Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 25 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Sveitarfélögin sjái um húsaleigubætur JÓHANNA Sigfurðardóttir félagsmálaráðherra mæiti í gær fyrir frum- varpi til húsaieigulaga. í fyrstu umræðu var að heyra að Alþýðubanda- lagsmenn teldu sjálft frumvarpið a.m.k. sæmilegt. En hins vegar ræddu þeir mjög og spurðu um fyrirhugaðar húsaleigubætur. Þeir Iögðu þann skilning í orð félagsmálaráðherra að fallið hefði verið frá áform- um um þær. Ráðherrann reyndi að leiðrétta þennan misskilning; þetta væri spurning um framkvæmdina. Hún uppiýsti viðstadda um að það væri nú í i athugun að sveitarfélögin sæu um þetta mái. Frumvarpið sem félagsmálaráð- herra mælti fyrir byggir á gildandi lögum um húsaleigusamninga frá árinu 1979 og er að meginstofni samhljóða frumvarpi sem lagt var fram á 115. löggjafarþingi að teknu tilliti til umsagna sem um það hafa borist. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði að hér á landi hefði ekki þróast öruggur og stöðug- ur markaður fyrir leigjendur líkt og þekktist víða hjá okkar nágrönnum. Ein ástæða fyrir þessu ástandi væri sú að aðstoð hins opinbera í hús- næðismálum hefði í meira mæli og jafnvel einvörðungu verið bundin við Stuttar þingfréttir Fundur fellur niður Ekki verður fundur á Alþingi á mánudaginn eins og gert hafði ver- ið ráð fyrir í starfsáætlun þingsins: Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, sagði að taka yrði mið af margbreytilegum aðstaeðum. Þing- menn yrðu að sinna margvíslegum skyidum utan þingsalar og einnig yrði að taka nokkurt tillit til þess að ófærð og illveður hefðu valdið því að nýafstaðið þinghlé hefði reynst mörgum þingmönnum ódrýgra en þeir hefðu vænst og sett áætlanir þeirra úr skorðum. Þessu til viðbótar hefði verið hald- inn aukafundur nú í þessari viku á föstudegi. Og.næstkomandi mánu- dag yrði ennfremur útför Einars Olgeirssonar, hins áhrifamikla flokksforinga og fyrrum þingmanns kommúnista, sósíalista og síðar Alþýðubandalagsins. þá sem væru að eignast húsnæði. Ræðumaður sagði að málefnum leigjenda og leigumarkaðar hefði oft verið lítt sinnt. En Ieiguíbúðir væru nauðsynlegur valkostur og mikil- vægt væri að skapa forsendur fyrir góðum samskiptum aðila á leigu- markaði. Framsögumaður greindi tilhey- rendum frá ýmsum nýmælum, má m.a. nefna að ákvæði um fardaga vor og haust falia niður, ekki væri meiri þörf á að binda flutninga leigj- enda milli ibúða við ákveðna daga heldur en almenn íbúðaviðskipti sem ættu sér stað allt árið. Stofnuð verður sérstök kæru- nefnd húsaleigumála sem bæði leigj- endur og leigusalar gætu leitað til vegna ágreinings um túlkun og framkvæmd leigusamnings. Ákvæði um fyrirframgreiðslur breytast veru- lega. Lagt er til að skorður við fyrir- framgreiðslu eigi aðeins við íbúðar- húsnæði en samningsfrelsi gildi um annað húsnæði. Einnig er lagt til að skorður á fyrirframgreiðslunni verði mildaðar frá því sem nú er. Samkvæmt gildandi lögum öðlast leigjandinn sjálfkrafa leigurétt í fjór- faldan þann leigutíma sem hann greiðir fyrir ef greiðslan er fyrir meira en þijá mánuði. Þessi réttur til framlengingar verður styttur úr ljórföldum þeim tíma, sem leigjandi greiddi fyrir, í þrefaldan. í síðustu grein frumvarpsins er lagt til að ákvæði frumvarpsins taki gildi 1. júní 1993 og jafnframt er mælt svo fyrir að aðilum beri, fyrir 1. september, að endurskoða samn- inga sína til samræmis