Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 37 Hjónaminning Valgerður Bjarna- dóttir og Sigur- grímur Grímsson Mig langar að segja nokkur orð um ömmu mína og afa minn, Val- gerði Bjarnadóttur og Sigurgrím Grímsson. Sigurgrímur var fædd- ur hinn 22. júlí 1912, dáinn 16. ágúst 1992. Valgerður fæddist 3. ágúst 1914, dáin 8. mars 1993. Það var mikið áfall fyrir mig þegar móðir mín hringdi í mig eld- snemma sunnudagsmorguninn 16. ágúst á síðasta ári og tilkynnti mér að elsku afí minn væri dáinn. Þó að hann væri búinn að beijast fyrir lífi sínu í rúmlega eitt ár, gat ég ekki sætt mig við að hann væri farinn og kæmi aldrei aftur. Þetta var einn af verstu dögum sem ég hef upplifað, vegna þess að mér þótti svo vænt um hann afa. Ég var og er svo innantóm eftir að hann dó, að ekkert á eftir að geta bætt eða lagað það. Aður en afi dó og á meðan hann var veikur, reif amma sig upp úr veikindum sínum svo að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af henni. Þetta voru þau alltaf vön að gera. Ef annað þeirra varð mjög veikt, þóttist hitt vera hraust svo að sjúklingurinn hefði engar áhyggjur. Við amma ætluðum aldrei að sætta okkur við að afi væri veik- ur. Ég vildi ekki hlusta á þá stað- reynd að hann myndi ekki lifa þessi veikindi af. Eftir að afi minn dó og við höfðum fylgt honum til grafar varð amma mín fárveik. Hún var búin að vera svo dugleg og sterk síðasta árið hans og við útför hans, en núna var hann far- inn og þá missti hún alla löngun til lífsins. Það eina sem ömmu langaði var að fara til afa. Það var alveg sama hvað maður gerði eða sagði, hún einfaldlega gat ekki hugsað sér að lifa án hans. Síðasta mánuðinn sem hún var heima var ég svo heppin að fá að annast hana. Það var svo gott að vera hjá henni og ég á eftir að minnast þess að kannski voru síð- ustu dagar hennar ekki eins slæm- ir og ef hún hefði verið á spítala. Þegar móðir mín hringdi í mig að morgni 8. mars bjóst ég alls ekki við þessum fréttum þó að ég hefði vitað að hún gæti farið hvenær sem væri. Þetta var mikið áfall. Ég hefði helst viljað hafa ömmu og afa miklu lengur hjá mér, en nú eru þau laus við allar þjáningar og líður vel. í nokkur ár bjuggum við mamma og bróðir minn á Hjalla- vegi 12, hjá ömmu og afa, og voru það bestu og eftirminnileg- ustu árin í lífi mínu. Það var alltaf svo ánægjulegt og gott að koma til ömmu og afa vegna þess að þau voru alltaf svo ánægð að fá mann. Það var allt svo gott hjá ömmu og afa og mér leið alltaf svo vel hjá þeim. Þau voru alveg eins og ömmur og afar eiga að vera, að mínu mati voru þau full- komin. Ég vildi að þau hefðu aldr- ei orðið veik og að þau hefðu ekki þurft að fara vegna þess hve mik- ið ég sakna þeirra. Þau voru alltaf svo góð við mig og nú get ég aldr- ei aftur faðmað þau að mér, vegna þess að þau eru farin. Ég mun aldrei aftur fínna ástúð þeirra og hlýju öðruvísi en í minningunni. Ég samhryggist öllum þeim sem þótti vænt um þau, því ég veit að missirinn er mikill. Dótturdóttir þeirra Erika Erna. Hún Vala frænka mín er dáin, 78 ára gömul. Það er ótrúlegt að hún sé ekki lengur meðal okkar þó að hún sjálf hafi aldrei reiknað með svo háum aldri. Mér er í barnsminni að hún sagði: „Ég mun aldrei verða fimmtug.“ En við fögnuðum með henni 50 árunum og mörgum öðrum afmælisdögum, sem betur fer. Enginn lét sig vanta í afmælið hennar Völu frænku og hún gleymdi heldur aldrei afmæl- um okkar hinna, var svo ótrúlega gjafmild, minnug og trygg við fjöl- skyldu og vini. En þegar ég nú kalla fram minningar um afmæli og jólaboð er eins og það hafi alltaf verið veisla hjá Völu og Grími. Það var alla tíð gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, því hennar verður ekki minnst án þess að hann sé með í þeirri minningu. Hún giftist Sigur- Minning Karl J. Magnússon Fæddur 24. mars 1935 Dáinn 9. mars 1993 Hann Karl faðir minn er látinn. Andlát hans var sem reiðarslag fyrir okkur öll. Hann var aðeins 57 ára. Söknuður okkar er mjög sár. Hann var hæglátur maður og þægilegur í umgengni, dulur og tilfinninganæmur — ekki maður margra orða. Hann var mjög list- rænn maður og handlaginn. Allt sem hann gerði virtist leika í hönd- um hans. Hann Iímdi saman mód- el og saumaði út fallegar myndir. Hann meira að segja saumaði einu sinni á mig buxur úr afgangsefni án þess að hafa nokkurt snið til að fara eftir. Stærstu útsaumuðu myndina gaf hann móður okkar þegar hún varð fimmtug. Það var mynd af ástföngnu pari við sólar- lag á strönd; táknrænt fyrir þeirra samband. - Móðir