Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 9 Reykjavíkurdeild RKÍ Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 17. mars, kennt verður 4 kvöld. Kennsludagar verða 17., 18., 20. og 22. mars. Námskeiðið telst vera 16 kennslu- stundir. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Násmkeiðið verð- ur haldið i Ármúla 34, 3. hæð (Múlabæ). Námskeiðsgjald er 4.000 kr., skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nem- endur í framhaldsskólum 50% af- slátt. Þetta gildir einnig um há- skólanema gegn framvísun á skólaskírteini. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, blæðingum úr sárum og mörgu öðru. Einnig verður fjallað um það hvernig koma megi í veg fyrir helstu slys. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er fá metið í ýmsum skólum. Tekið skal fram að Reykjavíkur- deild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið í fyrirtækjum og hjá öðrum sem þess óska. (Fréttatilkynning) r Sj álfstæðisfélagsins í Kópavogi l.tbl- JAKÚARIW) SJAOCTÆEHSFIjQKKURINN (KÓPAVOGI Verkefni ríkisstjómar: Bætt kiör ungs fólks tÍBkv* ataútað ngm nmdiiiur. og I Fortíðarvandinn á herð- um unga fólksins Fréttabréf sjálfstæðisfélags Kópavogs fjallar m.a. um stöðu ungs fólks á líðandi stundu atvinnuleysis og rýrnandi þjóðar- tekna með umframeyðslu þjóðarinnar síðustu áratugi og tilheyrandi skulda- þagga á herðunum. Ungt fólk eigi mun erfiðara en áður með að eignast þak yfir höfuðið. Og stóraukin skuldsetning heim- ilanna dragi úr kaupum á vörum og þjón- ustu og fækki störfum í þjónustugreinum. Gjörbreyttar þjóðfélagsað- stæður Aukinn útflutningur unninnar sjávarvöru (frystra sjávarafurða), uppbygging orkuvera, al- menn þensla í þjónustu- greinum og vamarliðs- framkvæmdir færðu ís- lendingum umtalsverða hagsæld á fyrstu áratug- unum eftir heimsstyijöld- ina síðari. Nú er öldin önnur. Samdráttur í sjáv- arútvegi (minni afli, lægra verð), frestun orkuframkvæmda, þjóða- reyðsla langt umfram tekjur og ofurþungi er- lendra skulda liafa rýrt almeim kjör og valdið atvinnuleysi. Þessi neikvæða þróun er m.a. umfjöllunarefni fréttabréfs sjálfstæðisfé- lags Kópavogs (1. tbl. 1993). Þar segir: „Islendingar hafa lifað góðu tímana og næstu ár verða einkum minnisstæð vegna samdráttar, aukins atvinnuleysis og versn- andi lífskjara, einkum ungs fólks, sem stendur í fjárfestingum. Mikið er fjallað um at- vinnuhorfur ungs fólks erlendis og í mörg ár hefur pólitikin verið að færast í það horf að verða „neytendapólitík" og sú þróun mun gerast hér- lendis í siauknum mæli. Pólitík hér á landi mun færast í þessa átt án vafa og nýlegar aðgerðir ríkis- stjórnarimiar munu enn frekar flýta þeirri þróun. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að standa vörð um afkomu Ungs fólks. Aðrir flokkar þykjast liafa hagsmuni þess að mark- miði, en hver man ekki eftir þegar t.d. Ólafur Ragnar lagði á matar- skattinn? Nýlegt dæmi um aðra flokka er Kvennalistinn. Þingkonur þess flokks voru andvígar nýlegum efnahagsráðstöfunum ríkisstj órnarinnar og töldu atvinnuleysi aukast og hag heimilanna vei'sna. Hver voru þá rök þeirra til að samþykkja vaxtahækkun Lands- bankans? Var verið að bæta hag heimilanna?" Staða unga fólksins verri enáður I fréttabréfinu segir að skuldsetning þjóðarbús- ins, deilt á hvern einstakl- ing, hafi vaxið úr kr. 190.000 árið 1970 í kr. 800.000 árið 1992. Á sama tíma, einkum hin síðari ár, hafi skuldsetning heimilanna jafnframt vaxið mjög mikið, þrátt fyrir aukið vinnuframlag. „Aukin skuldsetning heimilanna mun draga úr ráðstöfunarfé einstakl- inganna og kaupum á vörum og þjónustu, sem kallar á aukið atvinnu- leysi í þjónustugreinum." Lifsmáti þjóðarinnar, laun og verðlag hafi þró- ast með þeim hætti, segir efnislega í fréttabréfinu, að flest heimili þurfi að hafa tvær fyrirvinnur. 20% giftra kvenna hafi verið útivinnandi árið 1960, 52% 1970, 76% árið 1980, og 82% árið 1992. Tekjur heimilanna hafi ekki aukizt að sama skapi, enda sé vinnuþátt- taka kvenna meiri í verr en betur launuðum störf- um. Samansafnaðar skuldir þjóðarbúsins séu vitni um það að vanda eyðslu um- fram tekjur og fjárfest- ingarmistaka hafí verið velt yfir á framtíðina, unga fólkið, sem standi tiltölulega verst að vígi í óöryggi kreppunnar, m.a. vegna kostnaðar við stofnun heimila og nauð- synlegt, nám. Fréttabréfið, sem fjall- ar að meginefni um stöðu hinna ungu í samfélaginu, leggur höfuðáherzlu á að efla memitun, þekkingu og starfshæfni einstakl- inganna, til að takast á við vandamál og við- fangsefni framtiðarimiar „og skapa traustan grundvöll lieimila og fyr- irtælqa og þjóðfélagsins í heild, þar sem verðmæti verði til áður en þeim er eytt“. SFR mótmælir hækkun á gjaldtöku presta MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi fréttatilkynning frá Starfsmannafélagi ríkis- stofnana. „Fundur í launamálaráði-SFR, haldinn 11. mars 1993, mótmælir eindregið heimild dómsmálaráðu- neytisins á hækkun á gjaldtöku presta, í staðinn fyrir að bæta laun þeirra með öðrum hætti. Á sama tíma og stjórnvöld eru að koma láglaunafólki á vonarvöl, með því að hækka skatta og alla þjónustu, neita því um lagfæringu á launakjörum sínum, er þjónusta presta hækkuð um allt að 41%, sem bitnar þyngst á láglauna- fólki.“ ^ ■ Vinnuvernd # í verki I ...ÞIN VEGNA! Með stáltá og stálþynnu í sóla Skeifan 3h - Sfmi 81 26 70 - FAX 68 04 70 Biddu við - Með vaxandi þrá - Ort i sandinn - Ég er rokkari - Fyrir eitt bros - Lífsdansinn - Þjóðhátíð i Eyjum Helgin er að koma - I syngjandi sveiflu - Sumarfri - Lítið skrjáf i skógi - Með þér - Sumarsæla - Ég syng þennan söng Á þjóðlegu nótunum - Tifar tímans hjól - Vertu - Ég bíð þín - Á fullri ferð - Ég hefbara áhuga á þér Látum sönginn hljóma - Nú er ég léttur - Nú kveð ég allt Kynnar: Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal. Jvfatseðiíl: 'Rjómasúpa ‘Trincess m/Jinjlakjöti ■Camba- oij tjrísasteik m/rjóma- sveppum oij rósmarínsósu /Áppelsínuis m/ súkkulaðisósu fíCm |mÁND SÍMI 687111 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi Þríréttaður kvöldverður kr. 3.900 Verð á dansleik kr. 1.000 Þú sparar kr. 1.000 Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.