Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993 Tjón í umferðinni nær helmingi fleiri en áður TJÓN í umferðinni voru u.þ.b. 45% fleiri í janúarmánuði en sama mánuð undanfarin ár, ef marka má upplýsingar frá tjónadeild Vátryggingafélags íslands sem tryggir u.þ.b. 40% íslenska bílaflot- ans. Þessi fjölgun virðist þó ekki koma fram í fjölgun slysa með meiðslum, heldur einkum í minniháttar tjónum. „Við höfum hingað til horft til ársins 1990 sem mikils tjónaárs en þetta ár byrjar enn verr,“ sagði Pétur Már Jónsson deildarsljóri Ijónadeildar VÍS í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Amór Hann sagði þó að ekkert væri unnt að fullyrða um árið í heild á grundvelli eins mánaðar en taldi víst að ástæða aukningarinnar væri fyrst og fremst færð og veður und- anfarnar vikur en íslenskum öku- mönnum virðist ávallt ganga jafn illa að aðlaga sig vetraraðstæðum. Tjónauppgjör síðasta árs hjá félag- inu og verðlagning frá 1. mars ligg- ur ekki fyrir, að sögn Péturs Más. Að sögn hans voru tilkynnt 467 tilvik í janúar þar sem bíll tryggður hjá félaginu, i ábyrgðar- og/eða kaskótryggingu hafði átt aðild að tjóni. í janúar í fyrra var tilkynnt um 323 tjónstilvik, og er fjölgunin 45%. Árið 1991 hafði verið tilkynnt um 288 tjónstilvik en 363 árið 1990. Umferðarslys sem búið var að til- kynna í lok janúar að hefðu orðið í mánuðinum voru 24 talsins, en höfðu verið 38 í fyrra en 26 árið 1991 og 21 árið 1990. Heildarfjöldi slasaðra hefur verið um 1.000 á ári undanfarin ár, eða 85 manns á mánuði að jafnaði, samkvæmt upp- lýsingum Péturs Más. Pass í fyrstu sögn Páls og Belladonna BRIDSHÁTÍÐ hófst í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Páli Gíslason, borgarfulltrúi, setti mótið og sagði fyrstu sögn fyrir hinn heimsþekkta ítalska bridsspilara Belladonna og það var ekki við spilarana að sakast þó sögnin væri aðeins pass. 48 pör taka þátt í mótinu, þar af margir erlendir þátttakendur. Á sunnudag klukkan 13 hefst sveita- keppni og eru tæplega 70 sveitir skráðar til leiks. Er þetta eitt fjöl- mennasta bridsmót, sem haldið hef- ur verið hérlendis með á ijórða hundrað þátttakendum. Bridshátíð lýkur á mánudagskvöld. -----♦ ♦ ♦ Námsmanna- kortin enn ekki í umferð Voru auglýst hjá tveimur bönkum síðastliðið haust CIRRUS-kort svokölluð, debet- kort sem námsmenn erlendis áttu að geta notað til að taka fé út af bankareikningum sínum hér á landi, hafa enn ekki verið tekin í notkun þrátt fyrir að bæði Búnað- arbanki og íslandsbanki hafi aug- lýst þau síðastliðið haust. Bank- arnir hafa komið sér saman um að bíða með að taka upp slík náms- mannakort þar til endanlegt sam- komulag hafi náðst um samstarf banka og greiðslukortafyrirtækja um að taka upp debetkort. Halldór Guðbjarnasagði í Morgunblaðinu í gær að debetkortin yrðu tekin í notkun með vorinu. Edda Svavarsdóttir, markaðsstjóri Búnaðarbankans, sagði að ákveðið hefði verið að bíða þar til skrefið yrði stigið til fulls með debetkortum fyrir alla. Búnaðarbankinn hafði meðal annars samið við Samband íslenzkra námsmanna erlendis um debetkort. Edda sagði að fram að því að kortin yrðu tekin í notkun fengju námsmenn erlendis afslátt af yfirfærslugjöldum hjá bankanum. Auglýstum aldrei þjónustu sem ekki var til Ingólfur Guðmundsson hjá mark- aðssviði Landsbankans sagði að bankinn hefði aldrei auglýst debet- kort fyrir námsmenn. „Við gáfum það út til námsmanna sem eru í við- skiptum við okkur að þegar ísland myndi tengjast alþjóðaneti debet- korta, myndum við bjóða upp á þessa þjónustu. En við auglýstum aldrei þjónustu, sem ekki var til,“ sagði hann. Jón Gunnar Aðils hjá markaðssviði íslandsbanka sagði að námsmenn ættu ekki að bera neinn kostnað af því að útgáfu námsmannakorta yrði frestað. Islandsbanki felldi niður gjaldeyrisþóknun af yfirfærslum þeirra af íslenzkum bankareikning- um. Eftirtalin útibú Islandsbanka veita Húsfélagaþjónustu: Bankastrœti 5, sími 27200. Lœkjargata 12, sími 691800. Laugavegur 172, sími 626962. Háaleitisbraut 58, sími 812755. Cuiiinbrú, Stórhöfba 17, sími 675800. Lóuhóiar 2-6, sími 79777. Kringlan 7, sími 608010. Þarabakki 3, sími 74600. Dalbraut 3, sími 685488. Suöurlandsbraut 30, sími 812911 Eibistorg 17, Seitj., sími- 629966. Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfirbi, sími 54400. Strandgata 1, Hafnarfirbi, sími 50980. Hörgatún 2, Carbabœ, sími 658000. Smiojuvegur 1, Kópavogi, sími 43566. Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 42300. Þverholt 6, Mosfeiisbœ, sími 666080. Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555. Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255. Hrísalundur 1 a, Akureyri, sími 96-21200. Stjómsýsluhúsib, ísafirbi, sími 94-3744. Nœsta mál! Kosning gjaldkera húsfélagsins N Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býðst til að annast innheimtu-, greiðslu- og bókhaldsþjónustu fyrir húsfélög. Cjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei þótt eftir- sóknarvert, enda bœbi tímafrekt og oft vanþakklátt. Húsfélagaþjónustan auöveldar rekstur og tryggir öruggari fjár- reiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir greiöslustööu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrirkomulag er því íbúum fjölbýlishúsa til hagsbota. pn-r þœttir Húsfélagaþjónustu: Innheimtuþjónusta: Bankinn annast mánaöarlega tölvuútskrift gíróseöUs á hvern greiöanda húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöuö sem ^•^ÍIAGaþ/q-x greiöa þarf til húsfélagsins. Hœgt er aö senda ítrekanir til þeirra /Sþ ^ sem ekki standa í skilum. /á? itnQaí' ihs3?a t) Greiösluþjónusta: sj/ Öll þau gjöld sem húsfélagiö þarf aö greiöa, t.d. fyrir raf- ,<r/ magn og hita, fœrir bankinn af viöskiptareikningi og sendir til »7 ’Jy' viökomandi á umsömdum tíma. Bókhaldsþjónusta: I lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og í hvaö peningarnir hafa fariö. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiösl- ur íbúa á árinu og skuldir þeirra ílok árs. Viö upphaf viöskipta fœr húsfélagiö möppu undir yfirlit og önnurgögn. Allar nánari upplýsingar um Húsfélagaþjónustu bankans og kynningartilboöiö sem stendur húsfélögum til boöa til 15. mars fást hjá þjónustufulltrúum í neöan- greindum útibúum bankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.