Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Athugasemd við tillögu til þingsályktunar Ráðgert að leggja niður þrjá höfuðskóla sjávarútvegsins eftir Björgvin Þór Jóhannsson, Guðjón Ármann Eyjólfsson og Sigurð B. Haraldsson Undanfama daga hafa borist fréttir frá Alþingi um tillögu til þingsályktunar um stofnun sjávar- útvegsskóla með því að leggja nið- ur þrjá höfuðskóla í þágu sjávarút- vegs og siglinga og bræða saman í einn. Þessari tillögu var slegið upp sem stórfrétt í dagblaðinu Tíman- um hinn 5. mars sl. Flutningsmenn tilögunnar eru þingmennirnir Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson. í þingsá- lyktunartillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráð- herra að undirbúa sameiningu Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands í einn sjávarút- vegsskóla á framhaldsskólastigi. Skal undirbúningurinn miða að því að skólinn verði tii húsa í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík. Stefnt skal að því að skólinn taki til starfa haustið 1994.“ í greinargerð með tillögunni eru ýmsar fullyrðingar sem ekki er unnt að láta ósvarað þar eð farið er með staðleysur. Ekkert samráð var haft við undirritaða eða leitað upplýsinga af neinu tagi í þeim skólum sem hér um ræðir. 1. Fullyrt er að samruni Fisk- vinnsluskólans í Hafnarfirði, Vél- skóla íslands og Stýrimannaskól- ans í Reykjavík í einn sjávarútvegs- skóla muni styrkja nám í fyrrnefnd- um skólum, gera námið eftir- sóknarverðara og menntun í grund- vallargreinum sjávarútvegsins muni stóreflast. Þessi fullyrðing er órökstudd og niðurstaðan gæti orð- ið allt önnur, t.d. gæti dregið úr sérhæfingu hvers skóla sem er mjög mikiivæg. Vélskóli íslands og Stýrimannaskólinn í Reykjavík eru grónar menntastofnanir. Ur báðum skólunum hafa komið forystumenn á sviði sjávarútvegs og siglinga hér á landi. Við álítum mjög varhuga- vert að breyta með aðgerðum sem þessum þeirri ímynd sem við leyf- um okkur að fullyrða að þessir þrír skólar hafi í ísiensku þjóðfélagi og þeir hverfí sem sérskólar skip- stjórnarmanna, vélfræðinga og fiskiðnaðarmanna. Skólarnir eru sérskólar sem mennta fólk til sér- Björgvin Þór Jóhannsson hæfðra starfa er fela í sér ábyrgð á mönnum og búnaði. Starfssvið að loknu námi skarast en eru engu að síður sérsvið sem með aukinni tækni og hagræðingu munu krefj- ast enn meiri sérfræðiþekkingar. Vélskóli íslands og Stýrimanna- skólinn hafa veigamiklu hlutverki að gegna í sambandi við menntun farmanna og verða skólarnir í þeim efnum að standa við alþjóðlegar kröfur. Full ástæða er að búast við auknum verkefnum í sambandi við menntun undirmanna á farskipum. Fiskvinnsluskólinn er enn ungur að árum. í Hafnarfirði, einum stærsta útgerðarbæ landsins frá fornu fari, hefur nýlega verið byggt myndarlega yfir skólann. Skólinn hefur fengið þar aðstöðu til fram- búðar bæði til bóklegrar og verk- legrar kennslu og er búinn öllum helstu fiskvinnsluvélum og tækjum. Veg og virðingu Fiskvinnsluskólans og um leið virðingu fyrir fisk- vinnslustörfum í landinu á að auka. Engin rök hníga að því að það verði gert með því að þessir þrír og að mörgu leyti ólíku sérskólar rugli saman reytum. Það myndi draga úr mikilvægi þeirra og sér- stöðu hvers um sig. 2. Fullyrt er að nemendum Vél- skóla íslands og Stýrimannaskól- ans í Reykjavík hafi fækkað veru- lega síðustu árin. Þessi staðhæfing er röng. Nemendafjöldi í Vélskólan- um hefur verið mjög jafn á undan- förnum árum, nálægt 200 nemend- Guðjón Ármann Eyjólfsson ur. Aðsókn að Stýrimannaskólan- um hefur verið sveiflukenndari, var t.d. á síðasta skólaári 134 nemend- ur, þegar flest var, en í vetur eru 80 í dagskóla. Á kvöldnámskeiðum skólans eru 18 í 30 rúmlesta rétt- indanámi. Aðsókn að Stýrimanna- skólanum sveiflast sennilega meir í takt við almenna afkomu og ár- ferði í landinu