Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 2i Fréttamynd ársins MYND af sómalskri konu sem tekur upp tátið barn hefur verið valin fréttamynd ársins 1992. Ljósmyndarinn er Bandaríkjamaðurinn James Nachtwey hjá Magnum Photos. Lífsbjörg í Norðurhöfum á rás tvö í sænska sjónvarpinu Heitar umræður eftir þáttínn Gautaborg. Frá Gunnari Kára Magnússyni. JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði í sjónvarps- umræðum í Gautaborg á fimmtu- dagskvöld að samtök Grænfrið- unga stunduðu efnahagslega hryðjuverkastarfsemi og ælu á tvískinnungi til að efla eigin fjár- stöðu. Utanríkisráðherra lét þesi orð falla í umræðuþættinum „Svar direkt" sem sýndur er á rás tvö sænska sjón- varpsins en fyrr um kvöldið hafði mynd Magnúsar Guðmundssonar BRESKUM HEIMSKAUTA- FORUM BJARGAÐ „Lífsbjörg í Norðurhöfum" verið sýnd. í sjónvarpsumræðunum tóku þátt auk utanríkisráðherra, Magnús Guð- mundsson, Jan Henry T. Olsen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, fulltrúi norskra hrefnuveiðimanna, fulltrúar Grænfriðunga og fleiri. Áður en umræðan hófst gafst Magnúsi tæki- færi til að skýra frá því hvemig stað- ið hefði verið að gerð myndarinnar. Einn fulltrúi Grænfriðunga vændi hann þá um lygar og fullyrti að Magnús væri á mála hjá hagsmuna- samtökum um hvalveiðar. Spunnust deilur ufn hvort myndefnið væri frá Grænfriðungum komið og lyktaði þeim með því að varaformaður Græn- friðunga, Jóakim Bergman, staðfesti að svo hefði verið. Miklar deilur spunnust einnig um þá fullyrðingu stjómanda þáttarins, Sieverts Öholm, að einungis 18 sænskar krónur af þeim 160 sem félagar í samtökum Grænfriðunga greiddu á ári hveiju í félagsgjöld rynnu til umhverfísverndar. Þá vöktu einnig athygli ummæli Bjöm Öc- kens, fyrrum formanns Grænfrið- unga í Noregi, sem kvaðst vera þeirr- ar hyggju að starfsemi Grænfrið- unga væri ekki lengur unnt að flokka undir umhverfísvernd heldur al- menna dýravernd þar eð samtökin væru enn andvíg hvalveiðum þó svo vísindaleg rök hefðu verið leidd að því að unnt væri að nýta ákveðnar hvalategundir upp að vissu marki. Nils Dahlbáck, einn virtasti náttúm- fræðingur Svía, lýsti því yfir í þessu sambandi að hann vissi ekki til þess að nokkur þjóð hefði unnið jafn vel að varðveisíu náttúmauðlinda og ís- lendingar. Dagblaðið Arbetet sagði í umfjöll- un um þáttinn og mynd Magnúsar Guðmundssonar í gær að „Lífsbjörg í Norðurhöfum" væri meistaralega unnin og að Grænfriðungum hefði ekki tekist að draga úr sannleiksgildi myndarinnar þrátt fyrir „flausturs- legar tilraunir til þess.“ Um ein og hálf milljón manna horfir að jafnaði á þáttinn „Svar di- rekt“ en ætla má að óvenju margir hafí fylgst með honum á fimmtu- dagskvöldið þar sem landsleikur Svía og Kanadamanna í íshokkí var á dagskránni fyrr um kvöldið. KEYPJI SUMARBUSTAÐ fyrir eina HAPPAÞRENNU HAppAþRENNAN hefrtírúvunffáui! > ________________ Utgjaldaþensla í Rússlandi Tvöfaldast vegna „falinna styrkja“ ^ Moskvu. Frá Vladimir Todres, fréttaritara Morgunblaðsins. UTGJÖLD rússneska ríkisins í fyrra reyndust um það bil tvöfalt meiri en gert var ráð fyrir i fjárlögum sljórnarinnar, að því er Viktor Ge- rastsjenko, bankastjóri rússneska dögunum. Gerastsjenko sagði að útgjöld rík- isins hefðu orðið 1.167 milljarðar rúblna en ekki 950 milljarðar eins og gert var ráð fyrir í fjárlögunum. Þar að auki næðu þessar tölur ekki yfir aukalán til rússneskra fyrir- tækja, sem yrðu að öllum líkindum aldrei endurgreidd. Útgjöld ríkisins urðu því í raun rúmir 1.900 milljarð- ar rúblna, tvöfalt meiri en samkvæmt fjárlögunum. Seðlabankastjórinn tel- seðlabankans, sagði á þingfundi á ur að svipuð skekkja sé í fjárlögum stjórnarinnar fyrir þetta ár þar sem ekki sé gert ráð fyrir „földu styrkjun- um“ til ríkisfyrirtækjanna. Þessi gífurlegu ríkisútgjöld kynda undir óðaverðbólgu þótt reynt sé að fela stóran hluta þeirra. Seðlabanka- stjórinn tetur að skilyrði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir fjárhagsað- stoð hafi stuðlað að fjárlagaskekkj- unni. EGLA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Bretar á Suðurskautslandinu Nema staðar vegna vannæringar og kals London. Reuter. BJÖRGUNARLEIÐANGUR náði í gær í bresku heimsskautafarana Sir Ranulph Fiennes og Michael Stroud. Urðu þeir að hætta för sinni yfir Suðurskautslandið vegna vannæringar og kals og kváðust þeir vera nær dauða en lífi. Þegar Fiennes og Stroud hættu för sinni áttu þeir 565 km ófarna að leiðarenda. Þeir höfðu gengið í 95 daga með sleða í eftirdragi. Þeir slógu tvö met. Þeir urðu fyrstir manna til að fara fótgangandi einir síns liðs þvert yfir Suðurskautsland- ið. Einnig var um að ræða lengstu heimskautagöngu án stuðningsliðs. Heimskautafararnir hafa lést um þriðjung síðan gangan hófst 6. nóv- ember síðastliðinn. Fiennes á við sýkingu í fæti að stríða og hefur þegar misst hluta af einni tá auk þess sem sjón hans er sködduð vegna snjóbirtu. Stroud er kalinn á fingrum. 96,l»4- '■'Y'Öfe it'í ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA RAUÐI SÖLUVAGNINN í BORGARKRINGLUNNI * Allir okkar glillfallegu skartgripir með 50% afslætti. i ' ■ • ■: * r |»li vt .... '^L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.