Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
„ Engin Ajróa þóakþúhafirátt í
ertt&leikum meé Qang. þú ert
hxginalast-óL herrux, bcJcatit ! "
TM Reg. U.S Pat Off.—all rlflhts reserved
° 1993 Los Angeles Times Syndlcate
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Að rýna
Frá Krístrúnu Gunnarsdóttur:
NOKKUR orð vegna gagnrýni
Eiríks Þorlákssonar, í Morgunblað-
inu 10. mars, á sýningu okkar Sig-
ríðar Hrafnkelsdóttur í Nýlista-
safninu.
Þessa dagana er ákaflega vin-
sælt, bæði innan einstakra ríkja og
á fjölþjóðlegum vettvangi, að
grandskoða allar aðstæður samfé-
laganna og þær aðgerðir sem
notaðar eru við hvers kyns úrlausn-
ir. Hér er sjálfsögð krafa á ferðinni
um markvissa gagnrýni á það sem
fram fer ef það má verða til upp-
byggingar og betrumbóta. Þegar
þekking eykst verður umfjöllun
flóknari enda fleiri hliðar á hverju
máli. Erfíðara verður að slá um sig
með ódýrum athugasemdum og
auðveldara að koma upp um þekk-
ingarleysið. Bregða menn þó stund-
um á það ráð að kasta skítnum
einum saman eða það sem verra
er, fjasa heilan helling um ekki
neitt og verða sér þannig til
skammar.
Þannig er það í heimi myndlistar-
innar svo sem annarra stétta að
kröfur um þekkingu listamanna
hljóta sífellt að aukast og þá einnig
kröfur til þeirra sem taka að sér
gagnrýni á þær útstillingar sem
listamenn bjóða uppá á opinberum
vettvangi. Krafan er alhliða þekking
hvað varðar strauma og stefnur
hveiju sinni, hvað varðar sögulegar
tilvísanir og menningarleg áhrif og
síðast en ekki síst almenn yfírsýn
í hinn fjölþjóðlega myndlistarheim.
Það kom undarlega fyrir í um-
íjöllun Eiríks að hann skyldi svo
vafningalaust bendla nám í Dusseld-
orf, Þýskalandi, við Joseph Beuys
og nám í Kaliforníu við tæknidellu
og Nam J. Paik, án þess að
rökstyðja það frekar þó greina
mætti vísbendingu í einhveija til-
fínningu sem hann kann að hafa
fengið í heimsókn sinni á sýninguna.
Hvað varðar námslönd og áhrif
þaðan langar mig fyrst að benda
Eiríki á þá staðreynd að Paik er
einmitt helst að finna í Dusseldorf,
ekki í Kaliforníu. Þar hefur hann
verið prófessor um árabil og eru
áhrif hans mikil í Evrópu, mun
meiri en í Kaliforníu.
að gagni
I Kaliforníu fór hins vegar svo,
nú í lok níunda áratugarins, að
innan akademíunnar var konsept-
listin og minimalismi genginn
þannig út í öfgar að gjarnan voru
myndverk svo gerstrípuð af efni
eða efnisleika að það var ekki fyrir
aðra en heimspekinga og lista-
mennina sjálfa að hafa eitthvað í
verkin að sækja. Helsta mótvægi
við þessa stefnu er reyndar að finna
í yfírgengilegum áhuga á kynlífí
og hveiju því er að því lýtur eða
gefur það í skyn, enda bandarísk
akademía fræg fyrir að velta sér
upp úr freudískri aðferðartækni við
greiningu á hvers kyns viðfangs-
efnum og þá er bendlun við kyn-
ferði aldrei langt undan.
Það merkilegasta sem gerðist
var að fjölþjóða nemendur í Kalifor-
níu hófu upp tilvísanir, meðal ann-
ars í Joseph karlinn Beuys sem
vissulega er evrópskt mikilmenni.
Þessar tilvísanir eru settar í sam-
hengi við tilhneigingar sem reyndar
eru ættaðar frá Dada. Þar kemur
til þörf hjá listamönnum að skilja
eftir lausa enda (restistance to clos-
ure). Verið er að spyrna við þeirri
umföðmun á viðfangsefnum sem
ætlað er að tryggja fullkomið vald
listamannsisns á því nákvæmlega
hver skilaboðin eru í myndverkum
hennar/hans. Þá er einnig verið að
spyrna við þeirri hugmynd að fram-
leiðsluferlið allt eigi að vera undir
fullu, yfirveguðu valdi listamanns-
ins frá upphafspunkti til enda-
punkts, ef slíkir punktar eru þá
yfirleitt til. Óstöðugleikann (inn-
consistency) höfum við frá Dada.
Hann er stórmerkilegt rannsóknar-
efni sem það fyrirbæri sem aftur
og aftur skýtur upp kollinum í §öl-
þjóðlegri myndsköpun þessarar
aldar.
Mér sýnist Eiríkur hafi ekki
næga þekkingu á því sem fer fram
í hinum fjölþjóðlega myndlistar-
heimi til að geta markvisst rýnt
og af gagni bent á áhrif sögu,
menningar eða ómenningar ef því
er að skipta. Hann ruglar tæknib-
rellu-óðum Kaliforníubúum, sem
lifa gjarnan í heimi kvikmynda og
annarra fjölmiðla, saman við fjöl-
tengda bandaríska akademíu sem
stundar rannsóknir í samfélags-,
stjórnmála-, heimspeki- og list-
fræðilegum samanburðarfræðum.
