Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 26

Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 27 JMwgnnftliifrUt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ekkí verst stödd - ekki ennþá Isunnudagsblaði Morgunblaðs- ins birtust tölur um ástand máia hjá grannþjóð okkar Færey- ingum. Þar er atvinnuieysið komið í 20% og stefnir í að það aukist enn. Fjárlagahallinn er 10% af þjóðartekjum og að mestu leyti fjármagnaður með erlendum lán- um. Á sl. ijórum árum hafa heild- arskuldir Færeyinga erlendis auk- izt úr 125% af þjóðarframleiðslu í 140%. Allt stefnir í að þjóðar- framleiðslan dragist saman um 20% á þessu ári. Upplýsingar um stöðu mála í Finnlandi komu einnig fram í Morgunblaðinu á sunnudag. Hjá Finnum er atvinnuleysið orðið 17%. Erlendar skuldir eru 188% af útflutningstekjum landsmanna á árinu og fjárlagahallinn stefnir í um 15% af þjóðarframleiðslu á þessu ári. í Finnlandi er jafnvel farið að tala um þjóðargjaldþrot, rétt eins og í Færeyjum, og sumir hafa spáð því að Álþjóðabankinn muni gera upp þjóðarbúið næsta sumar. Lánstraust Finna eriendis fer þverrandi og margt bendir til að vextir á erlendum lánum muni hækka. Aukinheldur er banka- kerfi landsins i gífurlegri kreppu og ríkisstjórnin sér sig tilneydda að hjálpa bönkunum með tuga milljarða króna framlögum úr opinberum sjóðum. Á íslandi er atvinnuleysið um þessar mundir um það bil 5%. Erlendar skuldir stefna í 60% af þjóðarframleiðslu í árslok og fjár- lagahallinn er um 2% af lands- framleiðslu. Þótt þessar tölur geti ekki talizt viðunandi, eru þær langt frá þeim raunveruleika, sem Finnar og Færeyingar búa við. Engu að síður er ástæða til að gaumgæfa ástandið hjá þessum grannþjóðum okkar og skoða hvað hefur farið úrskeiðis. Þegar grannt er skoðað, er margt líkt með kreppu Finna, Færeyinga og íslendinga. í öllum tilvikum hefur skyndilegt áfall valdið efnahagslífinu erfiðleikum. í Færeyjum, rétt eins og hér á landij veldur aflabrestur mestu um. I Finnlandi hrundu austurvið- skiptin, sem höfðu svarað til allt að fjórðungi utanríkisverzlunar Finna, nánast á einni nóttu. Erfið- leikar á timburmörkuðum og kreppan í grannríkinu Svíþjóð hafa heldur ekki hjálpað Finnum að rétta úr kútnum. Öli eiga þessi þijú lönd það sameiginlegt að hafa fjárfest um of og fjármagnað ofíjárfestmguna með erlendum iánum. Á íslandi og í Færeyjum var fjárfest í físki- skipum og fískvinnslustöðvum, fiskeldisstöðvum og atvinnuhús- næði en í Finnlandi voru fjárfest- ingar í ýmiss konar þjónustu, ekki sízt á vegum hins opinbera, áber- andi. Þegar áföllin ríða svo yfir, stendur atvinnulífíð ekki undir því að greiða erlendu lánin og hættan eykst á að þau vefji stjórnlaust upp á sig vegna vaxtakostnaðar og nýrra lántaka. Hluti vandans, eins og á öllum Norðurlöndunum, er að menn hafa byggt upp velferðarkerfi, sem þeir hafa ekki efni á. Þessi veik- leiki verður svo enn ljósari þegar ytri áföll ríða yfir. Stjórnvöld neyðast því til að taka á þessum vanda með því að draga úr vel- ferðarþjónustunni eða taka upp þjónustugjöld í auknum mæli. Það, sem bæði Finnar og Fær- eyingar þurfa nú að horfast í augu við, er að kreppan hverfur ekki sjálfkrafa. Á Norðurlöndum hefur sá hugsunarháttur