Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 15 Opið bréf til „Tvíhöfða“ eftir Gunnar Svavarsson Skildi þeim mönnum, jafnvel langskólagengnum innan svokall- aðrar tvíhöfðanefndar, ekki detta í hug að með tillögum sínum til stjómvalda gætu þeir verið valdir að gríðarlegum straumhvörfum og kollsteypu í fískveiðistjórnun og atvinnumálum íslendinga. Heyrst hefur með nokkurri vissu að „Tví- höfði“ sé búinn að setja á blað til- lögur um að kvótasetja alla smá- báta og taka línutvöföldunina af þessa íjóra mánuði sem hún er á. Mér er spum, hvaða hvatir liggja að baki slíkum vangaveltum? Hamslaus af bræði mundi ég hvæsa. Það er öfundsýki og heimska. Veltum ofurlítið fyrir okkur hvað slíkar tillögur ef þær næðu fram að ganga hefðu í för með sér fyrir Suðurnesin. Atvinnuleysi mundi stóraukast, útflutningur hágæða afurða með flugi mundi dragast saman og fjöldi fjölskyldna mundi neyðast til að segja sig á sveitina í formi atvinnuleysisbóta og stuðn- ings við að halda híbýlum sínum frá uppboðshöldurum. Kvótasetning smábáta er bein ávisun á auknar veiðiheimildir til þeirra er stjóma bankakerfínu, þ.e. útgerða er skipa milljarðaflokkinn í fjárfestingu nýrra fískiskipa svo og milljarðaflokkinn í skuldsetn- ingu þjóðarinnar. Milljarðaflokkur- inn mundi klófesta þessar afla- heimildir áður en langt um liði. Mér er spum, hvers vegna lætur „Tvíhöfði“ ekki togaraflotann hafa þessi tonn strax, óþarfi er að vera með þessa sýndarmennsku til að villa um fyrir almenningi? Krókakerfi smábáta Núgildandi veiðikerfi sem smá- bátar með krókaleyfi hafa lært að aðlagast er þó ekki mannlegt að öllu leyti. Banndagarnir sem í því eru gera það að verkum að menn eru kauplausir í desember og jan- úar og tæpan mánuð að auki. Þá sér veðráttan fyrir því að auk þessa komast menn ekki á sjó þijá mán- uði á ári. Spyija mætti: Er „Tví- höfði“ tilbúinn að vera kauplaus í sex mánuði á ári. Já, það er stór hluti þessara báta, ótrúlega stór hluti sem berst fyrir afkomu sinni í þessu kerfí, hvað þá því kerfí sem heyrst hefur að „Tvíhöfði" ætli þessum flota að búa við. Aftur er mér farið að hitna í hamsi. Tökum öfundsýkina. Oft hef ég verið spurður, af hveiju þessir litlu bátar mega veiða svona mikið? Svarið er: Stjórnvöld báru gæfu til að leyfa skynseminni að ráða, at- orkunni, útsjónarseminni, kostum þess að landa aflanum daglega ferskum í flugið hér á Suðurnesj- um. Lítum á annað dæmi. Heyrst hefur að krókaleyfísmenn mættu vel við una með því að skipta á milli þeirra 15.000 tonnum í stað 3.600 tonnum eins og lög gera ráð fyrir. Látum nú sjá, 15.000 tonn á „Mikil gróska er í línu- útgerð og hann er ótrú- legur fjöldi beitingar- mannanna. Þessir þætt- ir legðust af með af- námi tvöföldunarinn- ar.“ þennan bátaflokk, þá er að deila þessu út á 1.140 báta: 15.000 / 1.140 = 13,15 tonn/bát. Kvóti af þeirri stærð kippir afkomunni und- an fjölmörgum sjávarþorpum. Vándi þeirra margfaldast með stór- auknu atvinnuleysi og tekjumissi. Heilræði til „Tvíhöfða11 Við „Tvíhöfða" segi ég því. Fest- ið núgildandi kerfí í sessi til fram- búðar og lengið tvöföldunartíma á línu hjá dagróðrabátum í sex mán- uði. Slík niðurstaða mundi efla at- vinnu í landi þar sem atvinnuleysi er vaxandi, stuðla að vistvænum veiðum, auka áherslu á hágæða- hráefni til vinnslu og draga úr ábyrgð þjóðarinnar á milljarða fjár- festingum í formi verksmiðjuskipa. „Tvíhöfði", þér er skylt að koma niður á jörðina og bæta tengsl þín við lífæð þjóðarinnar. Láttu ekki eyrnamerkja þig sem afturgenginn fortíðarþurs. Afl sem berst gegn alþjóðasamþykktum, til að merkja fjölmennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið í heiminum. Á Ríóráð- stefnunni rituðu 177 lönd undir viijayfirlýsingu um að vistvænan veiðiskap og mannlíf í smáum sjáv- arþorpum bæri að efla. Afnám