Morgunblaðið - 16.03.1993, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.03.1993, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Minning Kjartan Halldórs son frá Bæjum Fæddur 17. júní 1917 Dáinn 7. mars 1993 í dag fer fram frá Bústaðakirkju útför vinar míns Kjartans Halldórs- sonar frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Okkur Þórdísi konu minni brá illi- lega þegar við sátum í flugvél á heimleið frá útlöndum og sáum mynd af Kjartani í Morgunblaðinu og tilkynningu um að hann væri látinn. Raunar vissum við að hann hafði nýlega undirgengist mikla aðgerð á öðru hné þar sem skipt var um lið og að það hefði tekist mjög vel. Eftir heimkomuna fréttum við að Kjartan hefði verið kominn heim til sín og gengið um gólf eins og herfor- ingi svo sem hann var vanur, en daginn eftir varð honum skyndilega þungt fyrir brjósti og litlu síðar var hann örendur. Við hjónin kynntumst Kjartani og eiginkonu hans Kristínu Þor- steinsdóttur frá Reyðarfirði fyrir aldarfjórðungi en þau kvæntust árið 1947. Síðan hafa þau verið meðal okkar bestu vina, elskuleg, trygg og mikl- ir höfðingjar heim að sækja. Ég ætla ekki að rekja hér upp- runa Kjrtans æviferil og störf, þar eð aðrir munu eflaust gera það. Hann var afar vinsæll maður og kannast sjálfsagt flest fullorðið fólk á Vestfjörðum vel við hann. Þar átti hann fjölda vina. í minnum er höfð ein fjölmenn- asta og stórkostlegasta veisla sem um getur á Vesturlandi, sextugsaf- mæli Kjartans, enda bauð hann þangað öllum sveitungum sínum ásamt fólki víðsvegar að af landinu. Var hún haldin í nýbyggðu félags- heimili sem hann hafði átt mikinn þátt í að reisa í sveitinni sinni. Þess skal og getið að þennan dag áttu hann og Kristín, hin ágæta og yn- dæla eiginkona hans, þrjátíu ára brúðkaupsafmæli. Kjartan Halldórsson var að at- gervi öllu óvenjulegur maður, mikill vexti, gleðimaður og íjölhæfur at- hafnamaður. Hann var í samkvæm- um hrókur alls fagnaðar, hafði gam- an af að sveifla konum í dansi, hélt oft góðar og skemmtilegar ræður blaðalaust, hló dátt og fékk aðra til að hlæja með sér. Frá því að við Þórdís kynntumst ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, simi 91-622900 þeim Kristínu og Kjartani „í Brauð- borg“, eins og þau oft voru nefnd fyrstu árin þeirra hér í borginni höfum við alltaf hist öðru hvoru, oftast á heimilum okkar og hefur vináttan stöðugt styrkst. Frú Kristín er ein myndarlegasta og fjölhæfasta húsmóðir sem um getur og gestrisin í mesta máta. Hún er alltaf að gefa, það virðist henni vera áskapað og hrein unun. Hún hefur átt við mikið heilsu- leysi að stríða síðari ár og hefur Kjartan að sjálfsögðu verið hennar aðal stoð og stytta. Nú er því stórt skarð fyrir skildi og söknuður henn- ar mjög mikill. Við Þórdís, böm okkar og fjöl- skyldur samhryggjumst innilega frú Kristínu ásamt ljölskyldum hennar og Kjartans. Guð blessi Kjartan á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á og blessuð veri minning hans. Erlingur Þorsteinsson. Frá Bæjum á Snæfjallaströnd er útsýn mikil og fögur um nær allt ísafjarðardjúp. Þegar við Kjartan Halldórsson vorum að alast upp var þar fjórbýli. Bjuggu foreldrar hans á neðsta bænum niðri við