Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 19 Málþing um hlutverk ungs fólks í umhverfis-, atvinnu- og menntamálum Mikilvægt að menntakerfið hafi frumkvæði í atvinnumálum - segir Guðmundur Tómas Árnason, annar skipuleggjendanna „STÚDENT 93“ er yfirskrift málþings Stúdentaráðs Háskóla íslands um hlutverk ungs fólks í umhverfis-, atvinnu- og menntamálum í Háskólabíói í dag. Að lokinni setningu málþingsins kl. 13 í anddyri bíósins verða flutt framsöguerindi um viðfangsefnin þrjú í sölum 2, 3 og 4, en að því loknu verða pallborðsumræður með þátttöku áheyr- enda. Ókeypis kvikmyndasýning fyrir börn verður í sal 5 og kynning- ar ýmissa aðila, tengdum umhverfis-, mennta- og atvinnumálum, í anddyri á meðan á málþinginu stendur. Það er öllum opið endurgjalds- laust og stendur yfir til kl. 16.30. Iðnaður og umhverfisvernd Guðmundur Tómas Árnason, ann- ar skipuleggjenda málþingsins, sagði að frummælendur hefðu verið valdir með það í huga að gefa sem víðtækasta mynd af hveiju málefni fyrir sig. Sem dæmi nefndi hann að meðal frummælenda um umhverfis- mál væri Christian Roth, forstjóri álversins. „Christian er græningi og eflaust finnst mörgum áhugavert að vita hvernig sú afstaða hans fer saman við forstjórastarfið," sagði Guðmundur. „Hann hefur gengið mjög langt í umbótum í álverinu þrátt fyrir að hafa mætt andstöðu ýmissa aðila og má þar nefna Alusu- isse og starfsmennina sem fengu sérstaka mengunarþóknun áður en gengist var fyrir því að andrúmsloft- ið í kerskálanum væri hreinsað," bætti hann við og sagði að Christian myndi velta þeirri spurningu upp hvort iðnaður og umhverfisvernd gætu farið saman eða hlytu að vera andstæður. Af öðrum fyrirlesurum um um- hverfisvernd nefndi Guðmundur Jón- as Elíasson, prófessor í verkfræði, og sagði að hann myndi m.a. velta fyrir sér umhverfisspjöllum af völd- um náttúru t.d. með eldgosum. Enn- fremur myndi Elsa Guðmundsdóttir hagfræðingur útskýra svokallaðar grænar hagtölur fyrir áheyrendum o.fl. Kynslóðabil Um erindi um menntamál sagði Guðmundur áhugavert að velta fyrir sér afstöðu frummælendanna með tilliti til kynslóðabils sem orðið hefði. „Einn frummælendanna er Jón S. Guðmundsson, sem heldur upp á 50 ára kennsluafmæli sitt við Mennta- skólann í Reykjavík um þessar mundir, og segja má að hann sé fulltrúi hinnar íhaldssömu hefðar í menntamálum um leið og hann býr yfir gríðarlegri reynslu á þessu sviði. Annar, Guðmundur Birgisson, einn af fulltrúum stúdenta í Háskólaráði, er hins vegar að stíga sín fyrstu spor á kennarabrautinni og er hann fulltrúi umbóta í skólakerfinu,“ sagði Guðmundur. Aðspurður sagði hann að hinir fyrirlesararnir tveir, þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingiskona og Jón Torfi Jónasson, dósent í uppeld- isfræði, væru einhvers staðar milli hinna tveggja áðurnefndu. „Ingibjörg Sólrún leggur mikla áherslu á að hægt sé að koma á umtalsverðum umbótum í skólakerf- inu án þess að það þurfí að kosta mikla peninga og bæði leggja þau Jón Torfí mikið uppúr því að vegur verklegra greina verði aukinn í Finnbogi Kjeld fyrrv. framkvæmdastj. látínn Finnbogi Kjeld fyrrverandi framkvæmdastjóri lést eftir skamma sjúkdómslegu í Reykja- vík þann 8. febrúar, 54 ára að aldri. Finnbogi var fæddur í Reykjavík 25. október 