Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 42
42 faúmR FOLK ■ MIKILL áhugi er á bikarleik Blackburn og Newcastle í dag. 4.800 miðar voru til sölu á íijálsum markaði og biðu menn næturlangt eftir því að miðasalan opnaði. Mið- amir seldust upp á tveimur tímum og þurftu um 1.000 manns frá að hverfa. ■ STUART Pearce, sem hefur misst af fjórum síðustu leikjum Nottingham Forest vegna meiðsla, ætlaði að vera með Eng- lendingum gegn San Marínó í HM f næstu viku, en varla verður af því. ■ BRIAN Clough, stjóri Forest, sagði Pearce að ef hann yrði ekki með gegn Arsenal í dag kæmi landsliðið ekki til greina. „Fyrirlið- inn þekkir reglumar. Ef hann er ekki tilbúinn í slaginn með Forest getur hann ekki heldur leikið með landsliðinu." ■ NAYIMvill fara aftur til Spán- ar frá Tottenham og fær að fara í vor. Real Saragoza hefur boðið 80 millj. kr., en Venables, stjóri Spurs, segir tilboðið ekki áhuga- vert. Önnur félög hafi haft samband og beðið verði eftir rétta tilboðinu. ■ BRUGGE í Belgíu fær að selja <^/niða á Evrópuleikinn gegn Ran- gers 3. mars, en UEFA hafði dæmt félagið til að leika fyrir luktum dyrum vegna óláta áhorfenda á leik gegn Marseille í desember. Briigge áfrýjaði og hafði sitt í gegn, en í staðinn var félaginu gert að greiða liðlega 10 milljónir kr. í sekt, sem er með hærri sektum hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. ■ ÁÐUR en málið var aftur tekið fyrir sagði Briigge að félagið gæti selt miða fyrir um 20 milljónir kr. og ef því væri gert að leika fyrir íuktum dymm yrði tapið mikið. ■ REAL Zaragoza á Spáni slapp betur. Félagið hafði verið dæmt til að leika næstu tvo leiki í EM fyrir luktum dymm, en UEFA breytti refsingunni og verður Zaragoza að leika umrædda leiki í a.m.k. 350 km fjarlægð frá borginni. ■ RONNIE Stern og Robert Reichel gerðu þijú mörk hvor, þeg- ar Calgary vann San Jose 13:1 í NHL-deildinni á miðvikudag. Þetta er stærsti sigurinn í sögu félagsins. ■ ALEXANDER Mogilny var með fjögur mörk — sjötta þrenna hans á tímabilinu — þegar Buffalo vann Winnipeg 6:2. Mogilny er ínarkahæstur í deildinni með 54 mörk. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 ---------------------------------------------------- KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Patrick Ewing skoraði 24 stig fyrir New York Knicks gegn Houston Rockets. Knicks er á beinni braut PATRICK Ewing skoraði 24 stig fyrir New York Knicks í örugg- um sigri, 125:95, gegn Houston Rockets i Madison Square í fyrri nótt. Þetta var sjötti sigur heimamanna í röð, sem hafa aðeins tapað einu sinni í síð- ustu 11 leikjum. Knicks gerði nánast út um leik- inn í fyrsta leikhluta, náði þá góðri forystu, sem Rockets tókst ekki að brúa. Hakeem Olajuwon fékk tvær villur snemma í leiknum og sat á bekknum hjá gestunum síðustu sjö mínúturnar í fyrsta leik- hluta. Hann var samt stigahæstur hjá Rockets með 21 stig og tók 11 fráköst. Shaquille O’Neal hafði betur í baráttunni við Alonzo Mouming, en það nægði ekki — Charlotte Hornets vann Orlando Magic 116:107. Mourning skoraði 27 stig, þar af 12 í fjórða leikhluta, þegar hann jafnaði 91:91, og tók 14 frá- köst, en O’Neal var með 29 stig og 15 fráköst. Þetta var fimmti sig- ur Homets í síðustu sex leikjum en annað tap Magic í röð. Mitch Richmond var stigahæstur hjá Sacramento Kings, skoraði 24 stig í 116:105 sigri gegn Atlanta. Rod Higgins skoraði 13 af 16 stig- um sínum í fjórða leikhluta og lagði sitt af mörkum. Sigur Kings var kærkominn eftir sex tapleiki í röð. Kevin Willis skoraði 25 stig fyrir Atlanta og Dominique Wilkins var með 24 stig. Avery Johnson setti persónulegt met þegar hann skoraði 23 stig og átti 10 stoðsendingar hjá San An- tonio Spurs, sem vann Washington Bullets 105:95. David Robinson skoraði 18 stig, tók 15 fráköst og varði