Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 31 Minning Kristján Jónsson, fv. stöðvarstj., Hólmavík Fæddur 6. mars 1915 Dáinn 2. febrúar 1993 Tengdafaðir minn, Kristján Jóns- son, lést 2. febrúar sl. 77 ára að aldri. Við andlát hans koma í hugann margar samverustundir okkar á Hólmavík, í Reykjavíkj við Apavatn og sjö Evrópulöndum. I minningunni lifir Kristján sem mikill húmoristi og gleðimaður, alltaf reiðubúinn til að skoða spaugilegu hliðamar á tilver- unni. Ég heyri enn hinn sterka hlát- ur hans þegar okkur tókst að snúa einhverri samræðunni í grínaktugar athugasemdir um tilveruna. Aldrei afþakkaði hann góðar veigar og allt- af vildi hann kveikja góða stund - og hann var höfðingi heim að sækja. Um það vitna allir þeir vinir sem hann og Anna eignuðust í gegnum árin. Hætt er við að mörgum þeirra þyki skrítið að koma til Hólmavíkur þegar Kristján Jónsson er ekki leng- ur til staðar. í mánaðarlangri fjölskylduferð um sex Evrópulönd árið 1989 lék Krist- ján á als oddi og mörg skemmtileg atvik urðu til. Erfiðustu stundirnar voru matartímarnir, því það skipti engu máli hvort við voram í Róm eða Svartaskógi, íslendingurinn og fiskmatsmaðurinn fyrrverandi, Kristján Jónsson, vildi fá ferskan fisk. Reyndi það stundum á þolin- mæði þjóna og samferðamanna - en hafðist oftast. Seinna höfðum við gaman af þessu öllu og alltaf tók hann fisk fram yfir annan mat. Kristján starfaði við síldarmat í nokkur ár og var því vel kunnugur síldarævintýri íslendinga. Þegar ég og Finnbogi Hermannsson unnum að gerð heimildarkvikmyndarinnar um sögu síldarþorpsins Djúpuvíkur á Ströndum veitti Kristján mér af reynslu sinni og var hann mikill áhugamaður um framgang verksins. í rauninni var það hann sem kom mér á sporið í ferð sem við fórum á þessar slóðir árið 1981. í huga barnabarnanna var hann Afi á Hólmó, síkátur og tilleiðanlegur í eitt og annað. Og nú þegar hann hefur kvatt þá finna afkomendur hans og tengdaböm hve mikils virði það var að eiga þessar góðu stundir með honum. Og af honum má læra þá einföldu speki að það ber að ástunda glaðværðina. Hjálmtýr Heiðdal. Góður vinur er genginn. Við hjón- in og böm okkar viljum þakka sam- fylgdina, ljúf og góð kynni, sem aldr- ei bar skugga á. Hann fékk að deyja á Hólmavík, og varð þar-að ósk sinni. Fljótlega eftir komu okkar til Hólmavíkur haustið 1968, kynnt- umst við Önnu og Kristjáni á sím- stöðinni og urðum brátt heimagang- ar á þessu gestrisna og góða heim- ili. Kristján var skemmtilegur mað- ur, léttur í lund og gæddur einstakri frásagnargáfu. Það létti okkur langa vetur og skammdegi að koma við á símstöðinni, þiggja kaffisopa og ræða um líflð og tilverana. Þó að liðin séu mörg ár síðan við kvöddum Hólmavík, liggur leið okkar þangað tvisvar til þrisvar á hverju sumri, að reyna að veiða lax, en einkum að heilsa gömlum vinum. Kristján var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Góð kona, mannvæn- leg börn og stór vinahópur. Ætli það sé ekki hið raunverulega ríkidæmi á þessari jörð? Kristján var mjög Ijóð- elskur maður, las gjaman úr bókum höfuðskálda fyrir gesti sína og vini. Grun höfum við um að eitthvað sé til eftir hann