mín og faðir kynntust mjög ung og samband þeirra var einstakt. Ef hægt er að tala um sanna ást, þá var þetta sönn ást. Oft voru miklir erfiðleikar, en allt- af stóðu þau saman og sigruðust á þeim. Ekkert fékk aðskilið þau nema dauðinn. Mig langar til að ljúka þessum skrifum mínum með því að þakka föður mínum fyrir þá ást og um- hyggju sem hann veitti mér. Sæunn Elfa Karlsdóttir. grími Grímssyni, verkstjóra hjá Vörugeymslum SÍS við Geirsgötu, hin 25. júlí 1936, og voru þau óaðskiljanleg þar til hann lést hinn 16. ágúst 1992, 80 ára gamall. Hann fæddist 22. júlí 1912. Síðustu árin voru þau til heimil- is hjá elstu dóttur sinni Ernu og hennar manni Árna Ólafssyni og nutu þau umönnunar þeirra sem og barna sinna Bjama og Ingi- bjargar og fjölskyldna þeirra. Þrátt fyrir fjarlægð við sum barna- börnin voru tengslin sterk við þau öll og aldrei leið þeim betur en þegar þau höfðu alla sína afkom- endur í kringum sig. Þau hjónin voru líka mann- blendin og félagslynd og hversu glæsileg voru þau ekki þegar þau voru komin í skartklæðin: Hann í kjólfötin og hún í skautbúninginn á leið til mannfagnaðar með félög- um og vinum frá SÍS eða Frímúr- urum. Grímur var auk þess í Karlakór Iðnaðarmanna á sínum yngri árum og Vala starfaði mikið í Kvenfélagi Framsóknarflokksins. Þau hjónin voru ennfremur virkir þátttakendur í Fríkirkjusöfnuðin- um í Reykjavík og verður útför hennar frá Fríkirkjunni í dag. Við sem eftir erum þökkum henni allan ksé'rleika, gleði og góðar gjafir. Blessuð sé minning hennar. F.h. foreldra minna, barna og fjölskyldna þeirra, Guðrún Valdemars. Erfidrykkjur Glæsileg kaíii- hlaðborð íallegir síilir og mjög góð þjónusta. Ipplýsingar ísúiia22322 FLUGLEIÐIR H4TEL LOFTLEIBIR Eyrnatappar Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) í dag þriðjudaginn 16. mars verður til moldar borin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík Valgerður Bjarnadóttir. Valgerður var dóttir hjónanna Bjarna Ámundasonar og Magneu Ingibjargar Magnúsdótt- ur. Hún var elst 7 systkina, en þau voru Ragnar sem lést af slys- förum 1948, Benía Magnea, Magnea Benía, Guðmundur, Erna og Magnús Pétur sem lést 1968, tvö létust á fyrsta ári, Benía og Ema, eftirlifandi eru nú Magnea Benía og Guðmundur. Valgerður giftist Sigurgrími Grímssyni verk- stjóra. Hann lést eftir erfiða sjúk- dómslegu á síðastliðnu ári. Þau eignuðust þijú börn: Ernu, Bjarna og Ingibjörgu. Við fráfall Völu frænku var mér brugðið, þó svo að hún væri búin að beijast undanfarin ár við veik- indi sín og við endalokum hefði mátt búast, kemur svona frétt allt- af jafn óvænt. Eitt er víst að minn- ingin um Völu á eftir að lifa lengi, dugnaður hennar og sköpunar- gleði var svo mikil að orð fór af, hún var mikil hannyrðakona og hafði mikið dálæti á íslenska bún- ingnum, það var glæsileg kona á HÁRKÚR Áhrifaríkur hárkúr með Biotíni fyrir hár, húð og neglur. Vítamín, stein- efni, amínó- sýrur, protein. Hugsaðu vel um hárið! BÍÓ-SELEN UMB. SÍMI 76610 REIKNAÐU MEÐ FACIT ferð þegar hún skartaði íslenska búningnum. Hún lét sig ekki vanta þegar fjölskyldan kom saman ef hún átti þess nokkurs kost, en það var meira af vilja en mætti seinni árin þar sem hún átti erfitt með að komast milli húsa sökum veik- inda sinna. Hún var kannski í nokkra daga að jafna sig en aldr- ei varð maður var við að hún kvart- aði, að hennar mati var fórnin þess virði svo vænt þótti henni um fjölskyldu sína. Hún gerði allt sem í hennar valdi var til að fjölskyldu- böndin héldust, það var henni kappsmál að fá frændfólkið til sín. Ég man það þegar boðin voru hjá þeim hjónum á Hjallaveginum var oft gaman að hitta frændfólkið, kannski voru þetta einu tímamir sem maður hitti frændfólkið, þar var oft glatt á hjalla og ég er viss um það að ef þessi mannamót hefðu ekki verið haldin þá hefði maður farið á mis við mikið. Mér er kannski tíðrætt um fjölskyldu- boð en það er líka vegna þess að maður á eftir að sakna þess að fá ekki Völu frænku til sín þegar við komum saman næst. Nú þegar Valgerður er farin yfír móðuna miklu verður tómlegt á Mímisveginum, en það er hugg- un í harmi að við vitum að nú hefur hún fengið hvfld. Fjölskylda mín, þess sem skrifar þessar fáu línur, þakkar þau elskulegu og nánu kynni sem við áttum af þeim hjónum Valgerði og Siguijóni, við sendum einnig börnum þeirra og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum guð að blessa þau á þessari saknaðarstund. Stefán Ólafur Guðmundsson. Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.