Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs setti nýjar reglur í g;er Umsýsluþóknun verður 3 til 4V2% eftir fjölda afgreiðslna STJÓRN Atvinnuleysistryggingasjóðs ákvað í gær að lækka umsýslu- þóknun vegna greiðslu atvinnuieysisbóta. Þóknunin nam allt að 5%, en verður mest 4'/2%, hjá þeim verkalýðsfélögum þar sem atvinnu- leysi er minnst, en fer niður í 3% hjá félögum sem afgreiða þá þeim mun fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur. Pétur Sigurðsson, sijórn- arformaður Atvinnuleysistryggingasjóðs, segir að það hafi verið kalt mat sljórnarinnar að umsýsluþóknunina mætti lækka, þó mikil vinna fylgdi afgreiðslu atvinnuleysisbóta. Umsýsluþóknunin hefur verið greidd til úthlutunamefnda, sem fjalla um atvinnuleysisbætur. Þókn- unin hefur mest numið 5% og renn- ur til stéttarfélaga, sem leggja af mörkum vinnu við undirbúning út- hlutunamefndafunda og útborgun atvinnuleysisbóta. „Það má ekki gleyma því að gríðarleg vinna felst í útreikningum á réttindum, upplýs- Landgöngu- liði lést af voðaskoti NÍTJÁN ára landgönguliði í varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli lést aðfaranótt sunnudags af voða- skoti sem hljóp úr byssu félaga hans. Landgönguliðinn var að fylgjast með vaktaskiptum landgönguliða flotans. Hann var nýkominn til starfa á Keflavíkurflugvelli og átti að starfa við öryggisgæslu en land- gönguliðar hafa einatt þau störf með höndum. Laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins var landgönguliðinn viðstaddur vaktaskiptin til að fylgj- ast með og læra þær föstu aðferðir sem viðhafðar eru við vaktaskiptin. Af óljósum ástæðum hljóp skot úr einni byssunni sem varðmennirnir báru en þær eiga ekki að vera hlaðn- ar. Skotið hafnaði í höfði unga mannsins. Hann var strax fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús á Keflavíkuflugvelli en var úrskurð- aður látinn u.þ.b. hálftíma eftir að atvikið átti sér stað. Eldur í bíl SLÖKKVILIÐIÐ slökkti eld í Land-Rover bifreið við Eiðistorg á tíunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar var á leið Nesveginn þegar ökumaður ann- arrar bifreiðar gerði honum viðvart um að ekki væri allt með felldu. Nam hann því staðar við Eiðistorg þar sem lögreglumenn reyndu að ráða niður- lögum eldsins með dufti en tókst ekki. Því var gripið til þess ráðs að kalla eftir aðstoð slökkviliðsins og var það aðeins skamma stund að slökkva eldinn. ingaöflun, leiðbeiningum, útreikn- ingum á bótum og greiðslu og að sjá um greiðslur í lífeyrissjóði,“ sagði Pétur. „Þá er eftirlitshlutverk stéttarfélaganna ekki siður mikil- vægt, en vel er að því staðið hjá all flestum sem hlut eiga að máli. Það er mikil þörf að slíku eftirliti, því hér eins og annars staðar koma upp vafasöm atriði, menn sækja e.t.v. um bætur án þess að eiga fyllsta rétt á þeim og stunda jafn- vel svarta vinnu. Sjóðurinn myndi tapa háum fjárhæðum ef eftirlit væri ekki fyrir hendi.