Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 13 Spasskí í kröppum dansi gegn Júdit Skák Margeir Pétursson BORIS Spasskí, fyrrum heims- meistari, hefur ekki fundið sig í einvíginu við hina 16 ára gömlu ungversku stúlku, Júdit Polgar, í Búdapest í Ungveija- landi. Nú þegar einvígið er rúmlega hálfnað hefur Júdit hlotið þijá og hálfan vinning en Spasskí tvo og hálfan. Ung- verska stúlkan, sem er einn efnilegasti skákmaður í heimi, á frábæra möguleika á að fylgja eftir sigri sínum á Hast- ingsmótinu um áramótin. Hún hefur teflt af miklu meiri krafti en Spasskí, sem hefur tap- að báðum skákum sínum með svörtu mönnunum. Yfir þessu einvígi grúfir skuggi Bobby Fisc- hers, hann vann Spasskí 17'/2- 12'A í haust. Sigri Júdit Spasskí með hærra vinningshlutfalli hlýt- ur það að vera talsvert áfall fyr- ir Fischer. Onnur einvígisskákin: Hvítt: Júdit Polgar Svart: Boris Spasski Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - 0-0, 8. c3 - d6, 9. h3 - Rb8, 10. d4 - Rbd7, 11. Rbd2 - Bb7, 12. Bc2 - He8, 13. Rfl - Bf8, 14. Rg3 - g6, 15. b3 - Bg7, 16. d5 Lokar miðborðinu. Capablanca hafði dálæti á að tefla svona gegn spánska leiknum á sinni tíð, fyrir 60-70 árum. Það gafst Short einnig vel að leika snemma d4 — d5 í 10. einvígisskákinni við Timman um daginn. 16. - Bf8, 17. Bg5 — h6, 18. Be3 — c6, 19. c4 — a5, 20. Dd2 - Kh7, 21. Rh2 - b4, 22. Rg4 — Rxg4? Skákin hefur fram að þessu teflst í samræmi við viðurkennd- ar leikaðferðir í spánska leiknum, sem Spasskí hefur reyndar átt hvað mestan þátt í að móta. En hér tekur hann skakkan pól í hæðina, fer með drottningu sína í ævintýraleiðangur á kóngs- vænginn. Betra var 22. — Rg8 og síðan h6 — h5 eftir atvikum. 23. hxg4 - Dh4?, 24. g5! - c5, 25. Rfl - f6, 26. g3 - Dh3, 27. f3! - fxg5, 28. He2 - Rf6 • b « * • t • h 29. g4!! Lokar útgönguleið svörtu drottningarinnar. 29. - Dxf3, 30. Rh2 - Dh3, 31. Hfl - Rxg4 Aðalhótun hvíts var 32. Hf3 — Dh4, 33. Bf2 og svarta drottning- in er fönguð. 32. Hf7+ - Bg7, 33. Rxg4 - Dxg4, 34. Hg2 - Dh3 34. - Dc8, 35. Bxg5 - Hf8, 36. Hxg7+ — Kxg7, 37. Bxh6+ — Kh7, 38. Dg5 og sókn hvíts er óstöðvandi. 35. Hxb7 - Hf8 36. Bxg5! - hxg5 37. Dxg5 — Dh6, 38. Dxh6+ - Kxh6, 39. Hh2+ - Kg5, 40 Hxg7 og í þessari von- lausu stöðu varð Spasskí fyrstur allra til að falla á tíma á Fischer á Fischer-klukkunni. í þriðju skákinni jafnaði Spasskí metin eftir misheppnaða peðsfóm Júditar í Averbakh- afbrigði Kóngsindversku vamar- innar. í fjórðu skákinni tefldi Spasskí óvenjulegt afbrigði spánska leiksins: 1. e4 — e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - g6!? Þetta dugði þó ekki til að setja Júdit út af laginu. Aftur lokaði hún miðborðinu og saumaði jafnt og þétt að Spasskí eftir öllum kúnst- arinnar reglum. Lengi vel leit þó út fyrir að varnir Spasskís myndu standast áhiaupið, en í þessari stöðu fann Júdit glæsilega leið til að komast í gegn: Svart: Boris Spasski Judid Polgar 41. Rcx6!! — Hxa2, 42. Hxa2 — Hxa2, 43. Dxa2 — Rxc6, 44. Da8+! - Rd8, 45. Db8 Vinnur manninn til baka og er komin í gegn. 45. - h5, 46. Dxb6 - Rf7, 47. Db8+ — Kg7, 48. h3 — hxg4, 49. hxg4 - Kf6, 50. Ba5 - Re7, 51. Df8 - Rg6, 52. Dg8 - Re7, 53. Dh7 - De8, 54. Bc7 - Da8? Reynir að ná þráskák, en sú tilraun misheppnast. Spasskí hef- ur metið stöðuna þannig að vam- irnar héldu ekki til lengdar. Nauðsynlegt var.54. — Dd7, 55. Kg2. (Mannsfómin 55. Bxd6 — Rxd6, 56. Dh8+ - Kf7, 57. Dxe5 — Rxb5, 58. cxb5 stenst tæplega) 55. — Rg6, 56. Dg8 — Re7, 57. Df8 — Rc8 og svartur lendir ekki strax í leikþröng því hann á biðleikinn Kf6 — g6. 55. Rxd6 — Rxd6, 56. Bxd6 — Da2+, 57. Kgl - Dal+, 58. Kh2 - Rg6, 59. Bc7 - Da8, 60. Bxe5+! — Rxe5, 61. Df5+ - Kg7 Eitt af því sem Spasskí hefur lært af Bobby Fischer vini sínum er að gefast ekki upp S koltöpuð- um stöðum. 62. Dxe5+ - Kg6, 63. Df5+ - Kh6, 64. Df6+ - Kh7, 65. Df7+ og Spasskí gafst upp. Alþjóðamótið í Árósum Árhus skakklub heldur um þessar mundir upp á níutíu ára afmæli sitt með því að standa fyrir alþjóðlegu skákmóti. Árhus skakklub er eitt öflugasta taflfé- lagið í Danmörku og er nú á góðri leið með að sigra í dönsku deildakeppninni þriðja árið í röð. Fimm öflugustu skákmenn fé- lagsins eru með á þessu afmælis- móti, en auk þess var boðið til leiks fjómm erlendum stórmeist- umm, þ.á m. undirrituðum og einni af hinum frægu Polgar- systmm, hinni 18 ára gömlu Soffíu Polgar. Staðan eftir sex umferðir á mótinu er þessi: 1. MargeirPétursson 5v. 2. -3. Sax, Ungveijalandi og Hector, Svíþjóð 4'/2V. 4. Sher, Rússlandi 3'/!V. 5. Klaus Berg 3v.. 6. -7. Soffía Polgar og Jens Kjeldsen 2‘áv. 8.-10. Erling Mortens., J.0. Friis-Niels. og Erik Peders. lv. Undirritaður hefur unnið Hect- or, Mortensen, Soffíu Polgar og Kjeldsen, en gert jafntefli við Pedersen og Sax. • •. AÐ KAUPA NÝJAN CIVIC Við teljum þær ekki allar upp, þar sem hver einasti hlutur sem Honda Civic er settur saman úr, mælir með sér sjálfur. Á sama hátt og veikasti hlekkur keðju segir til um gæði hennar, segir veikasti hlutur bílsins til um gæði hans. rðum 24 • Sími (91) 68 99 00 A RETTRI LINU jij gujagBginsXjgny

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.