sjálfan, en maður þurfti að hitta á sérstakt augnablik til að fá hann til að lesa upp úr eigin handr- aða. - Guð blessi hann og geymi. Kristján var símstöðvarstjóri á Hólmavík síðustu starfsár sín. Áður hafði hann fengist við verslun, kennslu o.fl. Einnig ráku þau hjón bókaverslun á Hólmavík um margra ára skeið. Börnin urðu sjö, fimm stúlkur og tveir synir. Búa fímm í Reykjavík, ein dóttir í Noregi og sonur á jsafirði, öll búin að stofna sín heimili og eru barnabörnin fjórtán . að tölu. Önnu, vinkonu okkar, vottum við dýpstu samúð, svo og börnum þeirra og öðru venslafólki. Katrín, Andrés og börn, Sel- fossi. Það mun hafa verið seint á sjö- unda áratugnum að ég kynntist Kristjáni fyrst. Þá vantaði mig að fá stimpluð umslög með Hólmavík- urstimplum. Sendi ég Kristjáni ums- lögin en ræddi jafnframt við hann og naut þá einstakrar ljúfmennsku hans og greiðvikni. Hann spurði mig ítarlega um hvernig ég vildi fá þetta gert og ekki stóð á því. Allt var eins og um var beðið. Þegar við hjón fluttumst svo á Strandir, kynntist ég Kristjáni nánar og konu hans. Þar kom við þau kynni að árið eignaðist nýjar hátíðir. Það urðu hátíðirnar þegar fært varð norð- ur í Bjarnarfjörð, síðla vetrar og Kristján og Anna og vinir þeirra gátu komist til okkar og eytt með okkur helgi. Kristján var sonur Bergsveins Sveinssonar og Sigríðar Friðriksdótt- ur konu hans, en þau bjuggu á Ara- tungu í Hrófbergshreppi. Kjörfor- eldrar hans urðu svo Jón Finnsson verslunarstjóri á Hólmavík og kona hans Guðný Oddsdóttir. Kristján brautskráðist úr Versl- unarskóla íslands vorið 1934. Ekki liðu svo mörg ár áður en hann gerð- ist sjálfstæður kaupmaður á Hólma- vík, eða árið 1940. Rak hann versl- unina til 1952. Vann hann síðan hjá Síldarmati ríkisins, 1953-1959. Hann gerðist svo kennari við Barna- og unglingaskólann á Hólmavík, árið 1960 og kenndi þar til ársins 1968, að hann tók við starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á staðnum. Þar lét hann af störfum sökum aldurs árið 1985. Kristján hafði einnig rekið bókaverslun á Hólmavík frá árinu 1962 og rak hana allt til‘1991. Var hann þá jafnframt með umboð fyrir ýmsa aðila, fyrirtæki og félög, eins og Bóksalafélag íslands. Á stjómmálasviðinu vr Kristján einlægur sjálfstæðismaður. Hann sat sem slíkur í hreppsnefnd Hólmavík- urhrepps frá 1950-1974. Á þeim tíma var hann oddviti hreppsnefndar frá 1950-1953. Auk þess átti hann sæti í ijölda nefnda og stjóma á vegum hreppsins. Tók hann einnig mjög virkan þátt í bæði félagi sjálf- stæðismanna í Strandasýslu, var þar bæði formaður og í stjórn í mörg ár, einnig í fjölda annarra félaga. Þá sat hann í fulltrúaráði sjálfstæðisflokks- félaganna í kjördæmisráði og á landsfundum Sjálfstæðisfiokksins í áratugi. Þá var Kristján varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi kjörtímabilið 1963- 1967 og sat hann þá á þingi um skeið. Auk þess var Kristján virkur í mörgum fleiri félögum og sat í stjóm- um þeirra. Má þar telja verkalýðsfé- lagið, Slysavamafélagið, ungmenna- félagið og einnig var hann heiðursfé- lagi í Leikfélagi Hólmavíkur. Þá söng hann einnig í karlakór á Hólmavík og í kirkjukómum í fjölda ára. Auk