Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993 27 SJONARHORN Tengsl krabbameins og umhverfisþátta Krabbamcinstilfellum hefur fjölgað hér á landi á síðustu árum, eins og víðar um heim. Haldið hefur verið fram að or- sakir inegi í 30-60 prósent til- fella rehja til umhverfisþátta. Skýringar liggja ekki ljósar fyr- ir, en fjölmargar vísbendingar hafa komið fram undanfarin ár og styðjast þær við rannsóknir sem gerðar hafa verið á tengsl- um þessara þátta. Hér verða dregnar saman upp- lýsingar um orsakavalda krabba- meins svo og forvamir. Efnið sem kemur víða að og er sett hér fram lesendum til fróðleiks og umhugs- unar. Litarefni Notkun litarefna í matvæli og snyrtivörur hefur lengi verið um- deild. Á síðustu árum hafa azo-lit- arefni, sem m.a. voru notuð í mat, víða verið bönnuð vegna þess að þau eru talin vera krabbameins- valdar. Snyrtivöruiðnaðurinn hefur ekki þurft að lúta sömu lögum og matvælaiðnaðurinn hvað innihald framleiðslunnar snertir. Snyrti- vöruframleiðslan hefur þó víða ver- ið til umræðu, bæði vegna skorts á opinberu eftirliti og kvartana neytenda sem telja sig hafa orðið fyrir óþægindum af efnum í snyrti- vörum. í danskri bók, Bag den farvede virklighed, segir m.a. að í varaliti séu notaðir bæði náttúru- legir litir, og kemískir og þá aða- lega azo-litir. En það sé óeðlilegt að í varalit, sem í bókstaflegri merkingu sé borðaður af þeim sem hann notar, séu látnir litir sem bannað sé að nota í matvæli. Hárlitur getur verið skaðlegur Hárlitunarefni eru undir smásjá þar sem sum þeirra eru talin geta verið krabbameinsvaldandi. Á tím- um Rómverja dýfðu menn blýkömbum sínum í edik til að dekkja hár sitt. Fyrir þann tíma var notað seyði af jurtum til að lita hár, þar á meðal Henna, en Henna er eini háraliturinn úr jurtum sem notaður í dag. Hennaliturinn geng- ur inn í hárið og er fastur hárlitur. Litaval er takmarkað, en kosturinn við Henna er að liturinn ertir ekki húðina og veldur ekki eituráhrifum. Þau hárlitunarefni sem aðallega eru notuð í dag innihalda kemísk litarefni. Sérstaklega er vakin at- hygli á hinum svokölluðu föstu háralitum sem þrengja litarefninu inn í sjálft hárið og verða ekki þvegnir í burtu. Ákveðin efni í sum- um þessara lita og áralöng notkun geta framkallað krabbamein. Það er ekki liturinn á hárinu sjálfu sem veldur skaðanum heldur upptaka litarefnisins í gegnum hársvörðinn. Það getur skipt máli að hárlitarefn- ið sé ekki látið liggja á hársverðin- um við hárlitun. Áhrif fæðu á krabbamein í tímaritinu Inform er getið um rannsókn sem gerð var á vegum American Chemical Society og birt var í Joumal of the National Canc- er Institute í okt. síðastliðnum. Þar segir að nú liggi fyrir viðbótarsann- anir sem sýni fram á að neysla á ávöxtum, grænmeti og komi geti dregið úr hættu á ristilkrabba. Rannsóknin, sem náði til 750.000 karla og kvenna og stóð yfír 10 ára tímabil, leiddi í ljós að þeir þátttakendur sem borðuðu minnst af grænmeti og komi en ekkert magnyl (aspirín) voru í meiri hættu en þeir sem neyttu mest af þessari fæðu að viðbættum 16 magnyltöfl- um mánaðarlega. Áhættan var lítið eitt meiri hjá konum. Saltaður matur tengdur magakrabba Tvær aðskildar japanskar rann- sóknir þykja sýna á óyggjandi hátt að tengsl eru á milli fæðu og krabbameins. í fyrstu könnuninni segir að fólk sem borði gjaman saltan mat og súrsað grænmeti