Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 Sálfræðingur um erfiðleika atvinnulausra Mikilvægt að við- halda tengslum við vinnumarkaðmn Langrinnt atvinnuleysi getur haft þau áhrif að fólk eigi ekki aftur- kvæmt á vinnumarkað, þótt úr rætist með atvinnu. í nágrannalðndum okkar hafa stjórnvöld gripið til aðgerða í því skyni að forða fólki frá því að vera of lengi atvinnulaust. Reynir Hugason, formaður Lands- sam'taka atvinnulausra, segir að úr norrænum skýrslum um atvinnuleysi megi lesa að eftir langvinnt atvinnu- leysi, 4 til 12 mánuði, sé hætta á að fólk falii út af vinnumarkaði. „Eftir meira en ár í atvinnuleysi hefur vinnumarkaðurinn ekki áhuga á þessu fólki," segir Reynir. Hann segir að í Danmörku sé lögð áhersla á að koma ungu fólki, sem lokið hefur námi, út á vinnumarkað- inn, þrátt fyrir 11% atvinnuleysi í landinu. Bæði sé það til þess að unga fólkið kynnist launavinnu og til þess að það_ öðlist rétt til atvinnuleysis- bóta. í Noregi og Svíþjóð vinna stjórnvöld markvisst að því að koma atvinnulausum í vinnu, fyrirtæki njóta ívilnana af ýmsu tagi og í viss- um tilvikum séu laun þeirra, sem teknir eru til starfa,' greidd að öllu leyti. Engin stefna „Hér er engin vinnumarkaðsstefna af þessu tagi. Ef atvinnuleysið heldur áfram og ekkert er gert til að koma þessu fólki í vinnu þá kemur það aldrei aftur á vinnumarkaðinn þótt atvinna aukist," segir Reynir. Hann telur hættu á að hér á landi sé í uppsiglingu mikið félagslegt vanda- mál, þar sem er fólk á besta aldri sem ekki á afturkvæmt á vinnumark- að. Halldór Júlíusson sálfræðingur, sem veitir forstöðu Miðstöð fólks í atvinnuleit, hefur kynnt sér rann- sóknir á áhrifum langvarandi at- vinnuleysis. Hann segir áhrifín marg- vísleg og snerta nær alla þætti mann- legrar veru. Það væri þó einstakl- ingsbundið hvemig fólk brygðist við því að ganga lengi atvinnulaust. Þar kæmi bæði til með hvaða hætti fólk yrði atvinnulaust og við hvaða kring- umstæður. „Ef tekinn er stór hópur atvinnulausra og borinn saman við hóp vinnandi fólks þá eru hinir at- vinnulausu almennt þunglyndari og hafa fieiri geðræn vandamál en sam- anburðarhópurinn. Að jafnaði hefur þetta alvarleg áhrif. Inn á milli má samt finna einstaklinga sem standa sig ágætlega,“ segir Halldór. Hann segir rannsóknir hafa leitt í ljós að þar sem mikið atvinnuleysi er dvíni áhugi fólks á að fá sér atvinnu eftir því sem tíminn líður. „Þegar fólk hefur verið atvinnulaust í tvö til þijú ár hefur það mjög lítinn áhuga á að . leita sér vinnu.“ Halidór bendir á að hamla megi gegn neikvæðum áhrifum atvinnu- leysis á einstaklinginn bæði með fræðslustarfi og virkjun hans í fé- lagsstarfi. Reynslan hefur sýnt að afstaða aðstandenda skiptir mestu, að þeir gefíst ekki upp á að hvetja hinn atvinnulausa til að Ieita sér vinnu og láta ekki doðann ná tökum á sér. Þveröfug stefna Halldór segir frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa verið mjög vak- andi fyrir því að útvega fólki atvinnu eftir tiltekinn mánaðafjölda í at- vinnuleysi til þess að viðhalda tengsl- um þess við vinnumarkaðinn. „Eins og málin eru afgreidd hjá okkur nú gerum við í raun þveröfugt, tökum fólk af atvinnuleysisbótum og setjum það á sveitina. Þetta stendur væntan- lega til bóta með nýjum lögum.“ Þar eð ekki eru horfur á að atvinnutæki- færum fjölgi á næstunni telur Hall- dór brýnt að leitað sé leiða til að miðla störfum. „Ef ástandið er orðið þannig að einhver hópur verður að vera atvinnulaus þá tel ég hyggiiegt af stjómvöldum að sjá til þess að skipta þessum hópi út, þannig að það verði ekki sama fólkið sem gengur atvinnulaust langtímum saman.