“ Atvinnuleysisbætur 1.813 milljónir Atvinnuleysisbætur á síðasta ári námu 1 milljarði og 813 milljónum. Pétur sagði að ekki væri ljóst hve hárri upphæð umsýsluþóknunin hefði numið en ekki væri hægt að reikna hana sem 5% af 1,8 millj- arði, þar sem þóknunin hefði í sum- um tilfellum verið lægri og til væru dæmi um að þóknunin væri ekki tekin. „Við lækkum þóknunina vegna þess að við teljum að það sé óhætt, án þess að það sé byggt á nokkrum vísindum. Ég get hins vegar ekki verið sammála því að stéttarfélögin fái ekki greitt sem svarar kostnaði, eins og haft var eftir formanni VR í Morgunblaðinu á sunnudag." Eins og fram kom í Morgunblað- inu á laugardag var umsýsluþóknun Verslunarmannafélags Reykjavíkur á síðasta ári 9,2 milljónir, eða 5% af 184 milljónum. Ef VR hefði þess í stað fengið 3% þóknun hefði upp- hæðin numið 5,5 milljónum og 8,2 milljónum ef VR hefði fengið nú- gildandi hámarksþóknun, 4'/2%. Gengið frá kaupgamn- ingi UA í Berlín í dag KAUP Útgerðarfélags Akur- eyringa á þýzka útgerðarfyrir- tækinu Mecklenburger Hochsee- fischerei í Rostock eru nú í höfn. Stjórn ÚA hefur heimilað for- svarsmönnum fyrirtækisins að ganga frá samningi við Treu- handanstalt, einkavæðingarfyrir- tæki þýzku stjórnarinnar, um kaup á 60% hlut í fyrirtækinu í Berlín í dag. Kaupverð hlutarins er 240 milljónir íslenzkra króna, en eigið fé fyrirtækisins er um 1.200 milljónir króna. Á morgun verður hið nýja fyrir- tæki skráð hjá fógeta í Rostock með fyrirvara um samþykki allra kaup- enda. Gengið hefur verið frá sam- þykktum fyrir fyrirtækið og verður þeim þinglýst í Rostock á morgun. ÚA með meirihluta í sljórn Ákveðið hefur verið að þýzkir stjórnendur Mecklenburger Hoch- seefischerei verði áfram við stjórnvöl fyrirtækisins að svo stöddu. Ný stjóm verður hins vegar skipuð á næstunni. Hún verður skipuð sex fulltrúum og mun ÚA eiga þijá, þar með talinn formanninn, en atkvæði hans ræður úrslitum á fundum. Fyrirtækið skiptir formlega um eigendur 1. apríl. Samkvæmt efna- hagsreikningi, sem miðaður er við þá dagsetningu, er eigið fé þess um 1.200 milljónir króna, eða 30 milljón- ir þýzkra marka. Eiginfjárhlutfallið er 86%. Átta úthafstogarar félagsins eru metnir á um 880 milljónir, eða 110 milljónir króna hver. Veltufjár- munir eru 520 milljónir, skamm- tímaskuldir 88 milljónir og varasjóð- ur 112 milljónir. Langtímaskuldir eru engar. ------»-♦-«---- Hreindýr með neta- dræsur í homunum Ihugað að fella dýrin VERIÐ er að skoða þann mögu- leika að fella tarf og kú sem fund- ust með netadræsur í hornunum í grennd við Höfn í Hornafirði fyrir skömmu að sögn Páls Her- steinssonar veiðistjóra. „Við getum sagt að það mannúð- legasta hefði verið að deyfa dýrin og ná þessu af þeim. Næst mannúð- legast er svo að fella þau ef þau missa þetta ekki sjálfkrafa. Sá mögu- leiki sem er ómannúðlegastur er hins vegar að aðhafast ekkert,“ sagði Páll og nefndi að möguleiki væri á að annað dýrið hefði losnað við sína netadræsu. Hann sagði að reynt hefði verið að skjóta deyfilyfjum í dýrin í þeim tilgangi að losa þau við netadræsum- ar en án árangurs. Sigurþór GK 55 fékk net í skrúfuna á sunnudag Komið Úr róðri Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Sigurður Steinþórsson skipstjóri í gættinni en með honum á myndinni er Baldur Hauksson háseti 5 tonn að landi í gær Grindavík. ^ SIGURÞÓR GK 55, tæpra 10 tonna vélbátur, sem fékk net í skrúf- una skammt austan við Grindavík sl. sunnudag, fór í róður aftur strax í gær og kom að landi með tæp fimm tonn