en við nokkurn ann- an skóla. Með samanburði á þjóðar- tekjum og afkomu íslensku þjóðar- innar fylgir fjöldi nemenda í Stýri- mannaskólanum nákvæmlega þeirri sveiflu. Þetta ætti auðvitað ekki að koma á óvart, en hér er strax rokið upp til handa og fóta og ráðagerðir uppi um að skerða húsnæði Sjómannaskólans. Fullyrt er að það sé illa nýtt; með öðrum orðum áform eru um að koma Stý- rimannaskólanum og Vélskóla Is- lands að hluta úr því húsnæði sem skólunum var ætlað af stórhug fyr- ir hálfri öld síðan. Fjöldi nýnema í Fiskvinnsluskólanum hefur verið nokkuð jafn eða frá 20-25 á hverju hausti, en auk þess hefur skólinn haldið fjölda námskeiða. 3. Fullyrt er að húsnæði Sjó- mannaskólans sé illa nýtt. Þetta er einnig rangt. Kennsla í vélskól- um, stýrimannaskólum og fisk- vinnsluskólum er þess eðlis að stór hluti kennslunnar er verkleg kennsla. Kennt er á margs konar tæki og búnað. Slíkur búnaður þarf mikið húsrými og við kennsl- una verður að skipta nemendum í Sigurður B. Haraldsson hópa (8-12 manns) Sem dæmi um plássfrekan búnað má nefna dísil- vél með öllum kerfum, fiskvinnslu- vélar, siglinga- fiskveiði- og véla- rúmsherma. Nemendur Vélskóla íslands hafa nú loksins fengið við- unandi aðstöðu til félagsstarfsemi. Aðstaða fyrir kennara í Stýri- mannaskólanum og Vélskólanum er ófullnægjandi. í þessum sérskól- um þyrfti hver fastráðinn kennari að hafa eigin skrifstofu og auk þess góða aðstöðu til þess að útbúa kennsluefni (undervisningslaborat- orium). Þannig aðstaða er viða í samsvarandi skólum erlendis og t.d. hér á landi í skólum á háskóla- stigi. Er það nokkuð sjálfsagðara en við fyrrnefnda sérskóla í þágu svonefnds undirstöðuatvinnuvegs, sjávarútvegsins? Smíðakennsla Vélskólans, undirstöðukennsla í járn- og rennismíði, býr við þröng- an kost í húsrými sem var upphaf- lega ætlað fyrir spennistöð hússins. Frá öryggissjónarmiði er þetta á mörkum þess leyfilega og brýnt að úr verði bætt. Með nokkrum til- kostnaði og endurskipulagningu á húsnæði Sjómannaskólans væri unnt að búa þessari mikilvægu kennslu betri aðstöðu. Það vekur reyndar furðu að ýmsir aðilar sem þekkja lítið til starfsemi þessara skóla, stýrimannaskóla og vélskóla, skuli stöðugt sjá ofsjónum yfir þeirri aðstöðu sem þessari mikil- vægu menntun fyrir okkar grund- vallaratvinnuveg var ætluð af framsýnum mönnum fyrr á tíð. Skólarnir fá bókstaflega ekki að vera í friði með þá aðstöðu og hús- rými sem þeim var ætlað, þó að allur tækjakostur og búnaður skipa sé allur annar en þá var og síðan hafi risið mikil raforkuver, bæði gufu- og vatnsaflsvirkjanir, víða um landið. Það væri nær að menn tækju höndum saman um að bæta aðstöðuna. til þess að hún verði skv. nútímakröfum og sambærileg við það sem gerist í nágrannalönd- unum. Hér er þó ólíku saman að jafna , þar er verkmenntun metin að verðleikum sem undirstaða at- vinnulífs og t.d. eftirtektarvert hvað aðbúnaður vélskóla er þar góður, enda er menntun í þeim skólum ekki aðeins undirstaða vél- gæslu um borð í skipum og orku- verum heldur einnig undirstaða og hvati þróunar og nýsköpunar í margs konar iðnaði. 3. Fullyrt er að verið sé að kenna sömu greinar í hálfskipuðum bekkj- um Stýrimannaskólans og Vélskól- ans; „Kennsla skólanna tveggja algjörlega aðskilin þótt almennar námsgreinar séu 30-45% námsefn- is þeirra.