Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1393
33
> *
OfeigurJ. Ofeigsson
læknir — Minning
Fæddur 12. maí 1904
Dáinn 2. janúar 1993
Ófeigur J. Ófeigsson læknir lést
2. janúar síðastliðinn eftir löng
veikindi.
Á sjötta og sjöunda áratugnum
óx Ófeigi lækni ásmegin og hann
lagði sig allan fram við að skjóta
stoðum undir tilgátu sína um gagn-
semi kælingar á brunaáverkum
með ýmsum rannsóknum. Hann
tók upp samvinnu við starfsbræður
í Skotlandi og víðar. Árangur af
þessu starfi varð mikill og Ofeigur
varð heimsfrægur fyrir meðferð
sína á brunaáverkum með hrað-
kælingu. Þetta var stórkostlegt
framlag til brunalækninga og var
þá jafnframt mikill heiður og upp-
örvun fyrir íslenska læknastétt.
Þetta var enn ein sönnun þess að
hinir dugmestu og best menntuðu
læknar Islendinga, eins og Ófeigur
var, gætu unnið meiriháttar afrek
til framfara í læknavísindunum.
Rannsóknarvinna Ófeigs læknis er
líka dæmigerð um stórfelldan
árangur sem náðst getur með vel
hönnuðu samstarfi við erlenda
starfsbræður og aðra vísindamenn.
Þegar hann einhveiju sinni flutti
erindi fyrir lækna um rannsóknir
sínar er mér ógleymanlegt, hve
hugmyndaríkur hann var í aðferð-
um við að sýna fram á gagnsemi
hraðkælingar með köldu vatni.
Hann bar saman egg, sem höfðu
verið soðin jafnlengi og var annað
Fædd 24. janúar 1934
Dáin 1. febrúar 1993
í dag verður jarðsungin frá Norð-
fjarðarkirkju móðursystir mín,
Guðný Jenný Marteinsdóttir. Jenný
fæddist í Norðfirði 24. janúar 1934.
Systkinahópur hennar var stór, hún
var þriðja yngst af þrettán börnum.
Hún var búin að vera sjúklingur frá
því um fermingu og hafði dvalist í
Reykjavík frá því um fimmtán ára
aldur. Fyrstu árin dvaldi hún á
Kleppsspítalanum, en síðan fór hún
á sambýli á Reynimel I Reykjavík
þar sem hún bjó í mörg ár. Fyrir
einstakan dugnað fékk hún íbúð í
Fannborg í Kópavogi þar sem hún
bjó í rúm tíu ár og hugsaði um sig
sjálf.
Jenný vann lengi í Bæjarútgerð
Reykjavíkur og eftir að hún fluttist
í Kópavog var hún hjá Örva sem
er verndaður vinnustaður. Hún var
alla tíð mjög dugleg, fór mikið í
sund og gönguferðir á meðan heils-
an leyfði. Jenný hafði mjög gott
minni og fylgdist vel með öllum
þjóðmálaumræðum. Ekki nennti
hún að horfa mikið á sjónvarp,
hafði meiri áhuga á að hlusta á
útvarp, lesa sálmabókina og bænir
enda kunni hún flesta sálmana orð-
ið utanað og þegar ég fór að heim-
sækja hana upp á spítala fyrir
nokkru þá heyrði ég sálmasönginn
fram á gang og fann þannig út á
hvaða stofu hún lá.
Alla tíð var Jenný mikið á heim-
ili foreldra minna og eins fór hún
mikið til systra sinna hér í bænum.
Einu sinni á sumri fór hún til Nes-
kaupstaðar til að heimsækja fæð-
ingarbæ sinn og systkini sín þar,
nú síðast síðastliðið sumar. Veit ég
að þau eiga öll eftir að sakna henn-
ar sárt.
Jenný var einstaklega skapgóð
og varðveitti barnið í sálu sinni.
Hún átti gott með að sjá spaugilegu
hliðarnar á tilverunni og gantaðist
jafnan mikið. Alltaf gerði hún lítið
úr veikindum sínum og sagði: „Já,
ég er hress og kát,“ hvað illa sem
hún var haldin. En nú hefur hún
hraðkælt en hitt fékk enga kælingu
aðra en af umhverfishita. Hann
sýndi með sömu aðferð, hve nauð-
synlegt var að losa föt af þeim,
sem orðið hafði fyrir bruna. Þá
klæddi Ófeigur annað eggið í ullar-
sokk og sauð það jafnlengi og
óklædda eggið. Bæði eggin fengu
síðan sömu hraðkælingu. I ljós kom
að eggið í ullarsokknum hafði
soðnað mun meira, en óklædda
eggið, sem fékk meiri brunavörn
af hraðari vatnskælingu.
