Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993
41
Harmleikir og mannleg reisn
Frá Sveini Kristinssyni:
STÖÐUGT berast fregnir af erfið-
leikum og þjáningum fólks í út-
landinu. Jafnvel óvita böm era
myrt með köldu blóði, skotin eða
svelt í hel. Konur sæta víða svip-
aðri meðferð, auk nauðgunar og
annarra viðeigandi trakteringa.
Fullvöxnum karlpeningi þykir þá
auðvitað sjálfslátrað ef svo ber
undir.
Fjölbreytilegar pyndingar eru
stundaðar víða, svo jafnvel Hitler
og Stalín hefðu líkalega, með nokk-
uð góðri samvisku, getað undirrit-
að sveinsbréf til margra nútímasj-
effa fyrir kunnáttusamleg vinnu-
brögð í þeim efnum. — Fátækt
dæmir auk þessa víða fjölmenna
þjóðfélagshópa til hungurdauða.
Hér verða ekki nefnd einstök
dæmi. Opnaðu fyrir útvarpið, líttu
í fréttadálka blaðanna. Daglega
eru dæmin kynnt. Er það þó senni-
lega aðeins „toppur ísjakans" sem
þar kemur fram.
Þakklátir megum við íslending-
ar, þrátt fyrir allt, vera fyrir það,
að slík óáran, sem hér var vikið
að, heijar lítt á okkur. Hópmorð
þekkjast hér ekki né hópmisþyrm-
ingar á fólki. Varla er hungur-
dauði heldur útbreiddur hér. Og
konum er eigi nauðgað hérlendis,
nema í neyðartilvikum og þá h'elst
í svefni.
Þrátt fyrir það er nú, sem kunn-
ugt er, ekki allt í sómanum hjá
okkur. Nú um stundir er atvinnu-
leysið talið einna lakasta þjóðfé-
lagsmeinið hér á landi. Reiknað er
í prósentum, hve margir séu at-
vinnulausir þá og þá stundina, og
svo virðist sem sú prósentutala
fari sí og æ hækkandi. Vonandi
tekst að stöðva þá prósentuaukn-
ingu áður en hún yfirtekur allan
töluskalann.
Vitanlega segir það ekki alla
söguna að fylgjast með magn-
breytingum atvinnuleysisins.
„Gæði“ þess er einnig hollt að
hugleiða. Hver áhrif hefur það á
einstaklinginn að vera dæmdur til
þátttökuleysis í þjóðlífinu?
Geðlæknar hafa lýst því fjálgum
orðum, hvemig menn hafí áunnið
sér traustan þegnrétt á Kleppi fyr-
ir áorkan atvinnuleysis. Það þarf
ekki að koma á óvart: Allir munu
hafa andlega þörf fyrir einhvers
konar starfa. Ætla má líka að all-
ir séu fæddir með innbyggðan þátt-
tökurétt í mannlífinu, enda væri
fæðingin ella unnin fyrir gýg.
Menn, sem meinaður er aðgangur
að vinnumarkaðinum, geta hins
vegar ekki talist gjaldgengir þátt-
takendur í mannlífínu. „Mannleg
reisn“ á að minnsta kosti erfítt
uppdráttar við slíkar aðstæður.
Já vel á minnst „mannleg reisn“.
Um daginn var sagt frá því í út-
varpinu, að Honecker, fyrrum leið-
togi austur-þýskra kommúnista,
hefði sloppið við dóm og fangelsi
fyrir meint manndráp á þeim for-
sendum, sem lögverndaðar væru í
þýsku stjómarskránni, að „mann-
leg reisn“ væri friðhelg, en Honec-
ker var sagður helsjúkur af
krabbameini. Það er vissulega
gleðiefni ef mannlegri reisn eykst
ásmegin í þýsku stjómarskránni.
YELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Fjallahjól
Giant Terrago fjallahjól var
tekið við Hjarðarhaga 2-6 á
miðvikudagsmorgun. Vinsam-
legast hringið í síma 660980
ef hjðlið hefur fundist. Funar-
láun.