verið ríkjandi að kreppur komi og fari, og að bregðast megi við þeim tímabund- ið með svolítið meiri opinberri eyðslu og dálítið meiri erlendum lántökum. Þessi tálsýn er hins vegar að bresta. Stjórnvöld, at- vinnurekendur og almenningur gera sér nú æ betur grein fyrir að vandanum er aðeins skotið á frest með þeim hætti. Grundvall- arbreytinga er þörf og róttæk uppstokkun þarf að koma til, bæði í ríkisíjármálum og atvinnu- lífí. Þar er uppsafnaður vandi, sem menn hafa hingað til komið sér hjá að glíma við. Tölurnar, sem vitnað var til hér á undan, sýna að íslendingar eru ekki jafnilla staddir og grannþjóð- ir okkar. Það er hins vegar engin ástæða til að halda lengra út á brothættan ís og gera sömu mis- tökin og Finnar og Færeyingar gerðu. Engu verður bjargað með því að auka útgjöld hins opinbera. Finnar og Færeyingar standa nú í svo sársaukafullum niðurskurði, að aðhald íslenzkra stjómvalda í ríkisfjármálunum er bamaleikur einn í samanburði við hann. Engu verður heldur bjargað með því að taka fleiri erlend lán. Tillögur um slíkt eru ákaflega varasamar. Með því er vandanum aðeins skotið á frest. Þá sýnir reynsla Færeyinga og Finna að óbilgjarnar kröfur launþegahreyfínga gera ekki ann- að en að seinka lausn vandans. í Færeyjum kröfðust opinberir starfsmenn til dæmis launahækk- ana lengi vel, þrátt fyrir að öllum mætti vera ljóst hvert stefndi. Nú mega þeir þakka fyrir að halda vinnunni og hafa neyðzt til að taka á sig umtalsverða launa- lækkun. Sömu sögu er að segja í Finplandi. Nú virðist hins vegar raúnsærri tónn í aðilum vinnu- markaðarins í Finnlandi og talað er um að launa’kröfur stéttarfé- laga verði „í samræmi við efna- hagslega getu þjóðarbúsins," eins og segir í yfírlýsingu vinnuveit- enda og verkalýðsforystu frá því á föstudag. Islendingar ættu að þakka fyrir að vera ennþá betur staddir en sumar af grannþjóðunum og nota tækifærið til að snúa þróuninni við áður en komið er í sama óefni og þar. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Hollenski bankinn Bank Mees & Hope gagnrýnir íslenskt réttarfar og fjármálakerfi Krefst rannsóknar á skipt- um þrotabús Stálfélagsíns lillíÉHS Morgunblaðið/RAX Haugurinn umdeildi Brotajárnshauginn við verksmiðju Stálfélagsins í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð er hinn myndarlegasti. HOLLENSKI bankinn Bank Mees & Hope, sem var einn af stærstu lánardrottnum íslenska stálfélagsins hf., hefur óskað eftir því við Rannsóknarlögreglu ríkis- ins að hún rannsaki skipta- meðferð þrotabús Stálfé- lagsins. S.J. Mulder, aðal- deildarstjóri hjá Bank Mees & Hope, segir í samtali við Morgunblaðið að bankinn hafi grunsemdir um að svik hafi átt sér stað þegar mat var lagt á það magn brota- járns sem var til staðar þeg- ar rekstur verksmiðjunnar stöðvaðist haustið 1991 vegna gjaldþrots en bankinn átti veð í birgðunum. Bank- inn telur að birgðirnar hafi verið 16 þúsund tonn en skv. mati bústjóra þrotabúsins og sérfróðra aðila sem hann kvaddi til var brotajárns- haugurinn ekki nema sex þúsund tonn. Haraldur Þór Ólason í Furu hf. keypti umrætt brotajárn á nauð- ungaruppboði 5. mars sl. fyrir 50 þúsund krónur en fulltrúar Mees & Hope mættu ekki á uppboðið. Morgunbiaðið