Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
35
Kapphlaup við tímann
Þessa stundina leikur allt í lyndi hjá Odone-fjölskyldunni (Susan
Sarandon, Zack O’Malley Greenburg, Nick Nolte).
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóhöllin:
Olía Lorenzos - Lorenzo’s Oil
Leikstjóri George Miller. Hand-
rit George Miller og Nick Enr-
ight. Kvikmyndatökustjóri John
Seale. Aðalleikendur Nick
Nolte, Susan Sarandon, Peter
Ustinov, Kathlee Wilhoiten,
Gerry Bamman, Margo Martind-
ale, Zack O’MalIey Greenburg.
Bandarísk. Universa! 1992.
Myndin Olía Lorenzos kemur á
réttum tíma þegar banvænir
barnasjúkdómar eru í brennipunkti
og var frumsýning hennar einn
þáttur í vel heppnaðri fjársöfnun
sem bar heitið Börn með krabba-
mein.
Lorenzo litli í þessari glænýju
mynd Astralans góðkunna, Georg-
es Millers, er að vísu ekki haldinn
krabbameini en illkynjaður sjúk-
dómur bankar upp hjá honum fimm
ára gömlum. Hann er skammstaf-
aður ALD, leggst á miðtaugakerfið
og er afar sjaldgæfur. Þegar Lor-
enzo verður hans var, en myndin
er byggð á sönnum atburðum, eru
engin meðöl þekkt í baráttu við
ógnvaldinn. En foreldrar hans,
bankamaðurinn Agusto (Nolte) og
Michaela Odone (Sarandon) eru
ekki á því að gefast upp fyrir þekk-
ingarskorti læknavísindanna held-
ur kryfja sjálf lyfjafræðina uns þau
finna meðul sem bera árangur.
I dag er Lorenzo orðinn fjórtán
ára og tekur, að segja má, dagleg-
um framförum. Sömuleiðis hundr-
uð annarra drengja sem notið hafa
góðs af uppgötvun Odone-hjón-
anna, en læknavísindin hafa sæmt
þau ýmsum viðurkenningum.
Það þarf áræði til að leggja útí
kvikmynd um barnasjúkdóma,
einkum af slíkri reisn sem hér.
Efni sem þetta er gjarnan afgreitt
í litlum og lágstemmdum sjón-
varps- eða kapalmyndum. En líkt
og með störf Odone-hjónanna er
árangurinn undraverður. Miller
hefur tekist með ágætum að skapa
áhrifamikla mynd og jákvæða.
Mynd sem sannar okkur að það
má aldrei gefa upp vonina, trúin
flytur fjöll. Maðurinn er hvað
minnstur er hann stendur frammi
fyrir fársjúku barni, því er fátt
gleðilegra en afrek fólks á borð
við Odone-hjónin, kraftaverkin
gerast enn.
Miller er víðsfjarri þeim myndum
sem hann er þekktastur fyrir, um
hinn bijálaða Max, og ekki fer
honum ver úr hendi að fást við
jafn gjörólíkt efni og hina óbifan-
legu trú og baráttu fólksins sem
hann fjallar um í Olíu Lorenzos.
Efnafræðirannsóknir, þaulseta á
bókasöfnum, karp leikmanna við
vísindamenn er ekki árennilegt við-
fangsefni ef það á að grípa fjöld-
ann. Að maður tali ekki um kjarna
málsins, skelfileg veikindi. En per-
sónunar og sagan ná vel til áhorf-
andans því þrátt fyrir umtalsverða
lengd fylgist hann spenntur með
þessu minnisstæða kapphlaupi við
tímann og dauðann. Hér er fengist
við yfirgripsmikinn efnisþráð, vís-
indalegan en jafnframt einkar
mannlegan. Handritshöfundarnir
þjappa öllum fræðilegum stað-
reyndum vel saman svo þau verða
öllum auðskilin og þátturinn sem
snýr að manneskjunum er vita
væmnislaus, merkilegt nokk.
Það tekur nokkurn tíma að venj-
ast Nolte í hlutverki ítala, sem
hann leysir ekkert of vel. Þess
betur tekst honum að túlka þraut-
seigjuna og viljastyrkinn. Saran-
don er frábær að venju, jarðbundin
og sterk. Gamli refurinn hann Pet-
er Ustinov fer langt með að stela
þeim atriðum sem hann kemur
fram í, það er ekkert nýtt. Öllu
þessu valinkunna fólki hefur tekist
það erfiða verkefni að fjalla um
viðkvæmt, stundum torskilið efni
á afar sannfærandi hátt.
RADÓUGi YSINGAR
ATVINNUAUGL ÝSINGAR
Frystitogari
Vanur netamaðurog stýrimaðurtil afleysinga
óskast á frystitogara sem gerður er út af
landsbyggðinni.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur, fyrri
störf og annað sem máli kann að skipta,
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. mars
merktar: „Togari - 10814“.
Hjúkrunarfræðingar
Deildarstjóri óskast í fullt starf frá 1. maí nk.
eða eftir nánara samkomulagi.
Hjúkrunarfræðing vantartil sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
í síma 26222.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
KENNARA-
HÁSKÖU
ÍSLANDS
Laust starf
Staða lestrarráðgjafa við Lestrarmiðstöð
Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar.