tvöföldunarinnar Mikil gróska er í línuútgerð og hann er ótrúlegur fjöldi beitingar- mannanna. Þessir þættir legðust af með afnámi tvöföldunarinnar. í það minnsta þyrfti ekki að bjóða mér að gera út á línu án þess að tvöföldunar nyti við. Afnám tvö- földunarinnar mundi færa afla línu- báta yfír á togara. Við það mundi þrefaldast sá fískafjöldi sem væri drepinn og fyllti tonnið. Hef ég þá reynsluna héðan af Suðurnesjum mér til hliðsjónar. Slíkt sóknar- mynstur er ekki til hagsbóta fyrir fískistofnana. Afleiðingar kvótasetn- ingar á smábáta Hvemig er búið að fara með bátaflotann milli 6 og 10 tonn? Langstærsti hluti þess afla sem þeim var úthlutað var þorskur og voru margir með mjög lítinn kvóta í upphafí úthlutunar 1. janúar 1991. Þrátt fyrir slíkt hafa núgild- andi lög um stjórn fískveiða haft það í för með sér að búið er að skerða þennan bátaflokk um nær helming á tveimur árum, meira í verðmætum talið heldur en nokk- um annan útgerðarhóp. Hugsið ykkur hvemig komið væri með næsta bátaflokk fyrir neðan, krókabátana, með svipaða skerð- ingu og þama hefur gengið eftir. Dæmið hér á undan gæfi okkur 7 tonn á bát. Tilvísunarmálið eftir Jóhann Tómasson Félag sjálfstætt starfandi heimil- islækna (FSSH) samþykkti á aðal- fundi sínum 2. febrúar síðastliðinn eftirfarandi ályktun: „Félag sjálfstætt starfandi heim- ilislækna lýsir yfir andstöðu við fyrirætlanir um að koma á tilvísun- arskyldu vegna sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Félagið minnir á, að 25. janúar siðastliðinn, tók gildi reglugerð, þar sem gjöld vegna komu sjúklinga til sérfræði- lækna voru hækkuð í flestum tilfell- um. Á sama tíma var gjaldtöku haldið nær óbreyttri hjá heimilis- og heilsugæslulæknum. Með þess- ari reglugerðarbreytingu er sjúk- lingum því beint i auknum mæli til heimilis- og heilsugæslulækna. Félag sjálfstætt starfandi heimil- islækna telur bæði óþarft og óæski- legt að fylgja þessari reglugerðar- breytingu eftir með því að koma á tilvísunarskyldu. Slíkt fýrirkomulag skerðir frelsi fólks til að leita lækn- is. Vandséð er að það leiði til nokk- urs sparnaðar en hins vegar leiðir það augljóslega til aukinnar skrif- fínnsku og óhagræðis fýrir neytend- ur heilbrigðisþjónustunnar. Sjálf- stætt starfandi heimilislæknar vilja fremur að fólk leiti til þeirra að eigin frumkvæði en að það sé gert að skyldu." Vart hafði umrædd ályktun og viðtal við formann FSSH, Ólaf F. Magnússon, birst í fjölmiðlum, þeg- ar tveir af forvígismönnum Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) (og annar þó sjálfskipaður) brugðust við af slíku offorsi, að helst minnti á aðfarir gegn „rangt hugsandi" í Sovét. Þökk enn og aftur fyrir lýð- ræðið. Nú hlýt ég að geta þess, að þeir tveir læknar í FIH, sem hér um ræðir, Sigurbjörn Sveinsson, for- maður félagsins, og Gunnar Ingi Gunnarsson, stjómarmaður í stjóm Ríkisspítalanna og einn af ráðgjöf- um Sighvats Björgvinssonar heil- brigðisráðherra, hafa hvomgur sér- menntun eða sérfræðiviðurkenn- „Að þessum orðum sög’ðum fagna ég sam- þykkt FSSH frá 2. febr- úar síðastliðnum. Hún fer í öllu saman við skoðanir mínar í nefndu máli. Raunar trúi ég, að margir heim- ilislæknar, með eða án sérmenntunar, séu sama sinnis.“ ingu í heimilislækningum. Þetta er að vísu aukaatriði. Aðalatriðið er, að öllum er bæði fijálst og raunar skylt að nýta sér rétt sinn til tjáningar og áhrifa á þann hátt, sem lýtur til heilla landi og þjóð. Þennan rétt ætla ég nú einnig að nýta mér hér. Ég hef, vona ég, ávallt leitast við að fá til liðs við mig mér hæf- ari sérfróða lækna, þegar mér hefur þótt mig skorta þekkingu og að- stöðu til að sinna sjúklingum mínum sem vert væri. í þessu hef ég talið mig fylgja siðareglum lækna, skráðum sem óskráðum. Ég hef undantekninga- lítið sent viðkomandi sérfræðingi vélritaðar