Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 29

Morgunblaðið - 20.02.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 29 Mig langar til að minnast langömmu minnar með fáum orð- um. Það eru ekki margir sem fá að kynnast langömmu sinni eins vel og ég gerði. Af hennar 104 árum fékk ég að vera með henni í 25 ár. Þó að síðastliðin fimm ár hafi ég verið búsett í Reykjavík, en hún í Vestmannaeyjum, fór ég alltaf reglulega til Eyja og var þá alltaf mitt fyrsta verk að heimsækja langömmu, fyrst á Strembugötuna, en síðustu þrjú ár á Sjúkrahús Vest- mannaeyja, þar sem vel var hugsað um hana. Mín fyrstu ár áttum við sama heimili, eða þangað til foreldrar mínir fluttust í sitt eigið hús, en það var stutt á milli og ég gat allt- af hlaupið yfír til langömmu, ömmu og Sigga heitins sem öll bjuggu saman. En það leið stuttur tími þangað til við vorum öll aftur farin að búa saman. Árið 1973 fluttumst við til Reykjavíkur vegna eldgossins í Eyjum og bjuggum þá allar saman á Kleppsveginum, langamma, amma, mamma og ég (ásamt pabba og Sigga sem voru þó að mestu í Eyjum við hreinsun). Ég á margar góðar minningar frá samverustund- um okkar langömmu. Hún passaði mig oft þegar ég var lítil, en hún lét mig alltaf halda að ég væri að passa hana, en ekki hún mig. Þegar við svo fluttumst aftur til Eyja var mitt annað heimili hjá langömmu. Alltaf eftir skóla var ég fastur gest- ur hjá langömmu og fékk að drekka hjá henni, oft nýbakaðar flatkökur, skonsur, kleinur eða pönnukökur. Hún átti líka alltaf súkkulaðimola í kommóðunni sinni. Það voru ófáar peysumar, sokk- arnir, vettlingamir og húfurnar sem hún pijónaði á mig. Hún sat alltaf við gluggann á Strembugötunni og pijónaði eða heklaði. Þar sat ég oft hjá henni meðan amma og Siggi voru að vinna, svo að hún væri ekki ein. Hún kenndi mér margt, m.a. að pijóna og hekla. Einnig sagði hún mér margar sögur frá því hún var bam, þegar fátæktin var mikil og ekki var til matur handa fjölskyldunni. Hún sagðist muna vel eftir því að eitt sinn er hún var lítil stelpa sá hún aðra stelpu með rúsínur í poka. Hana langaði mikið í, en gat ekki eignast sjálf vegna fátæktar. Stúlkan kom þá til hennar og gaf henni pokann sinn þegar hún sá hvað langömmu langaði mikið í. Hún sagðist muna enn hvað hún gladdist og varð ham- ingjusöm yfír þessu. Svona var langamma, gladdist yfír öllu, hvað lítið sem það var, og var alltaf svo þakklát fyrir allt sem hún hafði. Hún hafði sjálf upplifað fátækt og skort á öllu því sem við teljum svo sjálfsagt í dag. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst langömmu minni svona vel og fyrir allt sem hún var mér. Allra þær stundir sem við áttum saman eru mér ógleymanlegar. Ég veit að hún er komin í góðar hendur. Megi góður guð geyma hana. Sigfríð Runólfsdóttir. Gunna var afskaplega gjafmild, kannski einum of. Ég kom held ég ekki svo til hennar að hún gæfí mér ekki eitthvað handa mér eða bömunum mínum, t.d. styttu af hillunni eða bók úr bókaskápnum. Þó gaf hún mest með sjálfri sér. Hún dvaldist á Hrafnistu í tvö ár og þar lést hún 30. janúar, sama dag og hennar elskulega tengda- dóttir var jörðuð. Að lokum vil ég