Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
33
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Ekkert athugavert við mála-
tilbúnað iðnaðarráðherra
Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýnir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
formlegt samþykki í ríkisstjórn, og
án þess að hafa samþykkt þing-
flokka og Alþingis. Þessi ákvarð-
anataka væri með eindæmum.
Jón Sigurðsson iðnarráðherra
sagði að því miður væri ræðuflutn-
ingur Ólafs Ragnars í þessu máþ
ekki einsdæmi þótt hann væri með
endemum. Iðnarráðherra ítrekaði
það að hann hefði ekki gefið rang-
ar upplýsingar um stöðu þessara
mála á opinberum vettvangi. Hann
hefði ekki skýrt frá öðru en því
sem rétt væri. Ósannindamaðurinn
í þessu máli væri Ólafur Ragnar
Grímsson.
Þögnin túlkuð
BLAÐAGREIN í síðasta sunndagsblaði Morgunblaðsins
varð tilefni til harkalegrar umræðu og gagnrýni á Jón
Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Iðnaðarráðherra
var m.a. ásakaður um að gefa yfirlýsingar um stofnun fjár-
festingarbanka iðnaðarins á samráðs við samráðherra sína.
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) sagði að ef frásögn Morg-
unblaðsins væri rétt mætti helst líkja þessari sunnudags-
grein við „pólitíska aftöku“; orð og yfirlýsingar iðnaðar-
og viðskiptaráðherra væru hér eftir markleysa. Davíð
Oddsson forsætisráðherra sagði að hann hefði fyllsta traust
á málatilbúnaði iðnaðarráðherra I þessu máli. Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra sagðist fylgja stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í þessu mál sem öðrum. Ræða Olafs Ragnars væri ósæmi-
legur málflutningur á Alþingi íslendinga.
í umræðum í gær um frumvarp
um tekju- og eignaskatt varð Ólaf-
ur Ragnar Grímsson til að greina
þingheimi frá því, að degi fyrr
hefði birst í Morgunblaðinu ítarleg
grein; „íslenski fjárfestingarbank-
inn“ eftir Agnesi Bragadóttur.
„Dómurinn sem viðskiptaráðherra
fær í þessari grein, ef hún er rétt,
er auðvitað þannig að helst er
hægt að líkja greininni við pólitíska
aftöku. Verði þessi grein ekki
hrakin er alveg ljóst að hæstvirtur
viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson,
er orðinn marklaus á opinberum
vettvangi.“ Ræðumaður sagði að
Agnes Bragadóttir væri almennt
talin vera sá blaðamaður Morgun-
blaðsins sem hefði hvað bestan
aðgang að ráðherrum í ríkisstjóm
íslands. Agnes hefði það hlutverk
á ritstjórn Morgunblaðsins að
skrifa fréttir og yfirlitsgreinar af
vettvangi ríkisstjórnarinnar. í fyrr-
nefndri Morgunblaðsgrein væri
rakið hvernig iðnaðar- og við-
skiptaráðherra hefði greint rangt
frá opinberlega, varðandi ákvarð-
anatöku og umræður í ríkisstjórn
íslands um hinn væntanlega fjár-
festingarbanka.
Morgunblaðslestur í ræðustól
í inngangi fyrrgreindrar Morg-
unblaðsgreinar er þess getið, að
iðnaðarráðherra hefði nefnt stofn-
un fjárfestingarbanka iðnaðarins á
60 ára afmæli Félags íslenskra
iðnrekenda, 6. febrúar síðastliðinn.
Ólafur Ragnar vitnaði til texta
Morgunblaðsgreinarinnar: „Hann
greindi afmælisbömunum frá sam-
komulagi iðnaðarráðuneytisins við
FÍI og Landssamband íslenskra
iðnrekenda um stofnun slíks fjár-
festingarbanka með yfirtöku Iðn-
lánasjóðs og sameiningu hans við
Iðnþróunarsjóð í ársbyijun 1996.
Nú síðastliðinn miðvikudag árétt-
aði ráðherrann þessa stefnu sína
í ræðu á ársþingi Félags íslenskra
iðnrekenda, jafnframt því sem
hann var búinn að gefa bankanum
sínum nafn, íslenski fjárfestingar-
bankinn hf., og boðaði að nú væri
unnið að gerð lagafrumvarps um
stofnun bankans, sem yrði í eigu
samtaka iðnaðarins og ríkisins."
Ólafur Ragnar sagði að í þess-
ari fréttaskýringargrein væri rakið
hvemig fjármálaráðherra og sjáv-
arútvegsráðherra hefðu komið af
fjöllum á afmælisfundinum 6. febr-
úar þegar iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra hefði lýst því yfir, að það
hefði orðið niðurstaðan í ríkisstjórn
að skipa málum með þessum hætti.