Umsækjandi skal, til viðbótar við almennt
kennarapróf, hafa tveggja ára framhaldsnám
í sérkennslufræðum. Einnig er ætlast til að
viðkomandi hafi reynslu af lestrarkennslu í
grunnskóla, bæði í almennri kennslu
og sérkennslu.
Ráðning ertil eins árs, frá og með 1. ágúst nk.
Umsækjandi skal láta fyígja umsókn sinni
greinargerð um menntun og fyrri störf.
Umsóknir skulu berast til Kennaraháskóla
íslands við Stakkahlíð fyrir 3. apríl nk.
Nánari upplýsingar um starf þetta gefa Rann-
veig G. Lund, forstöðumaður Lestrarmið-
stöðvar KHÍ, og Þóra Kristinsdóttir, formaður
stjórnar Lestrarmiðstöðvar.
Þjóðbraut 1 - Akranesi
-fasteigntil sölu
Kauptilboð óskast í Þjóðbraut 1, Akranesi,
sem er atvinnuhúsnæði og stærð húsnæðis-
ins er 187,1 fm. Brunabótamat er kr.
6.536.000,- og húsnæðið verður til sýnis í
samráði við Svein Garðarsson, sími
93-13244.
Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofan-
greindum aðila og á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00
þann 19/3 1993 í viðurvist viðstaddra bjóð-
enda.
IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS
________BORGARTUNI 7 10S REYKJAVIK_
SPARISJÓÐUR
f=== VÉLSTJORA
Aðalfundur
Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður hald-
inn laugardaginn 27. mars nk. kl. 15.00 í
Borgartúni 18.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Matreiðslumenn
Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag,
þriðjudaginn 16. mars, kl. 16.00 í Þarabakka
3, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Frá Kvennaskólanum í
Reykjavík
Opið hús verður í Kvennaskólanum laugar-
daginn 20. mars frá kl. 13.00 til 15.00 fyrir
nemendur 10. bekkjar grunnskóla.
Kennarar og nemendur munu kynna skólann
og veita upplýsingar um starfsemi hans.
Skólameistari.
Greiðsluáskorun
Bæjarsjóður Húsavíkur skorar hér með á þá
sem ekki hafa staðið skil á aðstöðugjaldi og
kirkjugarðsgjaldi, sem voru álögð 1992 og
féllu í gjalddaga 1. desember 1992, einnig
þá sem eiga ógreidd leikskólagjöld til fallin
1990, 1991 og 1992 og sem féllu í gjalddaga
fyrir 1. janúar 1993, að greiða skuldir þessar
nú þegar og eigi síðar en 15 dögum eftir
birtingu þessarar áskorunar. Fjárnáms verð-
ur krafist án frekari fyrirvara til tryggingar
vangoldnum eftirstöðvum, ásamt áföllnum
dráttarvöxtum og kostnaði sem af gerðinni
leiðir.
Bæjarsjóður Húsavíkur.
SHMtauglýsingar
□ HL(N 5993031619 IV/V 2
I.O.O.F. Rb. 4 = 1423168-
81/2.1.
O EDDA 5993031619 I 1 Frl.
I.O.O.F. Ob. 1 = 1743168'A =
Skyggnilýsingarfundur
Miðillinn Gerry Foster heldur
skyggnilýsingarfund í dag,
þriöjudaginn 16. mars, i Ármúla
40, 2. hæð. Túlkur. Húsið opnað
kl. 19.30, lokað kl. 20.30. Mætið
tímanlega. Ókeypis kaffi. Gerry
hefur starfað sem virtur og við-
urkenndur miðill í 35 ár.
Fundurinn hefst með fræðslu.
Einkatímapantanir hjá Dulheim-
um, sími 668570, kl. 13-18.
□ Sindri 599303167 = 5.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 68253?
Opið hús í Mörkinni 6
Ferðafélagið verður með opið
hús (kl. 20.30) í Mörkinni 6
þriðjudaginn 16. mars. Kynntar
verða eftirtaldar ferðir: Ferð í
Lónsöræfi, gönguferð frá Snæ-
felli í Lónsöræfi og gönguferð frá
Látrum á Látraströnd í Fjörður.
Þessi kynning er fyrir alla félaga
sem aðra. Heitt á könnunni!
Ferðakynning sem þessi er nýj-
ung í starfi félagsins og hvetjum
við fólk til þess að koma og fá
greinagóðar upplýsingar um
ferðirnar. Valið verður auðveld-
ara á eftir.
Ferðafélag íslands.
AD KFUK
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30 í umsjá
Gunnars J. Gunnarssonar
guðfræðings, Leifs Þorsteins-
sonar líffræðings og Sigríðar
Sólveigar Friðgeirsdóttur
hjúkrunarfræðings.
Rætt verður um tæknifrjóvgun
út frá siðfræðilegu og líffræði-
legu sjónarhorni. Almennar um-
ræður og fyrirspurnir.
Allar konur velkomnar.
KENNSLA
Kynningarnámskeið
í hómópatíu verður haldið 27.
og 28. mars. Fyrirlesari verður
David Howell, skólastjóri
Midlands skólans í Bretlandi.
Upplýsingar í sima 674991.