Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 MORGUtfj 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Draumaveröld verð- ur að martröð Efnahagsástandið í Færeyjum líkist einna helst martröð. Færeyingar eru enn háðari fisk- veiðum en íslendingar og er það því reiðarslag fyrir efnahagslífið þegar fískstofnamir hrynja. Á hálfum áratug hefur botnfisk- veiði eyjarskeggja dregist saman um nær helming. Á sama tíma hafa erlendar skuldir Færeyinga tvöfaldast. Áhrifín eru ógnvænleg, ekki bara fyrir færeyskt atvinnulíf, heldur ekki síður fyrir færeyskar fjölskyldur. Atvinnuleysi er nú þegar á þriðja tug prósenta og því spáð að áður en árið sé liðið kunni annar hver Færeyingur að vera án atvinnu. Ráðstöfunar- tekjur meðalfjölskyldu munu dragast saman um 300-400 þús- und krónur milli áranna 1992 og 1993 vegna skattahækkana og beinna launalækkana. Fjár- hagsáætlanir þúsunda fjöl- skyldna eru orðnar að engu. Þær standa uppi eignalausar og at- vinnulausar. Hin sorglegu örlög Færeyinga eru gott dæmi um hve brigðult hafíð getur verið. Þjóð sem bygg- ir alla sína afkomu á sjávarfangi tekur í raun þátt í sífelldu happ- drætti. Það er ekki hægt að segja með vissu fyrir um hver afli verð- ur næstu tólf mánuði. Hvað þá næstu tólf ár. Dæmi Færeyinga sýnir því einnig hversu hættulegt það er að haga fjárfestingum á þann veg að sjávarafli verði sí- fellt að aukast eigi tekjur að standa undir þeim. Sjávarútvegs- þjóðir verða að gera ráð fyrir að það muni skiptast á skin og skúr- ir, annars er voðinn vís. íslendingar hafa verið á hættulegri braut í þessum efnum á undanfömum áratugum og við ættum að líta á Færeyjar sem víti til vamaðar. Þegar sjávarafli var sem mestur þar um miðjan síðasta áratug fór þjóðfélagið í heild sinni á útgjaldafyllerí. Rík- isvald, fyrirtæki og heimili réðust í viðamiklar fjárfestingar sem íjármagna þurfti með erlendum lánum. Flest þau fyrirtæki sem lengst gengu í fjárfestingum eru nú gjaldþrota. Togaramir glæsi- legu horfnir úr landi og frysti- húsin tóm. Þúsundir manna em að missa heimili sín til lánar- drottna. Eftir standa jarðgöngin, hafnimar, gervigrasvellirnir, íþróttahallimar og vegimir, sem á sínum tíma voru talin til marks um stórhug og framtakssemi, sem tákn um óhóflega bjartsýni og ábyrgðarleysi við meðferð opinberra ijármuna. Færeyingar eru smám saman að vakna upp við þá staðreynd að þeir hafí lifað í draumaveröld og að tekjum næstu ára og jafn- vel áratuga hafi þegar verið ráð- stafað. Það er ekki auðvelt fyrir þjóð að horfast í augu við raun- veruleika af þessu tagi og af ummælum margra færeyskra stjómmálamanna má ráða að þeir hafí ekki enn áttað sig á alvöru málsins til fulls. Þeir virð- ast reyna að sannfæra sig og aðra um að þetta sé nú ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera. Það leikur hins vegar eng- inn vafí á því í huga almennings hversu alvarleg staðan er, enda bitnar kreppan harðast á hinum almenna borgara. I grein í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag er vitnað í starfsmann banka í Færeyjum sem segir að eitt það versta sém sé að gerast sé að fólk sé að missa vonina. „Ég verð æ oftar var við að fólk gefst einfaldlega upp þegar það ræður ekki við dæmið. Það hættir að borga af lánum og notar peningana í stað- inn í mat og aðrar nauðsynjavör- ur. Það kemur svo til okkar og segir: Héma er húsið ykkar. Gjörið svo vel,“ segir þessi