þakka samfylgdina og að hafa not- ið þeirrar ánægju að hafa kynnst Gunnu og hennar fólki. Ég bið Guð að gefa Valla og öðrum afkomend- um Gunnu styrk og huggun í þeirri miklu sorg sem yfír þau hefur dun- ið á undanfömum mánuðum. Blessuð sé minning hennar. í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir.) Kristín Ágústsdóttir. Hjónaminning Lilja Túbals og Jón Guðjónsson Fædd 23. maí 1894 Dáin 6. janúar 1975 Fæddur 7. apríl 1904 Dáinn 3. febrúar 1993 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú þegar samfylgd Jóns Guð- jónssonar er á enda í þessu jarðlífí vil ég í fáum orðum minnast hans og frænku minnar. Lilja Túbals var fædd í Múlakoti í Fljótshlíð 23. maí 1894, elst fjög- urra barna hjónanna Guðbjargar Þorleifsdóttur og Karls Túbals Magnússonar sem þar bjuggu og ráku gisti- og greiðasölu um ára- bil. Tvær systur em enn á lífí, þær Soffía og Ágústa. Jón Guðjónsson fædist 7. apríl 1904 að Borgareyrum í Vestur- Eyjaíjallahreppi, sonur hjónanna Þórunnar Guðleifsdóttur og Guð- jóns Sigurðssonar sem síðar bjuggu að Voðmúlastaðahjáleigu í Austur- Landeyjum. Eignuðust þau 14 börn, en tvö dóu í æsku. Nú em aðeins órir bræður á lífí, þeir Símon, lafur, Sigurleifur og Kjartan. Jón ólst upp hjá vandalaustum við mis- jafnt atlæti og aðbúð. Þegar hann hafði aldur til fór hann í vinnu- mennsku, þar á meðal að Múlakoti þar sem hann kynntist Lilju. Þau Lilja og Jón giftust 10. jan- úar 1932. Fyrstu tvo veturna fóru þau á vertíð í Vestmannaeyjum, en voru í Múlakoti á sumrum. Þau hófu búskap á Efri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum árið 1934 og áttu þar góða daga, enda talaði Jón ætíð með söknuði um vem þeirra þar og taldi hana besta tímabil æviskeiðs þeirra. Nafni jarðarinnar breyttu þau í Svanavatn árið 1938. Árið 1946 fluttust þau að Litla- Kollabæ í Fljótshlíð, en dvöl þeirra þar varð ekki löng, aðeins tvö ár. Þá lá leiðin til Reykjavíkur og þar áttu þau sér heimili alla tíð síðan. Sem barn átti ég marga ferðina að Kollabæ til Lilju og Nonna, en þar var sem ég ætti mér aðra for- eldra. Þar var ætíð gott að koma, Lilja með sína alkunnu glaðværð og Jón svo sérlega hlýr og um- hyggjusamur, enda bæði einstak- lega bamgóð. Síðan þegar ég kom til Reykja- víkur og fór að vinna þar, bjó ég að sjálfsögðu hjá þeim hjónum og hafði þar gott atlæti eins og áður. Þegar ég svo kom í fyrsta sinn í heimsókn til þeirra með manninn minn var honum tekið með kostum og þá þegar lagður gmnnur að vin- áttu sem entist alla tíð. Þegar þau hjón fluttust til Reykjavíkur var Lilja sífelit að hugsa um gömlu sveitungana og vinafólkið. Margar ferðir átti hún á sjúkrahúsin til að stytta þeim stund- ir í veikindum, jafnvel eftir að hún var sjálf þrotin að kröftum. Sveitamaðurinn átti sér alla tíð stað í hjarta Jóns, því að hesta átti hann meðan heilsan leyfði. Hann var talinn einkar laginn hestamaður og hafði af þeim yndi. Þá var hann söngelskur og tók oft lagið í góðra vina hópi. Margur ferðamaðurinn þáði leiðsögn Jóns í Þórsmörk með- an hann dvaldist í sveitinni enda betra að hafa kunnugan með í för þegar Markarfljót og Þverá fóm óbeislaðar um aurana. Eitt sinn fómm