Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 Samningrir við Bretadrottningu gagnrýndur Sögð halda of mikl- um skattfríðindum Lundúnum. Reuter. NOKKUR bresk dagblöð gagnrýndu í gær samkomulag breskra stjórn- valda og Elísabetar Bretadrottningar um afnám ýmissa skattfríðinda hennar. Blöðin sögðu að drottningin nyti ennþá of mikilla skattfríðinda og sum þeirra töldu að hún væri að greiða skatta. Samkvæmt samkomulaginu eiga Bretadrottning og Karl prins ríkis- arfi að greiða skatt af tekjum, eign- um, eignatekjum og erfðafé. Þeir sem gagnrýna samkomulagið segja að þau þurfi ekki að greiða skatt af „hlunnindum" sínum - svo sem ferð- um með sérstakri konungslest og snekkju - og þeir spáðú því að endur- skoðendur drottningar myndu koma því til leiðar að hún þyrfti ekki að greiða nema milljón punda, tæpar 100 milljónir króna, á ári. Auður drottningar hefur verið áætlaður 100 milljónir punda, 9,3 milljarðar ÍSK, en talsmenn hennar segja þetta allt- of háa tölu. Nokkur blöð létu í ljósi efasemdir um réttmæti þess að útgjöld drottn- ingarinnar og fjölskyldu hennar - allt niður í kaup á skóm - væru frá- enn að reyna að koma sér hjá því dráttarbær til skatts. Þau sögðu að slíkt fyrirkomulag yrði engin hvatn- ing fyrir fjölskylduna til að breyta fjárfrekum lífsmáta sínum. Ennfremur var gagnrýnt að drottningin skyldi geta gefið Karli prins skattfrjálsar erfðagjafir. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að hún gæti þannig losnað algjörlega við erfðafjárskattinn. „Þetta er tittlingaskítur miðað við þær þúsund milljónir punda sem stjómin tekur í lán á hveijum degi,“ sagði Mike Warburton, yfirmaður skattadeildar bókhaldsfyrirtækisins Grant Thomton. „Drottningin hefur hreppt stóra vinninginn hvað erfða- skattinn varðar. Og hún getur kom- ist hjá skatti á fjármagnstekjumar með tilfærslum á fjárfestingum sín- um.“ Reuter Clinton og ráðherraefnið BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kynnti almenningi í fyrradag þá ákvörðun sína að velja Janet Reno, saksóknara í Flórída (sem sést hér á myndinni með forsetanum), í embætti dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna. Áður höfðu tvær konur neyðst til að hætta við að gefa kost á sér í embættið vegna þess að þær höfðu ráðið ólöglega innflytjendur til bamfóstrustarfa. Tvítugur eþíópskur flóttamaður rændi þýsku farþegaþotunni Byssan hættulaus — þýska ríkið borgaði farseðilinn SAKSÓKNARI Þýskalands sagði í gær að tvítugur Eþíópíumaður, Nebiu Zewolde, sem rændi þotu Lufthansa í fyrradag hefði farið um borð i þotuna á farseðli sem þýska stjómin hefði borgað. Hefði Zewolde fallist á að draga umsókn sína um pólitískt hæli í Þýska- landi til baka 1. febrúar sl. gegn loforði um flugfarseðil til heima- landsins. Reuter Kátir flugmenn GERHARD Göbel (t.v.) flugstjóri þýsku þotunnar og Kai Jiirgens flugmaður slá á létta strengi á blaðamannafundi í New York í fyrra- kvöld eftir að hafa losnað úr klóm flugræningja sem beindi byssu að höfðum þeirra í 11 klukkustundir. Gerhard Göbel, flugstjóri Luft- hansa-þotunnar, sagði á blaða- manpafundi í gærmorgun eftir að hafa flogið þotunni til baka til Þýskalands, að ræninginn hefði miðað byssu að höfði sér eða aðstoð- arflugmannsins Kai Jurgens svo til allan tímann sem flugránið stóð yfír eða í 11 klukkustundir. Nú hefur komið í ljós að ræninginn var vopnaður hættulausri rásbyssu sem ekki er hægt að skjóta alvörukúlum úr. Sagðist Göbel hafa reynt strax að öðlast traust ræningjans og hrós- að honum fyrir að hafa komist með vopn um borð, það þyrfti mikið hugvit til þess að sleppa vopnaður í gegnum vopnaleit og öryggis- gæslu á flugvelli. „Ég gaf honum sólgleraugun mín og sagðist gera það með því skilyrði að hann gæfí mér byssuna við komuna til New York. Hann tók boðinu og stóð við sitt, afhenti mér byssuna þegar þangað var komið og ég rétti hana út um gluggann svo lögreglusveit- imar gætu séð að öllu væri óhætt,“ sagði Göbel. „Þegar við lentum ávarpaði ég ræningjann og bauð hann velkominn til New York. Þá skellti hann upp úr,“ sagði flug- stjórinn og bætti við að Eþíópíu- maðurinn hefði verið mjög órólegur og árásargjam í upphafí. Ý/jrvo\ of drögtum Opiö á laugardögum s frá kl. 12—16. Prestur hafður fyrir rangri sök Fregnir voru á reiki í fyrradag um það hver flugræninginn væri í raun og veru. Lengst af var stuðst við þá fullyrðingu þýskra yfírvalda að ræninginn væri 31 árs Sómalíu- maður að nafni Shuriye Farah Siy- ad. Hefði hann komið til Frankfurt