Armband
Ég var svo óheppin að týna
armbandi sem eru fimm raðir
af hmfóttum, hvítum perlum
með grænum steinum á milli.
Það er samstætt með eyma-
lokkum þannig að missirinn er
sár þrátt fyrir að verðgildið sé
ekki mikið. Ég var með það
laugardagskvöldið 30. janúar
þegar ég fór á opnunarhátíð
Hótel Borgar, þaðan lá leiðin
gangandi á Galumbar og síðan
með leigubíl á Ömmu Lú.
Hafí einhver fundið arm-
bandið myndi hann gleðja mig
ósegjanlega ef hann hefði fyrir
því að hringja og láta mig vita
í síma 685735 eftir kl. 20.
Kannski hefur hún alltaf átt þar
formlega búsetu, þótt hún sýndist
stundum í húsnæðishraki þarlendis
fyrr á öldinni. — Lítt er ég lesinn
í íslenskri stjómarskrá og veit eigi,
hvort „mannleg reisn“ er þar form-
lega lögvemduð. Vona að svo sé,
en vissulega getur túlkun slíks
ákvæðis verið vandasöm. Víðar
þurfa menn á reisn að halda en í
baráttu við illvíga sjúkdóma, þótt
kannski sé þörfín þar mest.
Ég geri ráð fyrir, að íslensk
stjórnarskrá ætlist til þess — hvort
sem hún bindur slíka tilætlan í orð
eður eigi — að aliir menn hafí jafn-
an rétt til góðrar heilsu og jafnan
rétt til að vinna þjóðfélaginu gagn
með störfum sínum. Ef heilsu
manna er ógnað með atvinnusvipt-
ingu er hins vegar vegið að „mann-
legri reisn“, og hún því ekki lengur
„friðhelg“ í framkvæmdinni.
Vonandi er það ekki skilyrði
þess, að mannleg reisn sé einhvers
metin, að menn geti dregið upp
úr pússi sínu höfuðleður svo og svo
margra meðbræðra sinna.
SVEINN KRISTINSSON,
Þórufelli 16, Reykjavík.
Pennavinir
Fimmtán ára Ghanapiltur með
áhuga á knattspymu og póstkorta-
söfnun:
P.O. Box 172,
Cape Coast,
Ghana.
Þýskur 23 ára piltur með áhuga
á bréfaskriftum, bókmenntum,
skák og íþróttum:
Stefan Sauer,
Pferdsbacher Weg 10,
6470 Bíidingen 1,
Germany.
Frá Noregi skrifar karlmaður
sem getur ekki um aldur en vill
komast í samband við 30-45 ára
konur:
Anders E. Skarstein,
Karl Staffsvei 57,
0665 Oslo,
Norge.
Sautján ára skólapiltur í Ghana
með áhuga á íþróttum s.s. sundi,
tennis og hjólreiðum:
LEIÐRÉTTING
Prentvilla í föð-
urnafni
í afmælisgrein Matthíasar Á.
Mathiesen i Morgunblaðinu á
þriðjudag um Gunnlaug Briem fyrr-
um ráðuneytisstjóra níræðan mis-
ritaðist föðurnafn Hermanns Jónas-
sonar fyrrverandi forsætisráðherra.
Beðist er velvirðingar á því.
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram fimmti
útdráttur húsbréfa í tflokki 1991,
annar útdrátturí 3. flokki 1991
og fyrsti útdrátturí tflokki 1992
Koma þessi bréf til
innlausnar 15. apríl 1993.
Öll númerin verða birt í
næsta Lögbirtingablaði
og í Degi áAkureyri
laugard.13. feb.
Auk þess liggja upplýsingar
frammi í Húsnæðisstofnun
ríkisins, á Húsnæðis-
skrifstofunni áAkureyri,
í bönkum, sparisjóðum
og verðbréfafyrirtækjum.
cRn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEIID SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108REYKJAVÍK • SÍMI 696900
SKEMMTILEGIR
IKOLAPORTINU
UM HELGINA!
Opið laugardaga kl.10-16 og
sunnudaga kl.11-17.
KOIAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Hátí> allar he 1 ga|