Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993
29
BIBLIUDAGUR 1993
Sunnudagur 14. febrúar
Sæðið er Guds orð
iHeóöur
r
a
morgun
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala
Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir
messu. Kirkjubíllinn ekur. Fimmtu-
dag: Biblíulestur kl. 20.30 í safnað-
arheimilinu. Markúsarguðspjall. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur:
Elfn Huld Árnadóttir. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías-
son. Kirkjuleg sveifla kl. 20.30. Flytj-
endur Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill
Ólafsson, Erna Gunnarsdóttir, Rut
Reginalds, Magnús Kjartansson og
hljómsveit, auk organista, kirkju- og
barnakóra og sóknarprests.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dóm-
kórinn syngur. Organleikari Mar-
teinn H. Friðriksson. í lok messunnar
verður tekið við gjöfum til Hins ís-
lenska biblíufélags. Barnastarf í
safnaðarheimilinu á sama tíma.
Helgistund kl. 17. Prestur sr. Jakob
Á. Hjálmarsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðþjón-
usta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr.
Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arin-
bjarnarson. Fermingarbörnum og
foreldrum þeirra sérstaklega boðið
til messunnar. Þriðjudag: Kyrrðar-
stund kl. 12. Orgelleikur í 10 mínút-
ur. Fyrirbaenir, altrisganga og léttur
hádegisverður. Þriðjudag: Biblíulest-
ur kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal ann-
ast fræðsluna. Kaffiveitingar.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræöslustund
kl. 10. Fjölskyldan og hjónabandið.
Sr. Þorvaldur Karl Helgason. Messa
kl. 11. Biblíudagurinn. Sr. Sigurður
Pálsson. Barnasamkoma á sama
tíma. Kl. 15.30. Aðalfundur Hins ís-
lenska biblíufélags. Kl. 17. Dagskrá
Listvinafélags Hallgrímskirkju í tilefni
Biblíudagsins. Söngur, upplestur,
leikræn táning. Þriðjudag: Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl.
10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Sigríður Hann-
esdóttir, leikkona, kemur í heimsókn
með leikbrúðuna sína. Kirkjubíllinn
fer um Hliðar og Suðurhlíðar á undan
og eftir messu. Messa kl. 14. Sr.
Tómas Sveinsson. Mánudag: Biblíu-
lestur kl. 21. Kvöldbænir og fyrir-
bænir eru í kirkjunni á miövikudögum
kl. 18. Fimmtudag: Kvöldsöngur með
Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun
og endurnæring.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13
í kapellunni. Organisti Birgir Ás Guð-
mundsson. Sr. Kjartan Qrn Sig-
urbjörnsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Flóki Kristinsson. Kór Lang-
holtskirkju (hópur II) syngur. Organ-
isti Jón Stefánsson. Barnastarf á
sama tíma. Kaffisopi eftir messu.
Ritningarorð dagsins: „Drottinn
þessir hugsanir vitringanna, að þær
eru hégómlegar".
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Sigrún
Óskarsdóttir. Barnakór Grensás-
kirkju og drengjakór Laugarneskirkju
syngja. Organisti Ronald Turner.
Barnastarf á sama tíma í umsjá Þór-
arins Björnssonar. Heitt á könnunni
eftir messu. Guðþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Jón D. Hróbjartsson.
Bjöllusveit Laugarneskirkju leikur.
Organisti Ronald Turner. Fólk úr
þjónustuhóp Laugarneskirkju að-
stoðar. Boðið upp á kaffiveitingar í
safnaðarheimili eftir guðsþjónustu.
Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12.
Orgelleikur, altrisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimil-
inu að stundinni lokinni.
NESKIRKJA: Bamasamkoma kl. 11.
Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Sr.
Frank M. Halldórsson. Miðvikudag:
Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M.
Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Organisti Hákon Leifsson.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir. Barnastarf á sama tíma í
umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Mið-
vikudag: Kyrrðastund kl. 12. Söngur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur há-
degisverður í safnaðarheimilinu.
Guðspjall dagsins:
Lúk. 8. Ferns konar
sáðgjörð
ÁRBÆJARKIRKJA: Biblíudagurinn.
Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari
Kristín G. Jónsdóttir. Tekið á móti
framlögum til biblíufélagsins að lok-
inni guðsþjónustu. Molakaffi á eftir.
Sunnudagaskólastarf í Árbæjar-
kirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla á
sama tíma. Fyrirbænastund miðviku-
dag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Barnaguðsþjónusta í
safnaðarheimilinu á sama tíma.
Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson.
Organisti Daníel Jójiasson. Tekið
veröur við gjöfum til Hins íslenska
biblíufélags. Kl. 17. Síðdegissam-
koma fyrir alla fjölskylduna á vegum
KFUM og K, Kristniboðssambands-
ins og Kristilegu skólahreyfingarinn-
ar. Kl. 20.30. Samkoma „Ungs fóks
með hlutverk". Bænasamkoma
þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónas-
son.
DIGRANESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Safnaðarheimilinu vði
Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
FELLA- og Hólakirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur
Karl Ágústsson. Organisti Ference
Utassy. Barnaguðsþjónusta á sama
tíma í umsjón Guðrúnar. Fyrirbæna-
stund mánudag kl. 18. Helgistund í
Gerðubergi fimmtudag kl. 10.30.
Prestarnir.
GRAFARVOGSPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Félags-
miðstöðinni Fjörgyn. Guðfræðinem-
arnir Sveinn, Elínborg og Guðmunda
aðstoða. Guðsþjónsta kl. 14. Fulltrúi
Gídeonfélagsins prédikar. Organisti
Sigurbjörg Helgadóttir. Vigfús Þór
Árnason.
HJALLAPRESTAKALL: Messusalur
Hjallasóknar í Digranesskóla. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Organisti
Oddný Þorsteinsdóttir. Fermingar-
börn aðstoða. Kristján Einar Þor-
varðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnastarf
í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl.
14. Biblíudagurinn. Örganisti Stefán
R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Kvennakirkjan.
Fyrsta messa Kvennakirkjunnar,
sem er vettvangur fyrir kvennaguðs-
fræði og guðsþjónustur kvenna,
verður í Kópavogskirkju sunnudags-
kvöld kl. 21.30. Vígðar og óvígðar
konur tala. Mikill söngur.
SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Organ-
isti Kjartan Sigurjónsson. Guðsþjón-
usta í Seljahlíð laugardag kl. 11.
Sóknarprestur.
FRIKIRKJAN, Reykjavik: Flautu-
deildin laugardag kl. 14 í safnaðar-
heimilinu. Sunnudag kl. 11 guðsþjón-
usta. Miðvikudag kl. 7.30 morg-
unandakt. Organisti Violeta Smid.
Cecil Haraldsson.
KFUM/K, SÍK, KSH: Jesús '93. Upp-
haf samkomuviku. Stór samkoma í
Breiðholtskirkju kl. 17. Vitnisburði
flytja Kamilla Gísladóttir og Dóra
Guðrún Guðmundsdóttir. Ræðu-
maður Skúli Svavarsson. Mikill söng-
ur. Barnasamvera á sama tíma.
Samkomur verða öll kvöld vikunnar
í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Ræðu-
maður verður Ulrich Parzany frá
KFUM í Þýskalandi.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa
kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa
kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar-
daga messa kl. 14 og ensk messa
kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur
kl. 8 og kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11. Alla rúmhelga daga er messa
kl. 18.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila-
delfía: Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Sam Glad. Fórn til bibl-
íufélagsins. Barnagæsla. Barnasam-
koma á sama tíma.
FÆR. sjómannaheimilið: Samkoma
sunnudag kl. 17. Ræðumaður: Vil-
borg Schram.
KÓPAVOGSKIRKJA: Kvennakirkjan.
Messa kl. 20.30 í Kópavogskirkju.
Sr. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir skýrir
hugmyndir að Kvennakirkjunni og sr.
Agnes M. Sigurðardóttir prédikar.
GARÐASÓKN: Sunnudagaskóli í
Kirkjuhvoli kl. 13. Guðsþjónusta í
Garðakirkju kl. 14. Hugleiðingu flytur
Gylfi Gunnarsson endurskoðandi.
Fermingarbörn aðstoða. Bragi Frið-
riksson.
VÍÐISTAÐASÓKN: Barnamessa kl.
11. Guösþjónusta kl. 14. Kór Víði-
staðasóknar syngur. Organisti Úlrik
Ólason. Sigurður Helgi Guðmunds-
son.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða.
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur
undir stjórn Brynhildar Auðbjargar-
dóttur, Organisti Helgi Bragason.
Kyrrðarstund í hádegi miðvikudag.
Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfs-
son.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa kl.
8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í
dag í Stóra-Vogaskóla kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14 í Kálfatjarnarkirkju.
Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Fermingarbörn aðstoða. Organisti
Frank Herlufsen.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðs-
þjónusta kl. 14. Kyrröar- og bæna-
stund í kirkjunni á fimmtudögum kl.
17.30. Sóknarprestur.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik:
Messa kl. 16.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í
Lágafellskirkju kl. 14. Kirkjukaffi í
skrúðhússalnum eftir messu. Barna-
starf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón
Þorsteinsson.
HVALSNESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta í grunnskólanum í Sand-
gerði kl. 13.30. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Hjörtur Magni Jóhanns-
son.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Kaffi
eftir messu.
AKRANESKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra þeirra.
Tekið á móti framlögum til biblíufé-
lagsins. Barnasamkoma í dag, laug-
ardag, kl. 11.30. Ath. breyttan tíma.
Umsjón: Haukur Jónasson. Kirkju-
skóli yngstu barnanna í safnaðar-
heimilinu í dag kl. 13. Föndur. Um-
sjón: Axel Gústafsson. Björn Jóns-
son.
HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Fjallað um Bibl-
íuna. Prestur sr. Kristján Björnsson.