við ákvæði frumvarpsins. í lok framsöguræðu sinnar Iagði félagsmálaráðherra til að þessu máli yrði vísað til félagsmálanefnd- ar. Skýrsla um húsaleigubætur Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) tók undir orð félagsmálaráðherra um að nauðsynlegt væri að leiguhúsnæði væri raunhæfur valkostur í húsnæði- skerfinu. Það væri Ijóst að Ieigu- markaður hér væri tiltölulega smár. Kristinn taldi það hamla þróun leigu- markaðarins að skattalöggjöfin; ekki væri komið til móts við leigjendur, eins og gert væri gagnvart þeim sem byggju í eigin íbúð, sem nytu vaxta- bóta. Honum var spum eftir þvi hvað liði áformum um að koma á sambæri- legum ívilnunum til leigjenda með húsaleigubótum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði húsaleigubætur hafa lengi verið á döfinni bæði af hálfu fyrri og síðari ríkisstjómar. Félagsmálaráðherra greindi frá því að nýlega hefði nefnd skilað til hennar skýrslu og tillögum undir heitinu „Almennar húsaleigubætur á vegum sveitarfélaga". Þessar tillögur hefðu verið unnar af nefnd með að- ild Alþýðusambands íslands, ASÍ; Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB; Kennarasambands ís- lands, félagsmálaráðuneytisins, ijár- málaráðuneytisins, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- stofnunar. Þama kæmu fram al- mennar tillögur nefndarinnar. Fé- lagsmálaráðherra sagði að tilögur nefndarinnar litu sérstaklega að því að framkvæmdin yrði á vegum sveit- arfélaga en ekki gegnum tekju- skattskerfið eins og hugmyndir hefðu verið um í tfð fyrri ríkisstjómar sagð- ist í framhaldi af niðurstöðu nefndar- innar; skipað þriggja manna nefnd, með aðild félagsmálaráðuneytis, Qár- málaráðuneytis og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, til þess að út- færa frekari tillögur til að draga úr húsnæðiskostnaði leigjenda. Hún vænti þess að ekki myndi dragast um of að þessi nefnd skilaði sér nið- urstöðum. Kristinn H. Gunnarsson sagði að það gæti komið til greina að skoða hvaða leiðir væm færar til að koma á einhvers konar bótakerfi í gegnum sveitarfélögin. En hins vegar taldi Kristinn sig verða að draga þá álykt- un að það hefði verið að kröfu Sjálf- stæðisflokksis að fallið hefði verið frá því að húsnæðisleigjendur skyldu vera jafnréttháir húsæðiseigendum, í gegnum skattakerfið. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra sagði það rangt Sjálfstæðismenn sýndu þessum málum tómlæti; hún hefði átt góð samskipti við Sjálfstæð- isflokkinn og þingflokksformanns hans um framgang þessa máls. Hún sagði það einnig vera rangan skilning Kristins H. Gunnarssonar að það hefði verið krafa Sjálfstæðisflokksins að leigjendur væru ekki jafnréttháir í gegnum skattakerfið. BSRB, ASÍ og Kennarasambandið hefðu átt að- ild að nefndinni og hún hefði fjallað ítarlega um þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óska eftir því að fulltrúi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga tæki sæti í nefndinni. Nefndin hefði talið það skynsamlegt að skoða það að fram- kvæmdin væri í höndum sveitarfé- laganna. Það hefði m.a. verið litið til þess að á vegum sveitarfélaganna væri niðurgreiðsla á leiguhúsnæði, og einnig hefðu sveitarfélög veitt styrki til láglaunafólks sem yrði að leigja á almennum markaði. Það hefði því þótt skynsamlegt að athuga það hvort ekki væri vænlegra að hafa alla framkvæmd samræmda á einni hendi heldur en að hafa tvöfalt kerfí. Jóhanna Sigurðardóttir benti á