fékk staðfest hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að bankinn hefði sent erindi vegna þessa máls og óskað eftir rann- sókn á því. Er það í athugun en rannsókn er ekki hafin. Hótanir í bréfi í bréfí sem bankinn hefur sent til fyrrv. bústjóra, Helga Jóhann- essonar og eigenda verksmiðjunn- ar, Búnaðarbanka og Iðnþróunar- sjóðs, er því lýst yfir að bankinn sé mjög óánægður með íslenskt réttarfar og fjármálakerfið á ís- landi, sérstaklega vegna þess hvernig staðið hafí verið að sölu eigna þrotabúsins en bankinn tap- aði rúmlega 400 millj. kr. vegna gjaldþrots Stálfélagsins. í bréfinu- hótar bankinn því að hann muni aðvara alþjóðlega bankakerfið við að eiga viðskipti við íslendinga. „Við teljum það skyldu okkar að upplýsa hið alþjóðlega banka- kerfí eftir öllum mögulegum leið- um um þá misnotkun sem bankinn hefur orðið fyrir í viðskiptum sín- um á íslandi, sem mun án nokk- urs vafa hafa áhrif á Iánsfjáröflun landsins erlendis,“ segir m.a. í umræddu bréfí. Muider vildi ekki staðfesta að bankinn hefði sent frá sér þessa hótun en sagði að þetta mál væri slæmt fyrir ísland. Hann sagði einnig að ef lögreglurannsóknin leiddi í ljós að bankinn hefði orðið fyrir tjóni yrði sett fram krafa um endurheimt þess fjár sem hann hefði tapað fyrir dómstólum. Gættu ekki hagsmuna sinna Helgi Jóhannesson, sem var bústjóri þrotabúsins, sagði að af- staða bankans kæmi sér á óvart. Allan tímann hefði verið haft fullt samstarf með veðhöfum um sölut- ilraunir en eftir að ljóst varð að þær gengju ekki upp og ekki yrði komist hjá nauðungaruppboði hefðu fulltrúar bankans ekki mætt eða sett fram tilboð til að gæta hagsmuna sinna. „Ég get ekki séð af hveiju þeir eru óánægðir með að farið sé eftir uppboðs- og gjald- þrotalögum varðandi lok þessa máls. Líkt og aðrir veðhafar höfðu þeir möguleika á að gæta hags- muna sinna á uppboði en það gerðu þeir ekki og hafa sjálfsagt metið það þannig að þetta væri ekki þess virði að kaupa það á uppboði. Ég lít svo á að þetta sé eitthvert innra mál bankans,“ sagði Helgi. Mat á birgðum á reiki Bank Mees & Hope veitti ís- lenska stálfélaginu um fjögurra milljón dollara fjárfestingarlán og um tveggja milljón dollara rekstr- arlán í júní 1991 og var síðar nefnda lánið með veði í brotajárni og öðrum rekstrarvörum verk- smiðjunnar. í tengslum við lánveit- inguna var brotajárn sem safnað hafði verið talið vera 18 þúsund tonn. Járnið var þó aldrei viktað heldur stuðst við „sjónmat" starfs- manna en fulltrúar bankans komu ekki til landsins í tengslum við þessi viðskipti og sættu sig við uppgefnar tölur skv. heimildum blaðsins. Þegar hollenski bankinn lokaði svo fyrir öll frekari viðskipti við Stálfélagið um haustið sama ár og ljóst varð að gjaldþrot var óumflýjanlegt var mat á birgðum brotajárns mjög á reiki. í bókhaldi aðaleiganda verksmiðjunnar Ip- asco Steel Ltd. var það bókfært upp á 22 þúsund tonn en að sögn Mulders telur bankinn að það hafí þá verið 16 þúsund tonn. Bústjóri hélt hins vegar áfram móttöku brotajárns eftir að verk- smiðjan stöðvaðist og var því ekki haldið aðskildu frá því járni sem fyrir var vegna plássleysis á verk- smiðjulóðinni. Brotajárnið sem barst eftir lokun verksmiðjunnar var