Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
Morgunblaðið/PPJ
Þrír sjúklingar í sama flugi
TWIN Otter flugvél frá Flugfélaginu Ernir hf. á ísafirði lenti á Reykjavíkurflugveili síðdegis í gær að
afloknu sjúkraflugi frá ísafírði með þrjá sjúklinga, en að sögn Harðar Guðmundssonar flugmanns er ekki
óalgengt að flogið sé með svo marga sjúklinga í einu. Ernir fljúga um 200 sjúkraflug á ári og er þar um
að ræða flutning sjúklinga hvaðanæva að af Vestfjörðum, úr Dalasýslu og af Snæfellsnesi, og sagði Hörð-
ur þetta nánast svara til þess að flogið væri sjúkraflug hvem einasta virka dag ársins.
I/EÐURHORFUR I DAG, 16. MARS
YFIRLIT: Viö Vestfirði er 987 mb smálægð á hægri hreyfingu norðnorð-
austur, en við Hvarf er 972 mb alvörulægð á leið norðaustur.
8PÁ: Norðaustan strekkingur á Vestfjörðum en suðvestlæg átt í öðrum
landshlutum. Sums staðar hvasst sunnanlands, en annars hægari vind-
ur. Slyddu eða snjóél vestanlands, en fyrir austan léttir til. Hiti 0-5 stig
og kólnandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestan átt, sums staðar nokkuð hvöss.
Éljagangur um landið sunnan- og vestanvert, en að mestu þurrt norð-
austan til. Frost 1-5 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðan- og norðvestan átt
og harðnandi frost á landinu. Éljagangur um landiö vestanvert og líklega
einnig vestanlands, en þurrt verður suðaustan til.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
/ / /
f f
f f f
Rigning
Léttskýjað
* f *
* f
f * f
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V $ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
4
FÆRÐÁ VEGUM: (Ki.i7.3oigær)
Flestir aðalvegir á landinu eru nú greiðfærir, en nokkur hálka er é heið-
um. Steingrímsfjarðarheiði er ófær en ráðgert að moka hana á morgun
og Möðrudalsoræfi eru þungfær.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri 3 hálfskýjaö
Reykjavlk 0 snjóél á sið. klst.
Bergen 7 þokumóða
Heleinki 11 lóttskýjað
Kaupmannahöfn 10 þokumóða
Narssarssuaq +18 alskýjað
Nuuk +20 skafrenningur
Osló 1 þoka
Stokkhólmur 12 heiðskirt
Þórshöfn 6 skúr
Algarve 17 skýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Barcelona 11 rlgning
Berlín 14 mistur
Chicago +8 léttskýjað
Feneyjar 7 þoka
Frankfurt 16 léttskýjað
Glasgow 9 rignlng
Hamborg 8 mistur
London 18 léttskýjað
Los Angeles 14 léttskýjað
Lúxemborg 14 heiðskírt
Madrid 14 skýjað
Malaga 14 skýjað
Mallorca 16 súld á síð. klst.
Montreal +23 heiðskírt
NewYork vantar
Orlando 2 skýjað
París 17 heiðskírt
Madeira 12 alskýjað
Rðm 15 heiðskírt
Vín 9 mistur
Washington 9 mistur
Winnipeg +12 skýjað
Mótmæli franskra sjómanna
Skemmdir unn-
ar á íslenskum
fiski í Boulogne
„MARKAÐURINN her í Boulogne er að mestu lamaður
vegna skemmdarverkanna, sem voru unnin hér í nótt,“
sagði Elísabet Óskarsdóttir, starfsmaður uppboðsfyrirtæk-
isins Unipeche, í viðtali við Morgunblaðið en í fyrrinótt
unnu um 100 sjómenn verulegar skemmdir á markaðnum,
meðal annars á íslenskum fiski. Með aðgerðunum voru
þeir að mótmæla lágu fiskverði, sem þeir telja stafa af
auknum innflutningi, en Elísabet sagði, að ástæðan fyrir
verðfallinu væri ekki síst sú, að verð á fiski hefði verið
orðið of hátt fyrir almenna neytendur.
Elísabet sagði, að aðgerðir sjó-
mannanna, sem hefðu ekki verið frá
Boulogne, heldur nágrannabæjum,
hefðu hafíst um miðnætti aðfara-
nótt mánudagsins og beinst að
Unipeche og öðru innflutningsfyrir-
tæki í borginni. Voru unnin nokkur
spjöll á skrifstofu Unipeche en reiði
sjómannanna beindist þó aðallega
að fiskinum, meðal annars dönsk-
um, írskum og íslenskum, en raunar
hefði mest verið eyðilagt af frönsk-
um fiski, líklega vegna þess, að
hann var aðgengilegastur. Sagði
Elísabet, að verið væri að kanna
skemmdir á íslenska fískinum, sem
verið hefði í gámum, en hún lagði
áherslu á, að fískurinn væri allur
tryggður og ættu seljendur því ekk-
ert á hættu.