að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði fallist á að skoða málið áfram með félagsmálaráðuneyti og fjár- málaráðuneyti með hliðsjón af þeim tillögum sem fram hefðu verið sett- ar. Geir H. Haarde (S-Rv) formaður þingflokks Sjálfstæðismanna lýsti í upphafi sinnar ræðu yfir ánægju með það góða samstarf sem hefði verið um samingu og undir búning þess frumvarps sem nú lægi fyrir. En hins vegar kæmu „ónot“ Kristins H. Gunnarssonar í garð Sjálfstæðis- flokksins þessu máli ekkert við. Hú- saleigubæturnar væru í ákveðinni meðferð og hann bað menn að bíða rólega. Geir H. Haarde varaði menn við ofureinföldun, það væri ekki ein- falt mál að haga því þannig að öllu réttlæti væri til skila haldið til allra aðila. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þær leiðir sem nú væri talað um í gegnum sveitarfélögin gætu ekki verið neinar almennar leiðir. Þær hlytu að verða sértækar gagnvart fólki, tekjutengdar, og fyrst og fremmst beinast að félagslegu hús- næði. Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra óaði sú plagsiða Kristins að „misskilja og snúa útúr“. Húsleigubætur væru ekki útaf borð- inu, þetta væri spuming um fram- kvæmdina. Hvort hún skyldi vera í gegnum skattakerfið eða hjá sveitar- félögunum. Það væri líka rangt að húsleigubætur beindust bara að fé- lagslegum íbúðum. Nefndin hefði fyrst og fremst beint sjónum sínum að þeim hópi sem væri á almenna leigumarkaðinum og enga aðstoð hefði fengið. 300 miiyónir Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði að frumvarp það sem væri nú til umræðu væri i grófum dráttum sæmilegt en hins vegar gerði þing- maðurinn ágreining við félagsmála- ráðherrann um húsaleigubætumar. Hann taldi ljóst aðVíkisstjómin hefðu fallið frá áformum um húsaleigubæt- ur. Hann sagði að nú væri búið að eyðileggja það eiginhúsnæðiskerfi sem áður hefði verið. í tengslum við þessa umræðu væri því eðlilegt að setja fram kröfu um að teknir yrðu upp skatta- og tekjutengdir húsa- leigustyrkir. Svavar vildi einnig fá að sjá sem fyrst skýrslu þá sem fé- lagsmálaráðherra vísaði sva mjög til. Hann vildi einnig fá að vita um hvaða upphæðir væri til umræðu í sambandi við þetta kerfi sem væri rætt um til aðstoðar eða húsaleigu- bóta til leigjenda. Jólianna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra sagði að samkvæmt umræddri skýrslu væri hér um 300 milljónir króna að ræða. Umræðu um frumvarpið lauk en atkvæðagreiðslu frestað. Jöhanna Sigurðardóttir Gunnar Jóhann Birgisson Ríkir félagafrelsi á íslandi? HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reylqavík, efnir til ráðstefnu um félagafrelsi og skylduaðild að verkalýðsfélögum í dag, 13. febrúar. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu, Ársal, og hefst kl. 12. • Að undanfömu hafa töiuverðar umræður verið um það hvort laun- þegum sé skylt að vera í verkalýðsfé- lögum og greiða félagsgjöld til þeirra eður ei. Það sjónarmið hefur meðal annars komið fram í slík skylduaðild eða greiðsluskylda stangist á við mannréttindaákvæði stjómarskrár- innar og alþjóðlega mennréttinda- sáttmála, sem íslendingar eiga aðild að. Fjöldi lagalegra spuminga vakna og við umfjöllun um þetta mál. Er hér um skyldu til samningsgerðar að ræða? Hver er dómaframkvæmd á þessu sviði, á íslandi og erlendis? Að hvaða leyti verður íslenska ríkið gert ábyrgt fyrir meintum brotum á þeim alþjóðlegu mannréttindasátt- málum, sem það er aðili að? Verða breytingar á þessu sviði á næstunni, til dæmis vegna væntanlegs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassbourg eða hugsanlegrar aðild- ar að Evrópska efnahagssvæðinu? Ráðstefnan er öllum opin og hefur forsvarsmönnum helstu verkalýðs- hreyfingar, hagsmunasamtaka og atvinnurekenda ásamt laganemum sérstaklega verið boðið að taka þátt í henni. Áætlað er að henni ljúki ekki síðar en 15.30. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra. Skylduaðild frá sjón- arhóli stjómvalda. Gunnar Jóhann Birgisson, hérað- dómslögmaður. Neikvætt félaga- frelsi. Hugleiðingar um félagafrelsi og túlkun mannréttindaákvæða stjómarskrárinnar. Brýtur skylduað- ild að verkalýðsfélögum í bága við alþjóðlegar skuldbindingar Islend- inga í mannréttindamálum? Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður. „Leigubflstjóramál- ið“ og hugleiðingar f tilefni af því. Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ís- lands. Er skylduaðild að verkalýðsfé- lögum? Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands. Er samkeppni í félags- málum óheilbrigð? Að loknum erindum frummælenda verður efnt til pallborðsumræðna. Þátttakendur í þeim, auk fmmmæl- enda, verða Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og Jónas Friðrik Jóns- son, lögfræðingur Verzlunarráðs ís- lands. Fréttatilkynning Biblíudagnrinn í Hallgrí mskirkj u Á BIBLÍUDAGINN, sunnudaginn 14. febrúar, kl. 17 bjóða Listvinafé- lag Hallgrímskirkju og og Hið íslenska biblíufélag til dagskrár sem nefnist Biblían, uppspretta sköpunar. Þar verða fluttir valdir kaflar úr Bibliunni í tali og tónum og með leikrænni tjáningu. Meðal annars verður lesið úr nýrri þýðingu Biblíunnar sem unnið er að um þessar mundir. Davíðssálmar verða sungnir og fluttur einþáttung- ur um samversku konuna. Flytjendur em leikaramir Amar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir og Þómnn Magnea Magnúsdóttir, listdansarinn Auður Bjamadóttir, sönghópur úr Mótettu- kór Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson organisti, sem leikur á nýja orgelið í kirkjunni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Dagskráin, Biblían, uppspretta sköpunar, er fjölbreytt. Sönghópur- inn syngur Davíðssálma í fjögurra radda kórgerð að hætti ensku kirkj- unnar. Auk þess verður fmmflutt íslensk gerð af lofsöngvum Maríu og Símeons eftir enska rómantíska tónskáldið Tomas Attwood Walmis- ley fyrir íjögurra radda kór og orgel. Amar Jónsson leikari les spádóms- bók Jónasar í nýrri þýðingu sem verið er að vinna að og Tinna Gunn- laugsdóttir leikari les valda kafla úr Rutarbók í sömu þýðingu. Auður Bjarnadóttir listdansari og Þómnn Magnea Magnúsdóttir leikari flytja einþáttunginn Samversku kon- una sem gerður var í samvinnu við séra Solveigu Lám Guðmundsdóttur. Þar er texti 4. kafla Jóhannesarguð- spjalls túlkaður á leikrænan hátt. Að lokum mun Amar Jónsson lesa Óðinn til kærleikans úr 13. kafla fyrra Korintubréfs, þar sem jafn- framt verður leikið á orgelið af fingr- um fram. (Fréttatilkynning) --------♦------------- Nýja postulakirkjan Gestamessa og tónleikar HALDIN verður gestamessa í Nýju postulakirkjunni, Ármúla 23, 2. hæð, sunnudaginn 14. febrúar kl. 11. Ritingarorð dagsins er tek- ið úr Hebreabréfinu 13:7. Kl. 17 verða haldnir tónleikar í kirkjusal af kór og strengjahljóm- sveit. Fluttir verða íslenskir og þýsk-.. ir sálmar. Allir em boðnir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.