Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 Bragi í Listhúsinu í Laugardal Myndlist Eiríkur Þorláksson Listhúsið í Laugardal er smám saman að vinna sér sess sem fastur viðkomustaður þeirra sem reglu- lega heimsækja sýningarsali mynd- listar í borginni; jafnframt því býð- ur húsið upp á fleiri kosti, verslan- ir með listmuni og litla kaffistofu, sem virðist vinaleg og ágætlega sótt. Nú hefur að mestu verið geng- ið frá lóð og umhverfi byggingar- innar, svo vænta má að með hækk- andi sól komi kostir hennar æ bet- ur í ljós. Forráðamenn Listhússins hafa tekið upp þann sið að bjóða til sín gestum til sýningarhalds, og um þessar mundir stendur yfír í mið- rými hússins gestasýning á mál- verkum Braga Asgeirssonar list- málara, sem njóta sín vel í þessu rúmgóða og bjarta sýningarrými. Nýlega lauk í Hafnarfírði opnunar- sýningu í nýjum sýningarsal, Port- inu, þar sem Bragi var einn þriggja sýnenda, svo segja má að skammt sé högga á milli um þessar mundir hjá listamanninum. Sýningin í Listhúsinu er nokkuð sérstök sakir þeirra verka, sem þar er að fínna. Hér er um að ræða átta málverk, sem Bragi fór fyrr á þessum vetri með á listkynningar í Japan, en þar voru verk hans m.a. sýnd í nýjum listasöfnum í Osaka og Tókýó. Flest málverkin voru unnin á árunum 1989 -1991, og sum hafa sést á sýningum hans síðustu ár, en ekki öll. Segja má að myndimar sem fóru til Japan sýni vel það sem hefur einkennt málverk Braga hin síðari ár: markviss notkun litanna og birt- unnar í fletinum, lagskipt en um leið fjölbreytt myndbygging, sem oft má rekja til náttúruminna, og heildarsvipur, sem viðheldur lifandi spennu í fletinum, einkum þar sem flataskipan er ekki of fastmótuð. Verk eins og „Regndagur í júií“ (nr. 1) sýna þetta vel í sterkum gróðurlitum, sem þó eru hnepptir í dumbung veðursins. í „ísaland" (nr. 2) skín frostið í gegnum kyrra birtu flatarins, á meðan hið iðandi líf léttleikandi forma í „Sumar- hnoðrar“ (nr. 5) skilar því mynd- efni á lifandi hátt. Til viðbótar þessum málverkum hefur Bragi sett upp fjögur nokkuð ólík verk, sem öll bera nafnið „Astríðudansinn (Tango Jalousie)" (nr. 8-11). í þessum myndum, sem allar eru hringlaga, byggir lista- maðurinn á dansandi pari, sem hann málar í mismunandi sterkum litum og fellir inn í það samspil flatanna, sem einkennir mynd- bygginguna. Þetta kemur forvitni- lega út; í mynd nr. 9 er parið næsta hlutlaust, en í nr. 11 er það í æp- andi litum og þar með hvössu sam- bandi við umhverfi sitt. Það er aðal góðra listamanna að vera í sífelldri endumýjun og þróun, sem kann að bera þá á áður ókunnar slóðir. Þó svo Bragi hafí vissulega komið víða við á löngum ferli, verður í framhaldi af þessum verkum forvitnilegt að sjá, hvort mannveran á eftir að gegna stærra hlutverki í málverkum hans en hún hefur gert undanfarið, og þá í hvaða samhengi. I sjálfum sýningarsal Listhússins getur að líta grafíkverk, og hefur að hluta til verið skipt um þau frá því undirritaður leit inn síðast. Af nýjum verkum má benda á silki- þrykk og fleiri grafíkmyndir Tryggva Amasonar, einkum þau sem tengjast árstímanum, með sín- um krapaflóðum og leysingum. Sýningin á verkum Braga Ás- geirssonar í miðrými Listhússins í Laugardal stendur til fimmtudags- ins 18. febrúar. Myrkum músíkdög- um lýkur á morgun MYRKUM