Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
19
4. Fullyrt er að þessir skólar séu
„í litlu sem engu samstarfi með þó
náskylt nám“. Þetta er alrangt.
Skólameistarar Stýrimannaskólans
og Vélskóla íslands hafa t.d. viku-
lega fundi, þar sem fjallað er um
margvísleg mál er varða nemend-
ur, rekstur Sjómannaskólahússins
og samstarf skólanna. Sl. vor var
t.d. sett upp sérstök námsbraut sem
báðir skólarnir standa að og nefn-
ist „Smáskipabraut". Þar var og
er enn boðið upp á kennslu til véla-
varðar og 30 rúml. réttindanám í
sama „pakkanum". Þegar hefur
verið minnst á fyrirhugaða sam-
kennslu í almennum greinum á
fyrstu stigum námsins. Sl. þrjá
vetur hefur kennari í íslensku kennt
í báðum skólunum. Bókasafn Sjó-
mannaskólans var opnað í febrúar
1989 og er rekið sameiginlega af
báðum skólunum. Það hefur mikið
eflst síðan og er vel sótt af nemend-
um og kennurum beggja skólanna.
Einnig er sameiginleg notkun á
tölvum til almennrar tölvukennslu
og nemendur Stýrimannaskólans
hafa aðgang að vélasölum Vélskól-
ans í vélfræðikennslu. Nemendur
Stýrimannaskólans hafa í mörg ár
notið reglulegrar kennslu í fisk-
vinnslu og fiskmeðferð í Fisk-
vinnsluskólanum og verið þar tvo
heila daga. Um fjölda mörg ár hef-
ur verið ætlunin að auka þá kennslu
en ekki fengist nægilegt fé til þess.
Sl. skólaár voru í tilraunakennslu
nýrrar námsskipunar í skipstjórn-
arnámi kenndar 3 kstd. á hverri
viku í Fiskvinnsluskólanum. Skóla-
stjórar þeirra þriggja skóla í land-
inu sem hafa á hendi skipstjórn-
arnám (Reykjavík, Dalvík
Vestm.eyjum) gerðu vorið 1992 til-
lögu til menntamálaráðuneytisins
um að kennslu í fiskmeðferð yrði
ásamt fleiri nýjungum í námi skip-
stjórnarmanna haldið áfram.
Menntamálaráðuneytið hafnaði
því, m.a. vegna aukins kostnaðar
„og að mikill niðurskurður er á
framlagi til skóla vegna efnahags-
örðugleika sem nú hijá lands-
menn“.
5. Fullyrter: „Fiskvinnsluskólinn
hefur hingað til starfað í leiguhús-
næði og vegna vannýtingar Sjó-
mannaskólahússins verður ekki
annað séð en hæglega megi flytja
bóknám Fiskvinnsluskólans þang-
að.“ Þetta er röng og óþörf fullyrð-
ing. Fiskvinnsluskólinn starfar í
eigin húsnæði og hefur fengið
aukna aðstöðu til bóklegs náms við
hliðina á ágætri aðstöðu fyrir verk-
lega námið og fullnægir sú aðstaða
þörfum skólans nú fyrst um sinn.
Lokaorð
Hér hafa verið leiðréttar helstu
rangfærslur í greinargerð með
þingsályktunartillögu þeirra Finns
Ingólfssonar og Halldórs Asgríms-
sonar. Það vekur hins vegar furðu,
að þeir sem standa að slíkri tillögu
og þingsályktun sem getur orðið
afdrifaríkt mál er varðar menntun
í undirátöðuatvinnuvegi okkar Is-
lendinga, skuli ekki kynna sér bet-
ur forsendur hjá þeim sem standa
þessum stofnunum næst en fara í
stað þess algerlega óundirbúið með
villandi upplýsingar og rangt mál
inn á Alþingi íslendinga og í fjöl-
miðla. Þessi þingsályktunartillaga
er illa undirbúin og vanhugsuð.
Tillagan og allur málatilbúnaður
er nákvæmlega hinn sami og var
árið 1986 og var þá að betur athug-
uðu máli vísað frá. Við erum henni
mjög svo ósammála. Gerð er tillaga
um að leggja niður þrjá höfuðskóla
sjávarútvegsins í núverandi mynd
og gera þá að deildum eða jafnvel
brautum í einum skóla, sem yrði
þá sennilega stjórnað af hagfræði-
eða rekstrarfræðimenntuðum
manni með faglegum deildarstjór-
um.
