Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Búnaðarþing ályktar um atvinnumál og breyttar áherslur í byggðamálum Þj óðhagsstofnun geri úttekt á af- leiðingum framleiðslusamdráttar BÚNAÐARÞINGI var slitið síðastliðið miðvikudagskvöld, en þá hafði þingið staðið í tíu daga samfleýtt. Alls voru 45 mál lögð fyrir Búnaðarþing að þessu sinni og var 41 þeirra afgreitt með 39 álykt- unum, en fjögur mál komu ekki úr nefndum. Auk um- sagna um lagafrumvörp sem eru fyrir Alþingi var á Búnað- arþingi meðal annars fjallað um uppkast að skýrslu Byggðastofnunar um breytt- ar áherslur í byggðamálum, þ.e. tillögu að stefnumótandi byggðaáætlun 1993-1996, at- vinnumál í landbúnaði og samdrátt í búvöruframleiðsl- unni. A Búnaðarþingi var óskað eftir því að ríkisstjórn- in feli Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á því hvaða afleið- ingar samdrátturinn í sauð- fjárframleiðslu og mjólkur- framleiðslu hefur í atvinnu- legu tilliti bæði meðal bænda í úrvinnslu og þjónustu. Samdráttur um 1.350 ársverk í ályktun Búnaðarþings um at- vinnumál kemur meðal annars fram að sá gífurlegi samdráttur sem orðið hefur í sauðfjárrækt á árunum 1991 og 1992 hafi lækkað verðmæti framleiðslunnar um tæplega 1,8 milljarða króna. Auk umsaminnar niðurfærslu á gjaldalið verðlagsgrundvallar sauðfjárafurða hafi þetta í för með sér heildarlækkun á launahluta um 1.066 milljónir kr. sem svari til 1.000 ársverka í frum- framleiðslunni. Þá nemi heildar- lækkun launaliðar vegna niður- færslu greiðslumarks til mjólkur- framleiðslu 372 milljónum króna sem svari til 350 ársverka. Alls nemi því lækkun launaliðar vegna Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verökr. 10.998,- Borgartúni 26 Síml: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Atvinnumál og byggðaþróun brennur á bændum FULLTRÚAR á Búnaðarþingi hlýða á ræðu Jóns Helgasonar formanns Búnaðarfélags íslands við setn- ingu þingsins. samdráttar í sauðfjár- og mjólkur- framleiðslu 1.438 milljónum króna, eða sem svari til 1.350 ársverka í frumframleiðslunni. Búnaðarþing vill að Þjóðhags- stofnun geri úttekt á því hvaða áhrif þessi samdráttur hafi, bæði meðal bænda og í úrvinnslu og þjónustu, þannig að fram komi kostnaður við sköpun nýrra at- vinnumöguleika og h'klegrar byggðaröskunar. Þá verði gerð sérstök athugun á því hvort ekki sé þjóðhagslega hagkvæmt við núverandi aðstæður að nýta betur þá vannýttu framleiðsluaðstöðu og mannafla sem til staðar er í sveit- um með aukinni landbúnaðarfram- leiðslu enda þótt það kunni að leiða til einhvers útflutnings á búvöru í stað þess að auka á atvinnuleysi meðan ekki hafi tekist að byggja upp ný atvinnutækifæri. Ennfrem- ur athugi Þjóðhagsstofnun áhrif væntanlegra milliríkjasamninga, svo sem um EES og tvíhliða við- skiptasamninga við ýmis lönd utan þess svæðis, á innlenda búvöru- framleiðslu og hugsanlegan fram- leiðslusamdrátt í kjölfar þeirra. Búnaðarþing samþykkti að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að hlutast til um það við búnaðarsam- böndin að þau annist úttekt sem talin verður nauðsynleg til þess að meta atvinnuástand í sveitum almennt og einstökum byggðar- lögum, svo og í þéttbýli þar sem unnið er úr búvöru, og