Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993' Forsetí hæstaréttar Eistlands Ekki pólitískur vilji í fyrri sljórn til að fá botn í málið RAIT Maruste, forseti Hæstaréttar Eistlands, segir að ekki hafi verið pólitískur vilji hjá fyrri ríkisstjóm landsins til að kanna hvað hæft væri í ásökunum um að Eðvald Hinriksson hefði gerst sekur um stríðsglæpi árið 1941. Maruste kvað í samtali við Morgunblaðið nauðsynlegt að ljúka málinu, heiður Eistlands sem réttarríkis væri í húfi. Maruste sagði það til marks um breytt viðhorf stjómvalda frá því í fyrra að nú hefði Mart Laar, skjal- fræðingur og forsætisráðherra, falið tveimur sagnfræðingum að kanna mál Eðvalds og önnur slík mál. Ef niðurstaða sagnfræðinganna gæfí tilefni til yrði tekin pólitísk ákvörðun um að halda áfram. Rannsóknin yrði þá falin ríkissaksóknara Eistlands eins og vera bæri. Maruste tók við embætti fyrir ör- fáum mánuðum og hefur einkum unnið að undirbúningi nýrra réttar- farslaga. Segist hann hafa farið til Bretlands og Bandaríkjanna til að kynna sér þau mál. Samvinna Eystrasaltsríkjanna sé lítil á því sviði. Maruste hefur kynnt sér mál Eðvalds Hinrikssonar með viðræðum við for- vera sinn í embætti forseta hæsta- réttar, Jaak Irikal, og við dómsmála- ráðherra landsins, Kaito Kammu. Kvartað yfir að geta ekki nýtt þjónustu PÁLL Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri íslenzku síma- þjónustunnar, segir að algeng- ara sé að fólk hringi í fyrirtæk- ið og kvarti yfir að geta ekki nýtt sér þjónustu þess en að kvartað sé vegna þess að ungl- ingar liggi í símanum. í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag kom fram að brögð væru að því að foreldrar létu setja lás á símann hjá sér vegna stöðugra hring- inga yngri kynslóðarinnar í þjónustusíma. Íslenzka símaþjónustan, sem er í eigu Miðlunar hf. og hol- lenzka fyrirtækisins Teleworld, rekur um 20 þjónustusímalínur. Þar á meðal er upplýsingasíminn 99-1000 og símalínur með kyn- fræðslu, rómantískum sögum og stjömuspá. Páll Þorsteinsson segir að hann sé ekki hissa á að sumir láti loka fyrir þessa þjónustu. „Það er hins vegar miklu meira um að við fáum símtöl frá fólki, sem spyr af hverju það getur ekki notað þessa þjón- ustu.“ sagði Páll. M.a. bar þá á góma hvers vegna ekki fóru fram nein réttarhöld yfir Eðvald Hinrikssyni í Eistlandi þótt KGB hefði rannsakað mál hans árið 1961. Ekki virðist það nægjanleg skýring að Eðvald hafi verið fjar- staddur því aðrir Eistlendingar voru dæmdir á þessum tíma þótt þeir væru víðs fjarri. Irikal sagði í sam- tali við blaðamann á síðasta ári að Eðvald hefði verið einn grunaður í sínu máli en í hinum hefðu sakbom- ingar verið tveir eða fleiri og þá ein- hveijir innan seilingar. Þetta hefði nægt til að málið gegn Eðvald var ekki til lykta leitt. Maruste hefur aðra skýringu og ber hann dómsmálaráðherrann fyrir henni. KGB hafi haft sérstakan áhuga á Eðvald vegna upplýsinga sem hann bjó yfír eftir að hafa yfír- heyrt kommúnistaleiðtogann Karl Sáre haustið 1941. KGB hafí beitt sér fyrir því að Sovétmenn fengju Eðvald framseldan frá íslandi. Þessi sérstaki áhugi hafí með einhveijum hætti leitt til þess að málinu lauk ekki 1961. Þess má geta að þessi skýring kemur heim og saman við það sem Eðvald hefur sjálfur ítrekað sagt að Sovétmenn hafí haft horn í síðu sinni vegna Sáre-málsins. Mar- uste neitaði því hins vegar að hægt væri að fullyrða að Sáre-málið hefði verið eina ástæða KGB til eltast við Eðvald. Nauðganir hermanna í fyrrverandi Júgóslavíu Morgunblaðið/Þorkell Mótmælin undirbúin FULLTRÚAR kvenna á undirbúningsfundinum að Hallveigarstöðum. Mótmæli á Austurvelli 17. febrúar næstkomandi KVENFÉLAGASAMBAND íslands, Kvenréttindafélag íslands og Kvennalistinn boðuðu til fundar með