sjóinn. Þegar ég heimsótti þau fyrst ungur drengur, utan úr eyju, minnir mig að öll böm þeirra, fimm að tölu, hafí verið heima, tveir synir og þijár dætur. Vasklegt og dugandi fólk. Þannig hófust kynni okkar Kjartans í Bæjum, foreldra hans og systkina. Við áttum eftir að eiga mikið'saman að sælda, bæði heima í Djúpi og hér syðra. Sumarið 1947 bauð hann mér í brúðkaup sitt, þegar hann kvæntist sinni góðu konu, Kristínu Þorsteinsdóttur frá Áreyrum í Reyð- arfirði í Suður-Múlasýslu. Fór sú athöfn fram í Unaðsdalskirkju 11. júlí. Gaf séra Þorsteinn Jóhannes- son, prófasturí Vatnsfirði, þau sam- an að viðstöddu fjöimenni úr Snæ- ljallahreppi og víðar að úr Djúpinu. Að lokinni hjónavígslunni var boðið til fagnaðar í félagsheimili sveitarinnar að Ásgarði, sem Kjart- an hafði átt mestan þátt í að reisa með sveitungum -sínum. Þetta var mikil og góð veisla í hásumarblíðu. Brúðkaupsveisla í fagurri sveit með góðum vinum er ógleymanleg. Þegar ég kveð Kjartan vin minn get ég ekki látið hjá líða að minn- ast þessa hamingjudags hans og Kristínar. Þessi fagri sumardagur var upphafið að gæfu þeirra og miklu og farsælu lífsstarfi. Bæði voru þau frábært atorkufólk. Snæ- íjallahreppur naut þeirra að vísu ekki lengi. Þau fluttust til ísafjarðar skömmu eftir brúðkaupið, þar sem Kjartan var ráðinn bæjarverkstjóri hjá kaupstaðnum. En áður hafði hann unnið mikið starf fyrir heima- haga sína í Djúpinu, m.a. byggt fyrstu feijubryggjumar þar, í Bæj- um og að Amgerðareyri. Það var upphafið að miklum og nauðsynleg- um umbótum í þann mund, sem vegasamband var að skapast við þessi fögru héruð. En á ísafirði biðu þeirra einnig mikil verk. Vann Kjartan þar marg- háttuð störf í þágu bæjarins. Kristín rak þar samkomuhús sjálfstæðis- manna af miklum skömngsskap. Á ísafirði eins og í Djúpinu nutu þau hjón mikilla vinsælda. Þau vom ákaflega félagslynd og atorkusöm, að hvaða störfum sem þau gengu. Kjartan var verkstjóri hjá Isa- fjarðarkaupstað árin 1947-1952 og stóð síðan fyrir byggingarfram- kvæmdum í Hnífsdal og á ísafirði allt til ársins 1958 er hann fluttist 3M Tannkrónur til Reykjavíkur. Hér syðra stofnuðu þau hjón smurbrauðsstofu og veit- ingastofu, sem þau ráku í mörg ár. Öll vom fyrirtæki þeirra rekin af myndarskap og hagsýni. Kjartan Halldórsson var frábær- lega hyggir.n og hagsýnn maður. En hann var einnig góður drengur, sem naut vinsælda meðai allra er honum kynntust. Við lát hans er hans minnst með einlægu þakklæti. Ég votta frú Kristínu og systkin- um Kjartans samúð við fráfall þessa gamla vinar míns. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ekki fer hjá því að þegar frétt berst um lát góðs vinar og félaga stöðvast tíminn í huga manns og hugurinn leitar til baka. Þetta fannst mér að gerðist þegar ég frétti að heiðursmaðurinn Kjartan Hall- dórsson frá Bæjum á Snæfjalla- strönd hefði andast sunnudaginn 7. mars sl. Þetta er víst leið okkar allra. Hjá því verður ekki komist, þó að manni finnist stundum að kallið komi fyiT en ætla mátti. Ég hélt að við fengjum að hafa Kjartan lengur hjá okkur og hitta hann glað- an með bros á vör, fullan af hug- myndum eins og ungum mönnum er tamt. Kjartan var alltaf í hugum okkar