verði reynt að greina afleiðingar af minnkandi framleiðslu þar nú og á komandi árum. Þá leggur Búnaðarþing áherslu á að búnaðarsamböndin taki til athugunar hvaða hlutverki þau geti gegnt til stuðnings at- vinnuuppbyggingu í sveitum. Þingið leggur höfuðáherslu á að við stefnumótun stjórnvalda í málefnum landbúnaðarins og dreifbýlis verði það haft að megin- markmiði að framleiddar verði í landinu allar þær landbúnaðaraf- urðir sem þarf til neyslu innan- lands og hægt er að framleiða við íslenskar aðstæður. Telur þingið brýnt að lögfest verði ákvörðun þess efnis að beitt skuli öllum þeim heimildum sem verða til jöfn- unar á samkeppnisaðstöðu inn- Iendrar framleiðslu gagnvart inn- flutningi og þannig verði tryggt að þar sé unnið á jafnréttisgrund- velli hvað allt rekstrarumhverfi áhrærir, svo sem verð á aðföngum, skattlagningu, opinbera styrki, útflutningsbætur, undirboð og annað það sem áhrif hefur á verð- myndun vörunnar. Búnaður fái raunhæft mat við áætlanagerð í atvinnumálum Búnaðarþing hafði til Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal Atvimiumál og byggðaþró- un það sem nú ber hæst „ATVINNUMÁLIN og byggðaþróunin er það sem mér finnst bera hæst um þessar mundir, og óvissan um það hver þróun- in verður á næstu mánuðum og árum. Þá eru ýmsar blikur á lofti varðandi sölumálin í hefðbundnu búgreinunum, en þegar þrengist um og bændur og afurðastöðvar eru komnar með þessa ábyrgð á birgðunum verður meiri harka á milli þessara aðila,“ segir Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal í Dalasýslu og fulltrúi á Búnaðarþingi. í skýrslu Byggðastofnunar um breyttar áherslur í Byggðamálum segir um byggðina í Dalasýslu ein- ungis það að hún sé fámenn og afskekkt og sýslumaður hafi aðset- ur í Búðardal. Sigurður segir að sér finnist óneitanlega svolítið þyngra undir fæti að beijast fyrir einhveiju á svæði sem fær svona umsögn í skýrslu af þessu tagi. „Ég er alls ekki að mæla gegn því að það sé einhver þróun og reynt að laga sig að aðstæðunum. Það er hins allt miðað við atvinnusvæði og þróun byggðakjama, og vissu- lega er það að sumu leyti gott, en mér finnst menn einblína of mikið á það. Mér finnst að það eigi að styrkja frekar þá starfsemi sem er fyrir og kannski á í vök að veijast vegna erfiðleika heldur en að fara að byggja upp eitthvað nýtt sem engin veit hvað er og eyða þá kannski því sem fyrir er um leið,“ sagði Sigurður. Hann sagði fækkun starfa í frumvinnslunni vera uggvænlega og bitna á fleirum en landbúnaðin- um, og sér finndist menn ekki gera sér grein fyrir hvert stefndi að þessu leyti. „Umræðan um landbúnaðarmál er oft ákaflega einhæf, og til dæm- is í fréttaflutningi frá Alþingi um daginn var bara sagt einhliða frá öðrum aðilanum, en leiðréttingar á því ekki teknar til greina. Þetta finnst mér að ríkisfjölmiðlar megi ekki leyfa sér. Það hefur ekki verið metið nóg við okkur bændur að við höfum tekið á okkur þessa skerð- ingu í framleiðslunni, en við höfum fækkað fé um 30%. Þetta léttir auðvitað á landinu, og þess vegna er umræðan oft ósanngjörn. Auðvit- að höfum við notið stuðnings frá ríkisvaldinu gegnum árin, en það er það sem landbúnaðurinn hefur gert í öllum löndum. Stuðningur við okkur hefur ekki verið meiri en annars staðar nema síður sé. Við viljum reyna að þjóna neytendum eins og við getum, en við ætlumst, til þess að fá einhveija sanngirni á móti.