Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993
Minning
Jón Jónsson frá
Vestri-Loftsstöðum
Fæddur 10. ágúst 1908
Dáinn 1. febrúar 1993
Jón Jónsson frá Loftsstöðum lést
á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Kumbaravogi 1. febrúar síðastlið-
inn. Engum er það gefið, sem
mætir á fömum vegi öldungi sem
farinn er að grána í vöngum með
staf í hendi og hraðar ekki för sinni
vegna sjóndepru, að sjá hver hann
er eða hver hann var í raun og
veru. Það á því oft við það sem
Hallgrímur Pétursson sagði.
Ókenndan mann þó aumur sé,
aldrei tii legðu háð né spé,
þú veist ei hvem þú hittir þar,
heldur en þessir gyðingar.
Loftsstaðir voru frá upphafí ís-
landsbyggðar stór staður vegna
landkosta og aðstöðu til sjósóknar.
Þá kom það einnig til að staðinn
sátu löngum stórbrotnir menn og
höfðingjar. Foreldrar Jóns voru
heiðurshjónin Jón Jónsson Jónsson-
ar hreppstjóra og Ragnhildur Gísla-
dóttir frá Rauðabergi í Fljótshverfí.
Systkini Jóns sem upp komust voru
Jón eldri (Nonni), Kristín, Sigríður,
Anna og Gísli. Foreldramir vom
miklar merkismanneskjur. Faðir
Jóns stundaði bókhaldsstörf á yngri
áram hjá Eyrarbakkaverslun og
þótti þar liðtækur. í þá daga vora
skrifstofumenn ekki vopnaðir tölv-
um og reiknivélum. Þá var það
höndin og höfuðið, og hvorugt brást
hjá Loftstaðabóndanum. Rithöndin
var hrein og stílfögur og mátti lesa
sem prent væri.
Og lengi var það í minnum haft
hvað Ragnhildur var glæsileg þegar
hún gekk skartklædd upp að altar-
inu í Gaulveijabæjarkirkju, þegar
hún bar Gisla, yngsta bamið sitt,
til skímar. Ragnhildur var líka
meira en venjuleg húsmóðir. Henn-
ar áhugamál spönnuðu yfír miklu
víðtækara svið, meðal annars fékkst
hún við lækningar, safnaði grösum
og sauð líf. Þegar Loftsstaðasystk-
inin uxu úr grasi urðu þau bráð-
þroska og framúrskarandi tápmikið
fólk, og meðan hópurinn stóð allur
saman að búskapnum skaraði bú-
skapurinn langt fram úr því sem
almennt gerðist. Og einnig var
t
Okkar hjartkæra mófiir,
AMALÍA ÞORLEIFSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Mánagötu 21,
er látin.
Ingveldur Guðmundsdóttir,
Elm G. Staneck.
t
Eiginkona mín,
ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR,
Grenigrund 33,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 11. febrúar.
Fyrir hönd sona, móður, systkina og annarra vandamanna,
Karvei L. Karvelsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
AXEL A. ÓLAFSSON
frá Bakkakoti,
Staf holtstu ng u m,
lést á heimili sínu, Borgarbraut 30, miðvikudaginn 10. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristin Kristjánsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir,
JÓN AGNAR EGGERTSSON
formaður Verkalýðsfélags Borgarness,
er látinn.
Ragnheiður S. Jóhannsdóttir,
Eggert Sólberg Jónsson,
Magnús Elvar Jónsson,
Aðalheiður L. Jónsdóttir
og systkini hins látna.
t
Elskuleg eiginkona mfn, móðir, tengamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Bollakoti,
Fljótshlíð,
andaðist f Sjúkrahúsi Selfoss fimmtudaginn 11. febrúar.
Ragnar Jónsson,
Vilmunda Guðbjartsdóttir, Árni Ólafsson,
Ólafur Þorri Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir,
Ragnar Björn Egilsson
og barnabörn.
stundað þar nokkurt útræði, og eins
og áður er að vikið, vora Loftsstað-
ir umtalsverður útgerðarstaður, en
mun eins og annarstaðar við suður-
ströndina hafa náð hámarki um eða
fyrir síðustu aldamót, en þá urðu
róðraskip flest í Loftsstaðasandi 24,
þijú á Baugsstöðum og 59 á
Stokkseyri. Gæti það vel hafa átt
við að kveða þar fagra sjómanna-
söngva í líkingu við hugljúfa ljóðið:
Heyrið morgunsöng á sænum
sjáið bruna fley,
undan hæpm byijar blænum
burt frá strönd og ey.