Árið 1976 sendi ðfeigur mér
eftirfarandi orðsendingu, skrifaða
á lyfseðil: „Kæri Ólafur, vona að
þér finnist þess vert að halda þess-
um blöðum til haga, ef fleiri slík
tilfelli koma síðar.“ Með þessu
fylgdu fróðlegar sjúkrasögur um
sjaldgæf sjúkdóms-tilfelli norðan-
lands og bréf um samvinnu Ófeigs
við heimsþekkta sérfræðinga í
Bandaríkjunum og Englandi. Hann
hafði greinilega lagt mikla vinnu
í rannsókn á þessum sjúklingum
um a.m.k. þriggja ára skeið 1951-
1953 og hafði komið í kring sýnis-
hornasendingum flugleiðis vestur
um haf til Boston og til London.
Sérfræðingurinn í Boston, sem
hann leitaði einkum til, var enginn
annar en Fuller Albright læknir
við Massachusettes General Hosp-
ital. Þetta gerðist einmitt á þeim
tíma, sem ég er að lesa undir loka-
próf og dáist hvað mest að hormón-
akaflanum eftir Dr. Albrigth, sem
ég las í lyflæknisfræðibók Cecils.
fengið hvíldina og vitum við að hún
hefur átt góða heimkomu.
Elsku mamma og Friðjón. Ég
veit að þið eigið eftir að sakna henn-
ar mikið, enda hafið þið reynst
henni alveg einstaklega vel og hún
kunni vel að meta allt sem þið gerð-
uð fyrir hana. Það má raunar segja
að hún hafi verið mömmu sem dótt-
ir þó að ekki hafi verið meira en
þrjú ár á milli þeirra.
Rúmum tveimur árum síðar var
ég kominn til London og heyri
lækna Hins konunglega sérfræð-
ingaskóla á Hammersmithspítala
tala um rannsóknir dr. Charles
Dent af mikilli virðingu og aðdáun.
Hann var hinn breski samstarfs-
maður Ófeigs í London 1953 eins
og ég fékk fyrst að vita 1976.
Ég fékk síðast bréf frá Ófeigi í
nóvember 1981 um fjölskyldu, þar
sem arfgengt heyrnarleysi hafði
komið fram í fjórum ættliðum.
Ófeigur skrifar: „Hérmeð bréf H.J.
sem leyfir að þú mættir hringja í
hana, ef þú vilt fræðast nánar.
„Ritgerðin“ er eftir fósturdóttur
hennar og lýsir vel erfíðleikum
þessa fólks. Færi vel á að prenta
hana nafnlausa í Læknablaðinu.
Kveðja.“
Við Ófeigur áttum þess ekki
kost að starfa saman og kynni
mín af honum voru slitrótt. Samt
er eins og mér sé miklu hlýrra til
hans en margra starfsbræðra, sem
ég hef starfað með lengi. Og nú
við fráfall hans er mér það um-
hugsunarefni, hvað veldur þessu.
Kannski varð það vegna þess að
hann sagði næstum því alltaf þá
sjaldan við hittumst: „Við, mamma
þín og ég, erum skyld.“ Eða var
það af því ég vissi orðið svo mikið
um fólkið okkar í Leirunni, eftir
að hafa lesið stórfróðlega ævisögu
Tryggva Ófeigssonar bróður hans,
hins þekkta togaraskipstjóra og
stórútgerðarmanns. í ævisögunni
segir að Ófeigur var með bróður
sínum á togaranum Walpole 1924
á Halamiðum á sama tíma og pabbi
minn og fleiri skyldmenni voru þar
á togaranum Ver. Þá þegar segir
til sín hugmyndaauðgi og fram-
takssemi hjá Ófegi tvítugum stúd-
ent og háseta. Hann hefst handa
Litla dóttir mín, Jenný Maren,
ber nafnið hennar og munum við
reyna að láta hana muna eftir nöfnu
sinni og geyma minningar um hana.
9
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
lögð í jörð með himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða,
ljúf og björt í dauða
lézt þú eftir litla rúmið auða.
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu’ að striða.
Upp til sælu sala
saklaust barn án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(M. Jochumsson.)
Inga María.
t
Minningarathöfn um eiginmann minn, föður, tengdaföður og afa,
EINAR OLGEIRSSON
fyrrverandi alþingismann,
sem andaðist 3. febrúar sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði, fer fram í
Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast
hans, er vinsamlegast bent á Hrafnistu í Hafnarfirði eða aðrar
líknarstofnanir.
Sigríður Þorvarðardóttir,
Sólveig Kristín Einarsdóttir, Lindsay O'Brien,
Edda Þorsteinsdóttir,
Einar Baldvin Þorsteinsson,
Jóhanna Axelsdóttir,
Gisli Rafn Ólafsson,
ÞorvarðurTjörvi Óiafsson.
t
Útför sonar míns, eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
SVERRIS KRISTJÁNSSONAR,
Hörðalandi 24,
Reykjavik,
sem lést þann 9. febrúar sl., verður
gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
16. febrúar kl. 13.30.
Vilborg Guðjónsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Sverrir Örvar Sverrisson,
Hjördís Sverrisdóttir, Gísli Haraldsson,
Guðfinna Sverrisdóttir, Einir Viðar Björnsson,
Guðrún Vilborg Sverrisdóttir, Ingimar Haukur Ingimarsson
og barnabörn.