bankamaður. Þetta er mjög átak- anleg lýsing enda bendir margt til þess að Færeyingar séu al- mennt að missa vonina um betri tíð framundan. Marita Petersen, lögmaður Færeyinga, hefur sagt í samtali við Morgunblaðið að hún telji að tíu til fímmtán ár geti Iiðið áður en færeyskt efnahagslíf nær sér að fullu á strik á ný. Það er lang- ur tími, ekki síst fyrir ungt fólk, sem er að hefja lífsbaráttuna. Fjölmargir hafa ekki slíka bið- lund og íhuga að flytja úr landi. Fyrst fer unga fólkið og þeir sem hafa einhveija menntun. Á síð- asta ári fluttu 900 fleiri frá Færeyjum en til eyjanna. Það hefur einnig haft sterk sálræn áhrif á Færeyinga að færeyskir stjórnmálamenn hafa í tvígang þurft að fara bónarveg til Kaupmannahafnar til að fá fjármagn til að koma í veg fyrir yfírvofandi hmn bankakerfísins. Þessum lánveitingum fylgdu ströng skilyrði sem í raun þýða að efnahagsstjómin hefur að mestu verið tekin úr höndum landstjórnarinnar. Þeir Færey- ingar sem börðust fyrir sjálf- stæði viðurkenna nú að slíkt er fíarlægari draumur en oftast áður. Af ummælum almennings í fjölmiðlum má ráða að margir telja færeyska stjómmálamenn ekki hafa valdið hlutverki sínu og því sé ekki hægt að kvarta yfír að Danir hafí viljað skilyrða fjárstuðning sinn. Mörgum svíð- ur sárt að hafa þurft að beygja sig fyrir Dönum á þennan hátt, sökin á því liggur hins vegar ekki í Kaupmannahöfn heldur í Þórshöfn. iUAR 1993 Ekki vitað um alvarleg slys í aftakaveðri með þrumum o g eldingum sem olli nokkru tjóni á landinu í gær Eldingarnar gerðu þre- falt öryggi dreifikerfis Landsvirkjunar að engu Dreifikerfið ætti að standa það af sér að elding slægi út 1-2 af línunum þremur en ekki væri raunhæft að ætla nokru kerfi að standast það þegar eldingu lysti niður í allar þrjár línurnar sam- timis. Milljón volta spenna Alls sló 7-8 eldingum niður í lín- urnar þrjár en þegar það gerist get- ur spenna í þeim aukist úr 220.000 voltum í 1 milljón volt að sögn Þórð- ar. Tvær línanna þriggja liggja frá Búrfelli; önnur að aðveitustöð við Geitháls -en hin að aðveitustöð við Hamranes sunnan Hafnarfjarðar. Loks er þriðja línan sem liggur frá Brennimel í Hvalfirði og að aðveitu- stöðinni á Geithálsi. Línurnar rofnð- uð ekki og ekki var ljóst hvort ein- angrunarbúnaður hefði skemmst. Þórður Guðmundsson sagði að Landsvirkjun hefði kallað út liðsauka til að manna aðveitustöðvar meðan verið var að koma kerfmu inn aftur eins og það er kallað en því var lok- ið um klukkan sex, eins og fyrr sagði en nokkru eftir það sló þó enn við og við niður eldingum í minni línur kerfísins og sló þær út. Eftir að tekist hafði að koma raf- magni inn um landið suðvestanvert var enn straumlaust á Vestfjörðum en þar hafði aðveitulínu að Mjólkár- virkjun slegið út síðdegis af ókunn- um orsökum. Morgunblaðið/Kristinn Stjóriistöðin í STJÓRNSTÖÐ Landsvirkjunar áttu menn annríkt síðdegis í gær. Þar eru venjulega tveir menn á vakt en þar voru sex að störfum þeg- ar ljósmyndari og blaðamaður litu þar inn um það leyti sem rafmagn var að koma inn. ELDIN G A VEÐRIÐ lék dreifikerfi Landsvirkjunar grátt því elding- um sló niður í allar þrjár 200 Kw línur kerfisins með þeim afleið- ingum að straumlaust varð á svæði frá Selfossi vestur um höf- uðborgarsvæðið og allt Reykjanes og allt vestur til Akraness klukk- an 17.05 í gær. Tólf mínútum síð- ar komst straumur á til Álversins í Straumsvík og