Slík ráðstöfun myndi draga mjög
úr sjálfstæði, frumkvæði og heil-
brigðum starfsmetnaði þessara
grónu skóla, þrótti þeirra og vexti.
Við vitum ekki betur en skólarnir
hafi hver á sínu sviði gegnt sóma-
samlega hlutverki sínu við undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, físk-
veiðar og siglingar, þó að auðvitað
sé unnt að gera betur. Reyndar
viðurkenna flutningsmenn þetta
þar seih þeir segja : „Ekki leikur
vafi á að allir þessir skólar hafa
gegnt mikilvægu hlutverki að
fræða og mennta fólk sem síðar
hefur komið til starfa í sjávarútveg-
inum. Tillögur um ný námsframboð
í skólunum hafa m.a. strandað á
féleysi og þörf á nýrri löggjöf, en
einnig órökstuddum vangaveltum
eins og koma fram í nefndri þingsá-
lyktunartillögu. Með aukinni tækni
og sérhæfingu á öllum sviðum hef-
ur mikilvægi skólanna og sérsvið
þeirra hvers um sig aukist.
Fiskvinnsluskólinn er fámenn-
astur þessara þriggja skóla. Með
því að hvert fiskvinnsluhús og
vinnsluskip verður að koma sér upp
innra gæðaeftirliti, þar sem opin-
berir matsmenn í vinnslu á fiski,
hvort heldur er til frystingar eða í
salt, eru með breyttum reglum
ekki lengur fyrir hendi, má búast
við að nemendum muni fjölga þar
á næstu árum. Almenn menntun
og þjálfun fiskvinnslufólks bæði til
sjós og lands verður vegna fyrr-
nefndra breytinga að aukast og
eflast enn meira. Fiskvinnsluskól-
inn er sérstaklega búinn öllum
helstu fiskvinnslutækjum og sér-
fræðingum til þess að mæta þess-
um breyttu kröfum. Þaðan hafa
nú þegar útskrifast fjölmargir sér-
fræðingar sem eru í störfum við
fiskiðnað og vinnslu sjávarfangs
vítt og breitt um landið. Allir þeir
þrír skólar sem hér er fjallað um
hafa lagt grunn að áframhaldandi
námi á háskólastigi, bæði við skóla
hér á landi (HÍ; TI; HA) og erlend-
is (t.d. Sjávarútvegsháskólann í
Tromsö og tækniskóla á Norður-
löndunum), en þennan þátt þarf
að efla á efstu stigum námsins,
t.d. með tæknistúdentsprófi eins
og nefnd um mótun menntastefnu
gerir nú tillögur um. Við gerð þess-
arar þingsályktunartillögu hefur
algerlega verið gengið framhjá
þeim þremur skólum sem lagt er
til að verði lagðir niður í núverandi
mynd, stjórnendur þeirra og starfs-
menn hafa verið hundsaðir. Ekki
hefur verið talað eitt orð við okkur
skólastjórana. Einum okkar var
send þingsályktunartillagan utan
úr bæ. Þessir skólar hafa séð um
og borið ábyrgð á menntun sjó-
manna og fiskvinnslufólks í ára-
tugi; Stýrimannaskólinn í Reykja-
vík í 102 ár, Vélskóli íslands í brátt
80 ár og Fiskvinnsluskólinn í rúm
20 ár.