fái oftar krabbamein í maga en þeir sem borði ferskt grænmeti og ávexti. Magakrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Japan. Krabbameinsstöð í Saitama gerði könnun á neyslu 251 karímanns •sem voru með magakrabbamein og höfðu til samanburðar 483 karla víða að úr þjóðfélaginu. Þeir voru spurðir um neyslu algengra fæðu- tegunda eins og gq'óna, miso-súpu, grænu tei, kaffi, svörtu tei, steikt- um fiski, soðnum físki, glóðars- teiktu kjöti, súrsuðu grænmeti, hnetum, reyktum mat, skinku og hráu grænmeti. Spurt var einnig hvort menn veldu fremur salta fæðu, sæta eða kryddaða. Þang og hnetur ekki tengdar magakrabba í niðurstöðum rannsóknanna tengdu vísindamennimir saltan mat, miso-súpu, soðinn fisk og súrsað grænmeti áhættuþáttum í magakrabbameini. Minni áhætta var sögð vera í kaffí, hnetum, hráu grænmeti, kartöflum, soyabaun- um, ávöxtum, grænu og gulu grænmeti, hvítu grænmeti og þangi og þara. Vísindamennirnir könnuðu téngsl þangs og hneta við magakrabba. Þang er á sama hátt og hrátt grænmeti og ávextir mjög auðugt af C-vítamíni, en það er talið veita vöm gegn krabbameini. Japönsku vísindamennimir segja að neysla á físki og skelfiski hindri hættu á vissum tegundum maga- krabbameina. Fyrri rannsóknir hafa tengt skort á selíni (efni sem fínnst í físki) aukinni hættu á krabbameini. Miso-súpan, sem inniheldur mikið salt, var tengd magakrabbameini. Reykingar og alkóhól virðast ekki hafa áhrif á magakrabba. En því má bæta við hér, að Japanir nota mikið salt á mat, mun meira en við eigum að venjast. Grænmetísseyði hindrar æxlisvöxt Í annari könnun vísindamanna við Læknaháskólann i Kumamoto kemur fram að soðið seyði af grænu laufi gulrótna og kálteg- unda eins og blómkáli, grænkáli, brokkoli, hvítkáli, rósakáli og nokkmm tegundum bauna rauðra og svartra og svo soyabaunir virð- ast hafa fyrirbyggjandi áhrif á myndun æxla. Þeir prófuðu 37 grænmetisseyði og hæfíleika þess til að gera óvirk efni sem örva myndun æxla. Með þvi að sjóða þessar grænmetistegundir í 5 mín- útur kom í ljós að 90 prósent af þessum jurtaseyðum sýndi 10-50 falda aukningu á eyðingu á vissum krabbameinsörvandi efnum. Mörg heit grænmetisseyði sýndu mjög öflug og hindrandi áhrif á æxlisvöxt, en ekki er ljóst hvers- vegna hitunin örvar áhrifín. Vís- ' indamennimir benda á að þessar rannsóknir séu enn á fmmstigi, þörf sé á að kanna fleiri plöntur, ávexti, grænmeti og korntegundir. Áhrif eldunaraðferða þarfnist einn- ig frekari rannsókna. Þessar rann- sóknir gefí aðeins til kynna að mismunandi vatnsuppleysanleg efnasambönd geti verið talsvert mikilvæg við hindmn krabbameins- myndunar á sama hátt og trefjarík fæða gerir. Krabbamein og breytt fæðuval Á þinginu Nutrition and Cancer (næring og krabbamein) sem hald- ið var í Altlanta árið 1991 kemur fram, að ákveðin tengsl em talin vera á milli neyslu ákveðinna efna í fæðunni og krabbameins. Og enn- fremur að með breyttu fæðuvali megi e.t.v. draga úr tíðni krabba- meins í ýmsum líffærum eins og í bijóstum, ristli og gallblöðm. Pró- fessors Þorkell Jóhannesson sótti þingið og verður hér með leyfi hans vitnað í greinargerð hans um efni þingsins. Þar segir að á þinginu hafí kom- ið fram, að þær fæðutegundir sem einkum virðast stuðla að krabba- meini séu dýrafita og rautt kjöt, en grænmeti og ávextir ýmiss kon- ar og gróf fæða geti haft hamlandi