Það eina sem gæti hafa verið
flugufótur fyrir þessari yfirlýsingu
iðnaðaráðherrans uín ráðstöfun á
opinberum fjármunum væri símtal
við forsætisráðherrann.
Ólafur Ragnar taldi og ástæðu
til að lesa einn millikafla í tftt-
nefndri sunnudagsgrein; „Pólitísk-
ir minnisvarðar.“ Þar kemur m.a.
fram að í stjómarflokkunum sé
almennt álitið að iðnaðar- og við-
skiptaráðherra hafi ákveðið að láta
af ráðherradómi í sumar og taka
sæti dr. Jóhannesar Nordals í
Seðlabankanum. Einnig segir að
það sé jafnvel álit þeirra sem telj-
ast verði málsverjendur iðnaðar-
og viðskiptaráðherra að „ráðherr-
ann hafi mjög skemmt fyrir sér
með stöðugum og ótímabærum
yfirlýsingum um að þetta málið eða
hitt væri í höfn þegar það var
kannski enn ekkert nema hug-
myndi sem búið var að setja á
blað“.
Undir lok ræðunnar fagnaði
Ólafur Ragnar því að Davíð Odds-
son forsætisráðherra væri kominn
til þingsalar. Ólafur Ragnar ítrek-
aði að í umræddri Morgunblaðs-
grein væri greint mjög nákvæm-
lega, af þeim blaðamanni sem tal-
inn væri hafa best sambönd við
forystusveit stjórnarflokkanna,
„að hæstvirtur iðnaðarráðherra
hafi beinlínis farið með rangt mál
svo ekki væri sterkara til orða tek-
ið þegar hann hefði greint frá
umfjöllun í ríkistjóm um þessi
mál“. í títtnefndri sunnudagsgrein
væri einnig rakið hvernig iðnaðar-
ráðherrann hefði grafið undan
kröfu ríkissjóðs um að vera eig-
andi að Fiskveiðasjóði og þar með
skapað Landssambandi útgerðar-
manna ákjósanlega stöðu til að
gera sams konar kröfur um sam-
bærilega gjöf á Fiskveiðasjóði.
Ólafur Ragnar ásakaði einnig iðað-
ar- og viðskiptaráðherra um að
setja fjármálakerfi þessarar þjóðar
í fullkomna óvissu. Yfirlýsingar um
að breyta ríkisbönkum í hlutfjár-
banka hefðu veikt stöðu þessara
banka til lántöku erlendis og í við-
skiptum. Einnig hefði viðskipta-
ráðherra lagt fram frumvarp um
Seðlabanka íslands og það væri
hvað eftir annað sagt í Morgun-
blaðinu að um það frumvarp væri
ekki samkomulag innan stjórnar-
flokkanna.
Mál í réttum farvegi
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra lýsti því yfir að hann fyrir
sitt leyti teldi ekkert vera athuga-
vert við málatilbúnað iðnaðar- og
viðskiptaráðherra í þessu máli.
Þetta mál væri í réttum farvegi í
ríkisstjóm og hefði verið rætt þar.
Það kæmi síðan í frumvarpsformi
til þingsins og þingið tæki síðan
efnislega afstöðu til þess. Forsæt-
isráðherra kvaðst ekki hafa farið
yfir umrædda Morgunblaðsgrein
lið fyrir lið en ef Olafur Ragnar
Grímsson gæti dregið slíkan áfell-
isdóm af greininni, eins og hann
hefði gert, þá væri þessi grein
ekki á réttu róli.
Ólafi Ragnari Grimssyni þótti
afar sérkennilegt að forsætisráð-
herra hefði ekki lesið hina um-
ræddu grein. En þar væru svo
nákvæmar frásagnir um gang
mála í ríkisstjórn íslands, að ef þær
væru ekki bornar til baka nákvæm-
lega fremur en með almennum
orðum og traustsyfirlýsingu til iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra þá
stæðu þær óhaggaðar. Þjóðin yrði
að fá að vita hvort iðnaðar- og
viðskiptaráðherra hefði farið með
rangt mál.
Meira en símtal
Davíð Oddsson for-
sætisráðherra sagði að þótt
blaðagreinum, sem fjölluðu um
eitthvað sem ætti að hafa gerst
í ríkisstjórninni, væri látið
ósvarað væri ekki þar með sagt
að allt stæðist. Forsætisráðherra
bætti því við, varðandi
yfirlýsingar viðskiptaráðherra á
hátíðarfundi iðnaðarins, að
honum hefði ekki einungis verið
kunnugt um þau orð sem þar
féllu, heldur hefði hann lesið þann
texta allan yfir. Yfirlýsing
viðskiptaráðherra hefði verið
gefin í fullu samráði við hann.