“ Hér er aftur farið með rangt mál. í almennum greinum Vélskóla íslands, sem er áfangaskóli, er t.d. vegna almenns niðurskurðar og sparnaðar gengið mjög langt í hóp- stærðum. Auðvitað kemur þetta niður á gæðum kennslunnar, t.d. hafa hópstærðir í bóklegum grein- um farið yfir 30 nemendur. Við skipun hópa í verklegri kennslu í vélfræði og skyldum greinum svo og í vélhermi Vélskólans hefur ver: ið gengið eins langt og fært var. í Stýrimannaskólanum hafa nú á vorönn verið um og yfir 40 nemend- ur í kennslustundum þar sem það þótti fært (í sjórétti, bókl. vélfræði og siglingareglum). Það kemur í ljós að þetta er of stór hópur í sigl- ingareglum. í öllum svo nefndum almennum greinum í skipstjórn- arnámi 1. stigs ( þ.e. íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði) eru nemendur í einni bekkj- ardeild um 30 saman. Miðað við ófullnægjandi undirbúning margra nemenda úr grunnskólum eru þetta allt of margir nemendur í hóp. Sl. haust var ætlunin að kenna þessar greinar í samvinnu við Vélskóla Islands en eins og að framan grein- ir voru þeir hópar yfirfullir. í sérskólum til mikilvægra at- vinnuréttinda gengur almennur flatur niðurskurður ekki upp. Sparnaðarráðstafanir sem neyða skóla til þess að mynda óeðlilega stóra námshópa getur verið mjög vafasöm ákvörðun þar eð fleiri nemendur ná ekki tilskildum námsárangri. í beinu framhaldi af því lengist námstíminn. Flestir nemendur koma beint úr fram- leiðslustörfum og töf á náminu er því öllum dýr. Nemendur sem ljúka' námi úr þessum skólum verða margir frammámenn í sjávarút- vegi. Flamingóblóm Anthurium scherzerianum Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 262 Hér er um eftirtektarverða og dálítið spennandi jurt að ræða, enda hefur hún átt vaxandi vin- sældum að fagna á seinni árum sem stofuskraut. Tegundin, sem hefur verið skírð flamingóblóm á hinum og þessum málum, telst til ættar kólfblóma sem einnig nefnist Arumætt-Ar- aceae. Austurríski læknirinn Karl von Scherzer, sem vann að nátt- úrurannsóknum í Mið-Afríku árið 1859, kom augua á flamingóblóm- ið á ferð sinni í regnskógum Guate- mala og flutti það emð sér heim. En í heimkynnum sínum var það áseti á ttjágróðri Óralöngu síðar var farið að reyna við flamingóblómið sem inni- jurt. Sú ræktun lét samt lítið að sér kveða fyrr en farið var að kyn- bæta plöntuna og með víxlblöndun og úrvali tókst að ná fram þokka- fullum og blómfúsum plöntum. í kólfblómaætt eru ýmsar kunn- uglegar tegundir. sem hafa haslað sér völl sem innigróður á seinni áratugum. Nefna má kölluflekku, köllubróður, friðarlilju, kærleiks- tré, mánagull og rifblöðku, en allar eiga þær heimahaga þar sem lofts- lag er rakt og hlýtt. Innanhúss dafna þær samt býsna þolanlega hér á norðurslóðum. Hin ánægjulega fjölæra flam- ingójurt er með lensulaga, skinn- kennd, dökkgræn blöð, nokkuð Flamingóblóm stilklöngum, sem virðast spretta upp frá svipuðum bletti, enda er stöngullinn mjög stuttur og skammliðaður. Sérkenni og höfuð- prýði flamingóblómsins er hin skrýtna blómskipun, blómkólfur- inn er eins og skott, oftast dálítið undið, en í kringum hann og út til hliðar breiðir úr sér stórt og lit- ríkt háblað. Þessi blaðka er oftast rauð, en til eru margvísleg lit- brigði, einnig hvít „blóm“. Flamingóblóm í góðum þrifum getur verið blómviljugt á köflum og blómskrúðið stendur mjög lengi. Þá hendir og að eitt og eitt aldin sjáist, en það eru ber sem plönt- unni er aðallega fjölgað með. Hlið- arteinungar eru einnig notaðir en vandfarnara er með þá við fjölgun. Meðferð Þessi skrúðplanta er töluvert erfiðari meðferðar en algengar inniplöntur, samt þarf ekki endi- lega að hafa „græna fingur" til þess að koma henni til. Hún þarfnast góðrar birtu en þolir samt alls ekki sterka sól. Athuga má norðaustur- og austur- glugga. Eðlilegur stofuhiti hentar vel, þó aðeins svalara að vetri (16-180 C). Vatn í hófi, sama gildir um næringu sem aldrei má vera mjög sterk. Rætur jurtarinnar eru kjötkenndar og því getur mik- ill raki að vetrinum reynst þeim skeinuhættur. Samt þola þær ekki að ofþorna. Með aldri lyftist stöng- ullinn, því er nauðsynlegt að um- potta stöku sinnum og setja þær aðeins dýpra. Þess gerist þó ekki þörf árlega. Notið þá grófa mold sem geymir nóg af lífrænum efn- um. Óli Valur Hansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.