upplýsingar um vanda sjúklings og minn. Á þennan hátt hafa myndast traust tengsl milli mín og fjölmargra sérgreinalækna. Þegar tilvísanamálið kom enn á dagskrá síðastliðið haust, velti ég mikið fyrir mér, hver yrði rökrétt og eðlileg niðurstaða mín gagnvart því. Svarið varð: Kæmi til mín sjúk- lingur til þess eins að fá tilvísun hlyti ég að neita. Tilvísun, hvort heldur er á lyf, rannsóknir, sérfræð- inga eða sjúkrahús, er ávísun á greiðslu úr ríkissjóði og það segir sig sjálft að mér hlýðir ekki annað en að vanda slíkar tilvísanir (ávísan- ir). Nú er það sem betur fer svo, að ég hef annað með tíma minn að gera en að „þjarka" við sjúklinga um tilvísun eða ekki tilvísun. Ann- aðhvort koma sjúklingar til mín af fúsum og frjálsum vilja eða ég hlýt að huga að öðru starfí. Að þessum orðum sögðum fagna ég samþykkt FSSH frá 2. febrúar síðastliðnum. Hún fer í öllu saman við skoðanir mínar í nefndu máli. Raunar trúi ég, að margir heimilis- læknar, með eða án sérmenntunar, séu sama sinnis. Á sama hátt lýsi ég andúð á hroka þeirra félaga, Sigurbjarnar og Gunnars, í garð þeirra heimilislækna sem leyfa sér að hafa skoðanir sem þeim þóknast ekki. Þeim Sigurbirni og Gunnari verð- ur tíðrætt um faglegan metnað. Faglegur metnaður hefur ekki alltaf verið leiðarstjarna Félags íslenskra heimilislækna (FÍH). Fyrir hefur komið að klíku- og hégómaskapur hafi borið hugsjónimar ofurliði. Slíkt gerðist, þegar nokkrir „frammámenn" innan félagsins hugðust breyta reglugerð um veit- ingu sérfræðileyfis tímabundið til að geta veitt fáeinum „gæðingum“ sérfræðiviðurkenningu í heimilis- lækningum fyrir félags- og stjórn- málastörf. Því slysi var afstýrt á síðasta aðalfundi FÍH. Ég hef lengi hugleitt að segja mig úr Félagi íslenskra heimilis- lækna (FÍH). Mér hafa mislíkað vinnubrögðin sem þar tíðkast og hef eUki legið á þeirri skoðun minni, t.d. á aðalfundi félagsins 1991. Framapot og hégómlegt stílleysi ásamt gagnkvæmum gælum og hóli hefur orðið aðalsmerki í starfí Gunnar Svavarsson Framkvæmd laganna sýnir að mismunun einstakra útgerðar- flokka innan kerfísins er svo gríðar- leg að orðið „mannréttindabrot" nær vart lengur að lýsa henni. Sá saklausi er barinn Hinn gamli gróni trillukarl á enga sök á því hvemig komið er, þó er hann kvalinn að ósekju og ofsóttur af peningamönnum sem róa að því öllum árum að koma honum á kné.-Því eina í sjávarút- veginum sem fijáls maður getur rekið án framlags frá almenningi. Búið er að reka stefnu stórút- gerðarinnar í botn. Hvemig væri að frammámenn í íslenskum sjávarútvegi hugsuðu hvemig kom- ið er fyrir sumum fískveiðiþjóðum, sem hafa haft slíka stórskipastefnu á dagskrá og framkvæmt hana. Erum við ekki á sömu braut? Hvar endar þessi þörf ykkar að skipta sér af og skammta smábátum svo litlu magni af físki að allflestir hætta og ótrúlega mörg heimili fara á hausinn? Þessa stefnu ber að leggja fyrir róða. Smábáturinn með sínum krókum getur aldrei, já, ég segi aldrei, gengið af neinum fískistofnum dauðum. Höfundur er formnður Smábátafélagsins Reykjaness ogí stjóm Landssambands smábátaeigenda. Jóhann Tómasson félagsins. Langlundargeð mitt er nú á þrotum og ég hef því ákveðið að segja mig úr félaginu (FÍH). Höfundur eryfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Reykjalundi, sérfræðingur í heimilislækningum og embættislækningum. með frönskum og sósu TAKIÐMEÐ - tilboð! m TAKIDMED - tilboð! Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 671800 Talsverð hreyfing Vantar góða bíla á sýningarsvæðið Opið sunnud. kl. 14 - 18. SJALFSTÆÐISFIOKKURINN Sauðkrækingar og nágrannar! Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Safna- húsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 14. febrúar nk. kl. 16.00. Frummælandi verður formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.