“ 6.300 manns að jafnaði atvinnulausir í janúarmánuði Atvmnulausum fækk- aði aðeins í lok janúar NÆRRI 6.300 manns voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá í janúarmánuði samkvæmt skráningoi félagsmálaráðuneytisins. Það er um 200 fleiri en í desember á síðasta ári og svarar til um 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Þó voru 80 færri á atvinnuleysisskrá í lok janúar en í lok desember, eða 6.967 á móti 7.049, og er það talið endurspegla að skriður komst á fiskvinnslu og veiðar í janúar. Atvinnuleysi mælist venjulega mest í janúar hér á landi og er ávallt nokkru meira í janúar en desember, samkvæmt upplýsing- um frá vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins. Að sögn Gunnars Sigurðssonar hjá félags- málaráðuneytinu má marka það af atvinnuleysistölum síðasta jan- úarmánaðar að skriður hafi komist á fiskveiðar og vinnslu. Þetta kæmi sérstaklega fram í tölum frá Austfjörðum en þar fækkaði at- vinnulausum um nær 13% frá des- ember. Þá hefði hefðbundin vetr- arstöðvun þessarar atvinnugreinar hefði verið óvenju snemma á ferð- inni að þessu sinni sem endur- speglast hefði í háum atvinnuleys- istölum fyrir desember. Þrátt fyrir þetta hafa aldrei verið skráðir fleiri atvinnuleysis- dagar í einum mánuði hjá félags- málaráðuneytinu en í janúar síð- astliðnum. Þeir voru 136 þúsund og hafði fjölgað um 4.500 frá des- ember og 49 þúsund frá janúar 1992. Það samsvarar því að 200 fleiri hafí verið atvinnulausir að meðaltali í janúar en desember og 2.500 fleiri en í janúar 1992. I heild virtist draga úr atvinnu- leysi í janúar á útvegsstöðum víða um land en aukast á þeim stöðum sem byggja á öðrum atvinnuveg- um. Rætt við þijár konur sem hafa verið atvinnulausar í 12 mánuði og eru nú án bóta „Niðurlæging að segja sig á bæinn“ SAMKVÆMT núgildandi reglum um atvinnuleysisbætur falla þær niður þegar fólk hefur þegið bætur í 260 vinnudaga, eða 12 mán- uði. Þá tekur við 16 vikna biðtimi uns greiðsla atvinnuleysisbóta hefst að nýju. í undirbúningi eru ný lög um Atvinnuleysistrygginga- sjóð og er þess vænst að breyting verði á þessari tilhögun með nýj- um lögum. Því fólki fjölgar sem verið hefur atvinnuiaust í 12 mánuði og þarf að þreyja bótalaust í 4 mánuði. Morgunblaðið ræddi við þijár konur um reynslu þeirra af bótalausa bið- tímanum og óskuðu þær nafnleynd- ar. Einstæð móðir, 40 ára, með tvö börn Hún hafði 34.800 krónur í at- vinnuleysisbætur á mánuði, því hún var ekki í fullu starfi þegar henni var sagt upp vegna samdráttar. „Mér tekst engan veginn að ná endum saman. Maður slær lán hjá vinum og kunningjum meðan engar bætur eru og borgar svo þegar barnabæturnar koma. Meðlagið gengur upp í húsaleiguna og ég hef ekki nema 5000 króna afgang af mæðralaunum og meðlagi. Eins hef ég leitað aðstoðar hjá félagsmála- stofnun og fehgið aðstoð hjá henni. — Hvernig áhrif hefur atvinnu- leysið haft á líðan þína? „Mjög slæm. Bömin eru á dag- heimili hálfan daginn og auðvitað er nóg að sýsla við heimilisstörfin, en maður getur ekki hangið heima alla daga og þurrkað af. Það er leiðinlegt að hanga svona. Ég hef sótt um vinnu eftir auglýsingum, en mér er hafnað fyrir að vera ein- stæð móðir með tvö ung börn. Margir vinnuveitendur virðast halda að pabbarnir séu heima hjá veikum börnum, ég þekki hvergi til þar sem það er. Svo er ég orðin það gömul að fólk vill ekki sjá ný- lega fertuga manneskju í vinnu!" — Hvað finnst þér um biðtímann án bóta? „Það var áfall fyrir mig að kom- ast að því að ég yrði að bíða í heila fjóra mánuði eftir bótum, án þess að hafa krónu. Það kostar sitt að hafa lítil böm. Ég fékk húsnæði í gegnum félagsmálastofnun og kynntist góðum ráðgjafa þar, þess vegna var ef til vill ekki eins erfitt fyrir mig og marga aðra að leita aftur til þeirra.