hins vegar viktað og kom þá í ljós við samanburðinn að haugur- inn sem fyrir var var mun minni en álitið hafði verið og varð það niðurstaða bústjóra og sérfróðra manna sem hann kvaddi til að birgðirnar hefðu ekki numið nema sex þúsund tonnum. Búnaðarbankinn og Iðnþróun- arsjóður áttu kröfur á 1. veðrétti í þrotabú Stálfélagsins og leystu verksmiðjuna til sín á nauðungar- uppboði í október á síðasta ári fyrir 50 milljónir króna ásamt 18 þúsund tonnum af brotajárni eða því magni sem safnað hafði verið frá því að starfsemi verksmiðjunn- ar stöðvaðist. Bank Mess & Hope lagði ekkert boð fram á uppboðinu. Haraldur Þór Ólason eigandi Fuitj hf. keypti svo brotajárnið af Búnaðarbankanum og Iðnþróun- arsjóði fyrir skömmu. Uppboði á því brotajárni sem óselt var var hins vegar frestað um tíma að kröfu hollenska bankans eða til 5. mars. Haraldur keypti brota- járnið á uppboðinu en enginn full- trúi frá Mees & Hope var viðstadd- ur uppboðið. Haraldur var einn af hluthöfum íslenska stálfélagsins á sínum tíma og mun hollenski bankinn einnig hafa lýst óánægju með að Búnaðarbankinn og Iðnþróunar- sjóður skyldu selja honum brota- járnshahuginn en Haraldur á í við- ræðum við eigendurna þessa dag- ana um kaup á sjálfri verksmiðj- unni. Mistök bankans? Skv. upplýsingum Morgun- blaðsins álíta margir sem komið hafa að þessa máli hérlendis að hollenski bankinn hafi gert mistök þegar hann ákvað að fjármagna starfsemi Stálfélagsins sumarið 1991 og ekki tryggt lánin nægi- lega. Viðbrögð bankans nú stafi af því að þeir starfsmenn bankans sem önnuðust þessi viðskipti séu að reyna að breiða yfir mistökin gagnvart æðstu yfirmönnum bankans. Mulder segist hins vegar vænta hlutlausrar og vandaðrar lögreglurannsóknar og segir að þegar niðurstaða liggi fyrir muni bankinn birta afstöðu sína opin- berlega. SH hafnar tilboði um kaup eða leigu á Jökulfellinu SAMSKIP hf. hafa gert Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tilboð, þar sem SH var boðið að kaupa eða taka á leigu Jökulfellið, til þess að annast freðfiskflutninga til Bandaríkjanna. SH hefur hafnað þessum tilboðum. Jökulfellið er sérstaklega útbúið frystiskip, sem Samskip telja, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að sé mun hagkvæmara til freðfiskflutninga en Hofsjökull, flutningaskip Jökla hf. sem er 20 ára gamalt skip. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var það mat Samskipa hf. að með því að taka Jökulfellið á leigu og selja þess í stað Hofsjök- ul, sem er í eigu Jökla hf. gæti SH náð fram umtalsverðri hagræðingu í freðfiskfíutningum vestur um haf, eða sem svaraði yfír 5 sentum sent- um á hvert flutningskíló. Miðað við 18.500 tonna freðfiskflutninga S.H. á liðnu ári, mætti þannig áætla að tæp ein milljón dollara, eða rúmar 60 milljónir króna gætu sparast í flutningum á ársgrundvelli og þá yfir 180 milljónir króna á þeim þremur árum, sem leigutilboðið hljóðaði upp á, samkvæmt upplýs- ingum Moigunblaðsins. Ólafur Olafsson forstjóri Sam- skipa sagði í samtali við Morgun- blaðið að Samskip hefðu átt í við- ræðum við Friðrik Pálsson, stjórn- arformann Jökla og forstjóra SH um samsiglingar á Ameríku og meðfram ströndinni. Ólafur sagði aðspurður um efnislegt innihald þeirra tilboða sem Samskip hefðu gert SH. „Ég vil ekki úttala mig við íjölmiðla um það hvaða tilboð við erum að gera væntanlegum eða núverandi viðskiptavinum okkar.