af góðum þorski í gærkvöldi. Þetta gerðist þegar báturinn var að draga net sín um l*/2 mílu frá landi. „Við vorum að draga net þegar það festist í skrúfunni. Við það festumst við í trossunni og ég kastaði tveimur drekum út .til vonar og vara og báturinn hreyfðist ekki. Þama var leiðinda- veður og farið að þyngja í sjó þannig að ef trossan hefði slitnað hefði getað farið illa hjá okkur," sagði Sigurður Steinþórsson skip- stjóri á Sigurþóri um atburðinn á sunnudag. Þrír menn voru í áhöfn- inni þegar óhappið varð. Sigurður sagðist hafa gert björgunasveitinni í Grindavík við- vart 0g björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason kom skömmu seinna á vettvang bátnum til aðstoðar. Björgunarsveitin hafði einnig við- búnað á landi og var sveit send landleiðina ef á þyrfti að halda. Oddur dró Sigurþór, sem var staddur um '/2 mílu frá landi, út á dýpra vatn og Víkurberg GK 1 sem var á heimsiglingu dró hann inn til Grindavíkur. Við komuna þangað fór kafari til að skera netið úr skrúfu Sigurþórs, en að sögn Sigurðar var ekkert að sjá á skrúfunni og báturinn tilbúinn á veiðar. Sigurþór GK 55 er 9,7 tonna plastbátur smíðaður í Noregi 1987 en kom til Grindavíkur í desember 1992. FÓ í dag Þolfimi Magnús Scheving gæti náð iangt á heimsmeistaramótinu íJapan . 23 SH neitar Samskip buðu SH Jökulfeliið til kaups eða leigu til freðfiskflutn- inga til Bandaríkjanna en SH hafði ekki áhuga. 26 Kasparov kóngur_________________ Skákmótinu mikla í Linares lauk um helgina með yfirburðasigri heimsmeistarans Kasparovs. 34 Leiðari_________________________ Ekki verst stödd — ekki ennþá 26 > .• Mun aidrei starfa sem —r þjálfari í Þýskalandl íþróttir ► Japanir vilja halda HM ’95 - Sjö marka tap gegn Þjóðvei j- um - Bjarni vann á opna skoska í þriðja sinn - Skallagrímur í undanúrslit í fyrsta sinn. Aðgerðir til að halda kvóta í Vestmaiinaeyjiitn Bærinn neytir forkaups- réttar á Sindra o g Frigg BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja ætlar að neyta forkaupsréttar á togaranum Sindra VE 60 og bátnum Frigg VE 41, en eigandi skipanna, Vinnslustöðin hf., hafði gert kaupsamning við útgerðar- félögin Þorbjörn hf. og Eldhamar í Grindavík um skipin. Réttur Vestmannaeyjabæjar til að neyta forkaupsréttar rennur út í dag og hefur bæjarstjórain þegar gert samning við tvo útgerðarmenn í Vestmannaeyjum um að þeir kaupi skipin endanlega. Þórður Rafn Sigurðsson útgerðar- maður, sem nú gerir út Dala-Rafn VE 508, kaupir Sindra, og Óskar Þórarinsson, útgerðarmaður, sem nú gerir út Frá VE 78, kaupir Frigg. 350 millj. króna kaupverð Kaupverðið á skipunum er saman- lagt um 350 milljónir króna. Vinnslustöðin átti áður Frigg VE, en seldi bátinn til Eldhamars í Grindavík og keypti Katrínu VE af Gísla Sigmarssyni og fjölskyldu. Frigg var seld með 350 þorskígilda kvóta en Katrínu fylgdi 400 þorsk- ígilda kvóti. Þorbjöm hf. í Grindavík hafði gert kaupsamning um togarann Sindra VE af Vinnslustöðinni hf. sem bæjarsjóður Vestmannaeyja gengur nú inn í. Honum fylgir 806 tonna kvóti, sem svarar til 569 tonna af þorski í verðmætum talið, og 50 tonna af rækju. Kaupverð skipsins með veiðiheimildum er 222 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.