Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993 .4x4 sýning um helgina UM HELGINA verður haldin 4x4 sýning á Akureyri á vegum aukahlutadeildar Toyota um- boðsins í Bilasölunni við Stór- holt. Sýndir verða Toyota jeppar s.s. Land Crusier á 44“ dekkjum, Hil- ux á 33“ dekkjum og 4Runner á -. 38“ dekkjum sem aukahlutadeildin hefur séð um breytingar á. Á staðnum verður boðið upp á reynsluakstur og léttar veitingar, en sýning er opin bæði á laugar- dag og sunnudag, 13. og 14. febr- úar. Héraðsráð Eyjafjarðar skipar sjö manna nefnd Sameining sveitarfélaga á svæðinu verði skoðuð Afangaskýrslunni um málið verði skilað næsta haust HÉRAÐSRÁÐ Eyjafjarðar hefur samþykkt að skipa sjö manna nefnd sem fara á i saumana á kostum og göllum þessa að sveitar- félög í Eyjafirði sameinist í eitt. Nefndinni er ætlað að skila áfangaskýrslu 15. október næstkomandi. Sveitarstjórnarmenn í Eyjafirði hittust nýlega og ræddu sameiningarmálið og kom þar fram vi^ji til að skoða af alvöru sameiningu sveitarfélaga á svæð- inu. Um 20 þúsund manns búa á Eyjafjarðarsvæðinu í 14 sveitarfé- lögum. Stórt verkefni Guðný Sverrisdóttir formaður Héraðsnefndar Eyjafjarðar sagði að skipað yrði í nefndina innan skamms, en verkefnið væri stórt og langan tíma tæki að skoða það ofan í kjölinn. Þjónusta og útgjöld í tillögu Héraðsráðs sem vísað er til hérðasnefndar Eyjaíjarðar er lagt til að skipuð verði sjö manna nefnd til að móta tiilögur um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði og er henni ætlað að leggja tillögur sínar eða áfanga- skýrslu fyrir héraðsnefnd eigi síð- ar en 15. október 1993. Verkefni nefndarinnar eru m.a. að leggja mat á áhrif breytinga á mörkum sveitarfélaga í Eyjafirði og í því sambandi verði sérstaklega athug- uð áhrif á sveitarstjórnarstigið sem stjórnsýslueiningu og þau verkefni sem sameinuð sveitarfé- lög gætu annast. Ennfremur er nefndinni ætlað að leggja mat á áhrif breytinga á þjónustustig núverandi sveitarfélaga ásamt áhrifum á útgjöld til hinna ýmsu málaflokka. Kostir og gallar Héraðsnefnd boðaði sveitar- stjómir á svæðinu til fundar um sameiningarmál í síðasta mánuði þar sem skipst var á skoðunum og sagði Guðný að á þeim fundi hefði komið fram vilji til að skoða möguleika á sameiningu sveitarfé- laganna á svæðinu í eitt. „Það er enn ekki um það að ræða að við ætlum að sameinast, en við höfum ákveðið að skoða kosti þess og galla og hvaða hagræðing felst í slíkri sameiningu og hvort þjón- usta við íbúana muni batna í kjöl- farið,“ sagði Guðný. Mikil samvinna Svæðið sem um er að ræða nær frá Ólafsfirði út með Eyjafírði vestanverðum fram Eyjafjarðar- sveit og út eftir ströndinni austan- megin að Grýtubakkahreppi, auk eyjanna, Hríseyjar og Grímseyjar. Á þessu svæði búa rúmlega 20 þúsund manns, en sveitarfélögin eru 14 talsins. Þegar hafa sveitar- félögin með sér samvinnu m.a. varðandi framhaldsskólana á svæðinu og þá hefur verið ákveðið að stofna byggðasamlag um sorp- hirðu, en Guðný sagði að samvinna sveitarfélaganna á svæðinu væri sífellt að aukast. Messur á Akureyri Akureyrarkirkja Sunnu- dagaskólinn mætir í fjöl- skyldumessu kl. 11 og fer í Safnaðarheimilið eftir predik- un. Fjölskyldumessa verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 11. Barnakór kirkjunnar mun syngja og leiða sönginn undir stjóm Hólmfríðar Benedikts- dóttur. Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju verður í kapell- unni kl. 17 og Biblíulestur verður í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Glerárkirkja Biblíulestur og bænastund verður í dag kl. 13. Bamasamkoma kl. 11 á morgun og foreldrar hvattir til að koma með bömum sín- um. Jón Þorsteinsson syngur einsöng í guðsþjónustu kl. 14 á morgun og boðið verður upp á molasopa að lokinni guðs- þjónustu. Æskulýðsfundur verður haldinn kl. 17.30. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dagur fagnar 75 ára afmæli FJÖLMARGIR lögðu Ieið sína í höfuðstöðvar dagblaðsins Dags við Strandgötu í gær, föstudaginn 12. febrúar en þá var haldið upp á 75 ára afmæli blaðsins. Gestum var boðið upp á veitingar og þá kynntu starfsmenn blaftsins starfsemina sem þar fer fram, en rekin er prent- smiðja í tengslum við útgáfu blaðsins. Á myndinni sjást gestir fylgj- ast með prentun helgarblaðs Dags í gær. Ritstjóri Dags er Bragi V. Bergmann, fréttastjóri er Kristján Kristjánsson, en alls starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu. Biblíudagurinn 1993 á morgun HINN árlegi Biblíudagur er á morgun, sunnudaginn 14. febr- úar. Þennan dag er vakin athygli á starfi Hins íslenska Biblíufé- lags og þess jafnframt minnst með þakklæti hve lengi Islending- ar hafa átt Biblíuna á eigin tungu. Dagskrá Biblíudagsins hefst að þessu sinni með útvarpsguðs- þjónustu í Hallgrímskirkju, kl. 11 f.h., þar sem framkvæmda- stjóri Hins íslenska Biblíufélags, séra Sigurður Pálsson predikar, félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja og Hörður Áskelsson organisti leikur tvö verk eftir Jón Nordal. Jafnframt verður dagsins minnst við aðrar guðsþjónustur sem haldnar eru þennan dag og tekið við gjöfum til Biblíufélagsins. Síðdegis, eða kl. 15.30, verður aðalfundur Hins íslenska biblíu- félags haldinn í Hallgrímskirkju og verða veitingar fram bornar í boði sóknarnefndar. Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst síðan fyrir dagskrá í samvinnu við Hið íslenska bibl- íufélag, sem hefst í kirkjunni kl. 17.00. Yfirskrift dagskrárinnar er: Biblían, uppspretta sköpun- ar. Þar munu félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju flytja kórverk við Biblíutexta, Auður Bjarnadóttir dansari og Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikkona flytja einþáttung um Samversku konuna og leikararnir Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugs- dóttir lesa texta úr nýrri þýðingu Gamla testamentisins sem verið er að vinna að um þessar mund- ir. Auk þess mun Hörður Áskels- son leika á orgel kirkjunnar. Þar sem Hið íslenska biblíufé- lag hefur nú um 25 ára skeið haft aðsetur í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju þótti við hæfi að halda daginn hátíðlegan þar með þessum hætti. Viðamesta verkefni Hins ís- lenska biblíufélags um þessar mundir er eins og kunnugt er ný þýðing á Gamla testamentinu úr hebresku, sem unnin er méð fjárhagslegum stuðningi ríkis- sjóðs og er liður í undirbúningi kristnitökuhátíðar árið 2000. Auk þess vinnur félagið að fræðslu um Biblíuna og gefur árlega út Biblíulestrarskrá sem dreift er í um 10.000 eintökum árlega. Jafnframt þessu leitast félagið við að taka þátt í sam- starfí Sameinuðu Biblíufélag- anna (UBS) sem er öflug al- heimshreyfmg sem vinnur að útbreiðslu og dreifingu Biblíunn- ar um allan heim. Þessi samtök dreifðu á síðastliðnu ári 640 milljónum Biblía og biblíurita og er stór hluti þess rit sem gefin eru út til nota í baráttunni við ólæsi í heiminum, en Sameinuðu Biblíufélögin hafa m.a. haft samvinnu við UNESCO í þeim efnum. (Fréttatilkynning) Breiðholtskirkja Samkomur með Ulrich Parzany DAGANA 14.-21. febrúar verða haldnar vakningarsam- komur í Breiðholtskirkju í Reykjavík undir yfirskriftinni „Jesús ’93“. Samkomurnar eru haldnar á vegum KFUM, KFUK, Kristilegu skólahreyf- ingarinnar og Kristniboðs- sambandsins. Ræðumaður á samkomunum verður þýski vakningarpredikarinn Ulrich Parzany, en hann er fram- kvæmdasljóri KFUM/K í Þýskalandi Parzany er þekktur víða um lönd sem áhrifamikill predikari. Hann kom hingað til lands árið 1990 og talaði þá á fjölmennum samkomum sem haldnar voru í Bústaðakirkju. Á samkomunum nú í Breið- holtskirkju verða flutt ávörp, leikþáttur og frásagnir. Söng- hópar munu syngja og hljóm- sveitin „Góðu fréttirnar“ spila. Auk þess verður mikill almennur söngur, lofgjörð og fyrirbænir. Ulrich Parzany predikar síðan á öllum samkomum nema þeirri fyrstu og verður mál hans túlkað á íslensku. Sunnudagana 14. og 21. febr- úar hefjast samkomumar kl. 17 og eru fyrir alla fjölskylduna. Dagana þar á milli, 15.-20. febrúar, verða þær kl. 20.30. Allir eru velkomnir á samkom- urnar. Skólaganga Útivistar Framhaldsskólar og kennaraskólar FARIÐ verður í fjórða áfanga Skólagöngunnar með rútu sunnudaginn 14. febrúar kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöð- inni. Gengið verður frá Görðum á Álftanesi gömlu leiðina til Hafnarfjarðar þangað sem gömlu Flensborgarhúsin stóðu og þaðan að Flensborgarskólan- um kl. 13. Frá Flensborgarskó- lanum verður ekið að Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og komið þangað kl. 14. Þaðan verður gengið og ekið að Kennarahá- skóla íslands og verið þar um kl. 15.30. Frá Kennaraháskólan- um verður gengið niður á Um- ferðarmiðstöð með viðkomu í gamla Kennaraskólanum, Kenn- arahúsinu. Þessum áfanga skólagöng- unnar er ætlað að rifja upp sögu gagnfræðaskóla og kennara- skóla á íslandi og einnig starf- semi fjölbrautaskóla og Kenn- araháskóla íslands í dag. Fylgdarmenn verða Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari Flensborgarskólans í Hafnar- firði, Kristín Arnalds, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla íslands og Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands. Hægt er að velja um að vera með allan tímann eða kom inn á ofangreindum tímum. Allir fá sérstimplað göngukort til minja um ferðina. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.