Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993 A söguslóðum índíána Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Þrumuhjarta („Thunderheart"). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Michael Apted. Framleiðandi: Robert De Niro (auk annarra). Handrit: John Fusco. Aðalhlut- verk: Val Kilmer, Sam Shepard, Graham Greene, Fred Ward, Dalton Thompson, Sheila Tous- ey- Bandaríska spennumyndin Þrumuhjarta er ekki byggð á sannri sögu en sækir efnivið sinn í atburði sem áttu sér stað á verndarsvæðum indíána í Suður-Dakóta á árunum -*t>'71 til 1978 þegar indíánar sner- ust hveijir gegn öðrum og hvítir gegn þeim, tveir FBI-menn voru myrtir í átökum og indíáninn Leon- ard Peltier var dæmdur í fangelsi. Leikstjóri bíómyndarinnar, Michael Apted, hefur kynnt sér vel þessa atburði því hann gerði heimildar- mynd um Peltier á undan þessari. Þrumuhjarta er ein af fyrstu myndunum sem framleidd er að hluta af hinu nýja kvikmyndafyrir- tæki leikarans Roberts De Niros. Hún hefst á því að ungur FBI-mað- ur og borgarbarn, leikinn af Val Kilmer, er sendur inn á verndar- svæði indíána í S-Dakóta. Þar hafa blossað upp átök á milli indíána og indíáni verið myrtur. Ástæðan fyrir því að Kilmer er valinn til fararinn- ar er sú að hann er af indíánaættum en hefur hingað til ekki viljað hafa það í hávegum. Yfírmaður hans, leikinn af Sam Shepard, virðist í sérstöku sambandi við herskáa indí- ánana og myndin verður að spenn- andi samsæristrylli þegar Kilmer flettir smám saman ofan af lygum og svikum og ódæðisverkum sem framin hafa verið i vafasömum til- gangi um leið og hann kynnist bet- ur þeim hluta í sér sem hann hefur viljað fela. Apted og handritshöfundinum John Fusco er jafnmikið í mun að lýsa árekstri borgarstráksins við foma menningu, sem enn er við lýði, og kynnum hans af aðbúnaði, hugsunarhætti og arfsögn indíán- anna á svæðinu, eins og að gera spennandi hasarmynd. Yfirleitt smellur það saman hjá þeim þótt það komi niður á lengd frásagnar- innar. Meginpartur myndarinnar lýsir því hvernig persóna Kilmers vaknar til vitundar um sögu sína Undað hné; úr myndinni Þrumu- hjarta. og menningu í gegnum kynni sín við foman töfralækni og indíána- löggu, sem indíáninn Graham Greene úr Dönsum við úlfa leikur kaldhæðinn og vís. Myndin er fastskorðuð i sögu indíánanna um leið og hún lýsir vel fátæklegu lífi þeirra og nöturlegum kringumstæðum í dag. Er boðskap- urinn á þeim nótum að kúgun frum- byggja Ameríku sé hvergi nærri lokið. Myndin gerist á þeim sögu- fræga stað Undnu hné og Apted býr til magnað og dulúðugt and- rúmsloft fornra sagna og töfra í gegnum upplifun Kilmers á draum- um og sýnum, sem leiða hann áfram í leit að sjálfum sér og lausn máls- ins sem hann rannsakar. Kilmer tekur hlutverkið mjög al- varlega og tekst vel að lýsa þeirri breytingu sem verður á borgar- stráknum. Shepard er ábúðarmikill sem yfirmaður hans og Fred Ward gerir gott úr litlu hlutverki æsingar- manns. Hér er um athyglisverða mynd að ræða sem gerir meira en bara eltast við skotbardaga og áhættuakstur heldur hefur sitthvað fram að færa um harmsögu frum- byggjanna. RAÐA UGL YSINGAR , ATVINNA ÍBOÐI ísafjarðarkaupstaður Kennarar Vegna forfalla vantar okkur kennara í almenna kennslu til vors. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 94-3044 vs. og 94-4649 hs. TILBOÐ - ÚTBOÐ y/Vr TJÓNASKODUNARSTÖD Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur Sími 670700 - Telefax 670477 Tilboð óskast í eftirfarandi billiardborð sem eru lítið skemmd eftir tjón. 3 stk. pool-borð. 8 stk. snooker-borð (matchroom). Snooker-borðin eru keppnisborð. Borðin eru ósamsett og eru til sýnis þriðju- daginn 16. febrúar 1993 frá kl. 13.00-17.00 og miðvikudaginn 17. febrúar frá 13.00- 17.00 í Ármúla 3. Gengið er inn frá Hallarmúla. Borðin verða seld ein sér eða öll í einum > pakka. Gott tækifæri fyrir félagasamtök að eignast góð borð. Allar upplýsingar veitir Smári Ríkarðsson í síma 670700. SJÁLPSTIEDISFLOKKURINN F í l. A (i S S T A R F * Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Borgarfulltrúinn Árni Sigfússon, sem sæti á í borgarráði, formaður stjórnar sjúkrastofnana, i at- vinnumálanefnd og formaður fræðslu- og skólamálaráðs, og varaborgarfull- trúinn Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar, verða til viðtals fyrir íbúa hverfisins í dag, laugar- daginn 13. febrúar, á milli kl. 10.00 og 12.00 í safnaöarheimili