Guðný Jenný Mart-
einsdóttir - Minning
í Kötuhóli og Melbæ í Leiru, sem
Tryggvi minnist á. Við þessa staði,
sem voru æskustövar Ófeigs heit-
ins, tengjast margar dýrmætar
minningar um frændgarð okkar
beggja.
Ég sendi eiginkonu Ófeigs og
öllum ættingjum innilegar samúð-
arkveðjur.
Ólafur Jensson.
Minning
*
Guðmundur Amason
um að reykja karfa til manneldis
- fyrstu manna að sögn Tryggva.
Þegar líður á ævina vex stund-
um svo um munar þekking á
tengslum milli fjölskyldna og verð-
ur til að magna upp hlýjar kenndir
í garð kunningja og vina. I bók
Tryggva kemur fram að móðurafí
minn Ólafur í Gesthúsum var með
útveg sinn í Leiru og skyldfólk
Guðbjargar föðurömmu minnar bjó
Fæddur 21. september 1975
Dáinn 20. janúar 1993
Hann Gummi vinur minn er dá-
inn. Þessi orð hljóma svo ótrúlega
nú þegar ég sit hér og skrifa nokkur
minningarorð um hann.
Við Gummi kynntumst fyrst í leik-
skólanum hér á Selfossi, hann
tveggja ára og ég þriggja ára. Við
urðum strax afar samrýndir. Við
áttum báðir ömmur í Smáratúninu
og lékum okkur saman þegar við
vorum þar. Ég minnist þess að væri
Gummi veikur þá vildi ég alls ekki
fara í leikskólann, það var ekkert
gaman ef hann vantaði.
Þegar við urðum aðeins eldri bröll-
uðum við margt saman. Á veturna
gátum við verið heilu dagana að
grafa snjóhús í skaflana og sátum
svo inni í þeim með kertaljós. Á
sumrin voru það kofabyggingar,
kanínubúskapur og margt fleira.
Oftar en einu sinni var Benni, yngri
bróðir hans, með okkur og fleiri
strákar. Stundum vildi litli bróðir
minn fara með okkur og ég sagði
nei. Þá var það Gummi sem sagði:
„Hvað, það er nú í lagi að hafa hann
með.“ Hann var svo bamgóður.
Eins og títt er um stráka kastað- '
ist stundum í kekki milli okkar og .
yfírleitt var Gummi fyrri til að leita 1
sátta, enda var hann svo trygglynd- *
ur vinur.
Síðast heyrði ég í Gumma þegar
hann hringdi í mig á afmælisdaginn i
minn í desember sl. Þá var hann svo «
ánægður og leið svo vel, með marg-
ar hugmyndir á pijónunum enda
afar hugmyndaríkur.
Það er sárt að kveðja góðan vin
og þrátt fyrir að hann sé ekki leng-
ur á meðal oss mun minningin um
hann ávallt lifa.
Benna, foreldrum hans og öðrum
ættingjum sendi ég mínar innileg- k
ustu samúðarkveðjur.
Bjarni Baldvin Guðmundsson.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR B. FINNBOGASONAR,
Grjótagötu 12,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda A6 og A5, Borgar-
spítala, fyrir hjúkrun og umönnun í veikindum hans.
Laufey Jakobsdóttir og fjölskylda.
Hjartans þakklæti tii ykkar allra, sem veittuð okkur ómetanlegan
styrk, vinarhug og samúð vegna fráfalls og útfarar elskulegs
mannsins míns, sonar, föður okkar og afa,
DAGBJARTS GUÐJÓNSSONAR,
Ytri-Lyngum.
Guð blessi ykkur öll.
Sólrún Hjálmarsdóttir,
Guðlaug Oddsdóttir,
Helga Björg Dagbjartsdóttir,
Vigfús Jón Dagbjartsson,
Guðlaug Margrét Dagbjartsdóttir,
Sveinbjörg María Dagbjartsdóttir,
Emil Dagur Brynjarsson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
er sýndu okkur hlýhug, samúð og vin-
áttu við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu minnar og móður okkar,
FJÓLU EINARSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
Norðurtúni 22,
Bessastaðahreppi.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks við
deild 3B á Landakotsspítala, Kvenfélagi
Bessastaðahreps og Álftaneskórnum.
Bergur Ólafsson,
Einar Bergsson, Ólafur Bergsson.
+
Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður minnar, systur okkar, mágkonu
og frænku,
HALLVEIGAR SCHEVING ÁRNADÓTTUR,
Hafnargötu 9,
Vogum.
Magnús Ágústsson,
Árni Klemens Magnússon,
Ása Árnadóttir, Guðlaugur Atlason,
Helga S. Árnadóttir, Jón Bjarnason,
Marfa Jónsdóttir, Bjarney Jónsdóttir,
Árdis Jónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir,
Vala Eiðsdóttir, Hanna Eiðsdóttir
og Árni Klemens Eiðsson.