Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 43
(í fc
__ cítcí/í W
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993
4&
KÖRFUKNATTLEIKUR
Jordan sektaður
um 650 þúsund
Michael Jordan var I gær
gert að greiða um
600.000 krónur í sekt og að
auki dæmdi stjórn NBA-deild-
arinnar hann í leiks bann
vegna slagsmála við Reggie
Miller í byijun leiks Chicago
og Indiana í vikunni. Miller
var sektaður um 400.000
krónur-
Miller var vikið af velli
vegna látanna, en Jordan, sem
byijaði slagsmálin, fékk að
halda áfram. Indiana ásakaði
NBA fyrir að vera með sér
reglur fyrir Jordan og brást
stjómin við með fyrmefndum
hætti.
Jordan viðurkenndi þátt
sinn í slagsmálunum, en sagði
að sennilega hefði dómarinn
ekki séð, þegar hann byijaði.
Hann átti að taka út bannið
í nótt í leik Chicago gegn New
York Knicks.
NBA áréttaði að leikmað-
ur, sem færi af bekknum án
leyfis, fengi sjálfkrafa 33.000
kr. sekt. 1 fyrmefndu tilviku
tæmdust bekkirnir; allir leik-
mennimir tóku þátt í látun-
um.
Jordan
Ævintýralegur sigur
Troðkóngurinn
Terry Acox, leikmaður ÍA, hefur vakið athygli víða í vetur fyrir glæsilegar
„troðslur“, og þykir hann sigurstranglegur í troðslukeppninni sem fram fer
samhliða Stjömuleiknum í Valsheimilinu í dag.
Körfubolta-
veisla að
Hlíðarenda
STJÖRNULEIKUR Körfuknatt-
leikssambandsins og Samtaka
íþróttafréttamanna verður að
Hlíðarenda í dag og hefst há-
tíðin kl. 16. Boðið verður uppá
troðslukeppni, keppni íþriggja
stiga skotum og leik úrvalsliða
A- og B-riðils úrvalsdeildar.
Ijað vom lesendur DV og Morg-
unblaðsins sem völdu byijun-
arliðin en þjálfarar efstu liða riðl-
anna, IBK og Snæfells, völdu sjö
aðra leikmenn í lið sín. I gær sögð-
um við frá hveijir skipa liðin en
aðrir leikmenn sem hlutu yfir
hundrað atkvæði voru Guðni
Guðnason, KR (114), ívarÁsgríms-
son, Snæfelli (114), David Grissom,
UBK (112), Brynjar Harðarson, Val
(110), Hermann Hauksson, KR
(110) og Rúnar Guðjónsson, Snæ-
felli (110).
Undankeppnin í troðslu hefst kl.
16 og síðan undankeppni í þriggja
stiga skotum, en leikurinn hefst um
kl. 16.20. í Ieikhléi verður keppt til
úrslita í troðslu og í þriggja stiga
skotum.
Þeir sem keppa í troðslunni em:
Terry Acox, ÍA, Raymond Foster
og Valur Ingimundarson frá Tinda-
stóli, David Grissom úr UBK, Teitur
Örlygsson úr Njarðvík, Jonathan
Bow frá ÍBK, Guðmundur Bragason
og Jonathan Roberts frá Grindavík,
John Rhodes frá Haukum, Keith
Nelson frá KR, Alexander Ermolin-
sky frá Skallagrími og Shawn Ja-
meson frá Snæfelli.
Troðslukeppnin verður væntan-
lega mjög spennandi en þegar Nike-
liðið lék um áramótin þóttu troðslur
Terry Acox af Skaganum einstak-
lega skemmtilegar. Hann er því
ókrýndur konungur troðslunnar hér
á landi og spurningi er því hvort
einhver geri betur en hann.
í þriggja stiga keppninni taka
þátt: Valur Ingimundarson, UMFT,
Teitur Örlygsson, UMFN, Guðjón
Skúlason og Kristinn Frirðiksson
úr ÍBK, Jón Amar Ingvarsson og
Pétur Ingvarsson úr Haukum,
Pálmar Sigurðsson úr Grindavík,
Birgir Mikaelsson og Sigurður El-
var Þórólfsson úr Skallagrími og
Bárður Eyþórsson úr Snæfelli.
Keppnin verður ömgglega tví-
sýn, en Guðjón Skúlason úr ÍBK
var manna bestur í þriggja stiga
skotum þegar Nike-liðið var með
sýningu um áramótin. Hvort hann
heldur „titlinum“ kemur í ljós í dag.
Um helgina
KÖRFUKNATTLEIKUR
Stjörnuleikur
Stjömuleikur KKÍ og Samtaka
íþróttafréttamanna verður í íþrótta-
húsi Vals að Hlíðarenda í dag og
hefst kl. 16. Þar mætast úrvalslið
úr A og B-riðli úrvalsdeildarinnar.