Sólin skreytir skiparaðir
skín hver þanin voð,
söngljóð kveða sjómenn glaðir,
snjallt á hverri gnoð.
Systkinahópurinn frá Loftsstöð-
um var vel hlutgengur í menningar-
starfí sveitarinnar. Jón eldri (Nonni)
var organisti í Gaulveijabæjarkirkju
í áratugi. Gísli sá um músík á
skemmtistöðum á samkomum um
árabil. Ungur hneigist Jón til smíða
og undi sér vel í smiðjunni á Lofts-
staðahlaði og varð svo úr að hann
réðst til járnsmíðanáms hjá sveit-
unga sínum, valmenninu Markúsi
ívarssyni forstjora Héðins í Reykja-
vík, og minntist hann Markúsar oft
sem velgerðarmanns síns og ann-
arra. Loftsstaðaheimilið var í farar-
broddi með vélvæðingu við búskap-
inn, meðal annars var það heimili
á undan öðram að eignast bifreiðar
og kom það mest í hlut Jóns að
fara með bílana aog tækin. Svo
gerðist það að í kaupavinnu réðst
að Loftsstöðum ein af dætrum
byggðarlagsins, Sesselja Hróbjarts-
dóttir, lífsglöð og talið var af kunn-
ugum að tápinu hefði ekki veirð
tyllt í hana. Þama fann hún vett-
vang sem hún kunni að meta og
upp frá því skildu þau Jón ekki.
Þau gengu í hjónaband og stofnuðu
sitt heimili, fyrst á Selfossi, en fljót-
lega að Kaðalstöðum á Stokkseyri,
Eystri Grand, síðast og lengst í
Söndu. Fyrstu árin stundaði Jón
akstur eigin bifreiða, síðan réðst
hann til starfa hjá smiðjum Kaupfé-
lags Árnesinga. Það varð svo til
láns, ekki hvað síst fyrir okkur
bændurna á Stokkseyri, að KÁ
færði út kvíamar og stofnaði útibú
á Stokkseyri frá smiðjum KA og
Jón settur þar forstjóri. Verður því
aldrei lýst eða fullþakkað hvað Jón
innti þessa þjónustu vel af hendi,
þar var í fyrirrúmi trúmennskan,
velviljinn og hjálpsemin. Það slys
henti hér í sveit þegar verið var að
hraða sér við að koma þurra heyi
í hlöðu með dráttarvélum, þar á
meðal dráttarvél með ámoksturs-
tækjum með tengdri heykvísl, að
einn tindur kvíslarinnar rakst á hol
í lærið á ungum pilti upp við mjöðm
og þræddi lærið með lærlegg og
kom út um hnélið, svo að út úr
stóð breiddin fremst á tindinum.
Læknirinn sem að þessu kom stóð
ráðþrota. Það var bragði við, en
gætti þess samt vandlega að taka
allt með sem kynni að þurfa að
nota, logsuðu, og allt tilheyrandi,
þjalir smergel o.fl. Skar Jón svo
með gasinu tindinn í sundur, slípaði
síðan endann á tindinum með
smergel og þjölum. Síðan var hægt
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
VILBORG ÁRNADÓTTIR
frá Bergsstöðum,
andaðist 11. febrúar sl. í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Börn og tengdabörn.
t
Elskulegur sonur okkar,
FRIÐRIK ÁRNI PÁLMASON
frá Norðurgröf,
lést hér í bænum þann 11. febrúar sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir okkar hönd, systkina hins látna og annarra vandamanna,
Elín Þ. Bjarnadóttir, Pétur Pálmason.
t
Eiginmaður minn,
STEFÁN SIGURÐSSON
héraðsdómslögmaður,
Vesturgötu 23,
Akranesi,
lést 8. febrúar síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. febrúar
kl. 14.00.
Erla Gisladóttir.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför móðir minnar, ömmu okkar og langömmu,
GUÐRÚNARÞÓRÐARDÓTTUR
frá Ranakoti,
Stokkseyrl.
Sérstakar þakkír til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík.