“ Ekki viðskiptalegur hagur Friðrik Pálsson, forstjóri SH og stjórnarformaður Jökla hf., sagði þegar hann var spurður hvers vegna SH hefði hafnað þessum til- boðum Samskipa: „Við höfnum þessum tilboðum, einfaldlega vegna þess að eftir að hafa lagt okkar besta mat á tilboðin á undanförnum vikum, var niðurstaða okkar sú að það hefði ekki í för með sér þann viðskiptalega bata sem við teldum nauðsynlegan, til þess að við tækj- um þá áhættu sem í tilboðunum einnig fólst.“ Aðspurður hvaða áhætta hefði falist í því fyrir SH að taka tilboð- inu, sagði Friðrik: „Það er ýmiss konar áhætta sem felst í því að breyta út frá því sem við erum að gera í dag. Við erum með skip í rekstri í dag og fyrirtækið Jöklar hefur gengið mjög vel á undanförn- um árum og skilað okkur ágætum hagnaði, þótt lítið félag sé,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að niðurstaðan Jökulfellið JÖKULFELLIÐ er sérútbúið til flutninga með frystar vörur og Samskip töldu það henta SH injög vel. hefði því orðið sú, að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem hefði falist í því „að taka þetta skip til kaups sem upphaflega var boðið, eða til leigu, hefði jafnframt þýtt það að við hefðum þurft að leggja Hofs- jökli eða reyna að selja hann, sem ekkert er vitað um hvernig hefði gengið. Þegar við höfðum farið ofan í saumana á málinu, þá komumst við að þeirri niðurstöðu að það var einfaldlega ekki viðskiptalegur hagur fyrir okkur að ganga að þess- um tilboðum,“ sagði Friðrik Páls- son. Verkbann sam- þykkt á alla í áhöfn Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja íhugar að biðja um að deilan verði leyst með lögum VERKBANNSBEIÐNI Herjólfs hf. á 16 manna áhöfn Vest- mannaeyjaferjunnar var samþykkt á framkvæmdastjórnar- fundi Vinnuveitendasambands íslands síödegis í gær. Um helgina fóru út um þúfur viðræður deiluaðila sem staðið höfðu yfir sleitulítið í eina viku í Vestmannaeyjum. Bæjar- sljórn Vestmannaeyja kemur saman til fundar I dag og sagði Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri að bæjarsljórnin myndi hugsanlega beina þeirri ósk til löggjafans að hann setti lög á deiluna. Verkbannið tekur gildi eftir eina viku, en þá hefur Hetjólfur verið bundinn við festar í sjö vikur. Um miðja næsta viku verða því allir i áhöfn Heijólfs komnir út af launa- skrá hjá fyrirtækinu. Tilboð stýrimanna Grímur Gíslason, stjórnarformað- ur Heijólfs, sagði að tvær sáttatillög- ur hefðu verið settar fram, m.a. sam- eiginleg tillaga áhafnarhópanna um skipun nefndar þar sem tveir menn frá hveijum áhafnarhópi og stjórn fyrirtækisins ættu sæti. Hlutverk hennar átti að vera að komast að samkomulagi um launakerfi starfs- manna Herjólfs og vinnufyrirkomu- lag. Nefndin átti að ljúka störfum fyrir 31. október. Svipuð tillaga kom frá stjórn Heijólfs sl. föstudag en hún gekk auk þess út á það að næðist ekki samkomulag fyrir 15. júlí nk. yrði skipuð yfirnefnd þriggja manna sem myndi úrskurða um þessi mál. Grímur sagði að félag undirmanna hefði ekki verið tilbúið til að sam- þykkja þá