Eða rennur kannski Rín í Kyrrahaf-
ið þegar á allt er litið? í öllu falli
er það athyglisvert að Nam J. Raik
skuli einmitt vera mikill meistari í
Dússeldorf og að Beuys sé vinsæll
til skoðunar í Kaliforníu.
Sitt sýnist hveijum um útfærslur
ýmissa hugmynda, hvaðan sem þær
koma. Ég hef alltaf gaman af að
hlusta eftir því sem sagt er, en læt
það gjarnan afskiptalaust þar sem
bein skoðanaskipti eru mér minna
virði en kjarnmiklar vangaveltur.
Það er við hæfí að benda jafnframt
á að ýmislegt má læra í skólum,
einkum og sér í lagi þegar kostur
gefst til virkrar þátttöku í þeim
hræringum sem í gangi eru. Eftir
tveggja vikna bið á umfjöllun í
Morgunblaðinu vegna þessarar
sýningar er ég furðu lostin á því
sem birt er. Ég hlýt sem myndlist-
armaður að gera þá kröfu að gagn-
rýnandinn viti hvert hann er að
fara og hafi eitthvað fram að færa.
KRISTRÚN GUNNARSDÓTTIR,
myndlistarmaður.
Hvað heita
konurnar?
Þeir sem þekkja konurnar á
myndinni eru beðnir um að hafa
samband við Henriettu Berndsen
í Búðardal í síma 93-41162.
HÖGNI HREKKVÍSI
P/tP/ b/NN S/TUR //JtJ/ B/NA FE/S&NA ENN/ "
„ HANN K/END/ BEGÓNÍUNN'/ HENNAfZ ÖAiA*U. "
Vík\erji skrifar
Notkun greiðslukorta hefur orð-
ið ótrúlega útbreidd á
skömmum tíma hér á íslandi. Sjálf-
sagt éru skiptar skoðanir um ágæti
þeirrar þróunar. En ef marka má
grein í marzhefti Neytendablaðsins
er það markmið a.m.k. einhverra
neytenda að komast út úr greiðslu-
kortanotkun. í grein eftir Sólrúnu
Halldórsdóttur, rekstrarhagfræðing
í því blaði segir m.a.:
„Markmið okkar í Ijármálum eru
einstaklingsbundin og ráðast af
ýmsum aðstæðum......fyrir þá sem
eiga erfitt með að fjármagna neyzl-
una getur draumurinn verið að
losna við lánskortaskuldina...að-
ferðin við að koma sér út úr þeim
er í grundvallaratriðum eins....Önn-
ur er sú að auka tekjurnar, hin er
sú að skera neyzluna niður og byija
smám saman að staðgreiða......Við
gætum til dæmis minnkað útgjöldin
um 60 þúsund á sex mánuðum og
losnað þannig við lánskortareikn-
inginn...Hversu margir hafa ekki
látið það fara í taugarnar á sér að
stór hluti launanna fari strax til
greiðslu á kortaskuld. Þegar svo
er, virðist erfitt að losa sig við kort-
ið, því þá þarf bæði að fjármagna
framfærslu mánaðarins og „gamía“
neyzlu, sem keypt var út á krít.
En það var heldur enginn að segja,
að þetta væri auðvelt."
Hér er ekki rúm til þess að rekja
nákvæmlega þá aðferð, sem Sólrún
Halldórsdóttir bendir fólki á að nota
til þess að komast út úr lánskorta-
notkun en það er óneitanlega at-
hyglisvert, að það skuli nú vera
orðið umfjöllunarefni að ráðleggja
fólki að losna við kort, sem áður
voru talin svo eftirsóknarverð.
xxx
Raunar er það tímanna tákn, að
nú er orðið töluvert um leið-
beiningar til fólks í fjölmiðlum um
það, hvernig hægt sé að nýta betur
þá fjármuni, sem fyrir hendi eru.
Til marks um það'má nefna grein-
ar, sem birtast hér í Morgunblaðinu
á sunnudögum aðra hveija helgi
undir heitinu: Buddan, þar sem
fjallað er um fjármál einstaklinga.
Ennfremur gefur Morgunblaðið út
við og við sérblað um fjármál fjöl-
skyldunnar. Stöð 2 hefur gert sjón-
varpsþætti um svipað efni og nú í
þessari viku efna neytendasamtökin
til ráðstefnu um fjármál heimilanna.
Þetta efni í íjölmiðlum endur-
speglar þá staðreynd, að það verður
stöðugt erfiðara fyrir fólk að ná
endum saman í kreppunni og þess
vegna leita margir nýrra leiða í
þeim efnum.
xxx
Neytendasamtökin _ og Verð-
bréfamarkaður íslandsbanka
hafa, hvor aðili um sig, efnt til
námskeiða um fjármál einstaklinga.
Þessi námskeið hafa verið vel sótt
hjá báðum aðilum og er aðsóknin
að þeim til marks um þá þörf, sem
fyrir hendi er fyrir sjíka ráðgjöf.
Verðbréfamarkaður íslandsbanka
hefur einnig gefið út ijármálahand-
bók fyrir einstaklinga, sem er mjög
vel úr garði gerð og full ástæða til
að mæla með.