Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Stórmótið í Linares Kasparov er kóngur í ríki sínu ___________Skák______________ Margeir Pétursson HEIMSMEISTARINN í skák, Gary Kasparov, vann yfirburða- sigur annað árið í röð á stórmót- inu í Linares. Kasparov hlaut einum og hálfum vinningi meira en þeir Anand og Karpov sem komu næstir. Nú bíður hans glíma við alþjóðaskáksamband- ið FIDE vegna heimsmeistara- einvígisins. Þeir Kasparov og Nigel Short, áskorandi hans, ætla að halda einvígið á eigin vegum og hundsa FIDE. Tilgát- ur hafa verið settar fram í sviss- neska vikublaðinu Schachwoche að FIDE muni grípa til þess ráðs að lýsa Timman eða Karpov heimsmeistara eða láta þá tefla um heimsmeistaratitilinn. I enska tímaritinu Spectator í síð- ustu viku var síðan greint frá því að Karpov hefði samþykkt slíkt einvígi, en Timman væri á báðum áttum. „Einvígi mitt við Short verður viðurkennt af öllum,“ sagði Kasp- arov við slit mótsins í Linares. „Eg hef áhuga á breyttu fyrirkomulagi í heimsmeistarakeppninni, til að gera hans fjárhagslega raunhæf- ari,“ bætti Kasparov við. Hann og Short eru óánægðir með tilboðin í einvígið, sem hafa ekki verið hærri en sem svarar 130 milljónum ísl. króna. Lokastaðan á mótinu í Linares varð þannig: 1. Kasparov 10 v. 2. -3. Karpov og Anand 8V2 v. 4. Shirov 8 v. 5. Kramnik 7'A v. 6. -7. Salov og ívantsjúk 6V2 v. 8. Beljavskí 6 v. 9. —10. Kamsky og Bareev 5'/2 v. 11.—12. Timman og Júsupov 5 v. 13. Gelfand 4‘/2 v. 14. Ljubojevic 4 v. Það fer ekkert á milli mála hver er sterkasti skákmaður í heimi um þessar mundir. Heimsmeistaraein- vígi sem FIDE myndi setja á lagg- irnar án þátttöku Kasparovs yrði einfaldlega hlægilegt. Auk frá- bærrar tafimennsku hefur Ka- sparov það umfram aðra skákmenn að vera sá eini sem náð hefur þrælstaki á Anatólí Karpov. Þrátt fyrir mjög góða frammistöðu á mótinu hafði Karpov ekkert í Ka- sparov að gera í úrslitaskák þeirra í tíundu umferð. Frammistaða ungu mannanna Anands, Shirovs og Kramniks er afar góð og þarna eru líklega komnir þeir þrír skákmenn sem lík- legastir eru sem arftakar Ka- sparovs. Taflmennska Lettans Shirovs er þó líklega ekki nægilega öguð til að hann nái á tindinn. Jan Timman galt enn eitt af- hroðið og stjörnurnar frá fyrrum Sovétlýðveldunum sem komu fram á árunum 1988—90, þeir ívant- sjúk, Gelfand og Bareev, náðu ekki að halda sínum hlut. Við skulum nú líta á glæsilegan og furðulega auðveldan sigur Kasparov í elleftu umferð á fimmta stigahæsta skákmanni í heimi: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Boris Gelfand Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bc4 - e6 7. Bb3 - b5 8. 0-0 - Be7 Önnur leikaðferð er að bíða með að þróa kóngsvænginn og leika 8. - Bb7. 9. Df3 - Dc7 10. Dg3 - 0-0 11. Bh6 - Re8 12. Hadl A Immopar-atskákmótinu í Par- ís haustið 1991 lék Kasparov hér 12. Hfel gegn sama andstæðingi, en eftir 12. — Bd7 13. a4 — b4 14. Rce2 — Kh8 jafnaði Gelfand taflið, þótt hann léki síðar af sér og tapaði. 12. - Bd7 13. Rf3 Á rússneska meistaramótinu 1989 lék Andrei Sokolov 13. f4 í þessari stöðu gegn Gelfand og vann í 64 leikjum. Það er greini- legt að Hvít-Rússinn hefur verið með endurbót á reiðum höndum, en heimsmeistarinn verður fyrri til. Nú tekur Gelfand skakkan pól í hæðina er hann rekur drottning- arriddara hvíts yfir í sóknina á kóngsvæng. 13. - b4?! 14. Re2 - a5 15. Rf4 - Kh8 16. Bg5 - Rf6 17. Dh4 - Bb5? Gerir hvítum lífið létt, en úr vöndu var að ráða í stöðunni vegna hótunarinnar Rh5. Nærtækast var 17. — a4, en einfaldasta svarið við því er 18. Bc4!, því 18. — Dxc4 er slæmt vegna 19. e5! — dxe5? 20. Rg6+ og svarta drottningin fellur. Hins vegar virðist 18. Rh5?! ekki ganga fyllilega upp, eftir 18. — cxb3 19. Bxf6 — gxf6 20. Rxf6 — Bxf6 21. Dxf6n----Kg8 virðist svartur ná að verjast, því hann getur svarað bæði 22. Hd3 og 22. Rg5 með 22. — Bb5! 