Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993
7
Hlutdeíld flökkulaxa í
veiði minnkaði í fyrra
27,1 prósenrsumarið 1991, kvíalax-
hverfa úr dæminu," bætti Sigurður
við.
Villtu laxárnir villtir
Ef tölur eru skoðaðar nánar þá
voru hafbeitarlaxar í afla Elliðaánna
HLUTDEILD kvía- og hafbeitarlaxa í afla úr ám á Suðvesturlandi á
síðasta sumri minnkaði mikið frá því sem verið hefur, en frá og með
sumrinu 1988 hafa slíkir flökkulaxar verið allt að helmingur veiddra
laxa í einstökum ám á svæðinu. Sigurður Guðjónsson deildarstjóri hjá
Veiðimálastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið að tölur lægju fyr-
ir varðandi veiðina í Elliðaánum. Þar veiddust í fyrra 1391 lax. 18,6
prósent þeirra Iaxa voru villuráfandi hafbeitarlaxar og 4,9 prósent
voru kvíalaxar sem langflestir komu á land i blálok veiðitímans. „Sem
betur fer er þetta að minnka," sagði Sigurður.
Síðustu árin hafa fiskifræðingar
Veiðimálastofnunnar unnið úr sýnum
frá Elliðaánum, Úlfarsá, Laxá í Kjós,
Leirvogsá og Botnsá og þannig fylgst
með þróuninni á afmörkuðu svæði,
frá Reykjavík til Hvalfjarðar. Sýni
hafa einnig verið tekin af löxum úr
ám við Faxafióann norðanverðan, en
ekki í jafn miklu magni. Að þessu
sinni duttu út Laxá í Kjós og Leir-
vogsá. Sagði Sigurður landeigendur
við Leirvogsá hafa hafnað frekari
athugunum í Leirvogsá að þessu
sinni í sparnaðarskyni. Þó tölur liggi
ekki fyrir sagði Sigurður að ástandið
í Úlfarsá og Botnsá vera betra að
því leyti að eins og í Elliðaánum
hafi verið til mikilla muna minna af
fiökkulaxi í fyrra.
„Prósenturnar einar og sér geta
þó verið villandi," sagði Sigurður,
„þessi lægri hlutdeild flökkulaxa í
afla er ekki síst því að þakka að villtu
stofnarnir eru á uppleið. Hafbeitar-
laxarnir þurfa ekki að vera færri,
hinir villtu eru einfaldlega fleiri. Þá
skiptir miklu að kvíalaxarnir eru að
27,1 prösent
ar 10,6 prósent, eða alis 37,7 pró-
sent af heildarafla. Sömu tölur á
liðnu sumri voru sem fyrr segir 18,6
og 4,9, eða alls 23,5 prósent. í júní
voru 95,3 prósent villtra laxa í Elliða-
ánum villtir, en 4,7 prósent úr haf-
beit. í júií voru 83,2 prósent villtir
og 16,8 prósent úr hafbeit. í ágúst
voru 72,4 prósent villtir, 23,5 pró-
sent úr hafbeit og 4,1 prósent úr
kvíum. í september voru 38,7 pró-
sent laxa villtir, 27,4 prósent úr haf-
beit og 33,9 prósent úr kvíum. Alls
voru villtir laxar 76,5 prósent af
heildarveiði.
Morgunblaðið/gg
Laxinn stekkur
VILLTIR laxastofnar eru í sókn
á kostnað flökkulaxa.
Beraði sig
á Kapla-
skjólsvegi
LÖGREGLUNNI í Reykjavík var
tilkynnt seint í fyrrakvöld að mað-
'ur væri að svipta sig klæðum og
bera á sér kynfærin fyrir framan
unglingsstúlkur á Kaplaskjóls-
vegi. Er lögreglan kom á staðinn
var maðurinn flúinn af vettvangi.
Tilkynningin barst lögreglunni um
kl. 23 um kvöldið og þrátt fyrir eftir-
grennslan fannst maðurinn ekki.
Unglingsstúlkurnar sem urðu fyrir
ónæði af hálfu mannsins gátu ekki
gefið greinargóða lýsingu á honum
en málið er áfram í rannsókn.
Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna
Flestir búnir
að fá haust-
annarlán
MEIRIHLUTI þeirra lánþega
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
sem rétt eiga á láni fyrir siðustu
haustönn hefur þegar fengið lánið
greitt út, að sögn Gísla Fannbergs
deildarsljóra.
Gísli sagði að einkunnir frá Há-
skólanum hefðu verið keyrðar inn
22. janúar, 29. janúar og aftur í
byrjun þessarar viku. Lán hefðu svo
verið greidd út í kjölfar þess. Hann
sagði að meirihluti lánþega hefði
fengið lán sín greidd út en enn ættu
eftir að berast einhveijar einkunnir
frá Háskólanum. Aðspurður sagði
hann að einkunnirnar kæmu þó ekki
seinna en venja væri að lokinni
haustönn.
-----» ♦ ♦---
Flugvöllur-
inn á Húsa-
vík er ófær
llúsavík.
ÖLLU flugi til Húsavíkur hefur
nú verið hætt um stundarsakir
vegna aurbleytu sem myndast
hefur á flugvellinum í góðviðrinu
undanfarna daga enda er hann
orðinn ófær.
Flugleiðir og FN ákváðu að hætta
öllu flugi og feijun til Húsavíkur en
hingað til hafa málin verið leyst
þannig, að ef flugvöllurinn hefur
verið ófær hefur verið flogið með
farþega til Akureyrar og þeir síðan
fluttir í bifreið til Húsavíkur.
Ástand vallarins hefur verið slæmt
síðan leirlag var borið á hann fyrir
nokkrum árum. Flugmálastjórn hef- i
ur reynt að leysa málin þannig, að
ofan í Jeirinn hefur verið borið gjall
úr Mývatnssveit.
Bæjarstjóri Húsavíkur hefur farið
þess á leit við Flugmálastjórn að
senda fulltrúa norður til að ræða
málin því mikil óánægja ríkir meðal
heimamanna með ástand vallarins.
- Fréttaritari.
20
raftækjum og eldhusahöldum
AFSLATTUR ALLT AÐ 70%!!
Blomberg innbyggingarkæliskápur
215 lítra, vinstri eða hægri opnun.
Fulltverð kr. 46.900.
Útsöluverð kr. 28.140.
Þúspararkr. 18.760.
20 gerðir kæliskápa og frysta.
Blomberg undirborðsofn með hillum,
sandlitur.
Fullt verð kr. 94.800.
Útsöluverð kr. 35.400.
Þú sparar kr. 59.400.
Fjöldi eldavéla og samstæða.
Franke stálvaskur
CF611.
Fullt verð kr. 11.900.
Útsöluverð kr. 3.570.
Toshiba 25" Nicam Stereo .
Textavarp. 2x30 watta hátalarar.
Fullt verð kr. 98.500.
Útsöluverð kr. 78.800.
Þú sparar kr. 19.700.
Petra kaffívél KM 200/750 w.
Fulltverðkr. 2.850.
Útsöluverð kr. 1.985.
Hárblásarar - krullujárn - vöfflujárn.
Hraðsuðukatlar á ótrúlegu verði.
Franskir stalpottar,
30% afsláttur.
Gleráhöld fyrir örbylgjuofna,
50% afsláttur.
Þú gerir ekki betri kaup.
Fulltverð: Útsöluverð: Þú sparar:
Blomberg bökunarofn, hvítur, með grilli og örbylgju 169.900 99.540 70.360
Blomberg örbylgjuofn 58.900 23.900 35.000
HM 228 ásamst töfrapotti 58.900 23.900 35.000
Blomberg uppþvottavél 69.900 55.920 13.980
Blomberg rafeindast. þurrkari 84.900 50.940 33.960
Ennfremur alls konar eldavélar, gufugleypar, kæliskápar og
frystiskápar með 15-40% afslætti, kaffivélar, brauðristar,
pelahitarar, partýgrill, hraðsuðukatlar, eldhúsvaskar og margt
fleira með allt að 40% afslætti.
Athugið að allar gerðir TOSHIBA örbylgjuofna verða seldar með
15% afslætti meðan á útsölunni stendur og
með þeim fylgir frítt!
Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um
takmarkað magn af hverri vörutegund að ræða!
Sérstök laugardagsopnun kl. 10-16
Ei inar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 - ® 622901 og 622900