Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993 Raunvextir á íslandi þeir hæstu í 14 OECD löndum Gætu valdið keðjuverkun o g magnað erfiðleikana - segir Þorsteinn Ólafs forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans ÞORSTEINN Ólafs forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnubank- ans telur að háir raunvextir hér á iandi geti komið af stað keðjuverk- un sem smám saman myndi magna efnahagserfiðleika þá sem íslending- ar búa nú við. Raunvextir á íslandi eru nú þeir hæstu meðal 14 OECD þjóða. Þannig eru þeir 7,4% á íslandi samanborið við 4,6% að meðal- tali iyá þessum þjóðum. Þorsteinn telur ekki óeðlilegt að stefna að því að raunvextir lækki í áföngum niður í 5%. Þorsteinn segir að núverandi að- stæður í þjóðfélaginu, mikill samdrátt- ur og atvinnuleysi geri háa raunvexti hættulega. „Við þessar aðstæður geta háir vextir reynst skaðlegir því þeir halda aftur af nýfjárfestingu og fjölga gjaldþrotum fyrirtækja og heimila," segir Þorsteinn. „Fleiri gjaldþrotum fylgir aukið íjárhagslegt tap lánastofn- ana sem leitast við að bæta sér upp tapið með meiri vaxtamun. Þetta sam- spil hárra vaxta, gjaldþrota og útlán- stapa getur því komið af stað keðju- verkun sem smám saman magnar efnahagserfiðleikana." Hvað varðar skýringar á hinum háu raunvöxtum hérlendis telur Þor- steinn að tæpast standist sú fullyrð- ing að þeir séu vegna mikils halla á ríkissjóði. Hann bendir á að afkoma ríkissjóðs á íslandi sé betri í öllum löndunum 14 sem miðað er við að Japan frátöldu. Lánsfjárþörf hins opinbera fari þar að auki minnk- andi, lánsfjáreftirspum atvinnuvega er í lægð og hægt hefur verulega á skuldaaukningu heimilanna. „Sam- kvæmt þessu virðast vextir hér á landi vera hærri en efnahagsforsend- ur geta skýrt með góðu móti," segir Þorsteinn. „Og spumingin era sú afhveiju þeir lækki ekki sjálfkrafa þegar aðstæður á fjármagnsmarkaði breytast." Stjórnvöld hafa hlutverk Þorsteinn telur að spumingunni um af hveiju vextir lækki ekki vera vandsvarað. Hann bendir þó á tvennt sem augljóslega geti leitt til tregðu á vaxtalækkun, annarsvegar að raunvextir hafi verið háir alllengi og að fjármagnsmarkaðurinn hér sé lít- ill og tiltölulega einangraður. „Af þessu má sjá að stjómvöld hafa hlut- verki að gegna við ákvörðun vaxta, bæði vegna aðstæðna á fjármagns- markaði og í hagstjómarskyni," seg- ir Þorsteinn. „Það getur einfaldlega verið skynsamlegt fyrir stjómvöld að beita sér af þunga fyrir lækkun vaxta.“ Þorsteinn telur að við vaxtalækk- un eigi stjómvöld ekki að beita svo- kallaðri handaflsaðferð þ.e. með VEÐURHORFUR \ DAG, 13. FEBRUAR YFIRLIT: Um 500 km suðvestur af landinu er vaxandi 973 mb. lægð sem hreyfist norður í bili en verður kyrrstæð við austurströnd Græn- lands vestur af Vestfjörðum á morgun. SPÁ: Allhvöss eða hvöss sunnan og suðvestan átt verður Vestanlands en sunnan- og suðvestan stinningskaldi eða allhvasst austan til á land- inu. Vestanlands verður stormél, él suöaustan til, en víðast verður létt- skýjað um landið norðaustanvert. Frost verður 1-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGAr HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi og él um suð-vestan og vestanvert landið en annars heldur hægari og þurrt. Frost 1-7 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg breytileg eða norðlæg átt. Smáél um norðanvert landið en annars þurrt og víða léttskýjað Sunnanlands. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Hæg suðlæg átt og hlýnandi veður í bili. Dálít- il slydda um sunnan- og vestanvert landið en annars þurrt. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O úk & £> Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað • í * V V V Skúrír Slydduél Él r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindsfyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka 5t'9| FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Mjög hvasst, en þó er talið ferðafært um Reykjanesbraut til Suðurnesja. Á Snæfelisnesi eru Fróðárheiði og Kerlingaskarð ófær. En fært um Heydal og norðanvert Nesið. Norðurieið um Holtavörðuheiði er fær en þar er versnandi veður og mikill skafrenningur. Þá er talið ófært um Steingrímsfjaðarheiði. Á Hellisheiði er vonskuveður, betra er að fara Þrengslin en þó skefur. I Hvalfirði og undir Hafnarfjalli þar sem var um tíma var ófært hefur þó heldur lægt og er talið ferðafært þó ennþá sé mjög hvasst. Upplýsíngar um færð eru veittar hjá Vegaeftirllti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 léttskýjsó Reykjavík 2 urkomaígr. Bergen 3 súld Helelnki 1 afekýjað Kaupmannahöfn 1 súld Narssarssuaq +18 léttskýjað Nuuk +16 sandfok Osló +1 alskýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 7 hálfskýjað Algarve 13 rigning Amsterdam 2 þokumöða Barcelona 13 þokumóða Berlín 4 mistur Chicago +3 snjókoma Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 0 þokumóða Glasgow 6 mistur Hamborg +1 þokaigr. London 3 þokumóða LosAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg 0 þokumóða Madríd 9 skýjað Malaga 15. skýjað Mallorca 15 skýjað Montreal +17 atekýjað NewYork +1 snjókoma Orlando 18 afekýjað Parfs 3 þokumóða Madelra 18 lóttskýjað Róm 14 þokumóða Vín 0 léttskýjað Washington 1 iskorn Winnipeg +12 snjókoma Raunvextip ríkisskulda- bréfa í nokkrum löndum 0 1 2 3 4 5 6 7 ÍSLAND Ástralía Kanada Svíþjóð Spánn Frakkland ftalía Belgía Holland Bandaríkin England Japan Þýskaland Sviss Upplýsingar um vexti «u fengnar úr timaritinu Economist, 30. janúar - 5. febaiar 1993, og er hér um að rœöa raunávðxtun rikisskutdabréfa Ö langs tima Við útreikning raunvaxta er miðað við spá OECO um verðtxjlgu (hlutaðeigandi landi á þessu ári. Raunávöxtun hér á landi er samkvæmt upptysingum frá Verðbréfaþingi Islands í byrjm febrúarmánaðar. lagasetningu. „Lykillinn að lækkun vaxta er sá að stjómvöld lækki vexti í viðskiptum sínum á lánamarkaði með því að auka peningamagn í umferð," segir Þorsteinn. „Þannig er staðið að vaxtalækkunum annars staðar og þannig má standa að vaxtalækkun hér á landi ef ekki er talin hætta á þenslu.“ Einar Odd- ur kosinn for- maður SAS EINAR Oddur Kristjánsson var kosinn formaður sljórnar Sam- starfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, SAS, á fundi stjórn- arinnar í gær. Hann tekur við formennskunni af Magnúsi Gunnarssyni, sem verið hefur formaður SAS frá upphafi, eða í rúm fjögur ár. Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi hóf starfsemi sína í lok ársins 1988, og var markmið sam- takanna að stilla saman strengi hagsmunaaðila í sjávarútvegi hér á landi. Meðal atriða sem samtökin hafa beitt sér fyrir er aukið innra sam- starf sjávarútvegsins, samskipti sjávarútvegsins við ríkisvaldið og samskipti íslensks sjávarútvegs við umheiminn. Þar hefur SAS lagt mikla áherslu á samskipti íslands við Evrópubandalagið. Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá kennurum FULLTRÚARÁÐ Kennarasambands íslands samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að hafa atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna KÍ um boðun verkfalls 22. mars næstkomandi. „í framhaldi af fundi með samn- inganefnd ríkisins í gær [fimmtu- dag], þar sem öllum kröfum okkar var hafnað og hafnað allri efnislegri umfjöllun um kröfugerð okkar, sem var lögð fram 18. janúar, var sú ákvörðun tekin í mjög samhentu fulltrúaráði félagsins að það færi fram atkvæðagreiðsla um verkfall sem mun þá hefjast 22. mars ef ekki hafa áður tekist samningar," sagði Svanhildur Kaaber, formaður KI f samtali við Morgunblaðið. Dagsetning óákveðin Kjörstjórn félagsins á eftir að ganga frá dagsetningu atkvæða- greiðsiunnar sem verður væntan- lega haldin eftir viku eða tíu daga, að sögn Svanhildar. Hún sagðist ekki hafna frekari viðræðum við samninganefnd ríkis- ins en engin ósk hefur komið fram um að haldnir verði samningafund- ir á næstunni. Loðnuskípið Amma- sat fékk í skrúfuna Eskifírði, frá Guðjóni Guðmundssyni blaðamanni Morgunblaðsins LOÐNUSKIPIÐ Ammasat, áður Harpa, sem er skráður í Ang- magsalik á Grænlandi, fékk veið- arfærin í skrúfuna er hann var á veiðum skammt austan Hval- baks í gærmorgun. Jón Finnsson SU, sem var á útleið frá Seyðis- fírði, tók Ammasat í tog og komu skipin til Eskifjarðar síðdegis. Köfuram gekk vel að losa úr skrúfunni og hugðist Valdimar Að- alsteinsson, skipstjóri á Ammasat, halda til Seyðisíjarðar til löndunar og strax að því loknu til veiða. Veiðar grænlenskra báta era óheimilar eftir 15. febrúar. Þeir mega heldur ekki veiða sunnar en á Papagranni. Á Ammasat eru 14 manns, 11 íslendingar og 3 Grænlendingar. Eftir 15. febrúar fellur kvótinn.til íslendinga. Án atvinnu 15. febrúar „Við fengum 540 tonn í fyrsta túmum svo kom bræla og eftir hana var loðnan komin suður fyrir þessa línu þar sem við megum ekki veiða. Svo heyrum við í fréttum að það sé mokveiði og getum ekkert gert. Annars er loðna hér úti í kanti og víða inni á grunninu, en hún er ekki í veiðanlegu standi," sagði Valdimar. Hann sagði að allir um borð misstu atvinnuna 15. febrúar á sama tíma og atvinnuleysi væri mikið og mikið af loðnu í sjónum. Auk þess væri atvinnuleysi í landi á þeim stöðum sem báturinn myndi landa. „Við skiljum ekki hvaða for- sendur liggja hér að baki, því þótt okkur yrði veitt undanþága og leyft að veiða áfram suður fyrir þessa línu, þá myndum við landa öllum afla hér og skapa sjálfum okkur og öðrum atvinnu." Útgerð Ammas- at hefur sótt um undanþágu til veiða. ----»•-» ♦--- Loðskinnauppboð í Kaupmannahöfn Minkaskmn á uppleið en refurinn á niðurleið UPPBOÐI á loðskinnum lauk í Kaupmannahöfn nú í vikunni og fékkst þar um 16% hærra verð fyrir minkaskinn en á uppboðinu serrt haklið var í desember síðast- liðnum. Verð á blárefaskinnum lækkaði hins vegar um 16% og verð á silfurref lækkaði um 8%. Tæplega þijár milljónir minka- skinna voru boðnar upp hjá danska uppboðshúsinu og seldust þau öll. Meðalverðið var um 1.030 íslenskar krónur, og varð líækkunin mest á svartmink eða 24%. Boðin voru upp 48 þúsund blárefaskinn og seldust 97% þeirra á 2.215 kr. meðalverði, og af 53 þúsund silfurrefaskinnum seldust 95% á um 2.440 kr. meðal- verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.