daginn fyrir ránið með flugvél frá Ósló þar sem hann væri búsettur. Hefði manninum verið synjað um pólitískt hæli í Noregi og reyndar verið meinað að koma til Þýska- lands frá Hollandi fyrir tveimur árum. Það reyndist mikill misskiln- ingur. I Noregi var hlegið að öllu sam- an. Sómalinn Siyad, sem um tíma var nafngreindur í hveijum frétta- tíma sjónvarps- og útvarpsstöða og öðrum fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafsins sem flugræningi, er prestur sem búsettur hefur verið í Kristiansand í tæp tvö ár. Hann má ekki vamm sitt vita og var á leið til ættlandins að heimsækja konu sína og þrjú böm sem hann vonaðist til að fæm með sér til baka. Fyrir mistök flugvallarstarfs- í Tamílaskýrslunni segir að hvorki Grethe Fenger Möller né Viggo Fischer, þingmenn íhalds- flokksins, hafí sagt satt frá við dómsrannsókn vegna Tamílamáls- ins og því sé grundvöllur til að sækja þau til saka. Hver sem er getur lagt fram kæm í þá veru ög það hafa óbreyttir borgarar þegar manna í Frankfurt var hann í hálf- an sólarhring talinn kaldrifjaður flugræningi en var meðal fómar- gert en lögregla hefur enn ekki ákveðið hvort þeirri kæm verður fylgt eftir. Kjördæmisráðið í kjördæmi Gret- he Fenger Möller hefur nú ákveðið að hún verði ekki framar á fram- boðslistanum. Þingkonan er afar sár sökum þessa og segir flokksfor- ustuna hafa beitt mafíuvinnubrögð- lamba ránsins því hann var meðal farþega þotunnar. um til að knýja fram þessa niður- stöðu. Viggo Fischer hefur hins vegar hlotið stuðning síns kjördæm- isráðs og verður því áfram fram- bjóðandi íhaldsflokksins. Enn er ekki ljóst hvemig tekið verður á máli Eriks Ninn-Hansens, fyrrverandi dómsmálaráðherra og eins af leiðtogum íhaldsflokksins, en athygli vöktu þau ummæli íhaidsmannsins Hennings Grove, varaforseta þingsins, að flokkurinn væri því ekki mótfallinn að honum yrði stefnt fyrir ríkisrétt. Tamílamálið í Danmörku Kjördæmisráð hafnar þingkonu Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MÁL tveggja danskra þingmanna sem voru í Tamílaskýrslunni svo- nefndu sagðir hafa eiðsvamir borið Ijúgvitni I yfirheyrslum í Tamíla- málinu hafa nú verið tekin fyrir í kjördæmisráði viðkomandi. Annar þingmaðurinn hlaut stuðning ráðs síns, hinn ekki. Upplýsist morðið á Palme? NORSKUR hæstaréttarlögmaður, Tor Erling Staff, býr yfír upplýs- ingum sem kynnu að leiða til þess að morðið á Olof Palme forsætis- ráðherra Svíþjóðar árið 1986 upp- lýsist. Hann mun hafa í fórum sín- um hljóðsnældu þar sem heyra má tvo menn tala saman. Annar segist vita hver myrti Palme. Dæmdur fyrir að skella hliði JAPANSKUR kennari sem skellti skólahliði aftur með þeim afleiðingum að stúlka sem var að verða of sein klemmdist og lét lífíð, var á miðvikudag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Atvikið hörmulega átti sér stað að morgni 6. júlí 1990 í Kobe-Takatsuka menntaskólanum í vesturhluta Japans. Simon og Garfunkel TÓNLISTARMENNIRNIR Paul Simon og Art Garfunkel ætla að spila saman á góðgerðartónleikum 1. mars næstkomandi. Er þetta í fyrsta skipti L áratug sem þessi frægi dúett spilar saman. Tónleikamir verða í Dorothy Chandler Pavilion í Los Angeles. Samkomulag í S-Afríku EMBÆTTISMAÐUR í Suður- Afríku tilkynnti í gær að samkomulag hefði tekist milli ríkisstjórnarinnar og Afríska þjóðarráðsins um stjóm landsins til aldamóta. Efnt verður til fijálsra kosninga á næsta ári þar sem allir kynþættir verða jafnréttháir. Síðan mun þjóðstjórn svartra og hvíta fara með völd til aldamóta. Sjálfstæð rússnesk stefna ANDREJ Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, gerði lýðum ljóst í gær að Rússar rækju sjálfstæða stefnu gagnvart Júgóslavíu fyrrverandi. Sagðist hann þess fullviss að breytt viðhorf Serba myndu fljótt leiða til þess að refsiaðgerðir yrðu ekki lengur nauðsynlegar. Rússar yrðu fyrstir til að leggja til hjá Sameinuðu þjóðunum að þeim yrði aflétt. Kozyrev lét þessi orð falla á þingi skömmu áður en Reginald Bartholomew sérlegur sáttasemjari Bandaríkjaforseta í Júgóslavíumálinu kom til Moskvu. íbúar í nágrenni Mayon-eldfjalls forða sér. Eldgos á Filippseyjum FILIPPSEYINGAR hafa um hríð beðið milli vonar og ótta eftir því að Mayon-eldíjall, 330 km suður af Manilu, byijaði að gjósa. Það gerðist svo í gær eins og myndin ber með sér. Jarðfræðingar segja að búast megi við að gosið færist mjög í aukana á næstu dögum. Fólk við rætur fjallsins hefur þegar verið flutt á brott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.