Valdimar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
að fara að bjarga drengnum frá
þjáningum og kvölum. Var mjög
óttast ef illt hlypi í þetta mikla svöð-
usár væri tvísýnt hvort drengurinn
héldi fætinum og hnéskel og liðbönd
grera. En það er skemmst frá að
segja að þetta hafðist svo ótrúlega
vel við, sjúkrahúsvistin varð til
muna skemmri en við var búist.
Einnig hækju- og staftímabilið og
gengur síðan óhaltur. Seinna sagði
Jón frá því að þetta atvik og vinnan
við að bjarga drengnum hefðu verið
það vandasamasta og minnisstæð-
asta af öllu sem hann hefði fengist
við um ævina.
Ungur maður var Jón frá Lofts-
stöðum hávaxinn, beinvaxinn,
fremur grannholda. Hafði mikið
dökkt hár, bláeygur, svipmikill og
augnasvipurinn mjög svo hýr. Hann
erfði í miklum mæli einkenni Vestri-
Loftsstaðafólksins, vinfesti og
tryggð. Og fleira var frá Loftsstöð-
um, hann var karlmenni að burðum.
Á síðustu misserum hefur heilsu
Sönduhjónanna hrakað og hafa því
dvalist á Kumbaravogi um nokkurt
skeið og hefur nú hugarheimur Jóns
öllu öðru fremur verið bundinn við
börnin og fjölskyldur þeirra. Þeim
varð fjögurra barna auðið, þau eru:
Jón Áskell, maki Guðbjörg Kristins-
dóttir, þeirra börn era 3; Gunnar
Valur, maki Fanney Ármannsdóttir,
þeirra börn era 2, þau slitu samvist-
ir; Sigríður Kristín, maki Ólafur
Auðunsson, þeirra börn era 4;
Ragnhildur, maki Jón Hallgríms-
son, þeirra börn era 6, þau slitu
samvistir.
Við hjónin og börnin okkar viljum
að leiðarlokum þakka Jóni sam-
fylgdina og vináttu alla.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi.
Þar mig í þinni gæslu geim
Ó, guð minn allsvaldandi.
(V.Briem)
Blessuð sé minning góðs manns.
Jón Ingvarsson, Skipum.
í dag eram við að kveðja heiðurs-
manninn Jón Jónsson, Söndu,
Stokkseyri.
Jón var fæddur að Vestri-Loft-
stöðum í Gaulveijabæ, 10. ágúst
1908.
Kynni mín af Jóni hófust er leið-
ir okkar Siggu dóttur hans lágu
saman 1967. Þá var Jón verkstæðis-
formaður á viðgerðarverkstæði sem
Kaupfélag Árnesinga rak á Stokks-
eyri og var hann búinn að sjá um
það í mörg ár. En ári seinna keypti
Jón hús og tæki og rak það sjálfur
í nokkur ár. Það var gott að koma
í Söndu, mér var alltaf vel tekið
af Jóni og Sesselju Hróbjartsdóttur
eftirlifandi konu hans. Mér er það
minnisstætt hvað hann var alltaf
duglegur og hjálpsamur við alla.
Það gátu allir leitað til hans hvenær
sem var og með nánast hvað sem
var. Þegar eitthvað fór úrskeiðis
eða bilaði hvort sem það var í leik
eða starfi þá var gott að leita til
Jóns og hann kom á staðinn, lagaði
það sem þurfti og þáði oft ekki
annað en þakklæti og hlý orð í stað-
inn, því að honum fannst oft hlý
orð meira virði en peningar. Þeir
vora honum ekki allt þó að hann
vildi geta framfleitt sér og sínum
með rausn. Svona var Jón alltaf
tilbúinn að hjálpa. Það var eins og
hann skildi svo vel vandræði ann-
arra. Það er margs að minnast eft-
ir 25 ára kynni, því að Jón var
góður félagi og vinur. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum honum allar
góðu stundimar sem við áttum sam-
an, því það var oft glatt á hjalla
þar sem Jón var. Hann var alltaf
hreinskiptinn í tali, lét engan eiga
hjá sér, en var fljótur að fyrirgefa.
Jón var trúaður og trúði því að
líf væri eftir það jarðneska, svo að
við sem eftir lifum vitum að hann
er í góðum höndum og búinn að
hitta þá sem á undan era gengnir
til guðs.
Við kveðjum þig með orðum
skáldsins.
Far þú í firiði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ólafur Auðunsson.