áhrif. Oljóst sé hvernig fítan stuðli að myndun krabbameins. Möguleg skýring sé sú að fíta hafí áhrif á ensím sem oxa ýmis lyf og efni í líkamanum og geti haft áhrif á gerð fmma og boðum á milli fmma. Flestar rannsóknir sem gerðar hafi verið á tengslum krabbameins og fíta hafa fari fram á feitu kjöti, en hugsanlegt sé að einhver efni í sjálfu kjötinu geti einnig haft þar áhrif á. Mikil fítuneysla virðist að- allega stuðla að krabbameinsmynd- un fyrir tilstilli örvunar á gena- breytingum í fmmum. Mikil orkug- jöf getur virkað hvetjandi á alla fmmustarfsemi þar með örvun krabbameinsmyndunar. Það gæti skýrt að hluta hversvegna fíta gæti stuðlað að myndun krabba- meins. Engar skýringar virðast á því hvers vegna grófmeti dregur úr líkum á myndun krabbameins. Krabbameinsvaldar í steiktu kjöti Hvað varðar hindrandi áhrif jurtafæðis á myndun krabbameins em talið að þau megi rekja til beta karotíns (er í gulrótum, tómötum o.fl.) en beta karotín gæti verkað sem oxunarvari. Einnig var því haldið fram að ýmis brennisteins- sambönd í lauk gætu hamlað krabbameinsmyndun. Á ráðstefn- unni voru kynntar rannsóknir sem þóttu benda til þess að kalsíum skipti máli fyrir myndun krabba- meins í þörmum. Einnig vom kynntar rannsóknir á krabbameins- - _ valdandi efnum sem myndast við steikingu á kjöti og geta m.a. vald- ið krabbameini í ristli í dýratilraun- um. Ef kjöt er sett í örbylgjuofn I nokkrar mínútur áður en það er steikt dregur það úr myndun þess- ara efna. Vökvamagnið í kjötinu minnkar í örbylgjuofni. Þessi efni em einnig sögð geta skaðað fmm- ur í hjarta. í greinargerðinni segir að þessi efni í steikinni séu óbeinir krabbameinsvaldar þ.e. breytast í krabbameinsvalda fyrir tilstilli ens- íma í vefjum. jr Á þessari ráðstefnu var einnig rætt samhengi áfengisneyslu og krabbameinsmyndunar i munni, koki, hálsi, vélinda og lifur. Tiðni krabbameins í þessum líffærum tengist oft neyslu áfengis og hve mikils er neytt af því. Bent var á að oft reynist erfítt að greina á milli krabbameins af völdum reyk- inga og áfengisneyslu, þar sem mikil tóbaksnotkun og áfengis- neysla fari oft saman. Ahrif áfeng- isneyslu hefur verið tengd krabba- meini í bijóstum, en það hefur ekki tekist að sanna að samband sé þar á milli. Rannsóknir nauðsynlegar Nú er mjög mikið unnið að rann- * sóknum á téngslum fæðu og krabbameins. Niðurstöður rann- sóknanna eru ekki alltaf samhljóða, en rannsóknir eru nauðsynlegar, því að á þeim munu fyrirbyggjandi aðgerðir verða byggðar á í framtíð- inni. M. Þorv. Brids Umsjón Arnór Ragnarsson Víkingsbrids Hraðsveitakeppninni er lokið. Kvöldsk. Lokast. Kristinn Friðriksson Guðmundur Samúelsson Einar Einarsson Ólafur Friðriksson Brynjar Bragason Eggert Guðmundsson Helgi Guðmundson 599 st. = 2273 486 st. = 2200 591 st. = 2170 511 st. = 2162 537 st. = 2139 565 st. = 2131 491 st. = 2045 Þriðjudaginn 16. febrúar 1993 verð- ur spilaður eins kvölds tvímenningur, kl. 19.30. Allir velkomnir. Ármúla 40, 2. hæð, og byijað kl. 19.30. Skráning fer fram hjá Lofti í síma 36120 og heimas. 