sem hann þekktum ungur í anda, framfarasinnaður íslendingur sem trúði á land og þjóð. Kjartan varfæddur Í7.júní 1917, sonur hjónanna Halldórs Halldórs- sonar bónda í Bææjum á Snæfjalia- strönd og Þorbjargar Brynjólfsdótt- ur húsfreyju og klæðskera frá Broddanesi í Strandasýslu. Forfeður Kjartans lifðu og störfuðu við ísa- flarðardjúp og áttu heima í Bæjum, en langa-langafi Kjartans var Árni Jónsson, sem fluttist frá Erpsstöð- um í Miðdölum að Bæjum. Bæir buðu þessum mönnum upp á marga kosti til sjós og lands, en þess þörfn- uðust þessir athafnamenn. Systkini Kjartans eru fjögur; Rannveig er búsett á Ísafírði, hin þijú eru bú- sett hér í Reykjavík, Brynfríður, Tryggvi og Guðbjörg. Það er stutt síðan kunningjar Kjartans heimsóttu hann hressan og kátan á 75 ára afmæli hans 17. júní á sl. sumri. Hélt hann upp á afmælið í Dalbæ á Snæíjallaströnd, þ.e. félagsheimili Snæljallastrend- inga, en Kjartan var einn af aðal- hvatamönnum að byggingu heimil- isins. Var þar unnið af miklum dugnaði og húsinu komið upp á skömmum tíma. Er það hið fegursta og skemmtilegasta hús. í þessu húsi hélt Kjartan upp á 60 ára af- mælið og kom þá til hans mikill fjöldi fólks á landi, í lofti og á legi. Var sú veisla lengi í minnum höfð og ekki að ástæðulausu. Það sannast á Kjartani að römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Kjartan byggði sumarbústað í næsta ná- grenni við Dalbæ og nú fyrir nokkr- um árum keypti hann jörðina Tyrði- smýri. Hefur hann undanfarin sum- ur dvalið með sínu fólki í sól og sumri á Snæfjallaströnd. Það var aldrei langt hjá Kjartani að aka á bíl sínum héðan úr Reykjavík og vestur í Djúp. Á uppvaxtarárum Kjartans í Bæjum var mikið fjölmenni á Snæ- fjallaströnd og kunnu menn þar að hagnýta sér þau gæði sem landið og sjórinn gaf. Fólkið þarna kunni að umgangast þessar auðlindir og vissi að ekki dugði að tjalda til einn- ar nætur, það horfði til framtíðar- innar. Það gerði sér grein fyrir að það þurfti að takast á við ákveðna erfiðleika og var því viðbúið að mæta þeim. í þessu umhverfi ólst Kjartan í Bæjum upp. Hann var einnig sá maðurinn sem gerði sér grein fyrir því hvernig best var að sigrast á erfiðleikunum og gera hlutina létta og auðvelda og þá jafn- vel þá sem aðrir töldu erfiða eða ómögulega. Ég held að Kjartan hafi alltaf verið viðbúinn að taka því sem að höndum bar. Ég hugsa að hann hafi aldrei eða sjaldan orðið úrræða- laus, enda samræmdist það ekki hans skapi. Kjartan lauk búfræðinámi frá bændaskólanum á Hvanneyri 1936. Árið 1939 var hann við nám í íþróttaskólanum í Haukadal. Að þessu námi loknu vann hann mikið við jarðabætur við Djúp og á Strönd- um og var Drangjökuli þá oftast vegurinn sem hann fór. Þá vann Kjartan á þessum árum við skipa- smíðar hjá Bárði Tómassyni skipa- smið á ísafirði. Ekki má gleyma því að á árunum 1945-1947 stjórnaði hann og vann við byggingu á feiju- bryggjum við Djúp. Þar notaði hann sitt mikla og góða hyggjuvit til að koma því verki áfram, þar sem þar voru þá ekki tiltæk stórvirk tæki til flutninga á þungum hlutum. Árið 1947 flyst Kjartan frá Bæj- um til ísafjarðar. Það ár, 11. júlí, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Þorsteinsdóttur