fimm skot í 13. heimasigri Spurs í röð og sjötta sigurleiknum í röð. Pervis Ellison var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Bullets. Washington var yfir eftir fyrsta leikhluta, 26:18, en tapaði öðrum leikhluta 26:11. Þá skoraði liðið aðeins úr þremur þriggja stiga skot- um og hittnin var léleg, 14%. Spurs hefur sigrað í 21 leik og tapað þremur síðan John Lucas tók við þjálfarastöðunni eftir að Jerry Tarkanian hafði verið rekinn. Danny Ainge setti persónulegt met á tímabilinu með því að skora 33 stig, þar af 21 með þriggja stiga skotum í 12 tilraunum, fyrir Phoen- ix, sem sigraði í sjötta leiknum í röð, nú Golden State 122:100. Bar- kley skoraði 26 stig og tók 19 frá- köst. Þetta var áttundi tapleikur Warriors í röð, en liðið hefur tapað 15 af síðustu 16 leikjum. FRJÁLSIÞRÓTTIR ÚRSLIT Setti Ijögur heims- metá25 dögum RÚSSNESKA stúlkan Irina Privalova setti heimsmet í 60 m hlaupi innanhúss í gær og var það fjórða heimsmet henn- ará25 dögum. Privalova fékk tímann 6,92 sek. á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Madríd og bætti met Merlene Ot- tey, sett á sama velli fyrir ári, um fjóra hundruðustu úr sekúndu. Gail Devers frá Bandaríkjunum, ólympíumeistari í 100 m hlaupi, varð önnur á 7,05. Privalova setti heimsmet í 300 m hlaupi í Moskvu 17. janúar og fyrir níu dögum tvíbætti hún metið í 50 m hlaupi, einnig í Moskvu. Tak- mark hennar var að setja met í Madríd. „Þetta er góð braut og keppnin var rnikil." Þegar hún var spurð hvort hún gæti gert enn bet- ur svarði stúlkan: „Ef til vill — ef ég keppi aftur hérna.“ Irlna Privalova Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Charlotte - Orlando.........116:107 New York Knicks - Houston...125: 95 SanAntonioSpurs-Washington...105: 95 Seattle - Utah..............96 :101 Gotden State - Phoenix......100:122 Sacramento - Atlanta........116:105 Íshokkí NHL-deildin Philadelphia - Montreal.........0:0 ■Eftir framlengingu. Minnesota - Tampa Bay...........1:0 Toronto - Vancouver.............5:2 Chicago - Boston................6:3 Washington - St Louis..........10:6 Los Angeles Kings - Detroit.....6:6 ■Eftir framlengingu. Skíðí Keppni í HM f alpagreinum var frestað f Japan f gaer vegna veðurs. Morgunblaðið/Bjami Bikarmeistarar Vals í karlaflokki HANDKNATTLEIKUR jp Á -- -'l ' -.£- ’• 71 5 Valsarar sigruðu Selfyssinga 24:20 í úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik á sunnudaginn. Aftari röð frá vinstri: Lúðvíg Sveinsson, formaður handknattleiks- deildar Vals, Ingi Rafn Jónsson, Júlíus Gunnarsson, Olafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson, Jón Kristjánsson, Jakob Sigurðsson, Stefán Carlsson læknir, Þor- bjöm Jensson, þjálfari, og Sveinn Sigfinnsson. Fremri röð frá vinstri: Óskar Óskarsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Valdimq'r Grímsson, Geir Sveinsson, fyrirliði, Axel Stefánsson, Valgarð Thoroddsen, Valur Arnarson og Benedikt Ófeigsson. BADMINTON Ámi sigr- aði Brodda Ami Þór Hallgrímsson sigraði Brodda Kristjánsson á Opna einliðaleiksmóti KR sem fram fór í síðustu viku. Árni sigraði 15:8 og 15:11. Broddi þurfti tvívegis að leika oddahrinu til að komast í úr- slitaleikinn, fyrst gegn Óla B. Zims- en og síðan gegn Þorsteini Hængs- syni. Allir eru þeir í TBR. Elsa Nielsen úr TBR sigraði Birnu Petersen, sem einnig er í TBR, í einliðaleik kvenna 15:3 og 15:8. í A-flokki karla sigraði Jó- hannes Helgason úr KR og Maria Thors úr KR í A-flokki kvenna. FELAGSLIF íþróttaskóli Vlkings Sfðasta námskeið vetrarins f Iþrðttaskóla bama þriggja til sex ára hjá Víkingi hefst f dag, laugardaginn 13. febrúar. Nánari upplýsingar f síma 813245/673830. AAalfundur HFR Aðalfundur Hjólreiðafélags Reykjavfkur verður haldinn í Þróttheimum laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.