þessa sat hann í sóknamefnd og byggingarnefnd Hólmavíkurkirkju, sem verður 25 ára á þessu ári. Kristján var einn af stofnendum Lionsklúbbs Hólmavíkur. Hann var starfandi í klúbbnum allt til dauða- dags. Þar kynntist ég ef til vill Krist- jáni best, sem hinum virka félaga, sem þorði þó alltaf að hafa sína skoð- un á málunum og þess vegna hafði áhrif á afgreiðslu mála og fram- vindu. Síðan vann hann ótrauður að hveiju máli. Hann var líka orðinn heiðursfélagi klúbbsins. Jafnframt var hann Melvin Jones-félagi í Lions Intematioanl, en það er mesti heið- ur, sem hreyfingin getur sýnt félög- um sínum. Samfélagið sjálft, sem Kristján bjó í, það er Hólmavíkurhreppur, heiðr- aði Krisján svo sérstaklega er staður- inn átti 100 ára afmæli árið 1990. Minning ÞórðurP. Sighvats rafvirkjameistari Fæddur 11. ágúst 1909 Dáinn 7. febrúar 1993 Daginn lengir og eikurnar falla í stormum vetrarins. Þórður Pétursson var fæddur á Sauðarkróki 11. ágúst 1909, sonur hjónanna Péturs Sighvatssonar úr- smiðs og símstjóra frá Höfða í_ Dýrafirði og konu hans Rósu Daní- elsdóttur frá Skáldstöðum í Eyja- fírði. Þórður var þriðji í röð sex systkina. Eins og títt var á þeim árum byijaði Þórður að vinna eins fljótt og geta og heilsa leyfði, en hann þjáðist sem barn af illskeyttri liðagigt. Hann fékk þó bót hennar og um fermingu fór hann að vinna algeng störf og stunda sjó. Þórður vann einnig við síma og raflagnir og viðgerðir með föður sínum. Pétur Sighvatsson hafði numið rafmagnstækni einn vetur í Kaup- mannahöfn fýrir aldamót þar sem hann hafði einnig lært úrsmíði. Áður en hann fluttist aftur heim til íslands fór hann í nokkurra mánaða kynnisferð til Frakklands til að kynna sér rafmagnsmál. Þórð- ur tók vélstjórapróf veturinn 1935 og keyrði hann vélar frystihúss KS meira og minna í 12 ár á móti Jóni Nikódemussyni. Þeir unnu 12 stundir á sólarhring hvor, alla daga jafnt. Á sumrum var hann vélstjóri á síldarbátum sem þeir gerðu út í félagi Pálmi bróðir hans og Sigurð- ur P. Jónsson frændi þeirra ásamt fleiram. Margar skemmtilegar sög- ur hefur Þórður sagt okkur frá þeim tíma þegar þeir voru að veiða síld á Skagafirðinum á þessum bát- skeljum og hvalir vaðandi í sfldinni allt umhverfis. Árið 1939 fór Þórð- ur suður til Reykjavíkur og lauk þar rafvirkjanámi hjá Eiríki Orms- syni, sá fyrsti á Sauðárkróki. Tekur Þórður um þetta leyti við rekstri rafstöðvarinnar og símans af föður sínum sem andaðist árið 1938. Um rekstur rafveitunnar á Sauðárkróki sá hann til ársins 1949 er Göngu- skarðsárvirkjunin var tekin í notk- un. Símstöðvarstjóri var hann fram til ársins 1954, en þá voru póstur og sími settir undir einn hatt. Eftir það var hann verkstjóri við síma- lagnir og viðgerðir allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á því tímabili sá hann um viðhald og símalagnir allt frá Norður-ísafjarð- arsýslu í Þingeyjarsýslur, þótt ekki væri um samfelld störf að ræða. Hann var veðurglöggur maður og áttaði sig vel á því hvar línur þyrftu að liggja og eins hve frágangur línulagna væri mikilvægur ef stand- ast ættu stormbylji vetrarins. Var því við brugðið af símamönnum hve lítið væri um línuskemmdir í Skaga- fírði