Laugardagur, 1. deild karla:
Akureyri: Þór-Höttur....kl. 14
Seljaskóli: ÍR-Reynir...kl. 17
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Laugardagur:
Strandg.: Haukar-Valur...kl. 16.30
Selfoss: Selfoss - Grótta.kl. 16.30
Eyjar: ÍBV-Víkingur.....kl. 14
Sunnudagur:
Kaplakriki: FH-Stjarnan.kl. 16
Mánudagur:
Höllin: KR-Fram...........kl. 19.30
Höllin: Ármann - Fylkir.kl. 21
BLAK
Laugardagur:
Digranes: HK-KA.....l.d. kk. 14
Digranes: HK-KA..l.d. kvk. 16.15
Sunnudagun
Hagaskóli: Þróttur R. - KA
...................l.d. kk. 15
Hagaskóli: ÍS - KA
.............l.d. kvk. kl. 16.15
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót íslands innanhúss verð-
ur um helgina í Kaplakrika og Bald-
urshaga. I dag hefst keppni kl. 10
í Baldurshaga með 50 m hlaupi og
kl. 12 hefst langstökk karla. I Kapla-
krika hefst keppni kl. 15 og verður
keppt í 800 metra hlaupi, kúluvarpi
og stangarstökki. Á sunnudaginn
hefst keppni í Krikanum kl. 10 og
verður keppt í 1500 metra hlaupi
og hástökki. Menn færa sig síðan í
Baldurshaga kl. 14 þar sem keppt
verður í grindahlaupi, þrístökki og
langstökki kvenna.
BADMINTON
Meistaramót íslands í badminton
verður um helgina í Laugardalshöll.
Keppnin hefst í dag kl. 10 árdegis
með keppni í meistaraflokki og A-
flokki. Síðdegis verða undanúrslit í
tvíliða- og tvenndarleik meistara-
flokks og undanúrslit f öllum grein-
um A-flokks. Á morgun, sunnudag,
hefst keppnin kl. 10 með úrslitum í
A-flokki og kl. 10.30 verða undanúr-
slit í einliðaleik og úrslitaleikimir í
meistaraflokkunum hefjas: ki. 14.
BORÐTENNIS
Boðsmót Borðtennissambandsins
verður í íþróttahúsi Kennaraháskól-
ans t dag og hefst kl. 13.30. Úrslit
hefjast kl. 16.30.
Víkingar halda opið borðtennismót
í TBR-húsinu á sunnudaginn og hefst
það kl. 11 með tvíðliðaleik karla og
kvenna.
Úrslitaleikur bikarkeppni BSÍ
verður í KR-heimilinu á mánudags-
kvöid kl. 20.30. Þar mætast KR og
Víkingur.
GLÍMA
Bikarglíma íslands verður háð að
Laugarvatni í dag og hefst kl. 14.
Keppt verður í fjórum flokkum karla
og þremur flokkum kvenna og er
þetta í fyrsta sinn sem keppt er í
kvennaflokki í Bikargiímunni.
SKVASS
Skvassmót borgarbræðra hefst í
dag með keppni í c-flokki karla.
Mótið fer fram á vegum Skvassfé-
lags Reykjavíkur í Veggsporti og
byijar kl. 13, en það gefur punkta
ti! Islandsmóts.
GOLF
Vikulegt púttmót verður f Gull-
golfi við Stórhöfða f dag milli kl. 10
og 18.
NJARÐVÍKINGAR eru ekki bún-
ir að gefa upp alla von um að
ná Haukum að stigum og kom-
ast í úrslitakeppnina þó svo
munurinn sé tíu stig. I gær
unnu þeir Valsmenn 90:89 á
æfintýralegan hátt.
Það er óhætt að segja að þetta
hafi verið þjófnaður, því við
vorum búnir að vera ákaflega slak-
ir. En samt gáfumst
Blöndal við aldrei upp og
skrifarfrá Þetta var ævlntyn
Keflavfk líkast á síðustu sek-
úndunum," sagði
Teitur Örlygsson þjálfari og leik-
maður Njarðvíkinga. Þegar um 4
mínútur voru til leiksloka virtist fátt
geta komið í veg fyrir öruggan sigur
Valsara sem þá voru með 15 stiga
forystu 85:70, en þá settu Njarðvík-
ingar á fulla ferð og skoruðu 20
stig gegn aðeins 4 stigum Valsara
og sigurkörfuna skoraði Rondey
Robinson með 3ja stiga skoti á síð-
ustu sekúndum leiksins.
Valsmenn voru þó betri lengst af t
í leiknum sem þeir virtust hafa í
hendi sér. Þeir náðu strax afgerandi
forystu og um tíma var munurinn
18 stig. En þarna sannaðist enn einu
sinni að leiknum er ekki lokið fyrr
en flautað hefur verið til leiksloka
og lokakafli Valsmanna var ótrúlega
slakur miðað við það sem á undan
var gengið.
