Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993 Stofnun fjárfestingarbanka í hlutafélagsformi Eignarhlutur samtaka í iðngreinum gæti orðið innan við helmingur RÆTT hefur verið um að samtök I iðnaði komi til með að eiga innan við helming í íslenska fjárfestingarbankanum hf. sem samkomulag hefur tekist um milli fulltrúa iðnaðarráðuneytis- ins, Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðar- manna að stofna, en meginuppistaða fjárfestingarbankans í byrjun verður Iðniánasjóður sem aðilar í iðnaði hafa greitt um 70% í frá því hann var stofnaður á móti 30% framlagi ríkisins. Að sögn Gunnars Svavarssonar, formanns Félags islenskra iðn- rekenda, hefur samkomulag ekki náðst um eignaraðild í bankan- um, en hann sagði iðnaðinn hafa sóst eftir að réttur hans til eignarhalds í fjárfestingarbankanum verði allt að 70%. „Það hefur þegar komið í ljós að það verði ekki viðurkennt að sá hluti sem til samtaka í iðnaði rynni yrði svo stór, og reyndar hefur verið sagt að hann yrði helm- ingur eða minni,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Jón Sigurðsson greindi frá fyrir- hugaðri stofnun fjárfestingarbank- ans á aönælisfundi Félags íslenskra iðnrekenda á laugardaginn í síðustu viku. í samtali við Morgunblaðið sagði hann að um alhliða fjárfest- ingarstofnun yrði að ræða, sem Iðnlánasjóður væri reyndar í raun og veru orðinn í verulegum mæli. „Nú er verið að semja frumvarp út frá þeim meginatriðum sem ég tel að samkomulag hafi náðst um í flestum greinum milli ríkisstjóm- arinnar og samtaka iðnaðarins, en ég get ekki tímasett það nákvæm- lega hvenær það verður tilbúið. Sannleikurinn er sá að deilur um eignarhald á Iðnlánasjóði hafa taf- ið nauðsynlegar skipulagsbreyt- ingar á þessum sjóðum iðnaðarins og reyndar atvinnuveganna allra, en ég vonast til að þama sé í sjón- máli Iausn á því,“ sagði hann. Gert er ráð fyrir að Iðnþróunar- Margrét Sonja Viðarsdóttir Ungfrú Norðurland Margrét Sonja valin MARGRÉT Sonja Viðarsdóttir var útnefnd Fegurðardrottning Norðurlands í Sjallanum á Ak- ureyri í gærkvöldi. Margrét Sonja er átján ára nemi í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Besta ijósmyndafyrirsætan var valin Elva Eir Þórólfsdóttir og Karen Ingimarsdóttir var kosin vinsælasta stúlkan. sjóður sem nú er í eigu íslendinga og annarra Norðurlandaþjóða verði sameinaður fjárfestingarbankan- um 1996, en þá verður sjóðurinn að öllu leyti orðinn eign íslenska ríkisins. Jón Sigurðsson sagði að Iðnþróunarsjóður yrði til þess að auka fjárstofn fjárfestingarbank- ans þegar þar að kæmi og þá sér- staklega þróunar- og rannsóknar- störf á hans vegum. Sagði hann að meðal annars kæmi vel til greina að hinn nýi fjárfestingar- banki veitti lán til sjávarútvegsfyr- irtælqa vegna fjárfestinga í sjávar- útvegi erlendis. „Það er alls ekki neitt sem talar gegn því að slík þjónusta yrði veitt í þessum öfluga fjárfestingarbanka sem tillögurnar ganga út á, og þvert á móti væri það betri bak- hjarl að ég tel. Það kæmi því vel til greina að þessi fjárfestingar- banki sinnti því hlutverki," sagði hann. Gunnar Svavarsson sagði að ætlunin væri að fyrirhugaður eign- arhlutur iðnaðarins í fjárfestingar- bankanum yrði afhentur samtök- um iðnaðarins til varðveislu, og arður af honum yrði notaður til að kosta rekstur samtakanna ann- ars vegar og hins vegar til að styðja við núverandi vöruþróunar- og markaðsdeild Iðnlánasjóðs, sem áfram yrði rekin í tengslum við hinn nýja banka. Hann sagði að upphaflega hefðu aðilar í iðnaði viljað kanna möguleika á því að þeir sem greitt hefðu í sjóðinn eign- uðust hlut í fjárfestingarbankanum í samræmi við það, en sú niður- staða hefði hins vegar ekki fengist. Á leiðarenda LEIKBRÚÐULANDSFÓLK með verðlaunagripina, f.v. Bára L. Magnúsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Brynjar Gunnarsson, Þór- hallur Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Hallveig Thorlacius, Eyþór og Helga Arnalds. Stríðið tafði verð- launasendinguna STRÍÐIÐ í fyrrum Júgóslavíu olli því að verðlaun sem Leikbrúðu- land hlaut á alþjóðlegri brúðuhátíð þar síðasta sumar bárust ekki til íslands fyrr en nú. Hallveig Thorlacius og samstarfsfólk hennar í Leikbrúðulandi biðu þannig í átta mánuði eftir kjörgripunum sem þau fengfu af því bæði börnum og fullorðnum sérfræðingum þótti Bannað að hlæja besta sýningin. Hallveig segir að um þrjátíu standenda sýningarinnar í Reykja- verk hafi verið á leikbrúðuhátíð- inni