af óveðurs völdum. Þórður rak eigið rafmagnsverkstæði frá því hann fékk til þess réttindi. Síðar færði hann út kvíarnar með raf- virkjum sem hann hafði kennt. Síð- ast þeirra er rafmagnsverkstæðið Rafsjá. Árið 1936 gekk Þórður að eiga Maríu Njálsdóttur, Sighvatsonar frá Höfða í Dýrafirði, og Guðnýjar Vagnsdóttur frá Hesteyri í Jökul- Qörðum. Þau eignuðust tvö börn Guðnýju og Pétur, sem lést ungur. Þau hjón skildu. Þórður hélt heim- ili eftir það með fóstru sinni og frænku Þórunni Sigurðardóttur, hún er látin fyrir allmörgum árum. Þórður Pétursson hafði áhuga á mörgu. Á yngri árum tók hann þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks og í áratugi sá hann um lýsingar á leiksýningum þess. Hann hafði brennandi skógræktaráhuga og var einn þeirra sem hófu að rækta Nafírnar á Króknum. Hann var meðlimur í Rotaryfélaginu, Fram- sóknarfélagi Sauðárkróks, Kaupfé- laginu, Iðnaðarmannafélagi Sauð- árkróks og stangveiðifélaginu, enda var hann félagslyndur og félags- hyggjumaður þótt hann hefði ríka einstaklingskennd. Ég undirritaður minnist margra stunda með honum þegar hann lýsti fyrir mér framför- um sem í bænum höfðu orðið og hve fólk hefði lagt mikið á sig til framfara bæjarins. Hann tók oft óbeinan þátt í framfara- og nýsköp- unarviðleitni eins og með hlutafjár- framlögum í loðdýrarækt, útgerð, og ýmsu fleira, ef vera mætti að það yrði bæjarfélaginu til heilla. Þórður var góður fjölskyldumað- ur, hlýr og áhugasamur um ætt- ingja sína og venslafólk, en ekki afskiptasamur. Við fjölskylda hans eigum um hann margar góðar og gleðilegar minningar. Hvfli hann í friði. Að leiðarlokum þökkum við vinum hans og vandamönnum um- hyggju síðustu æviárin, sem hann dvaldist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Ekki síst þökkum við góða umönnun starfsfólks heimilis- ins. Grétar Guðbergsson. Þeim fækkar vinunum og frænd- um á Króknum eins og við er að búast því ekki stoppar tíminn og allir fara að lokum til síns áfanga- staðar. Góður frændi vinur og leið- beinandi, Þórður P. Sighvats, er látinn. Margs er að minnast þegar flett er í bók minninganna því að Þórður setti mikinn svip á það umhverfi sem ég ólst upp í. Sjaldan leið sá dagur að frændi kæmi ekki í heim- sókn, oft á leið í bíó, því þá var sjónvarpið ekki komið. Þórður með sína raffræðimenntun var auðvitað einn af þeim sem ráku bíóið. Ég var svo heppinn í mínum uppvexti að fá að alast upp í fjörunni á Króknum og mínir lærimeistarar í öllu sem að sjó laut voru bræður Þórðar, þeir Pálmi og Sighvatur. Þórður var ekki fyrir sjómennsku en sneri sér þess í stað að rafvirkja- námi sem var spennandi valkostur Var Kristjáni þá sýnt hvers hin langa búseta hans á staðnum og störf voru metin. En Kristján var sá íbúi Hólma- víkur er lengst hafði búið samfleytt á staðnum. Á bak við hvern og einn sem nær svona langt á sviði félagsmála og í því að sinna trúnaðarmálum fyrir samfélag sitt, stendur ósérplægin og hyggin eiginkona. Kristján varð þeirrar gæfu aðnjótandi, að kvænast Ónnu J. Jónsdóttur, frá Skriðnesen.ni þann 20. júní 1944. Hefír hún alla tíð staðið við hlið manns síns af mikl- um kærleik og dugnaði. Hafa þau átt