um klukkan sex var straumur kominn á alls staðar að nýju. Engar skemmdir urðu á aðveitustöðvum Landsvirkjunar og ekki var í gær vitað til að nein önnur mannvirki hefðu skemmst en ekki verður endanlega unnt að ganga úr skugga um það fyrr en í dagsbirtu í dag. Þórður Guð- mundsson, rekstrarstjóri Lands- virkjunar, sagði að segja mætti að þrefalt öryggi hefði brugðist. Hrrr ÁTVR opið fram yfir sex ÚTSÖLUM Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins er alltaf lokað í rafmagnsleysi. Nú fór rafmagnið af á versta tíma, á síðasta klukku- tímanum fyrir lokun á föstudegi. 40 manns voru inni í útsölu ÁTVR í Miklagarði þegar rafmagnið fór af. Þorgeir Baldursson útsölustjóri sagði að sjóðsvélamar hefðu orðið óvirkar og auk þess var talið ráðlegt af ör- yggisástæðum að loka. Varð að af- greiða fólkið sem var inni án aðstoð- ar kassanna og tókst það þótt seint gengi. Fyrir utan beið fólk í biðröð og þegar rafmagnið komst á þijár mín- útur fyrir sex var öllum sem þá biðu, um 120 manns, hleypt inn. Sagði Þorgeir að orðið hefði að hafa opið til 18.15 eða 18.20 til að allir kæm- ust að. Vestfirðir síma- sambandslausir ERFITT var með símasamband við Vestfirði og Vesturland frá því klukkan rúmlega 17 í gær og fram eftir kvöldi. Starfsmaður á mælaborði Landsímans sagðist seint í gærkvöldi að vonast væri til að síminn kæmist fljótlega í lag. Þá var víða sjónvarpslaust og um tíma voru truflanir á símasam- bandi við útlönd. Örbylgjusambandið milli Vatns- enda og Girðisholts í Borgarfirði bil- aði og olli það því að nánast útilokað var á ná símasambandi við Vestfírði og stóran hluta Vesturlands. Síma- samband var innan svæðanna. Sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Egg- ertssonar á mælaborði Landsímans var örbylgjusambandið með suður- ströndinni í lagi og einhveijir Ijósleið- arar voru einnig í Iagi og var því samband við Norðurland og aðra Iandshluta. Sigurður sagði um klukk- Nokkrir brutu bein í óveðrinu Lét á sjá MÓTTÖKUSKERMUR fyrir gervihnattasendingar við Út- varpshúsið við Efstaleiti lét á sjá í veðrinu. Járnplötur flettust neð- an af honum, eins og sést á mynd- inni. Nokkrir þurftu að leita á slysadeild Borgarspítalans síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna meiðsla sem þeir höfðu hlotið vegna óveðursins sem gekk yfír suðvesturhluta landsins. Samkvæmt upplýsingum læknis á slysadeild varð þó enginn fyrir alvar- legum meiðslum en nokkrir sem höfðu fokið í rokinu hlutu minni háttar beinbrot. Morgunblaðið/Sverrir Örtröð við „ríkið“ NOKKUR óróleiki var orðin meðal fólks sem beið fyrir utan „ríkið“ í Miklagarði þegar nálgaðist lokun í gær. an 23 í gærkvöldi að vonast væri til að símasamband kæmist fljótlega á. Truflanir voru á símasambandinu við útlönd síðdegis. Rofnaði sam- bandið gjarnan en landið varð aldrei alveg sambandslaust. Tókst fljótlega að kippa þessari bilun í liðinn. Víða voru truflanir á sjónvarps- sendingum vegna bilunarinnar í ör- bylgjusambandinu, sérstaklega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norður- landi vestra. Morgunblaðið/Sverrir Afklæddist bárujárninu BÁRUJÁRN flettist af nýlega klæddum gafli á húsi Granda við Norðurgarð í Reykjavík. Björgunarsveitir komu á staðinn til að hinda að járnið fyki, Erill hjá lögreglu og björgunarsveitum á Suðvesturlandi Víða þurfti aðstoð en ekki vitað um stórtjón eða -slys LÖGREGLUNNI