18. Rd4! - Be8 Nú rennur upp fyrir Gelfand ljós og hann dregur biskupinn til baka. Hann má ekki taka hrókinn: 18. — Bxfl 19. Rdxe6 — fxe6 20. Bxe6 — h6 21. Bxh6! Litlu betra er 18. - Bd7 19. Rh5 19. Rdxe6! — fxe6 20. Rxe6 — Da7 21. e5 - dxe5 22. Rxf8 - Bxf8 23. Bxf6 - gxf6 24. Hd8 - Rd7 25. Dg4 og Gelfand gafst upp. Fékk Fischer milljónirnar? Umræður hafa verið uppi um það í erlendum og innlendum fjöl- miðlum að Fischer hafi orðið af gífurlega háu verðlaunafé sínu fyr- ir einvígið við Spasskí vegna vand- ræða í Jugoskandic-bankanum í Belgrad. Þetta virðist þó algerlega byggt á getgátum, fregnir bárust af því áður en einvígið hófst að öruggar tryggingar hafi verið sett- ar fyrir verðlaunafénu og Spasskí hefur sagt í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi fengið sinn hlut greiddan út. Þá er Bobby Fisc- her maður ákaflega tortrygginn að eðlisfari og ekki vanur því að leggja öll eggin í eina körfu. Von er á Boris Spasskí hingað til lands í tengslum við lands- keppni íslands og Frakklands í skák sem hefst í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á mið- vikudaginn kl. 15.30. Spasskí mun væntanlega halda blaðamannafund og verður fróðlegt að heyra álit hans á þessu máli. » áAWfemi W | Sar myndmennt ■ Málun - teiknun Vomámskeið í málun og teiknun. Undirstöðuatriði. Innritun eftir kl. 13.00 alla daga. Rúna Gisladóttir, súmi 611525. ■ Keramiknámskeið 1 Gallerí Kóbolt Byrjendur og lengra komnir. Upplýs- ingar og innritun f Gallerú Kóbolt, sími 26080, kl. 12-17. ■ Myndlista- og handíðaskóli íslands -«auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1993-1994. Umsóknarfrestur í fornám er til 20. apríl og í sérdeildir 10. maí nk. Upplýsingar og umsóknargögn fást á skrif- stofu skólans, Skipholti 1, Reykjavik. Opnunartími virka daga kl. 10-12 og 13-15, súni 19821. nudd ■ Helgarnámskeið ★ Lærið að nudda vini og vandamenn. ★ Helstu grunnatriði í heilnuddi. ★ Takmarkaður fjöldi þátttakenda. ★ Afsláttur fyrir hjón og pör. Ragnar Sigurðsson, nuddari, sfmi 620616 eftir kl. 19.00. starfsmenntun ■ Bókhalds- og rekstrarnám - 68 tímar Morgun- og kvöldtímar Aðalnámsgreinar: ★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög. ★ Bókhaldsæfingar og gerð milliupp- gjörs. ★ Launabókhald. ★ Skil og innheimta virðisaukaskatts. ★ Raunhæft verkefni, - frágangur, afstemmmgar, milliupp- gjör, - samning rekstrar- og efnahags- reiknings. ★ Tölvubókhald - ÓpusAllt. Viðskiptaskólinn, Skólavörðustíg 28, sfmi 624162. stjórnun ■ Nýtt ITC námskeið - leið til áhrifa Táknmál Ukamans, veganesti ræðu- manns, fundarstjóri, formaður, fundar- sköp. Að koma máli á framfæri á fundi. Námskeiðiö Markviss málflutningur heldur áfram. Guðrún, sfmi 46751. tölvur ■ Word fyrir Windows. 15. klst. námskeið, ítarlegra og lengra en hjá öðrum skólum, 29. mars til 2. april kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word á Macintosh. 15 klst. námskeið um ritvinnsluna Word 5.1. 29. mars til 2. apríl kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Macintosh fyrir byrjendur. 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna- söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir. 29. mars til 2. apríl kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ PageMaker umbrotsnámskeið. 15 klst. námskeið fyrir þá, sem sjá um útgáfu fréttabréfa, ársskýrslna, eyðu- blaða og annars prentaðs efnis. 22.-26. mars kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Excel-töflureiknirinn. 15 klst. ítarlegra og lengra námskeið fyrir Macintosh- og Windows-notendur. 22.-26. mars, kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 6§8090. ■ Bókhaldsnám Bókfærsla fyrir byrjendur (16 klst.). Bókhaldsnám fyrir þá sem starfa vilja sjálfstætt við bókhald (72 klst.). Með náminu fylgir skólaútgáfa af fjár- hagsbókhaldi og 15.000 kr. ávfsun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Boðið er upp á dag- og kvöldnámskeið. Innritun stendur yfir. ■ Filemaker Pro gagnagrunnur. 