Bú- staðakirkju. Einnig verður stjórn hverfafélagsins til staðar á sama tíma. Æskilegt er að íbúar hverfisins notfæri sér þetta tækifæri til viðtals og tjái sig um það, er þeir telja að bæta megi innan hverfisins. Heitt verður á könnunni. Stjórnin. IIFIMIMHUK F U S Ríkirfélagafrelsi á íslandi? Fundur um skylduaðild að verkalýðsfélögum Heimdallur efnir til fundar um félagafrelsi og skylduaðild að verkalýðsfélögum á Hótel Sögu í dag^-laugardaginn 13. febrú- ar, kl. 12.00-15.30. Á fundinum verður m.a. rætt um hvort skylduaðild sé að verkalýðsfélögum og hvort slík aðild brjóti í bága við stjórnar- skrána eða alþjóðlega mannréttindasátt- mála. Þá munu vinnuveitendur og forsvars- menn verkalýðshreyfingar kynna sjónarmið sín í þessum málum. Framsögumenn verða Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Gunnar Jóhann Birgisson hdl., Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Lára V. Júlfusdóttir, frkvstj. ASl, og Þórarinn V. Þórarinsson, frkvstj. VSÍ. Auk þeirra taka Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verzlunarráðs, þátt í pallborðs- umræðum að framsögurerindum loknum. Framsóknarvist - Framsóknarvist verður spiluð nk. sunnudag 14. febrúar í Hótel Lind, Rauð- arárstíg 18 og hefst kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun, karla og kvenna. Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi flytur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 500 (kaffiveitingar innifaldar). Reykjavík Framsóknarfélag Reykjavíkur. Hið íslenska Biblfufélag Ársfundur Ársfundur Hins íslenska Biblíufélags verður haldinn í safnaðarsal Hallgrímskirkju sunnu- daginn 14. febrúar kl. 15.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 17.00 verður dagskrá í kirkjunni í sam- vinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju: Söngur, tónlist, upplestur, lisdans. (Nánar auglýst sfðar). st)(Srn/n. Uppboð Framhald uppboðs á Isafjarðarvegi 4, (safirði, þingl. eign Sigrúnar Halldórsdóttur, fer fram eftir kröfum Lífeyrissjóös Vestfirðinga, Landsbanka islands, Leifsstöð, Bæjarsjóðs ísafjarðar og veðdeildar Landsbanka (slands á eigninni sjálfri mánudaginn 15. febrúar 1993 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á ísafirði. Kripalujóga fyrir alla Morguntímar hefjast 15. febrúar. Öndun, teygjur, slökun. Kennarar: Jenný Guðmundsdóttir og Krístín Nordal. FÉLAGSLÍF UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferðir sunnudaginn 14. febrúar Kl. 10.30 Skíðaganga Gengið verður á Skálafell á Hell- isheiði, en þaöan er frábært út- sýni. Skíðagangan hefstfrá Hell- isheiðarvegi og tekur um 4 klst. Fararstjóri: Óli Þór Hilmarsson. Verð kr. 1.000/900. Kl. 10.30 Skólagangan 4. áfangi Framhaldsskólar - kennaraskólar Gangan hefst við Garða á Álfta- nesi og gengið í Hafnarfjörð að Flensborgarskóla um kl. 13.00. Þaðan verður ekið að Fjölbraut í Breiðholti og komiö þangað um kl. 14.00. Síðan verður ekið að Kennaraháskóla Islands og gengið þaðan að BSl með við- komu í gamla Kennaraskólanum við Laufásveg. Fylgdarmenn verða: Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari, Kristín Arnalds, skólameistari, Þórir Ólafsson, rektor, og Svanhildur Kaaber. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir þá sem koma í ferðina kl. 10.30 en annars kr. 300. Frítt er fyrri börn 15 ára og yngri í fylgd með full- orðnum. Brottför í báðar ferðirnar er frá BSf, bensínsölu. Ferðaáætlun Útivistar 1993 er komin út. Sjáumst í ferð með Útivist. Útivist. Skyggnilýsingarfundur Breski miðillinn Lesley James heldurskyggnilýsingarfund þriðju- daginn 16. febrúar í Ármúla 40, 2. hæð. Húsið opnað kl. 19.30 og lokað kl. 20.30. Mætið tíman- lega. Ókeypis kaffi/te. Miðilsfundir Breski miðillinn Lesley James heldur einkafundi næstu daga. Pantið tímanlega í síma 668570 milli kl. 13-18. FERÐAFÉLAG 0 ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir sunnudaginn 14. febrúar 1) Kl. 11.00: Þingvellir að vetri. Gengið um „Þjóðgarðinn", m.a. að Öxarárfossi og víðar. 2) Kl. 11.00: Skíðaganga á Mos- fellsheiði. Gengið í 2'/z-3 klst. Verð í ferðirnar er kr. 1.100. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og komiö við í Mörkinni 6. Helgarferð til Þórsmerkur 20.-21. febrúar. Ferðafélag Islands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Sam Glad. Barnasamkoma á sama tíma. Miðvikudagur: Skrefið (10-12 ára krakkar) kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.