Bestu menn UMFN voru Rondey
sem setti tvær 3ja stiga körfur í
lokin, Ástþór og Gunnar Teitur hef-
ur oft leikið betur en stóð sig eigi
að síður vel. Hjá Valsmönnum vo'ru'
þeir Taft og Ragnar Þór bestir.
Fj. leikja u J T Mörk Stig
ÍBK 19 17 0 2 972: 702 34
HAUKAR 19 14 0 5 700: 566 28
UMFN 19 9 0 10 763: 748 18
TINDAST. 19 6 0 13 602: 774 12
BREIÐABL. 19 2 0 17 677: 869 4
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SNÆFELL 19 12 0 7 654: 679 24
GRINDAV. 19 10 0 9 615: 553 20
VALUR 19 10 0 9 558: 544 20
SKALLAGR. 19 8 0 11 575: 604 16
KR 19 7 0 12 556: 633 14
Auðvelt
GRINDVÍKINGAR áttu ekki í
erfiðleikum með Blika í gær-
kvöldi, sigruðu 102:89. Mestu
munaði að breiddin hjá Grind-
víkingum var miklu meiri og
þeir gátu treyst öllum leik-
mönnum sínum til að leika vel.
Það var að venju Joe Wright sem
stóð uppúr í liði Blika og
gerði hann 58 stig að þessu
sinni og hinir leikmenn liðsins
skiptu með sér 31
Skúli Unnar sti&- Fimm leik-
Sveinsson menn gestanna
skrifar náðu tveggja stafa
tölu og sýnir það ef til vill best
muninn á liðunum.
Pálmar lék vel hjá Grindvíking-
um og hefur reyndar gert að
undanfömu. Guðmundur var að
venju sterkur og Roberts líka.
Bergur Hinriksson og Helgi Guð-
finnsson áttu báðir mjög góðan
leik.
Hjá Blikum var fátt um fína
drætti, nema auðvitað Wright.
Hann hitti þó ekki vel framan af
og þegar fyrri hálfleikur var hálfn-
aður og staðan 10:30 hafði hann
aðeins gert 4 stig.
JUDO
Bjami keppir í Frakklandi
Bjarni Friðriksson fór til Frakklands í gær og tekur þátt í alþjóðlegu
móti í París um helgina. Keppendur frá meira en 40 þjóðum taka þátt
í mótinu, sem er eitt af hinum sterkustu og best skipulögðu júdómótum
í heiminum og oft nefnt „Wimbledon" júdóíþróttarinnar.
Þetta er fyrsta alþjóðlega mótið, sem Bjami keppir á, síðan á Ólympíu-
leikunum í Barcelona, en hann hefur fimm sinnum áður verið með í þess-
ari keppni.
UBK-UMFG 89:102
Digranes, úrvalsdeildin í körfuknattleik,
föstudaginn 12. febrúar 1993.
Gangur leiksins: 0:3, 2:10, 4:15, 8:28,
18:32, 28:38, 37:49, 43:53, 55:75, 68:88,
79:90, 85:94, 89:102.
Stig UBK: Joe Wright 58, Davíð Grissom
8, Hjörtur Amarsson 7, Brynjar Karl Sig-
urðsson 5, Þorvarður Björgvinsson 4, Eg#'
Viðarsson 3, Högni Frirðiksson 2, Ingvi
Jökull Logason 2.
Stig UMFG: Pálmar Sigurðsson 21, Bergur
Hinriksson 20, Guðmundur Bragason 19,
Jonathan Roberts 17, Helgi Guðfinnsson
14, Pétur Guðmundsson 4, Hjálmar Hall-
grímsson 3, Marel Guðlaugsson 2, Svein-
björn Sigurðsson 2.
Ahorfendur: Um 130.
Dómarar: Helgi Bragason og Einar Skarp-
héðinsson, afskaplega daprir.
UMFN-Valur 90:89
íþróttahúsið í Njarðvík:
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:14, 14:30,
24:30, 28:40, 37:46, 47:55, 47:65, 56:71,
65:79, 70:85, 82:89, 90:89.
Stig UMFN: Rondey Robinson 27, Ástþór
Ingason 21, Gunnar Örlygsson 19, Teitur
Örlygsson 11, Rúnar Árnason 4, Jóhannes
Kristbjömsson 4, ísak Tómasson 4. __
Stig Vals: John Taft 28, Ragnar Þór Jóns-
son 27, Magnús Matthíasson 8, Matthfas
Matthíasson 6, Símon Ólafsson 6, Guðni
Hafsteinsson 5, Jóhannes Sveinsson 5,
Brynjar Harðarson 4.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn
Albertsson.
Áhorfendur: Um 150.
1. deild karla:
UFA - Höttur..................76:88
HANDKNATTLEIKUR:
2. deild karla:
ÍH-Ármann.....................26:24