í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði bárust alls 54 tilkynningar um foktjón og beiðnir um aðstoð á um tveggja klukkustunda tímabili í gær meðan suðaustan hvassviðrið gekk yfir. Björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út og sinntu meðlimir þeirra hjálparbeiðnum ásamt lögreglumönn- um en laust eftir klukkan átta var viðbúnaður þeirra blásinn af. Mest varð tjón á svæðinu eftir því sem næst verður komist á húsi í eigu Granda vestur á Grandagarði. Þar flettist hluti bárujárnsklædds gafls af í rokinu. f Keflavík féll auglýsingaskilti af húsvegg og skemmdi tvo bíla. Á Keflavíkurflugvelli munu báru- járnsplötur einnig hafa fokið af nýju flug- skýli Flugleiða. í uppsveitum Árnessýslu var enn rafmagnslaust í gærkvöldi, sem og á Eyr- arbakka og í Flóanum en þar höfðu raflínur slitnað. Annars varð ekki umtalsvert tjón eft- ir þvi sem næst verður komist. Víða um höfuðborgarsvæðið fuku stillansar niður og grindverk og skjólveggir létu undan veðr- inu, auk þess sem hemja þurfti þakplötur sem fuku og ýmislegt annað lauslegt sem ekki hafði verið gengið nægilega tryggilega frá. Basl á heiðinni Meðan veðurhamurinn var mestur var fólki ráðlagt að halda sig inni því ekki var stætt. Á slysadeild Borgarspítalans fengust þær upplýs- ingar að nokkuð hefði verið um að fólk leitaði þangað vegna beinbrota og áverka sem það hlaut við fall eftir að vindhviðurnar sviptu því til. Rúta til Selfoss var 40 mínútum lengur á leið- inni austur yfír fjall en venjulega vegna hvassviðr- is og bílar áttu í nokkru basli á Heiðinni meðan mest gekk á en ekki hlutust af teljandi vandræði, eftir því sem lögreglan á Selfossi hafði komist næst. Morgunblaðið/Þorkell Hópur unglinga hélt til í kirkju UM 200 unglingar höfðu safnast saman í Fella- og Hólakirkju síðdegis í gær þegar veðurofsinn gekk yfir en þau ætluðu að halda af stað á mót á vegum æskulýðsráðs þjóðkirkjunnar í Vatnaskógi í gærkvöldi. Ovenjulegar þrumur AÐ sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings á spádeild Veður- stofu Islands var þrumuveður af því tagi sem gerði um landið sunn- an og vestanvert síðdegis í gær fremur fátítt. Þar sem þrumuveð- ur verði megi yfirleitt rekja það til stakra bólstraskýja annað hvort á heitum sumardögum eða í mjög köldum útsynningi að vetr- arlagi en sjaldnar beri það til sem nú gerðist að þrumur og eldingar bresti á þegar skil ganga yfir landið. í dag gekk kröpp en ekki ýkja djúp lægð fyrir vestan landið og var verulegur hitamunur milli hlýja lofts- ins sem fór fyrir skilunum og hins kalda sem fylgdi í kjölfarið. Við slík skilyrði verður mikið uppstreymi og því fylgja eldingar sem myndast er kalt loft þrengir sér inn undir hlýja loftið og lyftir því upp á nokkurra tuga kílómetra breiðu beiti. Því Iengra sem líður frá því að elding sést og þar til þruma heyrist, því lengra í burtu er þrumubeltið. Einar sagði að sig minnti að síð- _i-_ ast hefði veður af þessu tagi gert hérlendis daginn sem stormflóð reið yfir á Stokkseyri og Eyrarbakka í ársbyijun 1989. Einar Sveinbjörnsson sagði að hérlendis væri enginn búnaður til sem mælir styrk ljósagangs og þrumuveðurs en slíkt væri eflaust til erlendis þar sem veður af þessu tagi væri algengara. Margir sem Morgunblaðið ræddi við í gær höfðu hins vegar orð á því að þeir hefðu sjaldan heyrt jafn- háværar þrumur og séð jafnskærar eldingar á himni hérlendis. Fukuundir Hafnarfjalli