fulltrúum kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum, friðarsamtökum, frá Stígamótum, Kvennaat- hvarfi og formanni íslensku Nordisk Forum nefndarinnar á miðviku- dag. Á fundinum var ákveðið að efna til mótmælastöðu á Austur- velli miðvikudaginn 17. febrúar kl. 17.15, til að taka þátt í sameigin- legum mótmælum kvenna í Evrópu gegn ofbeldi á konum og börn- um í fyrrum Júgóslavíu, sem eigi sér stað með kerfisbundnum nauðg- unum serbneskra hermanna á múslimakonum. Fulltrúar kvenna munu afhenda ur eru hvattar til að taka þátt í forsætisráðherra mótmælabréf og eiga síðan samverustund í Dóm- kirkjunni með séra Auði Eir Vil- hjálmsdóttur þar sem beðið verður fyrir fómarlömbum. Ennfremur var ákveðið að hvetja konur alls- staðar á landinu til að setja ljós út í glugga á sama tíma. Um síðastliðin mánaðamót bár- ust bréf til þessara þriggja íslensku kvennasamtaka frá stallsystrum þeirra í Danmörku, Noregi og Frakklandi, þar sem íslenskar kon- mótmælum kvenna í Evrópu. En þennan sama dag munu konur mótmæla með ýmsum hætti í fleiri höfuðborgum Evrópu, meðal ann- ars með þvf að senda mótmælabréf til forseta og ríkisstjóma stríðsað- ila, eins og íslensku kvennasamtök- in munu líka að gera. Á fundinum kom fram að mikil reiði er meðal kvenna í Evrópu og 17. desember sl. sendi þing Evrópu- bandalagsins frá sér ályktun, þar sem þessar kerfísbundnu nauðgan- ir eru harðlega fordæmdar. Fund- arkonur sögðu að fyrir lægju þús- undir vitnisburða um þessar nauðg- anir frá konum sem komnar em í flóttamannabúðir. Samkvæmt nýj- ustu fréttum em 300 böm þegar fædd í kjölfar nauðgana, en konun- um er haldið föngnum í sérstökum búðum þar sem þeim er nauðgað kerfísbundið og haldið þar til fóst- ureyðing er út úr myndinnL Úndirbúningshópurinn á íslandi hvetur allar konur til að taka þátt í mótmælunum og gerir kröfur til að litið sé á nauðganir af þessu tagi sem stríðsglæpi, svo að ákveðnir aðilar verði dregnir fyrir dómstóla og tryggður verði að- gangur að sjóðum til að stofna móttökustöðvar fyrir þessar konur og böm, sem nú em útskúfaðar frá sínu fólki og bömum þeirra hafnað frá upphafí. íslenska heilsufélagið undirritar samninga við Litháa 4-500 milljóna lyfjaverk- smiðja í gagnið eftir ár UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar um stofnun hlutafélags i eigu íslenska heilsufélagsins hf. og hinnar ríkisreknu stofnunar Santariskes State Pharmacy í Vilnius í Litháen. Hlutafélagið, sem heitir Ilsanta, mun reisa og reka 4-500 milljóna króna lyfjaverksmiðju í Litháen og á sú verksmiðja að komast í gagnið eftir um ár. Verksmiðjan mun anna innanlandsþörf Litháa á dreypilyfjum en jafnframt eiga að vera til staðar möguleikar á útflutningi á þessum lyfjum til nágrannaland- anna og annara Evrópulanda. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri ísienska heilsufélags- ins, segir að samhliða þessum samn- ingi hafí heilbrigðisyfírvöld í Litháen fallist á að gefa út staðla í tengslum við starfsemi hins nýja hiutafélags. „Með þeim samningi skuldbinda Lit- háar sig til að nota vestræna staðla Sameining byggingamanna og málm- og skipasmiða Markmiðið bætt þjónusta og betri nýting fjármagns SAMEINING Sambands byggingamanna (SBM) og Málm- og skipa- smiðasambands íslands (MSI) sem nú er til umræðu mun að mati forsvarsmanna þessara samtaka stuðla að betri nýtingu á fjár- magni, markvissari kjarasamningum og betri þjónustu við félags- menn. Þá telja þeir að sterkari heild muni hafa meiri áhrif á ákvarð- anir stjórnvalda í atvinnumálum. Framkvæmdastjórn SBM og mið- stjórn MSÍ undirrituðu viljayfírlýs- ingu 17. nóvember sl. um að fram færi umræða um sameiningu sam- bandanna. Að sögn Þorbjörns Guð- mundssonar í framkvæmdastjóm Sambands byggingamanna, er