frá Áreyrum í Reyðarfirði, hinni mestu dugnaðar- og myndarkonu, sem starfaði alla tíð með manni sínum við hin fjölbreyttu störf sem þau fengust við. Er til ísafjarðar kom gerðist Kjartan verkstjóri hjá ísa- fjarðarbæ þar til 1952. Þá fór hann út í húsbyggingar á ísafirði og ná- grenni. Á sama tíma, eða frá 1953 til 1958, sáu þau hjón um rekstur Sjálfstæðishússins á ísafirði. Árið 1956 tók hann próf frá Iðnskólanum á Isafírði og sveinspróf í húsasmiði. Ljóst er að Kjaran hefur ekki verið mikið iðjulaus eða í vandræðum með tómstundimar eins og títt er nú. Þau hjón flytjast til Reykjavíkur árið 1958 og stofnaði Kjartan þá smurbrauðsstofuna Brauðborg, sem hann rak í 17 ár. Hann kaupir veit- ingastaðinn Isborg í Austurstræti 1961, sem hann rekur í 11 ár. Stofn- aði veitingastaðinn Ingólfsbrunn og rak þann stað þar til fyrir nokkrum árum. Að sönnu má segja um Kjartan að hann var ekki maðurinn sem hafði eitt járn í eldinum, það var ekki að hans skapi, hinn mikli dugn- aður var honum í blóð borinn. Ekki get ég kvatt þennan vin minn án þess að þakka honum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á með- an við vorum í stjórn Félags Djúp- manna í Reykjavík, en Kjartan var þar lengi gjaldkeri félagsins, enda vel treystandi til að fara með fé sitt og annarra. Kjartan kom oft með frumsamin skemmtiatriði á sam- komur félagsins, flutti hann þau sjálfur með aðstoð annarra sem hanh setti til að fara með ákveðin hlutverk. Félagsstörf voru honum þá ekki óþekktur hlutur. Ungur að árum stofnaði hann ásamt fleiri ungmennum á Snæfjallaströnd Ungmennafélagið ísafold. Kjartan tók sannarlega lífinu með bros á vör, sem ekki mun gleymast þeim er sáu og kynntist manninum. Þegar slíkur afreksmaður sem Kjartan Halldórsson frá Bæjum er kvaddur er margs að minnast og fjölmargar myndir koma fram í hugann. Ljóst er að ferill Kjartans hefur markað spor í grjót.i. I Háva- málum stendur: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ Minningin um góðan dreng mun því geymast í hugum okkar sem kynntumst Kjartani í Bæjum. Ég votta Kristínu innilega samúð mína, svo og systkinum hans og bið Guð að styrkja þau og styðja við fráfall hins góða drengs. Jóhann Þórðarson. Við skyndilegt fráfall vinar míns, Kjartans Halldórssonar frá Bæjum, sem lést að kveldi sunnudagsins 7. þessa mánaðar að heimili sínu Mið- leiti 5 hér í Reykjavík, koma fram í huga minn ljúfar minningar liðins tíma. Kynni okkar hófust þegar eg, þá ungur drengur, kom til sumardvalar á heimili foreldra hans, Halldórs Halldórssonar og Þorbjargar Brynj- ólfsdóttur, er bjuggu í Neðri-bænum í Bæjum á Snæfjallaströnd. Þetta var vorið 1940. Kjartan vann þá að búskapnum með foreldrum sínum og systkinum og nokkrum börnum sem voru þar til sumardvalar. Hann hafði þá nýlokið námi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri, og er mér minnisstætt hversu virðulegur ung- ur maður Kjartan var þegar hann, við hátíðleg tækifæri, setti upp húfu þá sem Bændaskólinn veitir nem- endum sínum að loknu lokaprófi. Þar fór maður hávaxinn og þrekinn með glaðlegan svip, sem hreif alla sem í návist hans voru. Kjartan var harðduglegur og frábær verkmaður. Hann smíðaði vagna og