Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 11 Kammersveit Reykjavíkur Grieg-hátíð í íslensku ópeninni í dag, þriðjudaginn 16. mars, heldur Kammersveit Reykjavíkur tónleika í Islensku óperunni og hefjast þeir kl. 20.30. Yfirskrift þeirra er Grieg-hátíð - samtímamenn þá og nú, en á þessu ári er þess minnst með hátíðarhöldum víða um heim að liðin eru 150 ár frá fæðingu þjóðartónskálds Norðmanna, Edvards Griegs. Kammersveit- in ákvað að tefla saman Grieg og samtímamanni hans, Sveinbirni Sveinbjörnssyni, ásamt Leifi Þórarinssyni og Arne Nordheim, sem er eitt helsta núlifandi tónskáld Noregs. Einsöngvarinn Njal Sparbo og stjórnandinn Ingar Bergby. Barnaverndarsj óður Forvarnir á sviði barnavemdarmála í TILEFNI 60 ára afmælis Barnaverndarráðs íslands á síðasta ári ákvað Barnaverndarráð undir formennsku Haraldar Johannes- sen að stofna sérstakan sjóð, Barnaverndarsjóð. Sjóðurinn er stofnaður af framlögum sem Barnaverndarráði höfuð borist úr Líknarsjóði Islands og fjármunum Barnaverndarsjóðs Knuds Knudsens. Á efnisskránni eru verk Griegs fyrir strengjasveit op. 53, 63 og 68 og 5 lög op. 33 við ljóð eftir O.A. Vinje og „Den Bergtekne" op. 32. Einsöngvari í þessum ljóðum er Njál Sparbo, ungur norskur bari- tonsöngvari sem hefur látið útsetja lögin fyrir bariton og strengjasveit, en þau eru samin fyrir söngrödd og píanó. Sparbo er íslenskum tón- listarunnendum að góðu kunnur frá því að hann söng hlutverk Jesú í flutningi Mótettukórs Hallgríms- kirkju um síðustu páska. „Eg var mjög ánægður með samstarfið við íslenskt tónlistarfólk,“ segir Sparbo, „og þegar ég var spurður hvort ég vildi koma til íslands á nýjan leik, svaraði ég umsvifalaust játandi. Rætur þjóðanna liggja jú í sama jarðvegi, en þið hafið varð- veitt eigindir í menningu ykkar sem við höfum glatað úr sameiginlega þjóðararfinum, og þar er tungumál- ið fremst í flokki og nýyrðasmíðin, sem er hreint stórkostlegur þáttur.“ Eftir hlé verður flutt lítið verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Reverie, fyrir flautu, selló og hörpu. Eftir Leif Þórarinsson verður flutt verkið Angelus Domini, sem hann samdi fyrir Kammérsveit Reykja- víkur til heiðurs Ragnari í Smára, við þýðingu Halldórs Laxness á Maríukveðskap frá miðöldum. Ein- söng í því verki syngur Þórunn Guðmundsdóttir. Síðast á efnis- skránni er Magic Island eftir Arne Nordheim við_ texta Shakespeares úr Ofviðrinu. í því verki koma báð- ir einsöngvararnir fram, og einnig er raftónlist notuð með hijóðfærun- um. Á tónleikunum koma fram 25 hljóðfæraleikarar og stjórnandi er Ingar Bergby, ungur norskur stjórnandi. Þegar grennslast er eft- ir hvort staða Griegs í hugum Norð- manna sé jafn sterk og fyrrum, svara þeir játandi. „Grieg hefur einkum varðveitt stöðu sína og mik- ilvægi í vitund almennings," segir Bergby. „Þegar rætt er um norsk tónskáld, kemur Grieg umsvifalaust upp í huga fólksins, en nútímatón- listin er þeim fremur framandi. Þorri ungs tónlistarfólks lítur hins vegar meir til yngri tónskálda og nútímatónlistar." Þeir segja þó að gott samræmi sé á milli Griegs og t.d. núlifandi tónskálda eins og Nordheims. „Nordheim er stærsta, núlifandi tónskáld okkar,“ segir Sparbo, „og hefur mesta mikilvæg- ið, sérstaklega á alþjóðlega vísu. Hann hefur þróað með sér heild- rænan og ljóðrænan stíl og skapar fagra tónlist. Tónsmíðar Griegs og Nordheims hafa það sameiginlegt að þær eru afskaplega sönghæfar, enda lagði Grieg áherslu á að allt mætti syngja. Útgeislun verka hans er sterk og tónsmíðarnar fallegar og vel uppbyggðar." Bergby tekur undir að hann telji samspil eldri og yngri tónskálda heppnast að þessu sinni, og jafnvægið sé gott á tón- leikunum. „Ég hefði kosið mér ögn lengri æfingatíma,“ segir hann, „því tónblær Griegs er ögn sérstak- ur, jafnvel framandi á köflum, og það þarf að stilla strengi hljómsveit- arinnar inn á hans bylgjulengd. En þrátt fyrir annríki eru allir mjög jákvæðir og á þann hátt gengur þetta fullkomlega upp.“ Þeir segja að það sé frekar tor- sótt fyrir unga tónlistarmenn að vinna sér nafn á heimaslóðum í Noregi, því samkeppnin er hörð. „Það eru einnig gerðar miklar kröf- ur til tónlistarfólks," segir Bergby, „og ef við tökum sem dæmi norsku fílharmóníuna, en hún er leiðandi afl í tónlistarlífi landsins, hefur hún marga stjórnendur á sínum snærum og allflestir eru utanaðkomandi. Það er því torvelt að komast þar inn fyrir dyrnar, en hefst með réttri blöndu af seiglu og hæfileikum." Sparbo tekur í sama streng. „Marg- ir góðir tónlistarmenn eru um hit- una, og mikið reynt að komast að hjá stórum stofnunum, s.s. útvarp- inu og óperunni, þar sem allir vilja syngja og spila til að vinna sér sess. Maður verður að vera mjög öflugur í að kynna sjálfan sig og þýðir ekk- ert að sitja heima og bíða eftir sím- tali.“ Grieg-tónleikarnir í kvöld eru lokatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á þessu starfsári, en nú standa einnig yfir hjá Kammer- sveitinni upptökur á tveimur geisla- plötum sem væntanlegar eru síðar á þessu ári. Hlutverk Barnaverndarsjóðs er að stuðla að forvörnum á sviði barnaverndar og að upplýsa al- menning um barnavernd. Fjár- munum sjóðsins skal varið til út- gáfu rita um þetta efni. Sjórn Barnaverndarsjóðs er skipuð þeim Þórunni J. Hafstein, lögfræðingi, sem er formaður, Vil- hjálmi Árnasyni, heimspekingi, og Olöfu Sigurðardóttur, kennara, en varamenn eru þau Rannveig Jó- hannsdóttir, kennari, og Jón R. Kristinsson, læknir. Stjórnin hefur nú tekið til starfa og mun auglýst eftir umsóknum innan tíðar. (Fréttatilkynning) BRftBSK Cg) TOYOTA Tákn um gæði EGUR BlLL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.