkað út. Rödd
stjómarandstöðunnar kæfð.
Eina dagbiað landsins, The
DaUy Times, í eigu forsetans.
Landið að mestu lokað og
litið á erlenda fréttamenn
sem erkifjendur. Dr. Banda
hefur einn Afríku-Ieiðtoga
staðið í makki við mannhat-
ursöflin í S-Afríku og
kannski engin furða. Og ofan
á þessar hörmungar allar
bætist svo, las ég nýlega í
brezku blaði, að 115 þúsund
Malawi-búar hafa misst
heimUi sin og uppskeru þeg-
ar ofviðri geisaði í norður-
héruðunum, landskjálftar í
miðju landi og flóð í suður-
héruðunum. Landskjálftam-
ir vom þeir hörðustu sem
mælzt hafa í Suður-Afríku,
5,7 og 6,5 stig á Richt-
er-kvarða. Flóðin meiri en
nokkm sinni frá 1956. Á
flóðasvæðinu leituðu íbúam-
ir skjóls í tijánum. Nú era
um 350 þúsund manns á
framfæri Rauða krossins á
þessum slóðum.
Ríkisstjóm dr. Hastings
Banda getur að visu ekki
borið ábyrgð á náttúmham-
fömm. En hún hefur gert sig
seka um villimannlega ógn-
arstjórn. Valdsstjómartil-
burðir Breta á sínum tíma
blikna í samanburði við þau
ósköp sem landsmenn hafa
mátt þola af eigin herrum frá
því landið fékk sjálfstæði.“
Handbendi
helvítis
Síðan segir í Helgispjalli:
„Blaðamennsku fylgja oft
mikil og sár vonbrigði. Þessi
saga frá Malawi er lítið dæmi
um slíkan sársauka. Blaða-
maður getur að ósekju orðið
handbendi helvítis án þess
gera sér grein fyrir því. Svo
þegar hann stendur and-
spænis verulcikanum, blák-
öldum og nöktum, situr hann
uppi með mistökin án þess
geta leiðrétt þau. Hann er
einfaldlega fómardýr svika
og illmennsku. Þannig þekki
ég blaðamenn sem stóðu með
Kastró þegar hann þóttist
beijast fyrir frclsi Kúbu,
gegn alræði. Þá gekk New
York Times erinda hans og
mörg önnur blöð sem beijast
fyrir frelsi og mannréttind-
um. Ég man ekki betur en
Morgunblaðið hefði einatt
samúð með skæmliðaforíngj-
anum áður en hann kastaði
grimunni og krepptí hnef-
ann. Honum var jafnvel líkt
við Krist í einhverri greininni
frá þeim tíma, ef ég man
rétt. En ástæðulaust að rifja
það upp.
Nú naga ég mig í handa-
bökin fyrir að hafa rétt dr.
Banda og samfylgdarmönn-
um hans hjáiparhönd með
allt að þvi ástríðufullum
skrifum í Morgunblaðið.
Hann átti það svo sannarlega
ekki skilið einsog nú hefur
komið i Ijós. En hitt er sýnu
verra, að þegnar hans áttu
það ekki heldur skilið; þeir
sízt af öllum. Hlutskipti
þeirra er líklega ekkert betra
en þrælanna sem fluttir vom
vestur um haf á sínum tíma;
eða kúgaðra Kínveija undir
ógnarstjórn kommúnista.
Aðbúnaður þeirra sízt betri
en fólksins sem hmndi niður
í móðuharðindunum þegar
verst gegndi hér heima.
Greinin í IPI-report hefur
komið við kaunin á mér. Það
er sársaukafullt að hafa orð-
ið leiksoppur harðstjóra. En
verst af öllu að eiga það allt-
af yfir höfði sér, svo lítilmót-
leg sem mannskepnan er í
aðra röndina. Það er sök sér
að búa við takmarkað frelsi
andspænis náttúmnni. En
hitt er verra að glata frelsinu
í hendumar á þeim scm ógna
með ofbeldi.
Marxistar hljóta að sitja
uppi með harmsögulega
reynsh; af bláeygu sakleysi
sínu. Ég hef oft vorkennt
þeim. En ég hef þó hætt að
hafa samúð með þeim sem
vilja ekkert læra af sárri
reynslu og afsaka viðstöðu-
laust mannhatursherferð hel-
stefnu sinnar. Það hlýtur að
reyna á samvizkuna — ef hún
er þá einhver.
Blaðamaður sem starfar i
rótlausri ringulreið sam-
tímans á það alltaf yfir höfði
sér að sitja uppi með hryðju-
vcrkamenn einsog kláða-
maur á samvizkunni."
Vítitil
að varast
Loks segir í Helgispjalli:
„Dr. Banda, forseti Malawi,
er vítí tíl að varazt. Það veit
ég nú, en það vissi ég ekki í
febrúar 1960. Og hver veit
ncma Kanyama Chiume viti
það einnig. Harðstjórar eiga
hvorki vini né samstarfs-
menn. Þeir safna um sig böðl-
um sem em spegilmyndir
þeirra og skuggar; jámönn-
um með einhvem Nagy á
samvizkunni; einhvem stúd-
ent; eða verkamann.
Já - mönnum með flekk-
aðar hendur.“
HÍISGAGNA-
ÍJTSALA
Mikið úrval af húsgögnum með allt að
50% afslætti
Hornsófi 2x3. Mikið úrval af óklæói.
Verð aðeins kr. 75.200 stgr.
Opið til kl. 16 í dag.
Visa - Euro raðgreiðslur.
□□□□□□
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI,
SÍMI 654100.
25
ára
m
BLÓMAHÖLLIN
Gömul verslun í nýjum búningi - Komið og sjáið breytinguna.
Sérstakt afmælistilboð bessa helgi:
25% af öllum
pottaplöntum.
Kynning á
grískri
keramiklist
frá Aþenu og
Hringeyjum eftír
hinn heimsþekkta
hönnuð
KORALIA
Kynningarverö: K0LArrou
25% afsláttur þessa helgi
Opið alla daga til kl. 22.00.
BLÓMAHÖLUN
Hamraborg 1, Kópavogi s: 40380.
25% afsláttur af
pottahlífum.
Það fer enginn
blómalaus frá okkur
um þessa helgi.