músíkdögum lýkur á morgun, sunnudag, með tónleikum tveggja hópa, Caput og Paragon. Á efnisskránni eru verk eftir sjö tónskáld og frumflutt verður Dúó Atla Heimis Sveinssonar. Hulda Birna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga, segir greinilegt að ný tónlist hafi unnið á, hún höfði nú til fleiri en fyrir nokkrum árum. Hulda Birna segir að tónleikarnir hafí verið misjafnlega sóttir, en hóp- urinn sem komi til að hlusta sé greini- lega breiðari en áður. Ýmis tónskáld- anna og flytjenda á músíkdögunum segja að samtímatónlist sé lagrænni og fallegri en fyrir nokkrum árum. Kannski finnist nú fleirum gott að hlusta á hana og víst sé að þeim fari fækkandi sem fúlsi við „nýju gargi“. í dag, laugardag, kemur afrakstur samvinnu barna og fullorðinna tón- listarmanna í ljós. Tónsmiðja barn- anna og kennsluflokkur Paragon- hópsins hafa undirbúið sig í mánuð fyrir tónleikana í Ráðhúsinu sem heijast klukkan 14.00. Myrkir músíkdagar eru haldnir annað hvert ár og markmið þeirra hefur verið að kynna nýja íslenska samtímatónlist. Að þessu sinni var jafnframt lögð áhersla á tónlist frá Skotlandi og á lokatónleikunum á morgun verða leikin verk eftir tvo Skota, þijá íslendinga, íra og Frakka. Caput-hópurinn var stofnaður 1987 af ungum íslenskum tónlistar- mönnum til þess að flytja nýja tón- list. Efnisskráin miðast þannig við síðustu tuttugu ár en hópurinn hefur frumflutt mörg verk. Þannig er um verk Atla Heimis, sem hann samdi sérstaklega fyrir þá Kolbein Bjarna- son og Guðna Franzson. Paragon Ensemble frá Skotlandi var stofnuð 1980. Sveitin vakti fljótt athygli í Bretlandi fyrir djarft efnis- val og hefur ferðast víða. David Davi- es er nú stjómandi hennar, hann hefur unnið til ýmissa verðlauna fyr- ir hljómsveitarstjórn og hefur stjóm- að öllum helstu hljómsveitum í Skot- landi. Norræna húsið Bókmenntír og trommudans í dag, laugardaginn 13. febrúar, verður finnsk bókakynning í Norræna húsinu. Finnski sendikennarinn Virve Vainio-Pyykönen segir frá bókum sem gefnar voru út í Finnlandi á síðasta ári, og finnski rithöfundurinn Leena Lander les úr verkum sínum. Norræna húsið stendur einnig fyr- ir sýningu á finnskum teiknimyndum fyrir börn á morgun, sunnnudag, kl. 14.00 og grænlenskum grímuleik og trommudans leikarans Rink Egede kl. 16.00. Finnski rithöfundurinn Leena Lander er fædd árið 1955 og hafa verk hennar notið hylli í Finnlandi. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1982 og hét hún „Syyspastoraali" en síðan hafa verið gefnar út sex skáld- sögur hennar, og kom sú sjöunda út árið 1991 og nefnist „Tumminen per- hosten koti.“ Auk skáldsagnanna hefur hún skrifað fyrir leikhús, dag- blöð, tímarit, útvarp og sjónvarp. Grænlenski leikarinn Rink Egede sýnir grímuleik og trommudans kl. 16.00 á sunnudag, en „Uaajeerniq" er nafn á ævafornum grímuleik eða trommudansi sem Ínúítar í Síberíu, Alaska og Kanada lögðu stund á. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri mun kynna sýninguna og segja lítillega frá leiklistarhefð og leiklist Græn- lendinga í dag. Aðgangur er ókeypis að öllum þessum dagskrárliðum. 7.870 ASTÆÐUR FYRIR ÞVI « ♦ ♦ « ♦ Til afgreiðslu strax • Opið virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00 • Honda • Vatnagq

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.