við hjónin með Jóni og fleiri félögum um íjallabak á hestum og naut hann sín vel í þeirri ferð sem og öðram slíkum. Þeim Lilju og Jóni varð ekki barna auðið, en þau áttu sér kjör- dóttur, Valgerði, sem þau tóku að sér ársgamla. Þeim var það þung sorg þegar hún lést í hörmulegu bílslysi árið 1961, aðeins 25 ára gömul. Dóttir hennar Halldóra Lilja, ólst upp hjá ömmu sinni og afa og var það huggun í harmi þeirra að eiga hana eftir. Hin síðustu ár Lilju var hún far- in að heilsu, en umhyggja og dugn- aður manns hennar var aðdáunar- verður. Hann var stoð hennar og stytta allt til hins síðasta. Sárt tók það hann að geta ekki vegna veik- inda fylgt henni til hinstu hvílu í Múlakoti. Eftir lát Lilju tók við tími saknaðar og einmanaleika. En Jón kynntist elskulegri konu, Fanneyju Kjartansdóttur, fæddri 30. desember 1909, og giftu þau sig árið 1977. Þau áttu sér hlýlegt heimili í Austurbrún 2. Finney var (júf kona með sérstaklega fágaða framkomu. Það var sem við hefðum þekkst alla tíð er við hjónin hittum hana í fyrsta sinn. Þau Finney og Jón fóm á EIli- heimilið Gmnd, en þá var heilsu þeirra beggja farið að hraka. Finn- ey lést 12. apríl 1990 og enn stóð Jón einn eftir. Kall hans kom að morgni 3. febrúar sl. Með þakklæti í hjarta kveðjum við góða vini og yndislegt fólk. Blessuð sé minning þeirra. Guðbjörg. Minning Ingvar Gunnlaugsson bóndi, Syðra-Kolugiii Fæddur 16. júní 1917 Dáinn 9. febrúar 1993 í dag er borinn til hinstu hvílu frændi minn, Ingvar Gunnlaugsson. Ingvar fæddist á Kolugili í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 16. júní 1917. Þar bjó hann og starfaði til dauða- dags. Ingvar var sonur Gunnlaugs Daníelssonar og seinni konu hans, Sigrúnar Jónsdóttur. Systkini hans og samfeðra vom Ingibjörg, f. 1902, látin, Kristín, f. 1903, látin, Bjöm, f. 1904, bóndi á Ytra-Kolu- gili, Sigríður, f. 1906, látin, Harald- ur, f. 1908, búsettur í Reykjavík. Alsystkini Ingvars voru Agnar, f. 1915, látinn, og Ása, f. 1924, bú- sett á Syðra-Kolugili. Ingvar var ógiftur og barnlaus, en bjó í sam- býli við systur sína Ásu og mág Fæddur 12. desember 1909 Dáinn 10. febrúar 1993 í dag er til moldar borinn mágur minn Axel Ólafsson, fyrrum bóndi í Bakkakoti, Stafholtstungum, Borg- arfirði. Axel var fæddur að Her- mundarstöðum í Borgarfirði. For- eldrar hans voru Ágústína Guð- mundsdóttir og Ólafur Kristjánsson, sem síðst bjuggu í Álftatungukoti á Mýmm. Axel naut sem ungur maður betri menntunar en almennt gerðist á þeim tíma. Hann var einn vetur í Héraðsskólanum á Hvítárbakka og einn vetur í Reykholti. Síðan fór sinn Ragnar og er söknuður þeirra mikill. Minningamar hrannast upp við skyndilegt fráfall hans. Mér er minnisstæður fyrsti morguninn minn í sveit á Kolugili. Ingvar kom fyrstur úr fjósinu eins og hann var vanur. Hann byijaði að elda hafra- graut og tók upp súrt slátur úr tunnu. Eg horfði andaktugur á þetta og velti fyrir mér hvort hann ætlaði virkilega að borða þetta. Hann sneri sér við um leið og hann hrærði í pottinum og spurði mig um líðan skyldmenna fyrir sunnan. Hann hafði áhuga á að frétta af systkinum sínum. Að þessu búnú lagði hann á borð fyrir okkur og