Fiskmarkaðurinn lamaður
Að sögn Elísabetar var fískmark-
aðurinn í Boulogne lamaður af þess-
um sökum í gær en annars hefði
útlitið verið gott og búist við meðal-
viku hvað verðið snertir. Sagði hún,
að fyrir og um helgina hefði verið
mikið um fyrirspurnir um væntan-
legt framboð en vegna aðgerðanna
hefðu kaupendur haldið að sér hönd-
um í gær.
Elísabet segir, að ástandið á
franska fiskmarkaðnum eigi sér
ýmsar skýringar, meðal annars í
erfíðri stöðu frankans gagnvart öðr-
um gjaldmiðlum, sem hafa fallið í
gengi á síðustu mánuðum, en þar
við bætist, að frönsku bátarnir eru
nýlega famir að róa fyrir alvöru
eftir tveggja mánaða stopp vegna
veðurs. Þeir hafí því sótt sem mest
til að bæta sér upp tekjutapið í þenn-
an tíma og skyndileg aukning í
framboði frá þeim lagst á’ eitt með
innflutningnum um að lækka verðið.
Undirrótin er þó sú, sagði Elísa-
bet, að fískverð var einfaldlega orð-
ið of hátt fyrir almenna neytendur.
Neyslan hefur því minnkað og fólk
snúið sér að öðrum matvælum eða
ódýrri lýsu, sem flætt hefur yfír
markaðinn frá Bretlandi og írlandi.
Síbrotaunglingar
stálu bílum nyrðra
TVEIR þeirra unglinga sem
komu við sögu þegar skemmdir
voru unnar á sumarbústað við
Meðalfellsvatn eru taldir hafa
staðið að þjófnaði á tveimur bíl-
um á Norðurlandi um helgina.
Annar bíllinn er fundinn í
Reykjavík en piltarnir höfðu
ekki verið handteknir síðdegis í
gær.
Um klukkan sjö að morgni
sunnudagsins var lögreglu tilkynnt
að Mitsubishi-sendibíl hefði verið
stolið frá bæ skammt sunnan við
Sauðárkrók.
Bíllinn sá fannst á Blönduósi síð-
ar um daginn. Um svipað ieyti var
tilkynnt að bíl hefði verið stolið frá
bæ í Blöndudal. Sá bíll fannst í
Reykjavík síðdegis í gær.
Þarna er talið að tveir þeirra
fímm pilta sem brutust inn í sumar-
bústaði við Meðalfellsvatn fyrir
skemmstu hafi verið að verki en
þeir hurfu frá dvalarstöðum sínum
á Norðurlandi um það leyti sem
bílanna var saknað. Piltarnir voru
ófundnir í gær.
Drengur
meiddist
í bílveltu
12 ÁRA drengur var fluttur á
sjúkrahús á Sauðárkróki eftir
að bíll sem hann sat í valt við
Vatn á Höfðaströnd í gær-
morgun. Meiðsli hans reynd-
ust þó minni en í fyrstu var
talið.
Drengurinn var farþegi í bíl
hjá bróður sínum en var ekki
með öryggisbelti. Við veltuna
meiddist hann í baki óg var flutt-
ur á sjúkrahús á Sauðárkróki.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu var hann að lokinni rann-
sókn ekki talinn hættulega slas-
aður.
Ökumann bílsins sakaði ekki
við veltuna en hann var í örygg-
isbelti.
Afleitt veður í Blá-
fjöllum í allan vetur
FJÖLSKYLDUDEGI Skátabúðarinnar sem átti að vera um síðustu
helgi í Bláfjöllum var frestað vegna afleits veðurs. Þetta er í annað
sinn sem samkomunni er frestað af þessum sökum, en að sögn Þor-
steins Hjaltasonar fólkvangsvarðar í Bláfjöllum, hefur veður verið af-
leitt í allan vetur til skíðaiðkunar.
Um síðustu helgi gekk á með élj-
um, en þó var þokkalegasta veður
sl. laugardag. „Þetta var þó enginn
útivistardagur fyrir fjölskylduna. Það
hvessti svo að við þurftum að loka
stólalyftunni á tímabili," sagði Þor-
steinn.
Hann'sagði að það hefði verið leið-
indaveður í mestallan vetur og flest-
ar helgar fallið niður, þótt nóg væri
af snjó.
Skátabúðin hyggst gera tilraun til
að hafa fjölskyldudag í Bláfjöllum
næstu helgi, ef viðrar.