fyr- irhuguð sameining hluti af upp- stokkun á skipulagi Alþýðusam- bandsins, sem komst að þeirri nið- urstöðu á haustþingi sínu að leggja áherslu á stækkun félagaeininga, til að samræma þjónustu og kjör allra félagsmanna. Aukin áhrif innan Evrópu Þorbjöm segir einnig, að til að eiga þess kost að hafa áhrif innan evrópsku byggingamannasamtak- anna, verði þessir aðilar að styrkja stöðu sína með öflugri samtökum. „Við höfum verið í nánu norrænu samstarfí, en fyrir rúmu ári gekk öll norræna byggingamannablokkin inn í þá evrópsku. Okkar norrænu sam- starfsaðilar sáu fram á, að til þess að eiga einhvem kost á að hafa áhrif, urðu þeir að ganga þar inn.“ Jákvæðar undirtektir Þorbjörn segist hafa fengið já- kvæðar undirtektir hjá formönnum allra félaga. „Sameining lífeyris- sjóðanna í vor tókst mjög vel, sem styrkir frekari sameiningu.“ — Hvað mælir á móti? „Menn óttast aukna miðstýringu, en til að koma í veg fyrir hana, verður að breyta skipulagi og dreifa ákvörðunarvaldi." Sameining Sambands bygginga- manna og Málm- og skipasmiða- sambands íslands verður rædd á sameiginlegum fundi sambands- stjóma og formanna sambandanna í dag, laugardag, á Suðurlandsbraut 30, kl. 9.30. yfír framleiðsluna sem er mikilvægt vegna fyrirhugaðs útflutnings frá Litháen til annara landa," segir Grímur. Samningur sá sem hér um ræðir var undirritaður af Ólafí B. Thors stjómarformanni íslenska heilsufélagsins samhliða samningn- um um hlutafélagið. Heilbrigðisráð- herra Litháens ætlaði að koma hing- að til lands til að undirrita samning- inn um staðlana en af því gat ekki orðið vegna forsetakosninga sem verða í landinu á sunnudag. Yfírlög- fræðingur ráðuneytisins kom hins- vegar hingað með samninginn undir- ritaðan af- ráðherranum. Hagkvæmniathugun Grímur segir að næstu skref í málinu verði þau að ljúka, hag- kvæmniathugun fyrir verksmiðjuna en henni á að ljúka í mars. Þar næst verða viðræður við alþjóðlegar lánastofnanir um fjármögnun verk- efnisins. „Hér er um að ræða alþjóð- legar stofnanir sem hafa það verk- efni að byggja upp efnahag í þessum heimshluta og það er mikilvægt að verksmiðjan sé ekki aðeins gjaldeyr- issparandi fyrir Litháa heldur einnig gjaldeyrisskapandi í gegnum útflutn- ing,“ segir Grímur. „Sú tækni sem nú er notuð við þessa lyfjafram- leiðslu í Litháen er orðin 50 ára göm- ul.“ Hvað varðar möguleika Litháa á að fiytja út framleiðslu verksmiðj- unnar segir Grímur að þeir séu tölu- verðir því kostnaður við framleiðsl- una verður lágur þar sem laun eru lág í landinu. Einnig beri að geta þess að um tvö framleiðsluferli verði að ræða, það er annarsvegar plast- pokana sjálfa, einnota og umhverfis- væna, og hinsvegar vökvan í þá. Hægt er að selja þetta saman eða hvort fyrir sig. Gengið frá samning ÓLAFUR B. Thors og Viktor Rutkauskas staðgengill he brigðisráðherra Litháen efl undirritun samningsins. íslensk vika í Amsterdam Rotterdam. Frá Kristni Þorsteinssyni. HELGI Ágústsson sendiherra setti á fimmtudagskvöld ís- landsviku sem fram fer þessa dagana á vegum Flugleiða í Amsterdam. Viðstaddir voru m.a. borgarstjóri Amsterdam, Van Thijn og Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem slík landkynning fer fram í Amsterdam, að sögn Emils Guðmundssonar, full- trúa Flugleiða í borginni. Reykjavíkurborg hefur ásamt fleiri aðilum lagt fé til þessarar landkynningar og flutti Markús Örn Antonsson ávarp á opnunar- kvöldinu. Þar sýndu einnig Mód- elsamtökin íslenskan ullarfatnað og Ingunn Ósk Sturludóttir söng- nemi í Hollandi söng íslensk þjóð- lög við undirleik Daníels Þor- steinssonar. Boðið var upp á ís- lenskan mat sem íslensk útflutn- ingsfyrirtæki lögðu fram og var ásóknin slík að færri komust að en vildu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.