tillögu. Grímur sagði að stýrimenn hefðu gert stjórn Heijólfs tilboð, sem hefði falið í sér 40-50 þúsund kr. kaup- hækkun til þeirra á mánuði. Lög á deiluna „Það eru ekki margar leiðir í stöð- unni. Ég sé að það sé annað í þessu máli en að skoða hvort hægt sé að setja lög á deiluna og það verður skoðað á morgun [í dag],“ sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri Vestmannaeyja í gær. Jón Kjartansson formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja sagði að engin beiðni hefði borist frá Sjó- mannafélaginu Jötni í Vestmanna- eyjum um samúðarverkfall. „Það væri ákaflega erfitt að neita því vegna þess hvernig allt er í pottinn búið, en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jón. Guðlaugur Gíslason,_ starfsmaður hjá Stýrimannafélagi Islands, sagði að félagið hefði gengið verulega til móts við óskir útgerðarinnar um breytt vinnufyrirkomulag og fleira gegn því að fá ígildi tveggja eftirvin- nutíma á dag. Því hefði verið hafnað umsvifalaust. k Borgarstjóri viðstadd- ur HM í Svíþjóð Kynning á Islandi og Reykjavík, MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri verður viðstaddur athöfn að lokinni Heimsmeist- arakeppninni í handbolta á sunnudaginn. Þar mun einnig fara fram kynning á íslandi og Reykjavík og borgarstjóri mun veita HM ’95 viðtöku fyrir ís- lands hönd. Auk borgarstjóra munu þeir Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Iþrótta- og tómstundaráðs, Ólafur Jónsson upplýsingafulltrúi og Gunn- ar Guðmundsson, forstöðumaður Laugardalshallar, halda til Svíþjóðar í vikunni til að kynna sér fram- kvæmd keppninnar þar. Þeir munu ásamt borgarstjóra skoða aðbúnað keppenda og fréttamanna og annað er snýr að mótshaldi. Þá verður kynningargögnum um keppnina hér á landi dreift til blaða- og fréttamanna. Hundraðhestaflagengið komið á leiðarenda Hrepptu slæmt veður alla leiðina FÉLAGARNIR 5 í Hundraðhestaflagenginu komust á leiðarenda um hádegi í gær er þeir komu í Skyndidal norðan Hornafjarðar. Þeir snéru þar við og fóru aftur vestur Vatnajökul og komu til Sigöldu í gærkvöldi. Hundraðhestaflagengið lagði af frá Snæfelli í gærmorgun og fór þaðan upp Eyjabakkajökul inn á Goðahnjúka, að sögn Siguijóns Péturssonar, sem aðstoðaði félag- ana fimm við undirbúning ferðar- innar. Þaðan fóru þeir suður um Breiðubungu niður á Heiðnaberg- sjökul og komu í Skyndidal um hádegisbil. Ófært var um dalinn þar sem Skyndidalsá var mikið bólgin. Þeir félagar höfðu þá ekið alla leið- ina sem ætlunin var að fara á sleð- um og sneru við. Þeir fóru til baka ofan við Heiðanbergsjökul og Skálafellsjökul og fóru fyrir norðan Esjufjöll. Þaðan tóku þeir stefnuna á Grímsfjall og svo niður í Jökul- heima. Þeir komu til Sigöldu um áttaleytið í gærkvöldi. Erfið veður Þeir félagar hrepptu erfið veður alla þá fimm daga sem þeir voru á leiðinni frá Horni til Hornafjarðar. * Slæmt skyggni var á hálendinu alla dagana og urðu þeir að sleða eftir lóran mest af leiðinni. Votviðrasamt var og vosbúð frá morgni til kvölds á sleðunum. Urðu þeir félagar að taka sér nokkra hvíld á sunnudag og bíða betra veðurs og varð ferða- lagið því einum degi lengri en áætl- að var.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.