Fyrrverandi forystumenn þjóðar-
innar sýndu hvern hug þeir báru
til þessara stétta með því að byggja
myndarlega yfir starfsemi þessara
skóla, þó að síðari tíma ráðamenn
hafí ekki enn veitt nægu fé til að
ljúka því verki með því að lóð Sjó-
mannaskólans er enn ófrágengin,
nærri hálfri öld eftir að húsið var
vígt. Við undirritaðir teljum mikil-
vægt að íslendingar eigi einn sér-
skóla á hveiju þeirra sérsviða sem
skólarnir kenna. Sjómannaskólinn
þar sem Stýrimannaskólinn og
Vélskóli íslands eru til húsa, var á
slnum tíma byggður fyrir sjó-
mannastétt þessa lands og ætlað
sem menntasetur sjómannastéttar-
innar. Því hlutverki hefur húsið
gegnt síðan. Þaðan hafa komið
þeir menn sem hafa lagt grunninn
að þróttmiklum sjávarútvegi, sem
viðurkennt er að hefur verið og
muni um ókomna framtíð verða
forsenda þeirra lífskjara semþjóðin
hefur búið við - velferðarþjóðfé-
lagsins sem svo er nefnt. Það hús-
rými sem er nú í augnablikinu óráð-
stafað í húsinu er miklu minna en
ókunnugir ætla. Það á að nota til
þess að bæta aðstöðu þeirra skóla
sem eru í Sjómannaskólanum; til
frekari og betri menntunar sjó-
manna sem var helgað húsið á sín-
um tíina og engra annarra. Bygg-
ing Fiskvinnsluskólans var löngu
tímabær. Myndarlegt átak var gert
I þá veru fyrir nokkrum árum og
hefur verið búið vel að skólanum í
Hafnarfirði. Þar er skólinn í stöð-
ugri uppbyggingu í framtíðarhús-
næði en Fiskvinnsluskólinn þarf
mikið húsrými, sérstaklega fyrir
verklega fræðslu og þjálfun nem-
enda. Hvað varðar samvinnu skól-
anna þá er hún góð og vaxandi.
Við erum sammála þeirri stefnu
að samstarf þeirra á milli eigi að
fá frið til þess að þróast innan
sjálfra skólanna og í samræmi við
þarfir atvinnuveganna, en ekki með
vanhugsuðu valdboði og forsjár-
hyggju sem kemur að ofan í óþökk
allra, stjórnenda, nemenda og
kennara þessara skóla.
Höfundar eru skólnmeistari
Vélskóla Islands, skólameistari
Stýrimannaskólans íReykjavík og
skólameistari Fiskvinnsluskólans
Hafnarfirði.
Góðar fréttir fyrir fólk sem þarf kalk
BIOMEGA KALSÍUM + D
Töflurnar innihalda mikið kalsfum :
250 mg af kaisíumjóninni I töflu*.
Auk þess innihalda þær D-vftamfn
sem er nauösynlegt fyrir upptöku
kalks (kalsfums) í líkamann.
* Ráölagður dagskammtur Manneklrsréös er 800-1000 mg
Bragðgóðar kalktöflur. Hagkvæm kaup
QMEGAFARMAHF
BIOMEGA vítamín fást í apótekinu.
Páll Kr. Pálsson,
Ognwndtir Jónasson,
lormaOur ItSRlt
Reynir Karisson formaður
Sjálfstæðismanna í Grafarvogi
setur fundinn.
1. Pallborðsumræður:
Fmmmælendur:
Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB.
Páll Kr. Pálsson, forstjóri VíFdfells.
Fundarstjóri: Eggert Skúlason,
fréttamaður.
2. Umræður hefjast.
Tekið á móti spurningum úr sal.
Fundarstaður:
Húsnæði Sjálfstæðisflokksins
í Grafarvogi, Hverafold 1
(Verslunarhúsnæðið)
Allir velkomnir
á meðan húsrúrn leyfir!
. Nefndin.
Nð tr meird spunnið í símann þinn tn
efhann er tengdur stafrœna símakerfinu
Þriggja manna tal
Þú getur komið á símafundi með þremur þátttakendum. Viðmælendur þínir tveir
geta verið hvar sem er á landinu eða jafnvel í sínu landinu hvor. Þú getur talað við
systur þína sem býr á ísafirði og bróður þinn sem býr í Danmörku í einu.
Svona ferðu að: fyrst hringir þú í númer systur þinnar. Þegar hún hefur svarað ýtir þú
á 03 og bíður eftir són og hringir síðan í bróður þinn.
Þá tengirðu ykkur öll saman með því að ýta á □ og svo á 3.
Ef bróðir þinn svarar ekki færðu aftur samband við systur þína með því að ýta á Q
Þú getur nýtt þér alla möguleika sérþjónustu stafræna simakerfisins
með því að greiða 790 kr. skráningargjald. Til að fá nánari upplýsingar
um sérþjónustuna getur þú hringt í Grænt númer 99-6363 á
skrifstofutima (sama gjald fyrir alla landsmenn), á söiudeild Pósts og
síma eða á næstu póst- og símstöð.
tt|R
SÉRÞJÓNUSTA
SÍMANS
ú heldur