15 klst. um gagnagrunninn vinsæla fyrir Macintosh- og Wmdows-notendur. Kvöld- námskeið 17.-31. mars kl. 19.30-22.30 (mán. og mið.) og morgunnámskeið 29. mars til 2. aprfl kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Spyrill, framhald. Tími og verð: 17.-19. mars (kl. 13-17), kr. 19.000. Efni námskeiðs: ★ Farið yfir flóknari fyrirspurnir. ★ Hvernig nota má margar skrár og tengja þær saman. ★ Hvernig Spyrill getur notað tilbúin forrit hjá SKÝRR. ■ Natural, framhald. Tími og verð: 24.-26. mars (kl. 13-17), kr. 18.000. Efni námskeiðs: ★ Farið í sérhæföar skipanir í Natural ojg notkun undirforrita. ★ Útbúa skjámyndir með Natural. ★ Hvernig forrit eru byggð sjálfstætt upp og tenging á milli þeirra. Upplýsingar í sfma 695212. Einar Páll Jónasson. ■ EXCEL fjölvar og fjölritun Námskeið 22.-25. mars kl. 9-12. Jón B. Georgsson leiðbeinir. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Glærugerð og framsetning Námskeið 23.-26. mars kl. 9-12. Ætlað þeim sem fást við gerð kynningar- og kennsluefnis o.fl. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Námskeið í gagnasamskiptum X.25 23. mars, kl. 9-16. X.400 6. aprfl, kl. 9-16. Dagný Halldórsdóttir rafmagnsverkfr. leiðbeinir. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Windows 3.1 kerfisstjórnun Námskeið 29. mars til 1. aprfl kl. 13-16. Hagnýtt námskeið fyrir þá, sem hafa umsjón með Windows uppsetningum. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Tölvuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Tölvunámskeið Windows 3.1, 8 klst. PC grunnnámskeið, 16 klst. Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. WordPerfect fyrir Windows, 14 klst. PageMaker fyrú: Windows og Macin- tosh, 14 klst. Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Word og Excel framhaldsnámskeið, 12 klst. Námskeið fyrir Novel netstjóra, 16 klst. Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur. tónllst Tónlistarskóli Garðabæjar ■ Námskeið fyrir fullorðna í tónlist, sögu og tónbókmenntum hefst 23. mars. Upplýsingar á skrifstofu skólans, Smiðs- búð 6, sími 42411. ýmisiegt VÉLRITUNARSKÓLINN ÁNANAUSTUM 15 101 REYKJAVÍK SÍMI 2 80 40 ■ Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og almennar upp- setningar á nýjar, fullkomnar rafeinda- vélar. Morgun- og kvöldnámskeið byrja 29. mars. Innritun í s. 28040 og 36112. ■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í súma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemendaþjónustan sf. ■ Barnfóstrunámskeið 17., 18., 22. og 23. mars. 24., 25., 29. og 30. mars. 14., 15., 19. og 20. apríl. 26., 27., 28. og 29. aprfl. 3., 4., 5. og 6. maí. 24., 25., 26. og 27. maí. 2., 3., 7. og 8. júní. 9., 10., 14. og 15. júní. Upplýsingar og skráning: Sími 688 188 kl. 8-16. Reykjavíkurdeild RKÍ. ■ Photoshop-námskeið Helgina 20. og 21. mars næstkomandi verður endurtekið Photoshop-námskeið. Leiðbeinandi er Börkur Arnarson ljós- myndari. Grunnþekking á Macintosh- tölvur er skflyrði. Skráning og upplýs- ingar í súna 678113. Athugið, takmark- aður fjöldi nemenda. ■ Bréfanám er góður kostur Þú sparar tfma og ferðakostnað og ræður námshraðanum. Við notum kennslubréf, hljóðbönd, myndbönd, síma, símbréf og náms- ráðgjöf til að aðstoða þig. Erlend tungumál, íslenska fyrir útlend- inga, íslensk stafsetning, starfsmenntun, s.s. vélavarðarnám, siglingafræði og bókfærsla, nám á framhaldsskólastigi, teikning, sálarfræði o.m.fl. Sendum ókeypis kynningarefni um allt land, sfmi 91-629750. ■ Bréfaskólanámskeið Teikning 1 og 2. Litameðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Híbýla- fræði. Innanhússarkitektúr. Garðhúsa- gerð. Teikning og föndur. Húsasótt og bíóryþmi. Námsgjöldum dreift á 5 mánuði. Sími 91-627644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.