sjö börn, sem eru Jón Guðni og Steinunn Jóney, sem era tvíburar, Anna Kristín, Svanhildur, Helga Ólöf, Valborg Huld og Reynir. Það var í raun alltaf hátíðlegt að hitta Kristján og Önnu. Ekki aðeins þegar þau bættu hátíð í árið með því að koma með fríðu föraneyti norður í Bjarnarfjörð. Það var ein- staklega gaman að rabba við hann um persónur, sögur og atvik úr Is- lendingasögum. Þar kom enginn að tómum kofunum. Auk þess las hann almennt mikið af góðum bókum. Ailtaf gat Kristján séð spaugilgu hliðina á málunum. Var þá sama þótt það varðaði hann sjálfan. Hann gat líka verið skemmtilega stríðinn, en aldrei meinstríðinn. Þetta gefst mönnum, sem komast hjá því að taka sjálfa sig allt of hátíðlega, þannig gat hann löngum stundum ausið af nægtabranni þekkingar og mannvits, sem hann byggði á granni forn- og nýmennta er hann tileinkaði sér með miklum lestri og umræðu við vini sína. Einhveiju sinni kom ég til Krist- jáns, þegar hann var að ljúka tiltekt eftir lokun bókabúðarinnar. Minnti hann mig þá á hversu vænt mér þætti um ljóð Stefáns frá Hvítadal og spurði mig hvort ég ætti Hels- ingja. Játaði ég að svo væri ekki. Þá réttir hann mér bókina í framút- gáfu og segir mér að eiga hana. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæm- um þess hvernig Kristján reyndi sí- fellt að gera vinum sínum greiða og gleðja þá. Við Torfhildur þökkum samfylgd- ina, hún var einstaklega ljúf og ógleymanleg. Innileg samúð er vott- uð Önnu, bömum hans, mökum þeirra og bamabömum, sem og öðr- um ættingjum og venslamönnum. Guð blessi minningu Krisjáns. Sigurður H. Þorsteinsson. fyrir unga menn þegar rafvæðing var að hefjast. En rafmagnið nægði ekki, síminn hélt innreið sína og þar var Þórður réttur maður á rétt- um stað. Sem símaverkstjóri í Skagafirði og stöðvarstjóri á Sauð- árkróki átti hann þátt í að sími var lagður í hvert byggt ból. Ég átti þess kost að vinna með Þórði í tvö sumur í símavinnu og eru þau ógleymanleg. Hann þekkti að sjálfsögðu alla bæi og yfirleitt allt fólkið á hveijum bæ. Þó að saga Þórðar frænda teng- ist að mestu ýmsum tæknimálum átti hann margar aðrar hliðar. Leik- félagið átti dyggan félaga þar sem Þórður var, bæði sem leikara og tæknimann, og ég hygg að hann hafi komið að flestum þeim verkum sem sett vora upp meðan tími og heilsa leyfðu. Þórður var stangveiðimaður af lífi og sál og kynnti mig á sínum tíma fyrir veiðistöðum í Kvíslinni og Ósnum. Stangveiðimenn voru ekkert mjög hátt skrifaðir hjá okk- ur strákunum á Króknum í þá daga. Við fiskuðum í net eða með ádrætti og þótti lítið til koma að fá bara einn og einn á stangli. Á síðari árum lágu leiðir saman á ný þegar Þórður dvaldi hjá dóttur sinni Guðnýju og tengdasyni í næsta nágrenni hér á Seltjarnar- nesi. Nafni hans og dóttursonur hafði tekið upp merkið og starfar hjá Landsímanum og höfðu þeir nafnar um margt að tala meðan Þórður var hér syðra. Síðustu árin dvaldist Þórður á elliheimilinu á Sauðár- króki. Við bræðurnir (Aðalgötu 4, Drangey) og fjölskyldur okkar þökkum Þórði samfylgdina og send- um Gígí dóttur hans, Grétari og Þórði samúðarkveðjur. Sigurgeir Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.