45186 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Þess má geta að Bridsdeild Rangæ- inga hefur sótt um inngöngu í Brids- samband íslands og verður því þessi keppni sú fyrsta sem gefur stig. Bridsfélag Kópavogs Staðan að loknum 12 umferðum af.17: Sigurður ívarsson 210 Ragnar Jónsson 209 Sævin Bjamason 203 Helgi Viborg 198 Þórður Jörundsson 197 Guðmundur Pálsson 195 JAXC 182 Bridsdeild Rangæinga Barómetertvímenning félagsins lauk sl. miðvikudag og varð röð efstu para þannig: BaldurGuðmundsson-JónHjaltason 134 JónSigtryggsson — Skafti Bjömsson 126 Karl Nikulásson — Loftur Pétursson 72 Bragi Jónsson - Öm Bragason 64 Nk. miðvikudag 17. febrúar hefst aðalsveitakeppni félagsins. Spilað er í Bridsfélag Reylgavíkur Lokið er fjórum umferðum af 12 í aðalsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Hrannar Erlingsson 85 Gísli Hafliðason 79 Tryggingamiðstöðin 75 Símon Símonarson 74 Gunnlaugur Kristjánsson 73 Hjólbarðahöllin 70 Unglingasveit nr 1. 69 Spilaður er Monrad og spila efstu sveitimar ávallt saman. Næst verður spilað á miðvikudaginn kemur í BSÍ- húsinu. Spilamennska hefst kl. 19.30. Bridsfélag Hreyfils Síðastliðinn mánudag vom spilaðar fímm umferðir í Barómeter-tvímenn- ingnum. Að loknum tíu umferðum er staða efstu para þessi: ÓskarSigurðsson-SigurðurSteingrimsson 163 Jón Sigtiyggsson — Skafti Bjömsson 120 DaníelHalldórsson-RagnarBjömsson 99 ÁsmundurÞórisson-HaraldurBrynjólfsson 87 Ekki verður spilað næsta mánudag vegna Bridshátíðarinnar, en keppnin heldur áfram mánudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu. Bridsfélag Norðfjarðar Aðalsveitakeppni BN er nú hálfnuð. í fyrsta skipti er nú spiluð tvöföld umferð í keppninni, sem 6 sveitir taka þátt í og er staðan þessi: Lífeyrissjóður Austurlands 109 (Elma, Ina, Heimir, Víglundur) SvavarBjömsson 96 (Bjarni, Eysteinn, Kristinn) SigfinnurKarlsson 77 (Guðmundur, Magnús, Anton, Jón Einra, Jóhann) ValdimarAndrésson 70 (Þórður, Ámi, Finnur) Úrtökumót á Austfjörðum Úrtökumót Bridssamsambands Austurlands í sveitakeppni var haldið á Fáskrúðsfírði 5. og 6. febrúar sl. Mótshaldari var Bridsfélag Suður- fjarða og keppnisstjóri Ólafur Sigm- arsson, Vopnafírði. 3 efstu sveitimar unnu sér rétt til keppni í undanúrslitum íslandsmótsins 2.5-28. mars nk. Sveit Herðis hf., BF 190 (Pálmi Kristmannsson, Ólafur Jóhannsson, Jón Bjarki Stefánsson, Guttormur Kristmannsson) Sveit Hótels Bláfells, BSF 167 (Skafti Ottesen, Ríkharður Jónasson, Ævar Ármannsson, Bj. Hafþór Guðmundsson) Sveit Sprota-Icy, BRE 153 (Kristján Kristjánsson, ísak J. Ólafsson, Þorbergur Hauksson, Sigurður Hólm Freysson, Friðjón Vigfusson) Malarvinnslan, BF 150 Lífeyrissjóður Austurlands, BN 145 Sveit Malarvinnslunnar er fyrsta vara- sveit yfir landið. Bridsklúbbur Fél. eldri borgara, Kópavogi Þriðjudaginn 9. febrúar var spilaður tvímenningur og mættu 16 pör. Úrslit urðu: GarðarSigurðsson-JónHermannsson í?7 StefánJóhannessson-ÁmiJónasson 240 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 239 Bergsv.Breiðgörð-KjartanGuðmundsson 225 Meðalskor 210 st Næst verður spilað föstudaginn 12. febrúar kl. 13 á Digranesvegi 12. Og þriðjudaginn 16. febrúar kl. 19 á sama stað. Frá Skagfirðingum, Reylgavík Aðaltvímenningskeppni deildarinn- ar hófst síðasta þriðjudag, með þá# töku 18 para. Eftir 1. kvöldið er staða efstu para þessi: Þrösturlngimarsson-ÞórðurBjömsson 58 Þórir Leifsson - Óskar Karlsson 46 ArmannJ. Lárusson - Lárus Hermannsson 40 GuðlaugurSveinsson-MagnúsSverrisson 17 JónStefánsson-SveinnSigurgeiisson 9 Alfreð Alfeðsson - Bjöm Þorvaldsson 8 Ekkert verður spilað á sunnudaginn vegna bridshátíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.