grauturinn hvarf ofaní hann. Svo var rokið út að vinna. Já, vinna, það var aldrei slegið slöku við á hann í Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Axel var ágæt- lega gefínn og átti létt með allt nám og var því ævinlega með fremstu nemendum í skóla. Ennfremur var hann bókamaður mikill og minnugur á allt sem hann las og því fróður vel og jók þar af leiðandi stöðugt við menntun sína. Þó Axel hafí haft menntun til annarra starfa en til landbúnaðar, þá ákvað hann að stunda búskap í sveit. Fyrst hóf hann búskap með foreldmm sínum í Álftártungukoti og síðar byijaði hann búskap í Bakkakoti og þar bjó hann í 40 ár. Þegar Axel hóf búskap í Bakka- Kolugili. Unnið alla daga frá morgni til kvölds. Ég hef aldrei kynnst eins duglegu fólki og Kolugilssystkinum. Ingvar var góður bóndi og átti grösuga jörð. Hann átti fallegt og vel hirt fé og góð hross. Ingvar var hógvær maður og hafði þægilegt viðmót, hann var einstaklega vel lyntur, hann reiddist aldrei, hvorki koti var húsakostur þar að falli kom- inn og tún lítið ræktuð en aðstæður góðar til ræktunar og ennfremur hlunnindi sem fylgdu jörðinni svo sem laxveiði o.fl. Hann bytjaði á viðamikilli tún- rækt, sem hann jók við allt til síð- við menn né skepnur. Hann var hjálpsamur maður og hændust auð- veldlega að honum bæði böm og dýr. Hans lífsmottó var að sælla væri að gefa en þiggja. Ingvar var náttúmbam og hafði yndi af fjalla- ferðum hvort sem hann fór í göng- ur á Amarvatnsheiði eða í veiði- skap. Eitt vorið vomm við Ingvar uppi á Víðidalsfjalli að reka stóð. Þar var brún hryssa sem hafði nýkastað rauðu hestfolaldi. Hann leit á folald- ið og sagði að ég mætti eiga það. Þarna var kominn minn fyrsti hest- ur, en hestar hafa átt hug minn og fjölskyldu minnar síðan. Þetta þakka ég frænda mínum. Þeir em margir kílómetramir sem Ingvar hefur gengið um ævina, eða öllu heldur hlaupið við fót. Hann gaf sér sjaldan tíma til að skreppa í bæinn, en hjálpaði stund- um bróður sínum Agnari við jóla- tréssölu i Bankastræti í Reykjavík. Einu sinni fór hann í ferð með bændum til Noregs. í dag kveð ég góðan dreng, ljúf- an og hjálpsaman, og bið Guð að blessa minningu hans. Jón Albert. ustu ára sem hann var við búskap. Einnig byggði hann allt upp að nýju, íbúðarhús, hlöður og gripahús. Hann gerði jörðina að stórbýli meðan hann bjó þar. Þegar Axel hætti búskap flyst hann í Borgarnes, en sonur hans Kristján tekur við jörðinni. Eftirlifandi kona Axels er Kristín Kristjánsdóttir frá Steinum í Staf- holtstungum og em börn þeirra: Ólafur, Kristján, Svanhildur og Ein- ar, sem öll eru myndarfólk. Eftirlifandi systkini Axels eru Soffía, Sigurborg, Sigríður og Karl, en látnir em tveir bræður, Hans Kristján og Stefán Geir. Axel lést á heimili sínu í Borgarnesi. Ég minnist Axels sem ungs mjög glæsilegs manns. Hann var skemmtilegur og fróður og ágætur félagi og fylgdist vel með þjóðmálum og því ánægjulegt að vera með hon- um á góðum stundum. Að endingu vil ég og fjölskylda mín senda konu hans og bömum innilegustu samúðarkveðjur. Ingólfur Finnbogason. Minning Axel Ölafsson, fv. bóndi íBakkakoti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.