áhöld og setti upp útbúnað sem gerði allan heyskap mun léttari en verið hafði. Hann hafði yndi af músík og dansi, og heyrði eg hann oft syngja vinsæl- ustu lögin sem þá gengu. Hann sagði okkur krökkunum frá ferðum sínum yfir Drangajökul þegar hann átti erindi á Norður-strandir. Kjart- an átti glæsilegan reiðhest sem hét Rennir, jarpur að lit, og var það til- komumikil sjón að sjá hann í útreið- artúrum á honum Renni sínum, eins og hann var vanur að segja. Eg var í fjögur sumur í sveit hjá foreldrum Kjartans á árunum 1940-43 og alla tíð síðan hefur okk- ar góða vinátta haldist. Kjartan kemur til ísafjarðar, míns heima- bæjar, litlu síðar og gerist verk- stjóri hjá ísafjarðarbæ. Eg fæ þá að vinna undir hans stjórn, og var aðdáunarvert umburðarlyndið, hjálpsemin og nærgætnin sem hann sýndi okkur unglingunum sem þá vorum að byija að vinna á hinum almenna vinnumarkaði. Bros og hlýtt viðmót voru hans einkenni alla tíð. Síðar tekur Kjartan að sér, ásamt eiginkonu sinni Kristínu Þorsteins- dóttur, að reka veitinga- og skemmtistaðinn Uppsali á ísafirði. Þar komu fram hinir góðu eiginleik- ar þeirra beggja, dugnaður, útsjón- arsemi og að vera ávallt tilbúin að þjóna öðrum og láta gott af sér leiða. Veitingarekstur varð svo lífsstarf þeirra beggja. Eftir að við höfðum báðir flust til Reykjavíkur, treystum við vin- áttuböndin enn frekar. Eg var gestur Kjartans þegar hann fagnaði merkum afmælum sín- um, á Fiókagötu, í félagsheimilinu Dalbæ í Bæjum, í Oddfellow-húsinu í Reykjavík og í fyrrasumar þegar hann hélt upp á 75 ára afmæli sitt að Tyrðilmýri á Snæijallaströnd. Þorrablót sem hann hélt gestum sín- um vestur á Grenimel verður mér ógleymanlegt. Kjartan veitti gestum sínum vel í mat og drykk, og sjálfur var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var fróður um land sitt og þjóð og sagði skemmtilega frá. Kjartani þótti vænt um heima- byggð sína við ísaijarðardjúp. Hann fór margar ferðir vestur í Bæi og vann mikið og gott starf við bygg- ingu félagsheimilisins Dalbæjar, ásamt því að byggja sinn eigin sum- arbústað í næsta nágrenni. Seinna kaupir Kjartan jörðina Tyrðilmýri, en þar var nýlegt íbúðarhús, og dvaldist hann þar oft sér til mikillar ánægju. Eg varð oft þess aðnjótandi að vera gestur Kjartans þar vestra og tók þátt í að fagna þar mörgum merkum áföngum ásamt sveitung- um hans. Fyrir nokkrum árum var eg gest- ur Kjartans í sumarbústað hans. Þetta var um haust, á þeim tíma sem veður við Djúp getur verið bjart og stillt dögum saman. Dag einn fórum við í ökuferð á jeppanum hans upp á Bæjaíjall. Þangað hafði verið lagður vegur vegna byggingar endurvarpstöðvar fyrir sjónvarp. Þegar upp á fjallið var komið, blasti við okkur fögur sýn yfir ísafjarðar- djúp. Logn var á sjó, fjöllin skörtuðu sínu fegursta, og sólin vermdi um- hverfið með birtu og yl. Þarna uppi á Bæjafjalli sátum við góða stund. Kjartan lýsti fyrir mér örnefnum og sögu er yið þau var tengd. Hann þekkti vel sögu heima- byggðar sinnar og lífsbaráttu þess fólks sem þar hafði búið. Það hefur verið mér mikil gæfa að hafa átt Kjartan Halldórsson að vini. Mér leið alltaf vel í návist hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.