Ærnar ástæður
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
að forsætisráðherrann hefði nú
sagst hafa lesið yfir umræddan
texta. Það hefði hugsanlega gerst
sérstaklega eða í því samtali sem
vísað væri til í blaðagreininni. En
hins vegar væri því haldið fram
að hvorki fjármálaráðherranum né
sjávarútvegsráðherranum hafi ver-
ið kunnugt um málið. Því hafi þeir
og aðrir komið af ijöllum þegar
því hefði verið lýst yfír fyrir hönd
ríkisstjórnar íslands að það ætti
að gefa iðnaðinum þessa sjóði.
Þessi stefna hefði verið flutt án
þess að það hefði nokkru sinni
verið rætt í ríkisstjórninni heldur
minnisblað verið lagt fram í ríkis-
stjóminni eftir að búið hefði verið
að tilkynna þessa gjöf. Ólafur
Ragnar sagði það vera kjarna
þessa máls að gefa ætti iðnaðinum
þessa sjóði en ekki hvort Davíð
Oddsson forsætisráðherra læsi yfir
ræðurnar. Nema sú skipan væri
nú upp tekin í ríkisstjórn íslands
að forsætisráðherra færi með al-
ræðisvald í stjóminni.
Ólafur Ragnar hvatti forsætis-
ráðherra eindregið til að kynna sér
umrædda blaðagrein: „Þessi grein
er einstök fyrir þá sök að hún er
gagngert skrifuð af helsta stjórn-
málablaðamanni Morgunblaðsins,
víðlesnasta blaði landsins, til þess
að rekja það nákvæmlega að orð-
um hæstvirts viðskiptaráðherra sé
ekki treystandi. Það er boðskapur
greinarinnar. Við sem þekkjum
dálítið til í fjölmiðlaheiminum vit-
um það auðvitað að Agnes Braga-
dóttir og Morgunblaðið fara ekki
að skrifa grein af því tagi nema
ærin ástæða sé til. Þess vegna
verður þjóðarinnar vegna og okkar
og þingsins að rekja það alveg
nákvæmlega hvað er rangt í þess-
ari grein, ef eitthvað."
Fylgi stjórnarstefnu
Jón Sigurðsson iðnaðar- og við-
skiptaráðherra sagðist vilja láta
það koma skýrt fram að yfirlýsing-
ar hans í þessu máli um málefni
lánasjóða iðnaðarins, og yfirlýsing-
ar í málefnum Seðlabanka íslands
og um viðskiptabanka í eigu ríkis-
ins, væru byggðar á sameiginlegri
stefnu ríkisstjórnarinnar. Það gilti
um þetta mál og það gilti líka um
hin tvö sem nefnd hefðu verið.
Síðan myndi koma í ljós þegar
þessi mál kæmu fyrir þingið,
hvernig þingi afgreiddi þau. En
það væri fjarri öllu lagi að tala á
þann hátt sem Ólafur Ragnar hefði
gert. Að gefa það í skyn að á ein-
hvern hátt væri verið að ráðkast
með málefni þessara stofnanna án
þess að það væri að réttum lögum
og leikreglum gert. Þvílíku vildi
iðnaðar- og viðskiptaráðherra vísa
á bug. Ræða Ólafs Ragnars væri
fjarri öllu lagi og ósæmilegur mál-
flutingur á Alþingi íslendinga.
Ólafur Ragnar Grímsson vildi
vekja athygli á því að iðnaðarráð-
herra hefði ekki treyst sér til að
segja það að tilkynning hans á
aðalfundum iðnaðarins hefði verið
samþykkt í ríkisstjórninni áður en
hún hefði verið flutt. Þess í stað
hefði ráðherrann komið með al-
mennt orðaða yfírlýsingu um að
það sem hann hefði sagt um þetta
mál og önnur væri í samræmi við
stefnu ríkisstjómarinnar. Um það
snerist þetta mál ekki. Það snerist
um það hvort ráðherrann hefði
greint þjóðinni rangt frá þegar
hann sagði þjóðinni frá því að ríkis-
stjórnin hefði ákveðið að gera þetta
með þessum hætti. Morgunblaðið
hefði upplýst að þetta mál hefði
aldrei verið rætt í ríkisstjórninni.