“ — Sérðu fram á að úr rætist með vinnu? „Nei, ég get ekki séð það. Maður gefst upp á að hringja eða sækja um. Það er ekki einu sinni haft samband við mann.“ Ekkja, 60 ára. „Ég var að detta út af bótum, fékk síðustu bæturnar í gær og fæ ekkert fyrr en 10. júní. Mér finnst illa farið með fólk, sem hefur unnið árum saman, að taka af því bæturn- ar í fjóra mánuði. Ef maður ætlar að lifa verður maður að fara á bæinn. Þetta er svo mikil niðurlæg- ing fyrir fólk sem alltaf hefur reynt að standa fyrir sínu. Þetta er hryll- ingur og vanlíðan eftir því. Það er ekkert tillit tekið til þess hvort maður býr einn eða með fyrirvinnu. Ég þarf að borga sömu skatta og rekstrarkostnað af íbúðinni og ef við værum tvö. Ég hef svelt mig til að geta borgað reikningana." — Hvaða úrræði hefur þú fram í júní? „Það er ekki um neitt annað að ræða en að tala við félagsmála- stofnun, ef maður ætlar að halda lífi. Ég er búin að tala við þau og fór að hágráta þegar ég kom þaðan út. Mér fannst niðurlæging að segja mig á bæinn. Ég bað um styrk í fjóra mánuði, en það var ekki hægt. Ég verð að koma aftur eftir þijá mánuði, eins og maður sé að leika sér að þessu! Mér finnst líka að það ætti að leggja bæturnar inn á bankareikning í stað þess að þurfa að sækja þetta og vera að auglýsa sig.“ — Hefur þetta haft áhrif á heils- una? „Já, ég hef ekki sofið heila nótt frá því ég missti vinnuna. Mig er farið að verkja um allan skrokkinn og gömul meiðsli eru farin að minna á sig. Svo missir maður alla vini og kunningja, maður lokar sig inni heilu dagana og getur ekkert farið. Hvers konar líf heldur þú að það sé að fara út einu sinni í viku til að láta skrifa sig inn á atvinnuleys- isskrá. Ég get ekki lengur horft framan í fólk, þetta leggst allt svo þungt á mann. Þetta er ekkert líf.“ — Áttu von um að fá aftur vinnu? „Nei, ég á ekki neina von á því. Ég er orðin alltof gömul. Fólk sem er komið yfir fertugt er orðið of gamalt, hvað þá ég. Maður er búinn að missa heilsuna á þessu.“ Gift kona, 55 ára Hún var á biðtíma án bóta frá september til desember í fyrra. Nú hefur hún fengið vinnu, 5 tíma á dag tvisvar í viku. „Biðtíminn var ansi slæmur. Þetta var á versta árstíma og við erum að kaupa íbúð sem verið er að standsetja. Væri ég einstæð veit ég ekki hvernig ég hefði átt að komast af.“ — Leitaðir þú eitthvert annað þegar þú misstir bæturnar? „Nei, það gerði ég ekki. Ég held að það sé miklu erfiðara hjá mörg- um öðrum en mér. Sem betur fer hefur maðurinn minn vinnu og þótt launin séu ekki há þá skrimtum við, en maður lætur ekkert eftir sér.“ — En þú fékkst vinnu. „Já, ég er nú komin á þann aldur sem ekki er eftirsóttur til starfa. Mér finnst það skrýtið að konur, sem ég held að séu mjög ábyggileg- ar og mæti vel, fá ekki mikið að gera. Þessi vinna er ekki nema tvo daga í viku, en það er vonandi byij- unin.“ Tilboð Úlpurfrá 6.900,- Ullar jakkar f rá 7.900,- Allt heilsársf likur. Alltaf lanqurlauqar- . -jA. dagur hjá okkur. HI/15IÐ Opiðfrá kl. 10-16. LAUGAVEGI 31, SÍMI 25580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.