Júlíus Snorrason á
Hlíðarenda - Minning
Fæddur 26. júlí 1903
Dáinn 8. febrúar 1993
í dag er jarðsunginn frá Landa-
kirkju frændi minn, Júlíur Sölvi
Snorrason á Hlíðarenda. Hann ól
allan sinn aldur í Vestmannaeyjum
og má með sanni segja að nú sé
genginn einn traustasti sonur Eyj-
anna.
Foreldrar hans voru hjónin Ólaf-
ía Ólafsdóttir, ættuð úr Mýrdaln-
um, og Snorri Tómasson skósmið-
ur og útgerðarmaður, frá Arnar-
hóli í Vestur-Landeyjum. Þau sett-
ust að í Vestmannaeyjum laust
fyrir síðustu aldamót og reistu hús
sitt, Hlíðarenda, skömmu síðar.
Þeim varð átta barna auðið og
komust sex þeirra á fullorðinsár.
Júlíus mun snemma hafa farið
að stunda sjóinn og sagði hann
stundum frá því er hann varð sjón-
arvottur að því, þá um borð í fiski-
báti austur af Eyjum, er Katla
byijaði að gjósa árið 1918. Þá mun
hann hafa verið 15 ára gamall.
Júlíus tók vélstjórapróf frá Vél-
stjóraskólanum í Eyjum og var upp
frá því mótoristi á fiskibátum,
lengst af á mb. Víkingi sem hann
var eigandi að ásamt öðrum. Þeg-
ar hann hætti sjómennsku réðst
hann til Lifrarsamlags Vest-
mannaeyja þar sem hann starfaði
sem vélgæslumaður um árabil.
Júlíus var mikill íþróttagarpur
á sínum yngri árum. Um það bera
vitni hinir fjölmörgu verðlauna-
peningar sem hann hlaut, aðallega
fyrir kúluvarp og kringlukast.
Mun hann hafa sett mörg Islands-
met í þeim greinum. Hann var
einn af stofnendum Knattspyrnu--
félagsins Týs í Eyjum. Er hann
hætti á sjónum fór hann að Ieggja
leið sína í Dalinn og stunda golf.
Einnig þar gat hann nælt sér í
nokkra verðlaunagripi og náði
m.a. þeim árangri að verða ís-
landsmeistari öldunga í golfi.
Júlíus kvæntist árið 1947 Jar-
þrúði Jónsdóttur frá Ólafsvöllum
á Skeiðum. Þau voru búin að fá
leigða íbúð á Tindastóli í Eyjum,
en Jarþrúður andaðist af barnsför-
um um haustið. Dóttir þeirra lifði
og fékk hún nafn móður sinnar.
Jarþrúður reyndist föður sínum
góð dóttir og hefur hin síðari ár
verið stoð og stytta hans og Óskar
systur hans, sem nú er ein á lífi
af Hlíðarendasystkinunum. Á hún
miklar þakkir skyldar fyrir.
Ég vil að lokum þakka frænda
mínum fyrir vináttu og góðvild í
minn garð. Ekki síst fyrir allar
ferðirnar sem hann fór á jeppanum
sínum um Eyjarnar með mig og
börn mín í öll þau skipti er við
komum í heimsókn.
Blessuð sé minning hans.
Ólafía Ásmundsdóttir.
Minning
Ámi Jón Gunnarsson
Fæddur 22. desember 1969
Dáinn 4. febrúar 1993
í dag verður borinn til hinstu hvílu
ástkær frændi minn Ámi Jón.
Nú þegar leiðir skilja langar mig,
elsku Árni minn, að kveðja þig með
örfáum orðum. Mér fínnst eins og
það hafi verið í gær sem við sátum
saman héma heima hjá mér og rifj-
uðum upp gamla tíma og veltum
fyrir okkur framtíðinni. Þetta kvöld ‘
fannst okkur framtíðin björt og bíða
eftir að við gripum þau tækifæri sem
hún bauð upp á. Það var svo margt
sem þig langaði að gera, en mest
af öllu langaði þig að ferðast um
heiminn og skoða þig um í fjarlægum
löndum.
Það var margt sem við ræddum
þetta yndislega kvöld, allar góðu
minningarnar að austan og frá
Tálknafirði. Minningarnar voru
margar sem sóttu á hugann og
skemmtilegar, enda var liðið langt
fram á nótt er við kvöddumst. Þá
sögðumst við ætla að hittast aftur
til að rifja upp liðna daga, en þá
yrði Siggi bróðir þinn að vera með.
Það endurminningakvöld varð
aldrei að veruleika, enda skipast
skjótt veður í Iofti. Þú veiktist af
alvarlegum sjúkdómi sem lagðist
mjög þungt á þig og breytti öllum
ferða- og framtíðaráætlunum. Árni
Jón, ég mun ávallt minnast þín sem
eins af yndislegustu mönnum sem
ég hef þekkt um dagana, fallegu
bláu augun þín og fallega brosið með
spékoppunum mun ég ávallt geyma
með mér.
Ég þakka þér fyrir þær yndislegu
minningar sem ég á frá þessum
stutta tíma með þér, elsku frændi.
Elsku Begga, Gunni, Siggi, Jóna
Sigríður og María Björk, ykkur votta
ég mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning þín, elsku
frændi.
llafdís Jóna.