í Zagreb. í fyrsta sinn fóru verðlaun dómnefndar bama og hóps leikhúsgagnrýnenda til sömu listamanna. Börnunum þótti Bannað að hlæja besta sýningin og gagnrýnendur veittu henni að- alverðlaun hátíðarinnar. Eftir langt og snúið ferðalag komust verðlaunagripirnir í hendur að- vík í gær. Málverk á tré, af karli sem getur hreyft augun, eftir þekktan listamann í Zagreb, Milan Cecuc, frá gagnrýnendum og myndverk frá bömunum, Bláa svalan eftir Svjetlan Junakovic. Bannað að hlæja er sýnt í Leik- brúðulandi við Fríkirkjuveg 11 á sunnudögum klukkan tvö og fjög- ur. Frumvarp um afnám íSsSsr verðtryggingar kynnt Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði stöðvaði framleiðslu í bruggverksmiðju í iðnaðarhúsi í bænum í gærmorgun. Hellt var niður u.þ.b. 100 lítrum af gambra og lagt hald á 10 lítra af spíra. Maður var handtekinn á staðn- um, grunaður um bmggun með sölu í huga. Hann var fyrir nokkrum vikum handtekinn vegna sams kon- ar brota. JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti í ríkisstjórninni í gær frum- varp um afnám lögboðinnar verðtryggingar fjárskuldbindinga. Sett verða sérstök lög um lánskjaravísitölu og mönnum fijálst að miða við hana í lánasamningum. Þótt verðtrygging verði ekki lengur skylda, verður hún því heldur ekki óheimil. Réttindi og skyldur, sem menn hafa áunnið sér samkvæmt eldri lögum, verða áfram í gildi. „Ég gerði tillögu um að nema tali við Morgunblaðið. „í staðinn Úrlögumákvæði01afslagafrál979 yrðu sett einföld lagaákvæði um um verðtryggingu fjárskuldbind- tilveru lánskjaravísitölunnar. Hún inga,“ sagði Jón Sigurðsson í sam- yrði þá lögbundinn mælikvarði með í dag Villtu laxarnir villtir Hlutdeild flökkulaxa í veiðinni var minni í fyrra en árið á undan 7 Spusskí i kröppum dunsi Heimsmeistarinn fyrrverandi á í vök að verjast gegn 16 ára stúlku, Júdit Polgar 13 Jordan sektaöur KörfuknattleikssnUlir.gurinn Mich- ael Jordan var í gær sektaður um 600 þúsund krónur vegna slags- mála við Reggie Miller 43 Ixiðari Draumaveröld verður að martröð 22 Lesbók ► Forsíðumynd: Paul Jenkins - Stefán Jón Hafstein: Manniegir harmleikir og pólitískar lausnir - Leiklist í eddukvæðum - Rann- sóknir á hörpudisk í Breiðafírði. JHirðunMaMb * mr ■ .*. ______i£ Húner Menning/listir ► Hún er konan og listin: Sard- asfurstynjan í Islensku óperunni - Rithöfundurinn Leena Lander - Verk fyrir gleymd hyóðfæri - Eyjamar þungu. tilteknum hætti, sem menn gætu vísað til í lánssamningum ef menn kæmu sér saman um það. Hins vegar væru engar kvaðir lengur í lögfum um verðtryggingar fjár- skuldbindinga og menn væru fijáls- ir að því að semja um þennan þátt í lánsskilmálum eins og aðra.“ Jón sagði að ekki hefði verið gengið frá málinu í ríkisstjórn og ráðherrar ætluðu að skoða það á milli funda. Fyrir þingið á næstu vikum Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar átti að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga um síðustu áramót, en viðskiptaráð- herra hefur sagt að ekki lægi á slíku vegna þess að tök hafi náðst á verð- bólgunni. Frumvarp ráðherra verð- ur væntanlega lagt fyrir Alþingi á næstu vikum. Verðtrygging útlána takmarkast nú við að lánstími sé lengri en þtjú ár eða að bankainnstæða sé bundin í sex mánuði eða lengur. Þetta hef- ur valdið bönkunum erfíðleikum og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins felur frumvarpið í sér að þetta fellur úr gildi. Jafnframt falla úr gildi lagaákvæði um að verð- tryggðir bankareikningar eða lána- skuldbindingar séu skráð á nafn. Tóku lyf frá lækni LÖGREGLAN I Reykjavík handtók í gærkvöldi tvo pilta 17 og 14 ára með læknatösku fulla af margs konar lyfjum. Töskunni höfðu þeir stolið í innbroti á heimili læknis í Vesturbænum um klukkan 19 í gærkvöldi. Lyfjum var dælt úr piltunum á Slysavarðstofunni. Eldri pilturinn gisti fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt en þar er hann hagvanur þrátt fyrir ungan aldur. sögn heimildarmanna í lögreglunni lúta ströngum aga þessa foringja síns — munu þó nær ávallt hafa falsað þær ávísanir sem gefnar voru út úr þeim heftum. Þá hafa þessir piltar einnig komið við sögu fíkniefnamála. Meðal annars gerði hann út inn- brotaflokk, sem iðkaði það að fá lánaða bíla á bílasölum, halda þeim yfír nótt og nota í innbrotaleið- angra. I innbrotunum var iðulega stolið ávísanaheftum en yngri piltarnir, um og undir fermingu — sem að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.