ENGINN meiddist er tveir bílar fuku út af veginum undir Hafnar- fjalli síðdegis í gær. Þar var veg- urinn talinn ófær vegna veðurs framundir kvöld. Bílamir fengu á sig vindhviður norðan við Hafnará. Jeppi þurfti að stöðva vegna þess að vindurinn ruglaði þurrkurnar. Þegar hann ætl- aði að halda af stað að nýju setti vindurinn hann á hliðina utan vegar. Síðar fauk lítill vörubíll út af og hafnaði á toppnum. Var hætt við ferðina vegna veðurs og héldu krakkarnir til í kirkjunni fram á kvöld og höfðu þar kvöldvöku þar til veður fór að lægja. Sneru þá flestir aftur til síns heima en nokkr- ir unglinganna sem höfðu komið frá Selfossi og Grindavík í gærdag fengu að gista í kirkjunni í nótt. Vakt hjá Almanna- vöraum ALMANNAVARNIR ríkisins höfðu vakt fram eftir kvöldi í gær vegna óveðursins og sendu út við- varanir til almennings. Hafþór Jónsson, fulltrúi hjá Al- mannavömum ríkisins, sagði í gær að þegar sýnt hefði þótt hvert stefndi með veðrið síðdegis í gær hefði ver- ið ákveðið að hafa áfram vakt í stjómstöð Almannavarna og geVa almannavamanefndum á óveðurs- svæðinu viðvart, það er nefndunum á Suðvestur- og Vesturlandi. Al- mannavamanefndirnar á hvetjum stað ákveða síðan hvernig best sé að bregðast við á hveijum stað. í Reykjavík kallaði lögreglan til full- trúa björgunarsveitanna og setti upp stjómstöð til að sinna hjálparbeiðn- um fólks í vanda. Þá vom sendar út viðvaranir til almennings, meðal annars um að vera sem minnst á ferli og viðbrögð vegna eidinga. 70hnútarí r hviðum í Reykjavík IjÆGÐIN sem olli hvassviðrinu á landinu í gær herjaði fyrst með suðaustan hvassviðri eða stormi en í kjölfar skilanna fylgdi suð- vestan aftakaveður á mjóu belti Um klukkan 23 var veður að versna mjög á Vestfjörðum og að sögn Veðurstofu bentu líkur tij að þar yrði versta veðrið. Þá hafði mestur vindur mælst á Gufuskálum en klukkan 21 í gær voru þar 11-12 vindstig og litlu minna veður á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslum og Skagafírði. Klukkan 18 í gær, þegar þetta belti gekk yfir Reykjavík, voru þar 10-11 vindstig en allt að 70 hnúta vindur í hviðum. Að sögn Einars Sveinbjömssonar, veðurfræðings á spádeild Veðurstofu íslands reyndist erfítt að fylgjast með lægðinni áður en hún kom að landinu, enda engar athugunarstöðv- ar suður af landinu og allt suður að Hvarfi. Dagfari í snælduvit- lausu veðri með 500 tonn af loðnu „ÞAÐ er snælduvitlaust veður og er búið að vera síðan seinnipart- inn í dag,“ sagði Guðmundur Garðarsson skipstjóri á loðnuskip- inu Dagfara ÞH í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi en skip- ið var þá statt 13 sjómílur austu’r af Reykjanesi á leið í land með fullfermi eða 500 tonn af loðnu í tíu vindstigum. Guðmundur sagði að engin vand- kvæði hefðu þó hlotist af völdum veðursins en þeir færu mjög rólega yfír og sigldu á sex mílna ferð. Átti hann von á að skipið kæmi inn til Reykjavíkur upp úr miðnætti. Dag- fari hafði þá verið tæpan sólarhring á leiðinni til lands frá loðnumiðunum út af Skaftárósi. Tæplega 200 skip á sjó ± Alls voru hátt í 200 skip á sjó í gær þegar óveðrið gekk yfír og höfðu flest hver siglt í var eða á leið til lands í gærkvöldi en tilkynninga- skyldunni höfðu ekki borist fregnir um að neinn hefði lent í umtalsverð- um erfiðleikum og flestir minni bát- anna virtust hafa sloppið undan óveðrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.