1938, sonur hjónanna Jónu Guðrúnar Finnbogadóttur Kjeld úr Njarðvíkum og Jens Sófus- ar Kjeld, smiðs frá Færeyjum. Finn- bogi ólst upp í Njarðvíkum og lauk hann prófí frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Finnbogi var umsvifamikill at- hafnamaður um langt skeið, og stofnaði hann meðal annars og rak Skipafélagið Víkur hf. og rak Salt- söluna hf. sem hann keypti. Þá lagði hann einnig stund á fiskeldi. Eftirlifandi eiginkona Finnboga er Anna Jóna Þórðardóttir. Þau eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lífi. skólakerfinu,“ sagði. hann. Atvinnumál mikilvæg Guðmundur segir að atvinnumál séu afar mikilvægur málaflokkur fyrir stúdenta vegna þeirrar dökku myndar sem þar hafi verið dregin upp. „Okkur fínnst mikilvægt að menntakerfið hafi frumkvæði í at- vinnumálum og teljum að á því sviði megi margt gera,“ segir hann og bendir á að ýmis ævintýri í atvinnu- lífinu s.s. varðandi laxeldi hafi sýnt að menntun og þekking séu ekki nægilega vel tengd atvinnulífinu. „Stundum hefur þetta þó tekist og má þar nefna fyrirtækið Marel. Þar hefur tekist að nýta háskólaþekk- ingu til mikilvægrar nýsköpunar í atvinnulífinu en einn af fyrirlesurun- um í atvinnumálahlutanum er ein- mitt Hörður Arnarsson, þróunar- stjóri Marels hf.,“ segir Guðmundur. Annar fyrirlesari er Einar Sig- urðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. „Einar er hugvísindamaður og sem mótvægi við þá áherslu sem hefur verið lögð á svokallaðar hagnýtar greinar að undanförnu vildum við fá hann til að tala um hlutverk hug- Skemmdar- verk unnin á bifreið Selfossi. MIKIÐ tjón var unnið á iítilli Suzuki Alto bifreið á Þorláks- hafnarvegi aðfaranótt þriðju- dags. Allar rúður í bílnum voru brotnar og hann barinn utan og beyglaður illa. Eigandinn, sem er námsmaður, hafði lagt bílnum eins og hann var vanur að gera í allan vetur, út í kant á veginum, við gatnamót Þor- lákshafnarvegar og Óseyrarvegar. Þegar hahn hugðist vitja bílsins á þriðjudag hafði honum verið ýtt út fyrir veg, ofan í lægð, og skemmdar- verkið unnið. _. T, Sig. Jons. vísinda í atvinnulífinu,“ segir Guð- mundur en meðal annarra fyrirles- ara um atvinnumál má nefna Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, og mun hann tala almennt um tengsl menntunar og atvinnulífs. Eins og áður er getið verður mál- þingið sett í anddyri Háskólabíós kl. 13 og verða við það tækifæri flutt þijú ávörp. Þau flytja Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands, Pétur Óskarsson, formaður Stúd- entaráðs, og Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Þá syngur Háskóiakórinn nokkur lög. Meðal þeirra aðila sem verða með kynningu í anddyri bíðsins eru Al- þjóðaskrifstofa Háskóla íslands, Nýsköpunarsjóður, Iðntæknistofn- un, Landsvirkjun og Landvernd. Morgunblaðið/Emilía Gegn kreppu og bölmóði „MÁLÞINGIÐ er hugsað sem sókn gegn kreppu og bölmóði,“ segir Guðmundur Tómas Árna- son, annar skipuleggjenda mál- þingsins. Hringdu og hlustaðu á vandaðaii fróðleik um kynlíf og skjld eliii. Verð 66,50 kr. mín. Teleworld Leðursófasett og hornsófar Frábært verð - margir litir OPIÐ I DAG. VAIHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 812275 - 685375. raðgreiðslur NÝTT KORTATÍMABIL I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.