Meira segja hefði verið tilgreint
sérstaklega að fjármálaráðherra
hefði fyrst heyrt af því þegar iðnar-
ráðherrann hefði greint frá því
opinberlega. Ólafur Ragnar taldi
að vitnisburður fjármálaráðherra
gæti orðið fróðlegur. Það væri al-
varlegur hlutur ef iðnaðar- og við-
skiptaráðherrann væri farinn að
gefa eigur ríkisins án þess að hafa
Ólafur Ragnar Grímsson vís-
aði því á bug að hann hefði farið
með ósannindi. Hann hefði spurt
en ekki fengið svör heldur almennt
orðaðar yfirlýsingar. Honum var
spurn, hvers vegna iðnaðar- og
viðskiptaráðherra treysti sér ekki
til að svara? Væri það kannski
vegna þess að frásögnin í Morgun-
blaðinu væri rétt? Að fjármálaráð-
herrann hafði ekkert vitað um að
það ætti að gefa iðnaðinum þennan
opinbera sjóð? Þangað til því yrði
neitað, þá stæði fullyrðing Morg-
unblaðsins.
Ólafur Ragnar Grímsson vakti
athygli á því að Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra sæti nú í sínum
ráðherrastól og segði ekki orð.
Væri það vegna þess að það væri
rétt sem stæði í Morgunblaðinu?''
„Ég hef rétt til að þegja,“ svaraði
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra. Ólafur Ragnar Grimsson
staðfesti rétt íjármálaráðherra til
þagnar; hann hefði ekki beðið sér-
staklega um að fjármálaráðherra
kæmi sérstaklega upp í þessu
máli. „En það hljóta allir að túlka
þögn hans á einn veg. Það er ekki
hægt að túlka hana öðruvísi,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson.
Ingi Björn Albertsson
Treysti forsætisráð-
herra til þyrlukaupa
ATKVÆÐAGREIÐSLU eftir 2. umræðu um frumvarp til laga um
kaup á björgunarþyrlu var frestað í gær. Þessi frestun var að
ósk fyrsta flutningsmanns frumvarpins, Inga Björns Albertssonar
(S-Rv). Hann sagði beiðni sína vera trausts- og stuðningsyfirlýs-
ingu til forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar.
Annarri umræðu um frumvarp
til laga um kaup á björgunaþyrlu
var lokið fimmtudaginn 25. febrúar
síðastliðinn en atkvæðagreiðsla
fórst fyrir. Tvær tillögur voru um
afgreiðslu málsins. Tillaga meiri-
hluta allsheijarnefndar um sam-
þykkt frumvarpsins. Að þeirri til-
lögu stóðu fulltrúar stjórnarand-
stæðinga ásamt sjálfstæðismönn-
unum Eyjólfi Konráði Jónsyni
(S-Rv) og Inga Birni Albertssyni
en aðrir fulltrúar stjórnarflokk-
anna voru í minnihluta með þá till-
lögu og nefndarálit, að þessu máli
skyldi vísað til ríkisstjórnarinnar.
Mánudaginn 8. mars var ráðgert
að ganga til atkvæða um frum-
varpið eftir 2. umræðu. En þá bar
svo við að Kristinn H. Gunnarsson
(Ab-Vf) óskaði eftir því að at-
kvæðagreiðslu yrði frestað sökum
þess að fyrsti flutningsmaður væri
erlendis og vildi Kristinn að Ingi
Björn færi þess ekki á mis að
greiða sínu frumvarpi atkvæði.
í gær var aftur ráðgert að ganga
til atkvæða um frumvarpið og var
Ingi Björn Albertsson í þingsal. I
upphafi þingfundar tilkynnti
Salome Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis að fímmti þingmaður Reyk-
víkinga, þ.e. Ingi Björn Albertsson,
hefði beðið um frestun á atkvæða-
greiðslu um þetta frumvarp og
hefði orðið við þeim tilmælum.
Aðspurður um ástæður þessarar
sinnar beiðni sagði Ingi Björn Al-
bertsson að tilmæli hans um frest-
un væru „bein stuðningsyfirlýsing
við Davlð Oddsson forsætisráð-
herra“. Forsætisráðherra hefði lýst
því yfír að gengið yrði til samninga
um kaup á björgunarþyrlu innan
örfárra vikna. Það væri því ekki
nauðsynlegt að samþykkja frum-
varpið núna. Ingi Björn sagðist
treysta því að við yfirlýsingu for-
sætisráðherrans yrði staðið. En
hins vegar ef svo ólíklega vildi til
að einhver dráttur yrði á efndum
þá yrði samþykkt frumvarpsins í
hæsta máta tímabær. Hann óskaði
því eftir því að atkvæðagreiðslu
yrði slegið á frest um nokkrar vik-
ur._
í samtali við þingfréttaritara
Morgunblaðsins sagði Salome Þor-
kelsdóttir forseti Alþingis að til-
mæli og tímasetningar Inga Bjöms
Albertssonar væru nú í athugun
og skoðun hjá forsætisnefnd þings-
ins.