“ Sigurður sagði harðnandi baráttu hjá bændastéttinni auðvitað hafa leitt til þess að hver hugsi nú meira um sig og sinn geira og framhjá því yrði ekki litið. Hins vegar teldi hann það veikja bændastéttina sem heild ef bændur gætu ekki komið fram sem ein stétt, en það hefði verið styrkur bænda lengst af hve stéttin var samhent. „Ég hel að það verði ekki aftur athugunar skýrslu Byggðastofn unar um breyttar áherslur í byggðamálum og tillögur að stefnumótandi byggðaáætlun 1993-1996, en um er að ræða uppkast frá 28. janúar síðastliðnum. Varðandi áfram- haldandi vinnu við lokagerð tillagna Byggðastofnunar bendir Búnaðarþing á að til bóta sé að gera áætlun til fjögurra ára um framkvæmdir á vegum þess opinbera sem sundurliðuð sé eftir viðfangsefnum út frá heildarsýn yfir einstaka málaflokka, en gerð slíkrar áætlunar byggi að mestu á þeirri stefnu sem mörkuð verði í atvinnu- og framleiðslumálum, þar sem þjónustugreinar byggist fyrst og fremst á því hvar atvinnustarfsemin kallar á þjónustuna. Þingið bendir á þá staðreynd að landbúnaðurinn sé annar stærsti atvinnuvegurinn á lands- byggðinni, en hann sé þó vart nefndur á nafn í skýrslu Byggða- stofnunar. Gerir þingið kröfu til þess að það bakland sem hann veiti þéttbýliskjörnum víðsvegar um land og þjóðfélaginu í heild fái raunhæft mat við áætlanagerð á sviði atvinnumála. Búnaðarþing bendir á að Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins sé markaður tekjustofn með samn- ingi milli bænda og ríkisstjórnar- innar, og samkvæmt þeim samn- ingi hafi sjóðurinn ákveðnu hlut- verki að gegna í atvinnuþróun í sveitum. Því sé óraunhæft að gera ráð fyrir að Framleiðnisjóður myndi stóran hluta af því fjár- magni sem ætlað sé til atvinnu- mála og þróunarstarfsemi á veg- um Byggðastofnunar almennt séð, og sama gildi um lögboðin framlög til leiðbeiningaþjónustu á sviði landbúnaðar. Þingið bendir á að ijölbreytt leiðbeiningarstarf sé unnið á vegum Búnaðarfélags ís- lands og hjá búnaðarsamböndum um land allt, meðal annars hvað varðar atvinnuþróun.' því beinir stjórn BÍ því til stjórnar Byggða- stofnunar að hún leiti til ráðu- nauta BÍ um faglega þekkingu og reynslu í landbúnaðarmálum á þeirra sérsviðum. Þá mótmælir Búnaðarþing því algjörlega að dregið verði úr þeirri þjónustu sem nú sé veitt á landsbyggðinni á sviði hinna ýmsu málaflokka, og telur þingið óhugsandi að beita slíkum aðgerðum til að hraða því að byggð leggist af á ákveðnum svæðum. í i í í í i i Sigurður Þórólfsson í Innri- Fagradal. snúið hvað þetta varðar. Búgreina- félögin eiga auðvitað alveg rétt á sér, en það verður auðvitað erfiðara að skipa búnaðarsamtökunum sem einni heild þegar þetta er meira og minna orðið klofið upp í einingar. Þessi sífellda umræða um breyting- ar á félagskerfinu skapar að vissu leyti óvissu, og ég held að við verð- um að koma okkur niður á ein- hveija lausn á því máli. Við hljótum að verða gera það til að fá ein- hveija kjölfestu," sagði Sigurður. i i i i i Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.